Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 48
Samdráttur Hótel Norð- urland lýst gjaldþrota HÓTEL Norðurland var úr- skurðað gjaldþrota í gær hjá Héraðsdómi Norðurlands, en stjórn hótelsins lagði inn beiðni um gjaidþrotaskipti á föstudag. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að Flugleiðir ættu 40% í hótelinu, Flugfélag Norðurlands 40%, Úrval-Útsýn 10% og Gísli Jóns- son og Þórarinn Jónsson 5% hvor. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða gekk rekstur hótelsins ekki vel í sumar og var meðal annars um að kenna slæmu tíðarfari. Alls eru 28 herbergi á hótel- inu og hefur það verið í eigu sömu aðila sl. fjögur ár. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér eru skuldir hótelsins um 95 milljónir en eignir eru metnar á um 80 milljónir. Litadýrð á hausti Morgunblaðið/RAX HAUSTBLÍÐAN hefur verið einstök að undanförnu og Veðurstofan spáir mjög svipuðu veðri næstu daga. Fólk ætti því að fá tækifæri til að njóta haustlitanna áfram. Spáð er heiðskíru veðri sunnanlands í dag og er búist við að frost verði víðast hvar nema um hábjartan daginn sunnanlands. Formaður bankaráðs Seðlabankans eftir harða gagnrýni á Alþingi Vafalítið komið að því að endurskoða regiumar Ráðherra aflar upplýsinga um starfskjör æðstu manna ríkisbanka og lánastofnana BÍLAFRÍÐINDI bankastjóra Seðlabankans sættu mikilli gagnrýni þingmanna við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra sagði að ráðherra hefði ekki vald til að taka ákvarðanir um launakjör Seðlabankastjóra heldur væri það á valdsviði bankaráðsins, sem kosið væri af Alþingi. Að loknum fundi viðskiptaráðherra með Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs Seðlabankans í gærkveldi sagði Ágúst að almennt yrði að finna þessum bílamálum þann farveg að hálf þjóðin ærðist ekki. Hann sagði að bankinn hefði farið eftir þeim reglum sem giltu. „Það kem- ur alltaf að því öðru hvoru að það verði að endurskoða þær reglur og það er vafalítið komið að þeim tímapunkti núna,“ sagði Ágúst. Einholt og tímabundin afnot af þeim bíi sem hann hafði afnot af sem bankastjóri. Ekki hefði verið samið um neinar sérstakar greiðslur fyrir ritstörfin. Ekki hefði komið til tals að Tómas Árnason sem lætur að störfum um áramót ynni að neinum sérverkefnum fyrir bankann. Hann sagði það rangt, að Bera Nordal starfaði sem listráðanautur við bank- ann, en því hélt Guðrún Helgadóttir alþingismaður fram við utandag- skrárumræðuna í gær. Sjá nánar á bls. 18-19. í sölu áfeng- is og tóbaks SAMDRÁTTUR varð í sölu ÁTVR á áfengi og tóbaki á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er 5,16% í alkóhól- lítrum og samdráttur í sölu vindlinga er 4,35%. 6,21% samdráttur varð í söiu reyktóbaks og 2,81% samdrátt- ur varð í sölu nef- og munntóbaks. sölu ÁTVR og 93 1,5% Bjór □ Léttvín 10,1% -9,1% -9,5% Sterkir drykkir -8,20 Áfengi annað en bjór Áfengi alls: -5,15% Vindlar -2,58% [ Nef-og munntóbak -2,81% Vindlingar -4,34% Reyktóbak ________________________ Áfengið er hér mælt i alkóhóllftrum, vindlar i stykkjatali en annað tóbak eftir þyngd. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, hóf utandag- skrárumræðuna í gær og sagði hún að bifreiðaeign Seðlabankans væri nú tíu bílar áf dýrustu gerð. Hefðu allir bankastjórar bifreiðir til einkanota og athygli vekti að Jóhannes Nordal, sem lét af störfum Seðlabankastjóra í sumar, hefði enn bifreið sína til tíma- bundinna afnota. Sagði hún að rekstr- arkostnaður bílaflotans hefði verið 5 millj. kr. á síðasta ári. Einar Guðfínnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti við . umræðumar að rekstrarkostnaður Seðlabankans hefði lítið lækkað á undanförnum fjórum árum en á þeim tíma hefði bankinn keypt bifreiðir fyrir tæpar 20 millj. kr. Sighvatur hefur óskað eftir að fá yfírlit yfír laun og ráðningarkjör bankastjóra Seðlabankans og hefur einnig sent stjórnum ríkisbankanna og þeirra lánastofnana sem undir ráðuneyti hans heyra bréf og óskað eftir uppiýsingum um starfskjör og fríðindi æðstu ráðamanna þessara stofnana. Sagðist hann ekki telja óeðlilegt að stjómendur þessara stofnana tækju reglur um bílamál ráðherra sér til fyrirmyndar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði við umræðurnar að ríkis- stjórnin hefði breytt reglum um bíla- mál ráðherra, sem næðu hins vegar ekki til ríkisbankanna. Fælu þær m.a. í sér að nú væri skylt að auð- kenna bíla ráðherra og reglurnar kvæðu á um að ekki mætti kaupa nýjan bíl fyrir hærri upphæð en 3 milljónir kr. á verðlagi um áramótin 1990-1991, þegar þær voru settar, en að núvirði er sú upphæð tæplega 3,5_ milljónum króna. Ágúst Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að Jóhannes Nor- dal myndi vinna að ritun á ýmsu sem tengdist _sögu peninga- og efnahags- mála á íslandi og fengi aðstöðu til þess verkefnis í húsi bankans við Bensín lækkar um 1% vegna verð- og gengisbreytinga Áttunda skípti sem verð breytist á árinu BENSÍN lækkaði í verði síðastliðinn laugardag að meðal- tali um 1%. Lækkunin er tilkomin vegna lækkandi heims- markaðsverðs á bensíni og lækkunar á gengi Bandaríkja- dollars. Þetta er í áttunda sinn á árinu sem verðbreyting- ar verða á bensíni hér á landi. Hjá Olís fengust þær upplýs- ingar að það yrði skoðað þegar liði á mánuðinn hvort frekari verð- breytingar yrðu gerðar. Óstöðugt gengi dollara og óstöðugt heims- markaðsverð gerði það að verkum að skoða yrði þessi mál reglulega. Þetta verð ætti þó að haldast óbreytt til mánaðamóta. Innkaupsverð á gasolíu hefur verið að hækka en hjá Olís eru engin áform uppi um að hækka verðið hér. Þó verður það einnig skoðað um næstu mánaðamót. Verð á lítra af 92 oktana bens- íni lækkaði hjá Olís úr 66,80 í 66,10, 95 oktana úr 69,30 í 68,60 og 98 úr 72 í 72,10 kr. Hjá Olíufé- laginu hf. lækkaði verð á lítra af 92 oktana bensíni úr 66,90 í 66,20, 95 oktana úr 69,20 í 68,60 og 98 oktana úr 72,60 í 72 kr. Hjá Skeljungi lækkaði verð á lítra af 92 oktana bensíni úr 66,90 í 66,20, 95 oktana úr 69,20 í 68,50 og 98 oktana úr 72,70 í 72,10 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.