Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 2

Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 Fundað um kvóta- og kjaramál um allt land Ottast að innan árs þurfi sjómenn alls staðar að kaupa kvóta Akranesi. Frá Guðna Einarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FUNDAHERFERÐ forystumanna þriggja sjómannasamtaka um landið hófst á Akranesi í gærkvöldi. Efni fundanna eru kvótamál og kjaramál. f máli framsögumanna í gær kom fram að verði ekki spornað við þróuninni í kvótaleigu og kvótakaupum með þátttöku sjómanna muni kvótakaup með þessum hætti verða tek- in upp um allt land og flestallir sjómenn á íslandi þurfa að taka þátt í kaupum á aflaheimildum innan árs. Óskar Vigfússonj formaður Sjó- mannasambands Islands, sagði fundina vera tilraun til að koma í veg fyrir að frumvarp sjávarút- vegsráðherra nái fram að ganga. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, taldi stórfelld skattsvik stunduð í viðskiptum með kvóta. „Beiji sjómenn þetta ekki af sér verða engir kjarasamn- Upplag Morg- unblaðsins 51.235 eintök í SAMRÆMI við reglur upp- lagseftirlits á vegum Verslun- arráðs íslands hefur trúnað- armaður þess, Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, sannreynt upplag Morgun- blaðsins í mánuðunum júní, júlí og ágúst í ár. Niðurstaðan er sú að meðal- talssala blaðsins var 51.235 ein- tök á dag. Á næstu þremur mánuðum á undan var meðal- talssalan 52.838 eintök á dag. Meðaltalið á þessu sex mánaða tímabili öllu var því 52.365 ein- taka sala á dag. Að svo stöddu nota ekki önn- ur dagblöð þjónustu eftirlits um staðfestingu upplags síns. ingar eftir stuttan tíma,“ sagði hann. Barátta fyrir gýg Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sagði samtökin vilja stöðva kvótabraskið. „Ef sjómönn- um tekst ekki að stöðva þessa þróun er öll okkar kjarabarátta undanfarin fimmtán til tuttugu ár unnin fyrir gýg,“ sagði hann. Guð- jón taldi að gefa ætti fijálsa sókn í ýsu og skarkola strax í upphafí kvótaárs því að ekki næðist að veiða kvótann í núverandi kerfi. Hann taldi einungis að stjórnunar á fískveiðum væri þörf á þorski, ufsa, karfa og grálúðu. unglingadegi MIKIL þátttaka var í unglingadegi í Kópavogi í gær. Meðal annars fjöl- menntu unglingamir til að fylgjast með umræðum sveitarstjórnar- manna og unglinga um ýmis mál- efni, sem snerta unglinga, en fund- urinn var í félagsheimilinu. í gær- kvöldi brugðu unglingarnir undir sig betri fætinum og skunduðu á dansleik í félagsmiðstöðinni Ekkó. Davíð Oddsson forsætisráðherra um ágreining í sjávarútvegsmálum Bæði málin lögð fram en Þróunarsjóður hafi forgang HM landsliða í skák * Islandtap- aði gegn Úkraínu ÍSLENSKA landsliðið tapaði í gær með IV2 vinningi gegn 2Vi fyrir Úkraínumönnum á heims- meistaramóti landsliða í skák í Luzem í Sviss. ívantsjúk vann Margeir og Rom- ansjín vann Hannes Hlífar en Karl Þorsteins vann Frolov. Helgi og Malanjuk gerðu jafntefli. íslendingar eru í áttunda sæti af tíu landsliðum á með 8V2 vinn- ing. Bandaríkjamenn hafa forystu á mótinu með 12'/2 vinning. Lettar hafa 12 vinninga. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að í sumar hafi ríkisstjórain samþykkt að frumvarpið um Þróunarsjóð sjávarútvegsins yrði lagt fram í upphafi þings og afgreitt með hraði. „Hugsunin á bak við þessa ákvörðun var sú, að frumvarpið þyrfti ekki að bíða eftir af- greiðslu frumvarps til laga um stjórn fiskveiða, því það væri flókn- ara og tæki lengri tima. En við sjálfstæðismenn höfðum jafnframt þann skilning að bæði málin yrðu lögð fram í upphafi þings, sem stjórnarfrumvörp," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Forsætisráðherra sagði að þegar þetta hefði verið ákveðið, hefðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki haft hugmynd um að inn í ríkis- stjóm ætti eftir að koma ráðherra, sem væri andvígur öðm málinu, þ.e. frumvarpi til laga um stjómun fískveiða. „Við töldum það því bara vera formsatriði að fá málin saman inn í þingið, þótt afgreiða bæri fyrst þróunarsjóðsmálið. Málið hefur nú tekið breytingum að því leyti, að stjómarfmmvarp, sem hafði verið samþykkt, stoppar allt í einu nú í ríkisstjórn,“ sagði Davíð. í yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að mæta aflasam- drætti frá því 27. júní í sumar seg- ir m.a.: „Fmmvarp til laga