Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 29.10.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 t Bróðir okkar, EINAR GUÐGEIRSSON, andaðist á Hrafnistu 27. þ.m. Systkini hins látna. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR V. SIGURÐSSON fyrrverandi ríkisendurskoðandi, lést í Brussel miðvikudaginn 27. október. Kristrún Jóhannsdóttir og börn. t Hjartkær móðir okkar, ESTHER S. ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugavegi 135, lést í Landspítalanum 26. þessa mánaöar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gi'sli Ragnarsson, Maria Guðmundsdóttir. Páll Haukur Krist- jónsson — Minning Fæddur 25. september 1920 Dáinn 22. október 1993 I dag verður minn elskulegi afi, Páll Haukur Kristjónsson, jarð- sunginn. Eitt af því fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til afa eru skemmtilegu tímarnir sem við átt- um saman, t.d. ferðalögin okkar til Benidorm og Kanarí. Það eru þess- ar skemmtilegu stundir sem ég ætla að hugsa um mér til huggunar um að afi sé farinn okkur frá. Fyrsta minningin mín um ferð með afa tengist reyndar ekki út- löndum, heldur ferð í stórum Olís- bíl sem hann keyrði. Þá bjuggum við í Sæviðarsundi, en þar bjó ég hjá afa og ömmu þangað til að ég varð fjögurra ára gömul. Reyndar fluttist ég aldrei alveg frá afa og ömmu nema með annan fótinn því að lengi vel vildi ég einna helst vera hjá þeim, fyrst í Sæviðarsund- inu, síðan í Bólstaðarhlíðinni og nú síðast í Mjódd. Það var svo margt sem mér þótti svo gott við afa og lét mér þykja svo vænt um hann. Afi var alltaf svo blíður og góður en hann var líka mjög skemmtilegur og því góð- ur vinur minn. En hann var líka stríðinn og stundum þegar hann stríddi mér varð ég eiginlega svolít- ið fúl. En það eru samt þessar minn- ingar sem ég hugga mig við núna — þetta er hluti af skemmtilegu tímunum okkar saman. Það er samt ein minning sem mér á alltaf eftir að þykja rosalega vænt um. Það er minningin um sögu sem afí sagði frá í tíu ára afmælinu mínu fyrir stuttu. Þá var hann að riija upp svolítið sem gerð- ist þegar ég var eins árs og lá alvar- lega veik á sjúkrahúsi. Afi sagði að hann hefði vitað að allt yrði í lagi daginn sem hann kom til mín og ég gaf honum merki sem við tvö áttum saman. Það er þetta merki sem afi minntist á, sem segir mér að á milli okkar var eitthvað sér- stakt — eitthvað sem tengdi okkur tvö svona náið eins og við vorum. Elsku afí, þó að þú sért farinn frá okkur héðan veit ég að þú fylg- ist ennþá með okkur og heldur áfram að vera hjá okkur í minning- um okkar um þig. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, en í hjarta mínu ertu enn hjá mér og þetta merki okkar sem segir að allt verði í lagi. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, KARLS ÞORKELSSONAR frá Arngeirsstöðum, Stóragerði 1a, Hvolsvelli, fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 30. október kl. 14.00. Hulda Hjartardóttir, Hjörtur Heiðdal, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Þór Karlsson, t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARON BJÖRNSSON, Ásabraut 3, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Þórir Maronsson, Björn Maronsson, Viggó Maronsson, Helgi Maronsson, Margrét Maronsdóttir, Eisa Kristjánsdóttir, Lydía Egilsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Magnús Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, JAKOBS FALSSONAR, Sundstræti 23, ísafirði, sem andaðist 24. október, verður gerð frá ísafjarðarkapellu laugar- daginn 30. október kl. 14.00. Guðrún Jakobsdóttir, Sveinbjörn Jakobsson, Jónína Jakobsdóttir, Óli A. Jakobsson, Lilja Jakobsdóttir, Hörður Jakobsson. t Eiginkona mín, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Kollafjarðarnesi, Melgerði 44, Kópavogi, andaðist mánudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 