Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 1
80SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 246. tbl. 81. árg. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannskæðar aðgerðir SÞ í Sómalíu kalla á breytingar á hlutverki samtakanna Vonir um að koma á friði með vopnavaldi brostnar New York. The Daily Telegraph. SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) hafa formlega viðurkennt að vonir um að hægt sé að koma á friði með vopnavaldi séu brostnar, með vísan til gangs mála í Sómalíu. Framkvæmdastjórn SÞ kom saman á lokuðum fundi þar sem Boutros Boutros Ghali, aðalrit- ari SÞ, gaf skýrslu eftir för sína til Sómalíu. Viðurkenndi Boutr- os Ghali að samtökin „gætu ekki komið á friði“. Er embættismað- ur þjá SÞ var spurður hvort það þýddi endalok slíkra aðgerða svaraði hann því til að tímarnir væru breyttir. „Ég tel ekki að Boutros Ghali sé reiðubúinn að viðurkenna að SÞ muni aldrei aftur standa að aðgerð- um til að koma á friði með vopna- valdi. Hann mun að sinni leggja áherslu á friðargæslu," sagði emb- Uppreisn í Líbýu- her vegna óánægju með laun ættismaðurinn. Vestrænn sendifull- trúi sagði Boutros Ghali í raun hafa viðurkennt alkunna staðreynd, að hugmyndin um „heimslögreglu“ SÞ væri úr sögunni. Niðurstaða Boutros Ghali er per- sónulegt áfall fyrir hann, þar sem hann lagði áherslu á árangursríkari aðgerðir til að binda enda á styijald- ir víðs vegar um heim. Honum var hins vegar nauðugur einn kostur að láta af þeirri stefnu sinni eftir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti vilja sínum til að kalla heim bandarískar hersveitir frá Sómalíu. Alls hefur 81 friðargæsluliði látið lífið og um 300 særst í Sómalíu. Eru aðgerðir SÞ í landinu þær mannskæðustu i sögu samtakanna. Telja verður líklegt að héðan í frá verði nýjar aðgerðir einungis samþykktar ef hagsmunum Vestur- veldanna er ógnað, eins og í Bosn- íu. Aðgerðum sem nú eru í gangi, svo sem á Kýpur, verði hins vegar fram haldið. Sameinuðu þjóðirnar munu einnig reyna að halda úti hersveitum í Sómalíu en þeim verð- ur væntanlega fækkað og umboð þeirra endurskoðað. Fulltrúar hjá SÞ sögðu niðurstöðuna líklega verða í ætt við atburðina í Angóla, en SÞ drógu herafla sinn þaðan eftir að bardagar jukust að nýju. Þar látast nú um 1.000 manns á degi hveijum og er styrjöldin þar sú blóðugasta sem háð er í heimin- um nú. Washington. Reuter. BANDARÍSKA dagblaðið Was- hingion Post skýrði frá því í gær að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, væri að reyna að kveða niður uppreisn nokk- urra hundraða hermanna. Blaðið hafði þetta eftir stjórnar- erindrekum og líbýskum útlögum í Kaíró. Þeir sögðu að uppreisnar- mennirnir væru um 650 og hefðu risið upp gegn Gaddafi vegna óánægju með laun sín. Þijár her- stöðvar væru á valdi uppreisnar- mannanna. Loftárásir flughersins á uppreisnarmenn Abdelhamid Bakoush, fyrrver- andi forsætisráðherra Libýu, sem býr í útlegð í Kaíró, sagði að her- menn hefðu einnig gert uppreisn i herstöð í grennd við höfuðborg- ina, Tripoli, 7. október, eftir að þeir höfðu ekki fengið laun sín greidd í nokkra mánuði. Gaddafi hefði látið flugherinn gera loft- árásir á uppreisnarmennina og hann hefði tvisvar áður barið niður uppreisnir á þennan hátt. Stjórnin í Líbýu hefur verið ein- angruð á alþjóðavettvangi og á yfir höfði sér harðari refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefur neitað að framselja tvo menn sem grunaðir eru um að hafa sprengt farþegaþotu í eigu banda- ríska flugfélagsins Pan Am í loft upp árið 1988. Tilræðið kostaði 270 manns lífið. Milljarðatjón