Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 15

Morgunblaðið - 29.10.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 15 Steingrímur J. Sigfússon að hafa að ná tilteknu magni (fiski- stofn er ekki kolabingur sem hægt er að ganga að vísum til að moka úr, mikið eða lítið eftir atvikum, en með föstum afköstum á klukkutím- ann). Það er ekki þar með sagt að eftir sem áður geti ekki verið hag- kvæmt að breyta hlutfallslega stærri flota til að ná því magni sem stofn- inn er talinn þola, a.m.k. ef menn hafa ekki að öðru að hverfa. 4. Umframafkastageta í flotanum, sem er löggilt stofnanamál yfir stór- an flota sem hefur of lítið að gera, skapar þrýsting á að nýrra verkefna sé leitað. Sé þessi afkastageta jafn harðan úrelt, með öðrum orðum, borið á menn fé til að fá þá til að taka skipin úr umferð í stað þess að leita nýrra verkefna, þarf ekki að sökum að spyija. 5. Nú blasir sú staðreynd hins vegar við að íslenskum skipum hefur tek- ist, og er í stórauknum mæli að tak- ast á þessu ári, að afla sér nýrra verkefna við veiðar utan landhelgi íslands. Svo getur farið að aflaverð- mæti slíkra veiða verði á þessu ári af stærðargráðunni 2,5-4 milljarðar króna eftir því hvernig gengur það sem eftir er ársins í smugunni í Barentshafi, á Flæmska hattinum, á Reykjaneshrygg og e.t.v. víðar. Mik- il umræða fer nú fram meðal útgerð- armanna og skoðun á mörgum fleiri möguleikum, en þeim sem hér voru taldir. 6. Flest síðastliðin ár hefur útgefinn aflakvóti ekki náðst í einhverjum, og jafnvel mörgum tegundum, svo sem rækju, loðnu, síld, grálúðu o.s.frv. 7. Við hljótum að binda vonir við að ekki líði mjög mörg ár þar til afli taki að aukast á nýjan leik á okkar hefðbundnu miðum. Reynslan úr Barentshafinu að undanförnu sýnir að slíkar breytingar geta gerst með skjótum hætti, en eins og kunnugt er eru fáein ár síðan talað var um þörfina á að jafnvel alfriða það um skeið sökum ástands þorskstofnsins. Aukinn afli, ef við segjum í bjart- sýni, að 3-4 árum liðnum mun vænt- anlega kalla á aukin afköst í veiðum og þó ekki síður vinnslu, ef við eigum ekki að missa hann lítt unninn eða óunninn úr landi og falla í viðjar „magn“ hugarfarsins á nýjan leik. Einstöku sinnum að undanförnu hefur greinarhöfundur heyrt frá skoðanabræðrum hugmyndir um að stjórnvöld eigi að ýta undir eða jafn- vel beinlínis skylda stærstu og öflug- ustu skipin til að leita verkefna á djúpmiðum og utan landhelgi a.m.k. hluta úr árinu. Æskilegast er að sjálfsögðu að slíkt gerist á frjálsum, grundvelli, en hitt er ljóst að hin blinda úreldingarstefna gengur í þveröfuga átt. Nýjustu, stærstu og öflugustu skipin verða eðlilega eftir, eða segjum öllu heldur, koma í stað hinna sem hverfa og yfirtaka verk- efni þeirra innan landhelginnar. Hver á að hafa vit fyrir hverjum? Megin niðurstaða mín er sú að það sé allt of mörgum spurningum ósvar- að varðandi samdráttarsjóð sjávarút- vegsins til þess að rétt sé að festa hann í sessi með hækkuðu styrkhlut- falli úr 30% í 45% og 75 milljóna hámarksupphæð í stað 50 áður, hvað fiskiskipin varðar, og með tiltölulega einhliða áherslu á samdrátt eða úr- eldingu í stað uppbyggingar. í öðru lagi sé handhófskennd eða „blind“ minnkun flotans sem leggur að jöfnu tonnin í, dagróðrabátum, togurum eða nótaskiptum vistfræði- lega og efnahagslega hæpni í meira lagi. Er t.d. gáfulegt að menn geti úrelt loðnuskip, sem að margra dómi eru orðin ískyggilega fá miðað við að ná með sæmilegu öryggi leyfðum