Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 Tilboð^ í helstu verslunurn^ meðan á sýningu í Perlunni stendur 27.-31. okt. Kólumbus Kólumbus er stórskemmtilegur leikur þar sem stillur og stormar, kænskubrögð, heppni og hugkvæmni ráða úrslitum. Þetta spil gæti Leifur heppni hafa samiS! Meistari völundarhússins Meistari völundarhússins er taugatrekkjandi kapphlaup um nornajurtir, hauskúpumosa og kristalla í síbreytilegu völundarhúsi þar -sem hægur vandi er aS villast. Spretthlaup dýranna Apann langar helst í stóran banana. Hundurinn nagar girnilegt bein. Músin nartar í ostbita. Dýrin taka á sprett og þjóta af staS ef þau fá uppáhaldsmatinn sinn. Segöu sögu SegSu sögu er skapandi minnis- og söguleikur sem reynir á hugmyndaflugiS. Otæmandi brunnur af ósögSum sögum fyrir hugmyndaríkasta aldurshópinn. Kapphlaupid að kalda borðinu KapphlaupiS aS kalda borSinu er ótrúleg barátta um bestu bitana og þurfa menn aS vera heppnir í teningakasti og óragir viS aS notfæra sér andstæSinginn vilji þeir sigra. Hinir geta náttúrulega fariS í ísskápinn. Svarti Pétur Einhver mesti óþokki spilasögunnar. Þegar allir hafa komiS sínum samstæSum í borS, þá situr einn uppi meS Svarta Pétur. Og þá er útlitiS dökkt því viSkomandi fær svart strik á nefiS. Margar aðrar gerðir Fyrir stór börn, lítil böm, smærri börn og smábörn. Pabba og afa, ömmu og mömmu. Einföld eSa flókin, stutt eSa tímafrek. Því ekki aS slökkva á sjónvarpinu og tala hreint út? Leggja spilin á borSiS! Ravensburger merkið er á öllum þessum spilum, en merkið nýtur mikillar virðingar í spilaheiminum. Svo framarlega sem kornabörn spili ekki Kolumbus eða prófessorar Svarta Pétur, þá tryggir Ravensburger skemmtileg og vönduð spil. Samdráttarsjóður sjávarútvegsins TÍMASKEKKJA eftir Steingrím J. Sigfússon Ríkisstjórn Isiands hefur á borðum sínum þessa dagana frumvarp til laga um einn mesta stórsjóð íslands- sögunnar. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið þróunarsjóður sjávarút- vegsins, en er þegar betur er að gáð kynlegur bastarður og stendur engan veginn undir nafni. I reynd er verið að slengja saman undir einn hatt og eina stjóm þremur mismunandi sjóð- um en fyrst á að taka 4 milljarða að láni til að borga mönnum fyrir að draga saman í sjávarútvegi. Sam- dráttarsjóður er því rétta nafnið á þessum tugmilljarða sjóði ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar sem fyrr á öld- inni skar upp herör gegn því sem hún kallaði „sjóðasukk". í samræmi við lýðræðishefðir, valddreifingarvið- leitni, einkavæðingu og minni af- skipti hins opinbera af atvinnu- rekstri, handvelur svo ráðherra tvo af þremur sjóðskommisörum, án til- nefningar og skipar formann. Við þetta mikla sjóðasamsull vakna ýmsar áleitnar spurningar. Svo sem hvort hyggilegt sé eða rétt- lætanlegt að skattleggja þau sjávar- útvegsfyrirtæki sem starfandi eru í dag, eða verða það frá og með 1996, vegna liðinna erfiðleikaára í grein- inni? Hvort tilfærsla milli þátta í greininni, veiða og vinnslu, sem að hluta til fara fram innan allsóskyldra fyrirtækja, sé sanngjörn eða hvort mikið sé yfirleitt að marka stefnu- mörkun núverandi ríkisstjórnar um gjaldtöku, sem koma á til fram- kvæmda á miðju næsta kjörtímabili. Miklu stærst er þó sú spuming hvort sjálf grundvallarhugsun frum- „Umframafkastageta í flotanum, sem er lög- gilt stofnanamál yfir stóran flota sem hefur of lítið að gera, skapar þrýsting á að nýrra verkefna sé leitað. Sé þessi afkastageta jafn harðan úrelt, með öðr- um orðum, borið á menn fé til að fá þá til að taka skipin úr um- ferð í stað þess að leita nýrra verkefna, þarf ekki að sökum að spyija.