Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 7 Forsætisráðherra segir að heilsukort- in verði gefin út DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kveðst líta svo á að Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra og Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðis- ráðherra muni greiða úr þeim misskilningi sem upp sé kominn um afstöðu sjálfstæðismanna í ríkissljórn til heilsukorta. „Eg lít þann- ig á að við höldum okkur við upphaflegt samkomulag og heilsu- kort verði gefin út,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Forsætisráðherra bendir í þessu stjórnarinnar, en ekki á flokks- samhengi á að þegar Alþýðufiokk- þingum.“ urinn hélt flokksþing sitt hafi þar „Guðmundur Árni kýs að túlka verið samþykkt nokkur atriði, sem þessa samþykkt landsfundarins ekki stemmdu við stjórnarsáttmála með þessum hætti, og þeirri túlkun ríkisstjórnarinnar. erum við ósammála. Ef menn „Okkur datt ekki í hug að fara skoða ræður okkar íjármálaráð- að telja að slíkt hefði það í för herra á þingi og viðtöl við okkur, með sér, að um einhvetja breytingu þá kemur þar fram að það er al- hefði orðið að ræða á okkar stjórn- gjörlega ljóst að þetta hefur ekki arsamkomulagi,“ sagði Davíð, „því áhrif á okkar framgang í málinu að slíkt gerist á vettvangi ríkis- hér,“ sagði Davíð. Borgarísjaki við Grímsey FOKKER-flugvél Landhelgisgæzlunnar fór í ískönnunarflug í gær. Borgarísjaki sást norð-vestur af Gríms- ey og einnig var íshrafl undan norðanverðri eynni, sem náði um fjórar sjómílur í norðaustur. Er það talið hættulegt skipum í myrkri og slæmu skyggni. Menn telja að mörg ár séu síðan ís hefur sést jafn austarlega á þessum slóðum. Refir áber- andi á slóð- um rjúpna RJÚPNASKYTTUR víða um Iand felldu marga refi fyrstu daga rjúpnaveiðitímabilsins. I Súgandafirði voru felldir þrír refir á tveimur dögum og ekið yfir þann fjórða. í Hestfirði elti rjúpnaskytta ref en refurinn slapp með skrekkinn. Ernir, fálkar og smyrlar eru mjög áberandi á Vestfjörðum og eru þessir ránfuglar dagleg sjón ijúpna- skyttna. Refaslóðir eru þvers og kruss upp um afla dali og heiðar, og að sögn kunnugra meira en oft áður. Ekki má gleyma hrafninum sem keppist við ránfuglana um að finna dauða eða auðvelda bráð. -----♦------- 28 milljónir fyrir leikskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 28 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Magnúsar G. Jenssonar, í endurbyggingu tveggja húsa fyrir leikskóla við Lindargötu. Er það 81,97% af áætlun hönnuða. Fimm aðilum var gefinn kostur á tilboði í verkið. Næst lægsta boð átti Sigurður Guðmundsson, sem bauð tæpar 28,4 millj. eða 82,72% af áætlun. Gunnar Dagbjartsson bauð rúmar 28,6 millj. eða 83,70% af áætlun, Sigurgeir Tómasson bauð tæpar 29 millj. eða 84,63% af áætlun og Byggingarfélag Ás- munds og Halls hf., bauð 31,8 millj. • eða 93,07% af áætlun. Bókmennta- verðlaun Tómasar « VEGNA fréttar af Bók- menntaverðlaunum Tóinasar Guðmundssonar, sem Reykjavíkurborg hyggst veita næstu þijú ár, er rétt að taka fram að verðlaunin eru veitt í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá útkomu bók- arinnar Fagra veröld. Ljóðabókin kom út árið 1933 '' og veitti bæjarstjórn Reykja- víkur skáldinu ferðastyrk í við- urkenningarskyni árið 1935. Fyrsta bók skáldsins, Við sund- in blá, kom hins vegar út árið 1925. Ráðstefha um atviimu og byggð í Hafnarfírði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar býður hér með til ráðstefnu um atvinnumál, atvinnuhorfur og aðgerðir til nýrrar sóknar í atvinnumálum Hafnfirðinga. Ráðstefnan verður haldin 3. nóvember n.k. í veitingahúsinu Hraunholti, Dalshrauni 15, Hf. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 með sameiginlegum morgunverði og lýkur um kl. 17:30. Ráðstefnan er öllum opin; þeir sem vilja láta til sín taka og bera hag atvinnumála í Hafnarfirði fyrir brjósti eru eindregið hvattir til að mæta. Ráðstefnustjóri: Árni Hjörleifsson. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu bæjarins, í síma 53444, fyrir kl, 16:00,1. nóv. n.k. DAGSKRÁ: Kl. 8:30 - Ráðstefnan sett. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. - Morgunverður. VOR '93 - Hvað svo? Steen Johansson. Atvinnumál frá sjónarhóli bæjaryfirvalda. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri. Atvinnulífið, möguleikar til sóknar. Framsaga: Atli Ólafsson, Meistarafél. iðnaðarm. Guðríður Elíasdóttir, Verkakv.fél. Framtíðin, Helgi Vilhjálmsson, Sælgætisgerðin Góa, Páll Pálsson, Ferðamálan. Hafnarfjarðar. Nýsköpun í atvinnulífinu. Hallgrímur Jónasson, Iðntæknistofn. Fyrirtækjanet. Kristján Jóhannsson í verkefnastjórn. - Hádegisverður. Viðhorf atvinnurekenda. Anton Bjarnason, Glerborg hf. Atvinnulífið, möguleikar til sóknar - framhald. Framsaga: Garðar Smári Gunnarsson, Sjólastöðin, Ingimar Haraldsson, Sparisj. Hafnarfj., Grétar Þorleifsson, Fél. byggingariðnaðarm. og Unnur Helgadóttir, Versl.m.fél. Hafnarfj. Pallborðsumræður/Almennar umræður. Skipað í starfshópa, sem ætlað er að vinna áfram að málaflokkum. Árangursmat/Framhald umræðunnar. Ráðstefnuslit. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.