afla, og keypt í staðinn togara? í þriðja lagi sé miklu meiri þörf fyrir nýtt fé inn í greinina til upp- byggingar og aukinnar verðmæta- sköpunar en öfugt. Þróunarsjóður sem stendur undir nafni verður því f.o.f. að styrkja menn til nýsköpunar og þróunar í formi sérhæfingar, tæknivæðingnr, bættrar meðferðar afla, aukinnar fullvinnslu, veiða á ónýttum eða vannýttum tegundum, veiða á djúpslóð og fjarlægum miðum o.s.frv. Sjávarútvegurinn er sagður skulda um 110 milljarða um þessar mundir og hvemig í ósköpunum á hann að hafa minnstu von um að standa undir því (og fjármagna alla úreldinguna með iðgjöldum og veiði- leyfagjöldum framtíðarinnar) öðru- vísi en að láta þá fjárfestingu sem orðin er vinna fyrir sér. Enn er það að nefna að úreldingar- peningarnir eru sýnd’veiði en ekki gefin fyrir útgerðina sjálfa til eigin nota. Skyldu nú ekki lánadrottnar, sjóðir og bankar sem veð eiga í skip- um og eignum ætla sér sinn hlut? í fjórða lagi er úrelding fisk- vinnsluhúsa, sem flest eru væntan- lega þegar tóm og það án þess að slík starfsemi verði þá bundin leyfum og takmörkuð líkt og veiðarnar, afar torskilið fyrirbæri a.m.k. hvað fram- kvæmd snertir. Styrkir sem færu til að sérhæfa hús og útbúa vannýtt húsnæði til fullvinnslu í neytenda- pakkningar væru nær lagi við núver- andi aðstæður í efnahagslegu jafnt sem atvinnulegu tilliti. I fimmta og síðasta lagi vantar með öllu þann stefnugrundvöll, nýja hugsun, þá framtíðarsýn, þá heild- stæðu sjávarútvegsstefnu, er tekur jafnt til veiða og vinnslu, sem úreld- ingin verður að vera hluti af eigi hún að skila árangri. Allra síðast og síst mega menn svo horfa framhjá þeirri staðreynd að það eru ákvarðanir í atvinnugreininni sjálfri um hagræð- ingu, um að auka tekjurnar og/eða draga úr tilkostnaði, þar með talið aðlaga afkastagetuna að raunhæfum möguleikum, sem skipta sköpum um útkomuna. Ég veit satt best að segja ekki, þegar ég fer að hugsa málið, hvaðan mönnum kemur sú speki að íslenskir útgerðarmenn muni halda áfram fram í rauðan dauðann að gera út alltof stóran flota löngu eftir að það er orðið óhagkvæmt og engin verk- efni að hafa, nema stjórnvöld hafi vit fyrir þeim um að hætta því. Árgerð '94 af SONATA er gjörbreyttur. Nýr bíll, nýtt útlit og glæsilegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 2.0 lítra, 139 hestafla vél sem skilar góðri snerpu. SONATA er með vökva- og veltistýri, rafdrifnum rúðum og útispeglum, samlæsingu og styrktarbitum í hurðum. ^ . Vcrð frd 1.577.000 i<r. Að auki eru vönduð hljómflutningstæki með 4 hátölurum. 3ja ára ábyrgð og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Komið og setjist undir stýri þessa glæsilega bíls, þá finnið þið það sem við erum að tala um! Ódýrasti bíllinn í sínum flokki HYUNDAI '94 S0NATA 2,0 GLSi H0NDA '93 ACC0RD 2,0 MIVIC '93 GALANT 2,0 GLSi ‘93 MAZDA 626 GLXi T0Y0TA '94 CARINA 2,0E GLi VERÐ 1.577.000 1.995.000 1.962.000 1.895.000 1.734.000 RÚMTAKVÉLAR 1997 1997 1997 1991 1998 HESTÖFL 139 112 137 116 133 ÞYNGD 1307 1225 1270 1175 1185 LENGD 4680 4700 4620 4695 4530 BREIDD 1751 1695 1730 1750 1695 HÆÐ 1408 1390 1395 1400 1410 SONATA þolir allan samanburð HYunom ...til fratntidar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Höfundur er varaformaður Alþýðubandalagsins ogásæti í efnahags-, viðskipta- og sj&varútvegsnefndum Alþingis. NOTUM GROFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMALASTJORI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.