Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 0' Hiúkrunarheimilið Eir _«z__________________ Opnuð deild fyr- ir 27 einstaklinga GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra, opnaði síðari hluta nýrrar deildar fyrir samtals 54 vistmenn á 3. hæð hjúkrunar- heimilisins Eirar á föstudag. Fyrri hluti deildarinnar fyrir helming vistmannanna var opnaður 2. mars. Hjúkrunarheimilið Eir er 7.135 fm á ijórum hæðum. Á neðstu hæðinni eru m.a. mótttaka og skrif- stofur en á annrri hæð er gert ráð fyrir deild með 44 einstaklingum. Þar mun annars vegar verða eining ætluð heilabiluðum sem þarfnast inikillar umönnunar og eftirlits. Einingin er því sérstaklega hönnuð með þarfir þessara einstaklinga í huga. Áætlað er að þessi deild taki til starfa fyrri hluta næsta árs. Hins vegar verður á sömu hæð deild, m.a. fyrir blinda og sjón- skerta. , Fyrir 120 einstaklinga Á fjórðu hæð hússins verður deild fyrir greiningu, endurhæfingu og skammtímavistun. Starfsemi henn- ar gerir öldrunarlækningadeildum sjúkrahúsanna m.a. fært að starfa eins og þeim er ætlað. Með tilkomu deildarinnar er þess einnig vænst að einstaklingar geti dvalist lengur á heimilum sínum. Á fjórðu hæð verður að auki fullkomin aðstaða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. Eftir því sem segir í fréttatilkynningu er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði rými fyrir 120 einstaklinga í húsinu. Hjúkrunarheimilið Eir er reist af Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes- kaupstað, Samtökum blindra og blindravina, Sjómannadeginum í Reykjavík og Hafnarfirði, Sjálfs- eignarstofnuninni Skjól, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga. Eir Morgunblaðið/Þorkell HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir er 7.135 fm á fjórum hæðum. Helstu ráðgjafar við hönnun og framkvæmd- ir eru: Halldór Guðmundsson, Teiknistofan Ármúla 6, Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. og Stýri- tæki hf. Ætla að hefja rekstur slipp- stöðvar í Garðabæ að nýju VÉLSMIÐJAN Normi hf. í Garðabæ undirbýr nú að hefja að nýju rekstur dráttarbrautar skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur, sem fyrir- tækið eignaðist í viðskiptum við Framkvæmdasjóð eftir gjaldþrot Stálvíkur. Sævar Svavarsson framkvæmdasljóri Norma segir að fyr- irtækið hafi keypt eignirnar fyrir nærri 100 milljónir króna og muni að auki leggja um 50 milljónir króna í uppbyggingu brautarinn- ar til að gera hana að stærstu dráttarbraut landsins, án framlaga opinberra aðila eða sjóða. Við opnunina GUÐMUNDUR Árni Stefánsson opnaði deild fyrir 27 einstaklinga á föstudag. Með honum fremst á myndinni eru (f.v.) Markús Örn Ant- onsson, borgarsljóri í Reykjavík, og Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild- arsijóri i heilbrigðisráðuneytinu. Fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði hér á landi hafa átt.við mikla rekstrar- erfiðleika að etja og er skemmst að minnast núverandi greiðslu- stöðvunar Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri, en það fyrirtæki var endurreist með nýju hlutafé fyrir um það bil einu ári. Rætt hefur verið um að nýsmíði skipa hér á landi heyri til liðinni tíð vegna erf- iðra samkeppnisskilyrða. Sævar Svavarsson segist hins vegar telja ljóst að skipasmíðaiðnaður eigi sér framtíð í landinu og að erfiðleika í greininni megi rekja til lítillar framleiðni og lélegrar stjórnunar. „Við höfum hingað til rekið þetta fyrirtæki með hagnaði og ætlum að halda því áfram,“ segir Sævar. Islensk fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði fengu að sögn Sævars í fyrra 10% af þeim 6 milljörðum króna sem útgerðin varði í viðskipti við skipa- smíðastöðvar innanlands og utan. „Við ætlum að auka okkar hlut,“ segir hann. Má bæta aðstöðu Sævar segir að við núverandi hafnaraðstöðu í. Arnarnesvogi sé við réttar aðstæður unnt að taka upp í brautina skip allt upp í stærð togara en með dýpkunarfram- kvæmdum á innsiglingu fyrir 26-57 milljónir króna megi