Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
29
Mórgunblaðið/Árni Sæberg
MEÐMÆLI — Um 79% erlendra gesta sem sóttu ráðstefnur til íslands í sumar telja sig geta mælt
með landinu sem ráðstefnulandi.
Flug
Ferðamái
ísland færgóð með-
mæli sem ráðstefnuland
Nýleg gæðakönnun meðal erlendra ráðstefnugesta í sumar gefur til
kynna að mikill meirihluti þeirra hafi verið ánægður með
ráðstefnuhaldið hér á landi
UM 79% erlendra gesta sem sóttu ráðstefnur til íslands i sumar telja
sig geta mælt með landinu sem ráðstefnulandi, samkvæmt niðurstöðum
gæðakönnunar sem gerð var á vegum Ráðstefnuskrifstofu Islands.
Þegar spurt var um verðlag á íslandi sögðu um 63% þátttakenda að
það væri hærra en þeir hefðu átt von á en einungis 36% sögðu verðlag-
ið vera í samræmi við væntingar. Enginn þátttakenda sagði verðlagið
lægra en vænst hafði verið. Sérstök athugun meðal erlendra skipuleggj-
enda ráðstefnanna Ieiddi í Ijós að þeir voru undantekningalaust ánægð-
ir með aðstöðuna hér og frammistöðu íslenskra aðila við skipulagningu.
Gæðakönnunin var framkvæmd
af starfsmönnum Ráðstefnuskrif-
stofunnar óg Svanborgu Frostadótt-
ur sem vann hana sem lokaritgerð í
viðskiptafræði við Háskóla íslands.
í svörum þeirra erlendu aðila sem
stóðu að ráðstefnunum kom fram að
Island hafði orðið fyrir valinu ýmist
vegna þess að röðin var komin að
landinu eða að það þótti kjörinn
áfangastaður. Ráðstefnukostnaður
var talinn í meðallagi eða yfir meðal-
lagi í samanburði við samkeppnis-
staði. Þá hafði íslensk ferðaskrifstofa
aðstoðað við skipulagningu ráðstefn-
unnar í öllum tilvikum. Reyndust
skipuleggjendur almennt ánægðir
með þjónustu ferðaskrifstofanna,
aðstöðu, þjónustu, tæknibúnað, fæði,
hótelþjónustu og leiðsögumenn.
í úrtakinu voru 84 ráðstefnugestir
eða tæplega 10% gesta á ráðstefnun-
um sem könnunin náði til. Þar af var
tæplega þriðjungur þeirra frá Norð-
urlöndum, 27% frá Evrópu og 29%
frá Bandaríkjunum. Aðeins 17% ráð-
stefnugesta hafði komið til íslands
12.10. 1993
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4506 43** 4507 46**
4543 17** 4560 08**
4560 09** 4920 07**
4938 06** 4988 31**
4506 21**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreind
kort úr umferö og sendið VISA fslandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir aö klólesta korl og vísa á vágest.
I IWJJUiJffiÍ
Höföabakka 9 • 112 Reykjavlk
Slmi 91-671700
áður. Um 79% þeirra dvöldu á hótel-
um að meðaltali í 6 gistinætur. Verð-
urfar .hér á landi var í samræmi við
væntingar hjá 39% aðspurðra en
jafnstór hluti þeirra 'sagði veðrið
betra en þeir hefðu átt von á. Lang-
flestir eða 94% þátttakenda töldu að
ráðstefnan hefði staðið undir vænt-
ingum.
Þá svöruðu um 90% þátttakenda
þeirri spurningu játandi hvort eitt-
hvað hefði gert dvölina á íslandi sér-
staklega ánægjulega og nefndu flest-
ir náttúrufegurð, útsýni, fólkið og
skipulag ráðstefnunnar. Þegar spurt
var hvort eitthvað hefði valdið von-
brigðum svöruðu 42% að svo hefði
verið og nefndu hátt verðlag og verð-
urfarið.
