Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 27

Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 27 Hjörtur Magnús- son — Minning Fæddur 7. október 1914 Dáinn 19. október 1993 Hinn 19. þ.m. lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli ástkær frændi minn og tryggur vinur, Hjörtur Magnús- son. Mig langar að kveðja hann með örfáum orðum. Hjörtur var búinn að stríða við langvarandi veikindi og kom and- látsfregn hans mér því ekki að óvör- um. Engu að síður er dauðinn ávallt köld staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Hjörtur var einstakt ljúfmenni, lipurmenni og sérlega tryggur. Hann var líka tilbúinn að rétta fram hjálpandi hönd, þegar hann sá að hann gat orðið að liði. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa kynnst jafn göfugum og góð- um_ manni. Ég gleymi því aldrei þegar ég þurfti sem ungur maður að fara í skóla í íjarlægt hérað til að búa mig undir framhaldsnám, þá kom Hjörtur með lindarpenna áletraðan með nafni mínu og gaf mér. Þennan penná á ég enn og hef geymt sem dýrmæta vinargjöf. En það voru ekki aðeins skyld- menni hans sem nutu þessara dýr- mætu eiginleika hans. Hann var vagnstjóri hjá SVR í fjöldamörg ár og kynntist þá fjölda manns í starfi sínu. Þar, sem annars staðar, komu þessir eiginleikar hans vel í ljós, ljúfmennskan og lipurðin. Hann taldi ekki eftir sér að hinkra örlítið þegar einhver var seinn fyrir og ___________Brids_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 21. október var spil- að 3. og síðasta kvöldið í þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Meðalskor var 504 og bestum árangri náðu: Jón Stefánsson 543 Guðlaugur Sveinsson 538 Ljósbrá Baldursdóttir 538 Úrslit Hraðsveitakeppninnar urðu þannig: Guðlaugur Sveinsson 1.678 Ljósbrá Baldursdóttir 1.643 Jón Stefánsson 1.561 Ingibjörg Halldórsdóttir 1.543 Sigríður Pálsdóttir 1.532 Fimmtudaginn 28. október byijar aðaltvímenningur félagsins, veitt verða vegleg verðlaun fyrir þijú efstu sætin, auk þess sem veitt verða sér- stök verðlaun fyrir besta árangur hvers kvölds. Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 22. október var spilað- ur tölvureiknaður Mitchell. 36 pör spiluðu 15 umferðir með tveimur spil- um á milli para. Meðalskor var 420. og bestum árangri náðu: NS hefði ekki náð vagninum nema fyr- ir þessa lipurð Hjartar. Það var gott að koma í Ásgarð- inn en þar áttu þau hjónin íbúð, fallegt heimili, og bjuggu þar lengst af. Þau voru samhent hjón Adda og Hjörtur. Þar var ávallt tekið á móti manni með sama hlýja viðmót- inu. Við hjónin vottum Öddu, dætrun- um og öllum öðrum ástvinum inni- lega samúð okkar og biðjum Guð að styrkja ykkur í harmi ykkar. Sigurður Bjarnason. í dag, föstudaginn 29. október, verður faðir okkar Hjörtur Magnús- son fyrrverandi vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur borinn til hinstu hvíldar. Hann var fæddur 7. október 1914, og varþví nýlega orðinn 79 ára gamall. Á hans 79 árum veitti hann mörgum gleði og viljum við með þessum pistli minn- ast hans og þakka honum öll góðu árin. Hann var fæddur og uppalinn í Hrútsholti í Eyjahreppi á Snæfells- nesi, sonur hjónanna Önnu Sigur- brandsdóttur og Magnúsar Þórar- inssonar og var eitt af þrettán systkinum. Fimm systkinanna eru enn á lífi, Júlíus tvíburabróðir hans, Guðjón, Guðmundur, Kristján og María. Hugur pabba stóð ætíð til heimahaganna, jafnvel