bæta svo úr að unnt sé að taka upp þar allt að 100 metra löng skip óháð sjávar- föllum og veðurfari. Sævar segir að á svæðinu sem kennt hefur verið við Stálvík sé að finna mannvirki fyrir hálfan millj- arð króna þegar endurbótunum sem nú standa yfir á vegum Norma verður lokið. „Við erum búnir að steypa upp brautirnar og að því loknu förum við að reisa vagninn," sagði Sævar. Hann sagði að eftir um það bil hálfan mánuð lyki fram- kvæmdum við brautirnar en eftir væri að útvega lánsfé til að gera kleift að setja saman vagn við brautina og óvíst hvernig það Það er allt að seljast upp! Pú getur ennþá komist með í ódýra ferð til einnar vinsælustu verslunar- og menningarborgar Evrópu. Fyrsta flokks gisting - spennandi skoðunarferðir - ævintýralegir verslunarmöguleikar. Tryagð, Þér s*éti J3- okt, l7- °kt. 27 °kt 3t °kt■ ■ Okt. 3■ nóv. 7- nóv. 10■ nóv. 7' nÓV■ 17 ■ "óv. 21 ■ nóv. 24- nóv. órfé sæti /a örfá sæt! *US uppselt aU 'aus sæti uPpselt uPpZt 'dUs /aus sæti laus us sæti uPPselt !aus sætj ^ lous miðað við mann í tveggja manna herbergi á Hótel Country eða Crest Vöruverð er svo ótrúlega lágt að jafnvel Skotarnir flykkjast þangað til að versla Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu — og meira til! *lnnifalið flug, gisting, morgunverður og öll flugvallagjöld Á ILI 1 llV 65 22 66 Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651 160 gangi. í besta falli gæti brautin orðið fullbúin um áramót. Framtíð- aráform séu um að gera aðstöðu. fyrirtækisins þannig úr garði að unnt verði að taka smærri togara inn undir þak í núverandi húsi Stál- víkur. Sævar segir að Normi ætli sér ekki að einoka vinnu þá sem kunni að skapast í kringum dráttar- brautina heldur leigja öðrum iðn- fyrirtækjum aðstöðuna fyrir verk- efni á þeirra vegum. Eiga ekki kost á fyrirgreiðslu Sævar sagði að forsvarsmönnum fyrirtækisins væri ljóst að þeir ættu ekki kost á sams konar opinberri fyrirgreiðslu og þau fyrirtæki sem hingað til hefðu starfað í þessari grein hér á landi hefðu notið. Erfið- lega hafi gengið að fá fé úr ríkis- sjóði til að framkvæma áætlanir Gárðabæjar um nauðsynlegar hafnarbætur við Arnarnesvoginn til að sú aðstaða sem þar sé komin nýtist að fullu þeim fyrirtækjum sem starfa á svæðinu. Sævar kvaðst allt eins reikna með að Normi hf. yrði að annast útvegun fjár eigi að verða unnt að ráðast í lágmarksdýpkunarframkvæmdir til að bæta innsiglinguna frá því horfi sem hún hefur verið í. Þar sé um 10-26 miiljónir króna að ræða til að gera fyrirtækinu kleift að þjón- usta skip sem nú þurfi að kaupa viðhald erlendis frá. Hámarks framkvæmdaþörf við voginn til að þar verði gerð höfn sem stenst t.a.m. samanburð við Reykjavíkur- höfn muni hins vegar kosta um 57 milljónir króna, samkvæmt skýrslu Hafnamálastofnunar, að sögn Sæv- ars. Hann kvaðst ekki telja miklar líkur á að í þá framkvæmd verði ráðist á næstunni. Allar hafnarframkvæmdir háðar ríkissjóði Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samþykkt- ir og áætlanir hafnarnefndar Garðabæjar gerðu ráð fyrir að verja þyrfti 2,7 milljónum króna til að steypa þekju á núverandi viðlegu- kant og væri vonast til að það gæti orðið á næsta ári. Einnig þyrfti að gera 30 metra breiða og 2,5 metra djúpa rennu í innsiglingu hafnarinnar fyrir um 29 milljónir króna og væri vonast til að unnt verði að ljuka því á fyrrihluta árs 1995. Á árinu 1996 væri stefnt að því að lengja viðlegukantinn um 40 metra, en það kosti samkvæmt áætlun 21 milljón króna. Ingimund- ur sagði að lögum samkvæmt beri að greiða 90% dýpkunar en 75% af öðrum hafnarframkvæmdum úr ríkissjóði. Framgangur þessara áætlana sé algjörlega háður því að framlög þaðan fáist, en það hafi ekki tekist hingað til. Hann sagði engar aðrar hafnarframkvæmdir ráðgerðar á vegum Garðabæjar. Þessar úrbætur væru nauðsynlegar til að aðstaða sem þegar hefði ver- ið fjárfest í nýttist fjölmörgum iðn- fyrirtækjum í bænum sem veittu sjávarútvegsfyrirtækjum ýmsa þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.