Bjórverð óútskýranlegt
„Mér fannst einna athyglisverðast
að ábyrgðarmenn ráðstefnanna voru
VAKORTAUSTI
|Dags. 12.10.1993. NR. 142
5414 8300 0310 5102
5414 8300 0957 6157
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3122 1111
5414 8300 3163 0113
5414 8301 0494 0100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
| Ofangreind kort eru vákort,
sem taka berúrumferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
sammála um að skipulagning ís-
lensku ferðaskrifstofanna væri mjög
fagmannleg," sagði Arsæll Harðars-
son, framkvæmdastjóri Ráðstefnu-
skrifstofu íslands í samtali við Morg-
unblaðið. „Þetta sýnir að þeir fáu
aðilar hér á landi sem hafa annast
skipulagningu ráðstefna hafa náð
góðum árangri. Síðan er það merki-
legt að flestir þátttakendur segja að
eitthvað hafí gert dvölina á Islandi
mjög ánægjulega og benda á náttúr-
una og útsýnið. Þetta eru einmitt
þeir þættir sem áhersla verður lögð
á í framtíðinni. Hins vegar er það
áhyggjuefni að 42% nefna yfirleitt
að verðlag og veður hafí valdið þeim
vonbrigðum. Það er hægt að útskýra
fyrir mönnum að hótel séu hér ekki
dýrari en annarsstaðar, flug sé á
sambærilegu verði og maturinn sé
peninganna virði. Hins vegar er ekki
hægt að útskýra það hvers vegna
þeir þurfi að greiða 7-8 dollara fyrir
einn bjór. Á því er engin skýring
nema of há álagning.“
Evrópu-
samtök
flugfélaga
funda hér
TÆKNINEFND Evrópusam-
taka flugfélaga hélt sinn fyrsta
fund hér á landi sl. föstudag. Á
dagskrá fundarins voru fyrst
og fremst málefni sem varða
samskipti flugfélaganna við ný
samtök flugmálastjórna í Evr-
ópu en þau eru að gefa út fjölda
samræmdra reglugerða um
flugrekstur í álfunni. Einnig
voru rædd ýmis sameiginleg
hagsmunamál á sviði flug-
rekstrar og tæknimála ásamt
umhverfismálum, segir í frétt
frá Flugleiðum.
Evrópusamtök flugfélaga voru
stofnuð árið 1952 af fjórum flugfé-
lögum, Air France, KLM, Sabena
og Swissair. Fljótlega bættust í
hópinn British Airways og SAS
og Flugfélag íslands gerðist aðili
að samtökunum árið 1957. Flug-
leiðir gerðust síðan aðili við stofn-
un félagsins árið 1973. Núna eru
24 flugfélög í Evrópu aðilar. I
árslok 1992 voru samtals 318
þúsund starfsmenn hjá þessum
félögum og í rekstri þeirra voru
samtals 1.604 flugfélagar.
Á sl. þremur árum hafa aðilarfé-
lög Evrópusamtakanna átt við
mikla rekstrarörðugleika að glíma
ogtapað samtals um 1,2-1,7 millj-
örðum á ári. Sum þeirra virðast
vera komin á barm gjaldþrots og
hafa leitað eftir aðstoð hlutaðeig-
andi ríkisstjórna. Öll félögin beta
sér fyrir meiriháttar lækkun
kostnaðar sem m.a. felur í sér
fækkun starfsmanna og niðurfell-
ingu áætlunarflugs á óarðbærum
leiðum. Þá er búist við því að félög-
in muni í auknum mæli tengjast
og mynda stærri rekstrareiningar.
Aðeins tvö félög eru að öllu leyti
í einkaeigu, British Airways og
Flugleiðir en flest hinna eru að
meiri hluta í eigu viðkomandi ríkis-
sjóða.
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
■ spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þlnu vali
• Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaðarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleðslu
Verð 52.500,-
49.875,- Stgr.
L85-800 sn. vinda.
Verð 57.500,-
54.625,- Stgr.
munXlán
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993
10. Uppboð -12. október 1993
Tíunda uppboð húsnæðisbréfa fer fram 12. október n.k.
Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og
þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefín út í tveimur
einingum, 1 rn.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis-
bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með
39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit
ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðis-
stofnun íTkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og
nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbréfadeild
stofnunarinnar.
HANDSALS
q m—m o
KlVSaNVH
HANDSAL H F
LÖGGIlTVERÐBRÉFAFYRIRT/íkl • AÐILI AÐ VERÐIIRÉrAHNGI ISLANDS
ENGIATEIGI 9 • 105 REYKJAVÍK ■ SÍMI 686111 • EAX 687611