1. nóvember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Guðmundur Eiríksson. Minning Lars Snorre Larsen Fæddur 29. október 1924 Dáinn 20. september 1993 í dag vil ég minnast elskulegs stjúpa míns, sem lést á St. Jóseps- spítala, Hafnarfirði, hinn 20. sept- ember sl. Einmitt þennan dag, 29. október, hefði hann orðið 69 ára hefði hann lifað. Það er alltaf sárt að missa, því söknuðurinn er mik- ill. Orð mega sín lítils á þessari stundu og segja þessar ljóðlínur meira en mörg orð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Nú þegar hann hefur kvatt þenn- an heim mun ég og fjölskylda mín minnast hans með virðingu og þakklæti. Megi góður guð geyma góðan dreng. Blessuð sé minning Lars Snorre Larsen. Eiginmaður minn, HJÖRTUR MAGNÚSSON fyrrv. vagnstjóri hjá SVR, sem lést þann 19. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 29. október, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arnbjörg Sigurðardóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARGEIR GUÐMUNDUR ÁSGEIRSSON frá Hnffsdal, sem lést 20. október sl., verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 30. október kl. 14.00 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag fslands og Sjúkra- hús Keflavíkur. Ásthildur Árnadóttir, Árni Margeirsson, Anna Ingólfsdóttir, Ragnhildur Margeirsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Ásgeir Margeirsson, Sveinbjörg Einarsdóttir, Veigar Margeirsson, Sigríður Ragna Jónasdóttir og barnabörn. Þú varst besti afí í heimi, ég elska þín Helen Svava. Það er kaldur vetrardagur, blind- hríð og sorti yfir öllu. Heimilisfólk- ið á bænum einblínir út í sortann og bíður þess að það sjái bíiljós lýsa upp heimdragann. Von er á tankbíl, sem flytur þeim þann svarta vökva sem þau eru svo háð til að hita upp bæinn sinn og skepnuhúsin, sérstaklega í kulda sem þessum. Jú, þarna sjást ijós, sem nálgast, og fljótlega birtir yfír hlaðvarpan- um. Bóndanum verður að orði: „Seigur er hann Palli, honum má ætíð treysta." Hér er átt við bílstjór- ann, Pál Hauk Kristjónsson. Starf hans var að aka olíubíl fyr- ir Olíuverslun íslands. Hann hafði haft þann starfa í hartnær 30 ár. Flestar hans ferðir voru að aka austur fyrir Fjall og dreifa olíu um sveitina, enda hnútum kunnugur frá veru sinni þar á unglingsárum. A vetuma var hér um erfitt og vandasamt starf að ræða og reyndi þá á árvekni og kunnáttu bílstjór- ans við slíkar aðstæður. I dag kveðjum við Pál Hauk Kristjónsson, sem lést 22. október síðastliðinn. Hann var fæddur 25. september 1920. Foreldrar hans voru Sigríður J. Bjarnadóttir og Kristjón Pálsson er bjuggu í Berg- staðastræti 9. Mín fyrstu kynni af Páli urðu er við vorum saman á togaranum Jóni Þorlákssyni RE sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þau kynni jukust er ég festi ráð mitt og giftist stjúpdóttur hans. Lítið þekkti ég til ferils hans á árum áður. En tvo syni hafði hann eign- ast á þeim árum, þá Gest og Ómar. Árið 1960 gekk Páll að eiga Svövu Magnúsdóttur, einstæða fjögurra dætra móður. Var því heimilið stórt strax á fyrstu búskap- arámm þeirra. Sjúpdætur hans voru Magnea, Kristín, Ragna og Hulda Jóhannesdætur. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið: Sigurðar, Kristins, Jónínu og Magnúsar Geirs. Eins og áður er getið stundaði Páll sjómennsku, aðallega á togur- um. í kringum 1960 fór hann í land. Starfaði hann fyrst að útkeyrslu fyrir Mjólkursamsöluna og síðar hjá Ólíuverslun íslands. Hann var hvarvetna traustur maður, staðfastur í skoðunum og ákveðinn í gjörðum sínum. Nú er við kveðjum mætan mann biðjum við Guð að veita þeim Svövu, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum styrk í sorg sinni. Blessuð sé minning Páls Hauks Kristjónssonar. Ingvi R. Einarsson. ERFIDRYKKJURl MeSöngahúsiö HðTEL BSJl sími 689509 V_____________^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.