Morgunblaðið - 12.10.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
Sjónarhorn
Um gagnsemi við-
skiptaáætlana
eftir Aðalstein J.
Magnússon
Viðskiptaáætlanir eru í dag tald-
ar bráðnauðsynlegar þegar hefja á
rekstur og mörgum leikur eflaust
hugur á að viþa í hveiju gagnsemi
þeirra felst. í raun má segja að
viðskiptaáætlun er ómissandi því
hún er skjal sem segir til um hvað
eigi að gera, hvernig og fyrir hvaða
tíma. Viðskiptaáætlunin er notuð
til að skipuleggja og samræma þau
verk sem vinna þarf og viðskiptaá-
ætlunin er einnig notuð til að sann-
færa fjárfesta um ágæti hugmynd-
arinnar. Það vekur því oft furðu
starfsmanna banka og fjárfestinga-
sjóða hversu léleg vinnubrögð tíðk-
ast hjá mörgum sem koma bónveg
eftir fjármagni. Fjárfestar verða að
fá ítarlegar og nákvæmar skriflegar
útskýringar ella telja þeir að hug-
myndin sem verið er að kynna sé
vanhugsuð eða á henni gallar sem
leitt gætu til mistaka.
Ef viðskiptaáætlun er ekki notuð
til að samstilla alla þætti rekstrar
er líklegt að hver og einn taki
ákvarðanir sjálfstætt og að heild-
arsamræmi vanti. Framkvæmdir
geta dregist á langinn án þess að
eftir því sé tekið og árangurinn
verður í samræmi við það. Orka fer
til spillis ef átakið er ekki samræmt
og dýrmætur tími glatast. Án við-
skiptaáætlunar ferðast hver þátt-
takandi í framtakinu á eigin vegum
og áfangastaðirnir verða ólíkir og
fæstum til ánægju þegar upp er
staðið.
Þó svo að viðskiptaáætlun sé
nauðsynleg til að sýna ijárfestum
hvað fyrirtækið á að framkvæma
er það ekki aðalhlutverk hennar.
Viðskiptaáætlunin er umfram allt
teikningin eða lýsingin á öllu því
sem fram þarf að fara til að settu
marki verði náð. Það mundi ekki
hvarfla að neinum að reisa hús eða
þó ekki væri nema bæta við her-
bergi án þess að hafa ítarlegar
teikningar og_ áætlanir um t.d. efni
og kostnað. Á sama hátt ætti það
ekki að hvarfla að neinum að hefja
nýja starfsemi án þess að fyrir liggi
áætlun um hver á að gera hvað,
fyrir hvaða tíma og hvernig.
Þegar viðskiptaáætlunin er tilbú-
in á hún að innihalda allar forsend-
ur. Þeir sem viðskiptaáætlunina
sömdu verða einnig að vera tilbúnir
að fylgja henni eftir. Fjárfestar eða
aðrir þeir sem máli skipta sem lesa
viðskiptaáætlunina verða að skilja
nákvæmlega frá lestri hennar hvað
á að framkvæma. Fjárfestar krefj-
ast þess að fá að vita hver á að
framkvæma hvað, fyrir hvaða tíma
og hverjar forsendurnar séu. Ekki
skiptir þá minna máli að veita upp-
lýsingar um hvað til þarf og hvað
fjárfestarnir eigi að leggja til og
hvernig verði greitt fyrir þeirra
framlag.
Viðskiptaáætlunin er því fyrst
og fremst skipulagsskjal innan fyr-
irtækisins sem frumkvöðullinn
starfar eftir einn eða með hópi
manna. Vel úthugsuð viðskipta-
áætlun getur reynst ómissandi skjal
til að ná fram settu marki og ber
því sú vinna sem í hana er lögð
ríkulegan ávöxt. Þetta á ekki síður
við þótt viðskiptaáætlunin sé aldrei
sett í framkvæmd eða henni hafnað
af fjárfestum. Oft er því ver af stað
farið en heima setið.
Höfundur er lektor við Samvinnu-
skólann.
John Frazer-Robinson
í febrúar sl. fengu yfir 200 (slendingar að kynnast
kenningum þessa heimsþekkta og eftirsótta
markaðsmanns og óskuðu eindregið eftir frekari
fræðslu hans.
Stjórnunarfélagið býður nú tvær námsstefnur
sem JFR nefnir:
„The Secrets of Effective Direct Mail“
19. október nk. kl.9—17
JFR mun fjalla nánar um ýmsa þætti beinnar
markaðssóknar (Direct Marketing), með aðaláherslu
á MARKPÓST (Direct Mail). Þetta er námsstefna
sem hlotið hefur miklar vinsældir víða um heim og
hefur verið aðalnámsefnið á alþjóðlegri ráðstefnu
um beina markaðssókn í London undanfarin ár.
Verð kr. 15.000,-
og
„The JFR Masterclass“
21. október nk. kl. 9—17.30
Hér verður fjallað ítarlega um aðferðarfræði beinnar
markaðssóknar þar sem JFR mun sjálfur vinna með
þátttakendum að raunhæfum verkefnum þeirra í
vinnuhópum.