af völdum skógarelda Reuter Reuter RÚMLEGA 500 íbúðarhús höfðu brunnið í gær og fyrradag af völdum skógarelda í Suður-Kaliforníu Eldur breiddist hratt út vegna hvassviðris en í gær lægði og vonast var til að her- og slökkviliði tækist að hemja bálið. Eignatjón nemur jafnvirði tugi milljarða króna. Sjá „Eins og himinninn logaði hvert sem litið var“ á bls. 20. Spenna á Norður- * Irlandi Dublin, Belfast. Rauter. STJÓRNMÁLASKÝRENDUR búast ekki við miklum árangri af viðræðum írska forsætisráð- herrans, Alberts Reynolds og Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, sem verða í dag en þeir munu ræða tillögur Dicks Springs, utanríkisráðherra Ira, að lausn á óöldinni á Norður- Irlandi. Major lýsti í gær yfir ánægju með tillögurnar en stjórnmálaskýr- endur segja óliklegt að til samn- ingaviðræðna komi fyrr en þeir sem staðið hafi að ofbeldinu sýni vilja til að friðmælast. Mótmælend- ur hafa drepið sex kaþólikka og sært einn alvarlega í hefndarskyni við sprengingu írska lýðveldishers- ■; (IRA) á laugardag en tíu manns .etu lífið í henni. Öryggisráðstafan- ir hafa verið hertar á Norður- írlandi í vikunni enda óttast óbreyttir borgarar um líf sitt í þeirri öldu morða sem fylgt hefur í kjölfar sprengingarinnar. Borís N. Jeltsín skipar héruðunum að greiða skattskuldir sínar strax Moskvu, Genf. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær 88 sjálfsstjórnarhéruð- um og lýðveldum landsins að greiða þegar sambandsstjórninni í Moskvu milljarða rúblna sem þau skulda í skatta. í tilskipun forsetans segir að ella verði þau beitt hörðum refsingum; innflutningur og útflutning- ur þeirra verður takmarkaður og fjárstuðningur sambandssljórnarinn- ar skorinn niður. Ráðamenn margra héraða studdu andstæðinga Jeltsíns í uppreisnartil- raun þingsins i byijun mánaðarins og enn fleiri hafa reynt að auka eig- in áhrif á kostnað miðstjórnarvalds- ins í Moskvu. Nokkur héraðanna, með hið olíu- ríka Tatarstan í fararbroddi, hættu alveg að greiða sambandsstjórninni skatta fyrr á árinu. Voru ráðamenn flestra héraðanna kosnir í embætti sín á sovéttímanum. Markmiðið með tilskipun Jeltsíns er að treysta tök sín á landinu, sem margir óttast að geti orðið sundr- ungu að bráð, en einnig verður stjórnin með einhveijum hætti að bregðast við gríðarlegum halla á ijárlögunum. Viktor Geratsjenko, seðlabanka- stjóri Rússlands, er enn við völd þótt hann hafi verið talinn hand- bendi afturhaldsmanna. Bankastjór- inn útvegaði fram á mitt árið úrelt- um fyrirtækjasamsteypum frá sovét- skeiðinu lán með taumlausri seðla- prentun og fóðraði þannig óðaverð- bólguna. Viktor Tsjernomýrdín for- sætisráðherra, sem vill fara mun hægar í sakirnar en ákafir umbóta- sinnar í ríkisstjórninni, mun vera sammála Geratsjenko í mikilvægum málum. „Bolsévikkar höfðu rétt fyrir sér, það er ekki peningastefnan heldur einokunarfyrirtækin sem valda verð- bólgunni“, sagði Geratsjenko nýlega í blaðaviðtali. Aðild að GATT? Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, sem verið hefur ráð- gjafi stjórnar Jeltsíns, sagði í gær að Rússland gæti orðið aðili GATT- alþjóðasamkomulagsins um aukið frelsi í heimsviðskiptum á næsta ári. Forsendurnar væru að umbótun- um yrði haldið áfram og Vesturveld- in legðu sig fram um að koma aðild- inni í höfn. Rútskoj á sjúkrahús Alexander Rútskoj, fyrrum vara- forseti og annar tveggja leiðtoga byltingartilraunar þingsins fyrr í mánuðinum, var fluttur á sjúkrahús á miðvikudagskvöld. Hann þjáist af of háum blóðþrýstingi en læknar sögðu líðan hans með ágætum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.