“ varpsins sé rétt. Er það brýnasta verkefni íslenska þjóðarbúsins nú um stundir að taka 4 milljarða að láni (væntanlega erlendis) til að draga saman í sjávarútvegi. Lítum nánar á það. Of stór floti? Ein helsta röksemdin fyrir þessum aðgerðum hefur verið og er sú að flotinn sé of stór. Tuggan er gamal- kunn, en ekki alltaf að sama skapi vel rökstudd eða útskýrð. Er til dæm- is einhver tiltekinn hluti flotans sér- staklega hafður í huga, eru það trill- ur, vertíðarbátar, togbátar, frysti- skip, nótaskip o.s.frv. sem eru of stór, eitthvað af þessu eða þetta allt saman, eða er það einfaldlega heild- artonnafjöldinn sem er of mikill og skiptir þá sóknarmynstrið engu máli? i Er aflamarkið þá eftir allt saman svona gagnslítið stjórntæki að til við- bótar því og öllum reglum um veiðar- . færi, möskvastærðir o.s.frv. öllum * lokununum og eftirlitinu skuli einnig þurfa að takmarka stærð flotans? Átti ekki, hér einu sinni, hin ósýni- lega hönd markaðarins á grundvelli hreyfanleika veiðiheimildanna að leysa slík vandamál? Greinarhöfundur var vissulega í hópi þeirra sem taldi líkt og flestir fyrir nokkrum árum síðary að minnk- andi aflamöguleikum á Islandsmið- um væri að líkindum hagkvæmast að mæta að hluta til með einhverri minnkun flotans. Ég efast nú um að sú hugsun hafi yfir höfuð verið rétt eða a.m.k. að hún sé það í dag. Til viðbótar breyttri nýtingu flotans sem frá upphafi var að mínu mati rétt . að stuðla að þegar horfði til minnk- andi veiði, einkum á þorski, hafa nú komið breyttar aðstæður: 1. Með hlutfallslega stærri flota mið- I að við afla átti að og hefur vonandi að einhveiju leyti tekist að auka gæði hráefnisins sem að landi kemur I og þannig halda í horfinu hvað verð- mæti snertir. 2. Þegar afli dróst saman af hefð- bundnum tegundum eins og þorski lá á borðinu að reyna að nýta af- kastagetu sem við það losnaði, til að hefja sókn í nýjar tegundir eða auka sókn í aðrar vannýttar. Þetta hefur í stórum stíl gerst á undanförn- um árum eða hefur ekki rækja á skömmum tíma orðið önnur mikil- vægasta útflutningstegundin? Ekki syndir hún sjálf á land. 3. Reynslan virðist sýna og mátti svo sem ljóst vera að þegar stofn minnk- ar þarf hlutfallslega meira fyrir því jffjj Pér er boðið FJ á sýningu 02 mmm rynrlesuir Á morgun kl. 15.00 hefst í Kringlunni sýning á árangri nokkurra fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu Vöruþróun '92. Iðnaðarráðherra Sighvatur Björgvinsson flytur ávaip og opnar sýninguna. Sýningin stendur til 4. nóvember 1993. Við opnun sýningarinnar heldur hinn þekkti markaðsmaður (Q) iðnlánasjóður Iðntæknistofnun ffmW o/lf/MdOW fyrirlestur um markaðsmál i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.