eftir langa búsetu í Reykjavík, og léttist á hon- um brúnin er minnst var á sveitina og Hafursfellið fallega fyrir ofan Hrútsholtsbæinn. Hann pabbi okkar var sú besta fyrirmynd sem við gátum haft. Allt- af trúði hann á það besta í fólki og hafði sjálfur heiðarleikann að leiðarljósi. Hann var samviskusam- ur og traustur, kenndi okkur bæn- irnar á unga aldri og það að við uppskerum eins og við sáum. Mörg- um góðum stundum eyddum við saman í sundlaugunum, hann synti á hveijum degi og við vorum ekki háar í loftinu þegar við vorum farn- ar að suða í honum að fara með. Hann hafði yndi af börnum og nut- um við þess í uppeldinu. Mörg leik- föngin bjó hann til handa okkur, sem enn eru til í dag, dúkkurúm, bílar og bátar. Handbragð hans er einnig að finna í stofum okkar, en hann dundaði við að bólstra stóla, búa til mósaíkmyndir og aðrar hannyrðir. Hann hafði mikinn áhuga á söng; söng á yngri árum við guðsþjónustur í sinni heima- kirkju á Snæfellsnesi, fyrir utan öll lögin sem við sungum saman. Marga góða vini og kunningja átti hann meðal starfsfélaganna hjá Strætó, svo og sá hann margan farþegann vaxa úr grasi og fylgdist með þeim til fullorðinsáranna. Mörg jólakortin bárust honum ár hvert frá farþegum sem kunnu vel að meta velvild og vingjarnleika hans. Síðastliðin tíu ár átti hann við heilsuleysi að stríða, og dvaldi síð- ustu 2 árin á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Við söknuðum hans þá, en söknum hans enn meir nú er hann er alfarinn. Þó er okkur huggun í því að hann er loks búinn að fá hvíld frá veikindunum og kominn í betri og bjartari heima. Að lokum langar okkur að flytja pabba okkar bænina sem hann fór svo oft með fyrir okkur: Vertu nú yfir og allt um kring í eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Steinunn, Anna, Guðrún og Sigrún. Mig setti augnablik hljóða þegar símtalið kom sem lét mig vita að afi væri dáinn. Það er alveg sama hversu mikið maður á von á frétt- inni; hún verður, held ég, alltaf áfall. Minningarnar um afa minn hafa verið að birtast mér og öðrum úr fjölskyldunni þessa síðustu daga. Hversu hann var duglegur að hossa okkur krökkunum á hné sér og syngja fyrir okkur. Það var alveg ótrúlegt hvað hann hafði mikla þol- inmæði við okkur krakkana. Það sér maður best þegar maður er nú sjálfur kominn með börn. Ég minn- ist þess ekki að afi hafi nokkurn tíma misst þolinmæðina við okkur, sama hversu kröfuhörð og erfið við vorum. Ég hef reyndar grun um að þegar við vorum hvað erfiðust, hafi hann látið sig hverfa niður í kjallara þar sem hann átti athvarf við tómstundaiðju sína. Þar bjó hann til ýmis leikföng fyrir okkur krakkana, bíla, dúkkurúm o.fl. Einnig urðu þar til hinir ýmsu nytja- og skrautmunir. Oft fagurlega skreyttir mósaíki. Þar sem afa féll aldrei verk úr hendi, féll honum afar þungt þegar heilsan takmarkaði ferðafrelsið og tók það síðar alveg frá honum. Það gat hver maður séð þegar hann gerði sitt besta til að sinna hinu og þessu eftir að heilsan kom í veg fyrir að hann uppskæri árangur erfiðisins. Nú síðustu árin naut hann góðrar umönnunar starfsfólks í Skjóli. Því vil ég þakka kærlega fyrir. Elsku amma, leyfðu góðum guði að gefa þér styrk og huggun í sorg þinni og mundu að þú getur alltaf leitað til barna og barnabarna með hvað sem er. Megi hann afi hvíla í friði. Barnabarn. Ágætu viðskiptavinir: Breyttur opnunartími frá og með 1. nóvember. Sigmundur Stefánss. - Hallgrímur Hallgrímss. 