Verð kr. 18.000,-
Staðun Hótel Saga, Þingstofa A
Stjórnunarfélag
islands
Fjöldi takmarkaður
Skráning og nánari upplýsingar í síma 621066
TÆKNISKÓLINN — Tækniskólinn hlaut nýlega að gjöf
Windows-útgáfu af útboðs og tilboðsgerðarkerfi frá Verk- og kerfis-
fræðistofunni Spor. Dos-útgáfan af kerfinu hefur verið í notkun
hjá skólanum sl. tvö ár og hafa nemendur unnið útboðs- og tilboðs-
verkefni í kerfinu þar sem stuðst er við verð og verklýsingar úr
byggingarlykli Hannarrs. Þá hefur nýlega verið sett upp Novell
netstýrikerfi með 18 vélum sem m.a. eru notaðar fyrir útboðskerf-
ið. Myndin var tekin þegar Guðmundur Hjálmarsson, deildarstjóri
byggingardeildar og Isleifur Jakobsson deildarstjóri tölvudeildar
tóku formlega við kerfinu af Einari Júlíussyni, framkvæmdastjóra
Verk- og kerfisfræðistofunnar Spors.
Sjónvarp
NBC sækir á Evrópu-
markað með kaupum
á Super Channel
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin NBC hefur gert sína mestu innrás
til þessa inn á Evrópumarkaðinn með kaupum á meirihluta í Su-
per Channel, sem sjónvarpar um gervihnött og nær til næstum
60 milljóna heimila í Evrópu, aðallega í gegnum kapalkerfi. Fyrir
síðustu helgi ætlaði NBC að ganga frá kaupunum en þau taka til
75% hlutafjárins fyrir 61,6 milljónir dollara. Seljandinn er
Marcucci-fjölskyldan en hún er umsvifamikil í ljósvakamiðlun og
iðnrekstri á Italíu.
Búist er við, að NBC muni halda
áfram að auka við skemmtiefnið
á Super Channel auk þess að gera
viðskipta- og ijármálatíðindum
hærra undir höfði en nú. Talsmenn
CNBC, þeirrar kapalrásar NBC,
sem sérhæfir sig í viðskiptafrétt-
um, lýstu því raunar yfir fyrr á
árinu, að ætlunin væri að færa
út kvíarnar til Evrópu og Austur-
Asíu.
Tapaði 160 millj. kr. á mánuði
Marialina Marcucci, fram-
kvæmdastjóri Super Channel,
keypti stöðina árið 1988 fyrir níu
sterlingspund en greiddi lánar-
drottnunum 2,5 milljónir punda. Á
þessum tíma var stöðin, sem sam-
steypa óháðra sjónvarpsfyrirtækja
í Bretlandi stofnaði 1987, að tapa
um 1,5 milljónum punda á mánuði
en Marcucci-fjölskyldan lagði fram
25 milljónir punda til að byggja
upp dreifingarkerfi Super Channel
í Vestur- og Austur-Evrópu.
Franski bankinn Crédit Lyonna-
is mun áfram eiga 25% í Super
Channel en Marcucci-fjölskyldart á
raunar ítök í þeim hlut og búist
er við, að Marialina verði áfram í
Leiðrétting
Volvoíátt-
unda sæti
I viðskiptablaði sl. fimmtudag
urðu þau mistök að sölutölur fyrir
Volvo-fólksbíla féllu niður í yfirliti
yfir 10 söluhæstu fólksbílana fyrstu
níu mánuði ársins. Meðfylgjandi er
leiðrétt tafla þar sem sjá má að
Volvo er í áttunda sæti yfir sölu-
hæstu bílana á tímabilinu og 3,6%
markaðshlutdeild. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
stjórn fyrirtækisins. Talið er, að
Marcucci-fjölskyldan hafi talið, að
Super Channel kæmist ekki miklu
lengra nema öflugt fyrirtæki á
borð við NBC tæki við og nefna
má, að stöðin hefur átt erfitt með
að keppa við stóru risana um ný-
legar myndir og mikla íþróttavið-
burði. Þess í stað hefur Super
Channel ræktað upp ýmsa mark-
aðskima eins og Film Europe og
auk þess sýnt efni frá FTTV, sjón-
varpsdeild Financial Times.
Aukinn áhugi á Evrópu
í löndum eins og Austurríki,
Sviss og Hollandi hefur Super
Channel um 3% sjónvarpsáhorf-
enda en búist er við, að með til-
komu NBC muni virðing stöðvar-
innar og aðdráttarafl aukast að
mun. Áhugi bandarísku sjónvarps-
fyrirtækjanna á Evrópu hefur
raunar stóraukist að undanförnu
og sem dæmi má nefna, að í síð-
asta mánuði hleypti Ted Turner
þar af stokkunum TNT/Cartoon
Network en hún sýnir teiknimynd-
ir að deginum en sígildar kvik-
myndir á kvöldin.
10 mest seldu fólks-bíla- tegundirnar í jan.-sept. 1993 ^ Fjöldi %
1. TOYOTA 1.003 21,9
2. MITSUBISHI 737 16,1
3. NISSAN 669 14,6
4. HYUNDAI 350 7,6
5. LADA 228 5,0
6. VOLKSWAGEN 173 3,8
7. DAIHATSU 166 3,6
8. VOLVO 163 3,6
9. RENAULT 150 3,3
10. SKODA 141 3,1
Aðrir 796 17,4