um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins verður lagt fram strax í upp- hafí þings og afgreitt sem sjálf- stætt þingmál og forgangsmál..." Á að afgreiða bæði málin Forsætisráðherra var spurður hvort orðalag yfírlýsingarinnar frá því í sumar, væri ekki á þann veg, að litið gæti út fyrir að sjálfstæðis- menn væru að ganga á bak orða sinna: „Nei, það er alls ekki hægt að túlká þetta með þeim hætti. Nú er það gefið í skyn af ákveðnum mönnum, að fiskveiðifrumvarpið þyrfti ekki að koma fram í þinginu. Það er náttúrlega alls ekki um það að ræða, heldur var gengið út frá því sem vísu að fiskveiðistjórnar- frumvarpið tæki mun lengri tíma í meðförum þingsins en þróunar- sjóðsfmmvarpið. í fyrra var sam- þykkt á þinginu að afgreiða ekki þróunarsjóðsfmmvarpið fyrr en hitt væri orðið að lögum um leið. Það var bara þessi tenging sem við breyttum í sumar og skildum á milli málanna. Bæði framvörpin höfðu komið fram og það er ekkert annað en formsatriði að svona fmmvörp gangi aftur inn í ríkis- stjóm, en þá kom bara fram breytt viðhorf, því kominn var inn nýr ráðherra sem var á móti málinu, og heldur því fram að það eigi ekki að leggja fískveiðiframvarpið fram. Það er náttúrlega vitleysa. Það á að afgreiða þróunarsjóðsfmmvarp- ið, óháð því hvort hitt sé afgreitt á sama tíma. Þetta eru hvort tveggja stjómarframvörp og auðvitað á að afgreiða þau bæði,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði menn gera sér mætavel grein fyrir því, að bæði þessi frumvörp kynnu að taka breytingum í meðfömm þings- ins, og þá sérstaklega fiskveiði- frumvarpið. í dag Ný kvikmynd Hrafns Hin helgu vé frumsýnd í Reykjavík í kvöld 18 Eldhaf í skógum Kaliforníu 500 hús brunnin, tjón nemur miilj- örðum en íslendinga hefur ekki sakað 20 Vsk. hækkar ekki bókaverðið Útgefendur taka á sig 14-20% skattinn 22 Leiöari Vextir og atvinnulíf 22 AJþjdóleg Fosteignir ► Byggt í skörðin í miðborginni - Orgelsmíði - Innan veggja heim- ilisins - Lagnafréttir - Mann- virkjaþing Daglegt líf Fatlaðir til Portúgals - Svefn- truflanir barna - Hjónabandið - Fatahönnuður - Ást í bókabúð- um - Suður-Afríka - Flugfélags- blöð Fékk riffilskot í höfuðið á bæjarhlaðinu Leit niður og kúlan straukst við hnakkann KJARTAN Pálsson bóndi í Vaðnesi í Grímsnesi fékk riffilskot í höfuðið á bæjarhlaðinu á miðvikudag. Hann var að ganga niður tröppur en leit niður fyrir sig og segist þess vegna ekki hafa fengið skotið í ennið heldur straukst það frá hvirfli eftir hnakkan- um og skildi eftir skurð sem sauma þurfti með 14 sporum á sjúkra- húsi. Hvorki Kjartan né nærstödd kona hans heyrðu hvell og ekki er vitað hvaðan skotið kom né úr hvaða byssu. Talið er að það gæti hafa komið allt að 2 km leið og að um gáleysisverk hafi verið að ræða. „Hver var að henda í mig?“ „Það var feiknahögg sem ég fékk þegar þetta kom allt í einu í hausinn á mér,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég varð illur og sagði: „Hver andsk. var að henda í mig?“ Við heyrðum engan hvell og datt ekki fyrst í hug að þetta hefði verið skot.“ Þau hjónin sáu heldur enga skyttu í grenndinni þannig að víst er talið að skotið hafi komið úr mikilli fjarlægð. Strax blæddi úr Kjartani og honum var ekið á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann kvaðst frnna til í skurðinum, saumamir tækju í og sárið væri bólgið en kvaðst þakka fyrir þá mildi að ekki fór verr. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi heyrðu menn sem vom að vinna við Hraun- borgir sem em í skotlínunni byssu- skot síðdegis á miðvikudag og sáu ijúpnahóp sem tók flugið undan skotunum. Varúð í sumarbústöðum Kjartan Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið að því miður væri það svo að margir skotveiði- menn virðast lítið hirða um boð og bönn 0g oft hafi hann þurft að stugga við mönnum sem æði inn á einkalönd með þéttri sumarbú- staðabyggð og skjóti jafnvel út um bílglugga. Kjartan kvaðst vilja beina varnaðarorðum til þeirra sem væru á þessum tíma í sumarbústöð- um, sem skipta tugum í landi Vað- ness, og ætluðu út að ganga í nátt- úrunni og einnig hvetja skotmenn til þess að vera ekki við veiðar í grennd við svæði þar sem manna- ferða væri alltaf að vænta. Lögreglan á Selfossi biður þá sem einhveijar upplýsingar geta gefið um málið að hafa við sig samband.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.