521 ÞórirLeifsson-EggertBergsson 495 Rapheiður Nielsen - Sigurður Ólafsson 490 María Asmundsd. - Steindór Ingimundarson 471 AV Guðjón Siguijónsson - Rúnar Einarsson 541 Andrés Ásgeirsson - Sveinn Sigurgeirsson 493 MagnúsTorfason-GísliTorfason 492 Aðalsteinn Jörgensen - Guðlaug Jónsdóttir 491 Vetrar-Mitchell BSÍ er spilaður öll föstudagskvöld og byijar spila- mennska kl. 19. Spilaður er einskvölds tölvureiknaður Mitchell. Bridsfélag Hreyfils Aðalsveitakeppni félagsins er hafin og eftir tvær umferðir er staða efstu sveita þessi; Sigurður Ólafsson 47 Tómas Sigurðsson 42 Jóhannes Eiríksson 42 Verslun Skúfuvogi 16: i i i i i ► Timbursala Súðarvogi 3-5: 8:00 9:00 10:00 11:00 12:00 13:00 14:00 15:00 16:00 17:00 18:00 I I I I I l Mánudaga til föstudaga kl. 8. Laugardaga kl. 10. ilialwli Mánudaqa til föstudaqa kl 8. J Laugardaga lokað J I I I I I I I I I I ► Verslun og timbursala j Helluhrauni 16: \SALA - LEIGAI Dalvegur 24 s. 4 23 22 64 1020 Mánudaga til föstudaga kl 9 nwiriMdMiigi itt BMUi Geymið auglýsinguna. I i Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 571800 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13 - 18. V.W. Golf CL 1.8 '93, grænsans, 5 g., ek. 14 þ., vökvastýri o.fl. V. 1030 þús. stgr. Daihatsu Charade TS EFi 16v '83, rauö- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aöeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Renault 19 GTS '90, hvítur, 5 g., rafm. í rúðum o.fl. V. 690 þús. stgr. Honda Prelude 2.0 EXi '86, rauöur, 5 g., ek. 86 þ., álfelgur, sóllúga, leðurinnrétting o.fl. Toppeintak. V. 730 þús. MMC Colt GL '90, ek. 69 þ., hvítur. V. 690 þús. Tilboð kr. 590 þús. stgr. Toyota Corolla Llft Back 1.6 XL '92, 5 g., ek. 27 þ., hvítur. V. 1080 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans, 5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús Mikið breyttur Bronco '74, 4 g., 8 cyl (460 cc), 205 millikassi, Unimoc hásingar, 44“ dekk o.fl. V. tilboð - skipti. Chervolet Suburban 6.2 diesel '83, ek 86 þ. mílur, m/spili o.fl. V. 1280 þús MMC Galant GLSi '91, 5 g., ek. 36 þ V. 1250 þús., sk. á ód. Bfll fyrir vandláta. M Benz 260 SE '87 sjálfsk., ek. 90 þ., leðurinnr., rafm./hiti í sætum, sóllúga, álfelgur o.fl. o.fl. V. 3,3 millj., skipti. MMC Galant GLSi '89, blár, sjálfsk., ek 76 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o.fl. Toppein tak. V. 990 þús. Toyota Double cab diesel '92, silfurgrár 5 g., ek. 64 þ. V. 1690 þús., sk. á ód. Nissan Sunny SLX '89, 5 g., ek. 52 þ. rauður. V. 560 þús. Fallegt eintak. MMC Lancer GLX '89, sjáltsk., ek, 47 þ spoiler o.fl. V. 780 þús. Wagoneer LTD 4.0L '89, sjálfsk., m/öllu, ek. 74 þ. V. 1890 þús. BILAR A TiLBOÐSVERÐi: Suzuki Swift GL '88, 3ja dyra, 5 g., ek. 70 þ. V. 370 þús. Tilboðs- verð: 270 þús. stgr. Honda Prelude '85, 5 g., ek. 125 þ., sóllúga, spoiler. V. 480 þús. Til- boðsverð: 330 þús. stgr. Mazda 323 '87, sjálfsk., ek 81 þ., 3ja dyra. Gott eintak. V. 395 þús. Tilboðsverð: 320 þús. stgr. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ. V. 690 þús. Tilboðsverð: 600 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek 98 þ. V. 630 þús. Til- boðsverð: 520 þús. stgr. Mazda GLX 1500 5 g., ek. 129 þ., 5 dyra. Gott eintak. V. 370 þús. Tilboðsverð: 290 þús. stgr. FLISASKERAR OG FLISASAGIR í Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.