Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 33

Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 33 KetíU Olafsson frá Kalmanstjöm í Hafna hreppi — Minning Fæddur 21. júlí 1900 Dáinn 23. október 1993 I Hreysti og heiðarleiki er það sem fyrst kemur upp í huganum þegar minnst er Ketils Ólafssonar stór- bónda, útgerðarmanns og bifreiða- stjóra úr Höfnum. Suðurnesjamenn hafa alla tíð ver- ið annáluð hraustmenni og ekki var Ketill þar undantekning. Ketill varð formaður á opnum báti ungur að árum og átti gæfusöm ár til sjós. Kunnátta hans í innsiglingunni í Kalmanstjarnarvík hefur oft skilið milli heims og helju þegar lent var á opnum bátum í brimróti og kröpp- um sjó. Á uppvaxtarárum sínum hafði Ketill upplifað þær hörmungar sem sjósókn geta fylgt og skýrir það hugsanlega hve varkár hann var j ævinlega. Margar sögur kunni Ket- ill af harðræði því sem sjómenn máttu þola á öldinni og hve fegnir i þeir voru þegar vökulög voru loks sett til verndar heilsu sjómanna. Þetta þótti okkur sem á hlýddu ótrú- I legar lýsingar. Þrátt fyrir hörkulegt yfirbragð sem sjósóknin hafði markað var Ketill höfðingi heim að sækja og urðum við oft vitni að hjálpsemi hans til handa þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Regla var á öllum hlutum heima í Kalmanstungu og var gaman að fletta í gegnum gögn hans frá fyrstu tíð sem bifreiðastjóra, þar sem sam- viskusamiega var skráð i bækur og á happdrættismiða alla sandferðir frá_ upphafi. Á þeim árum sem við umgeng- umst Kedda mest bjó hann einn í Kalmánstungu og stundaði akstur á sandi til pússningar í Keflavík og ( nágrenni. Ámokstur fór þá fram með hönd- um og fannst Katli það ekkert til- I tökumál. Þegar fyrsta ámokstursvél- in var keypt gekk raunar mjög illa að moka íausum sandinum og hafði | Ketill þá á orði að best hefði verið að slíkur ófögnuður hefði aldrei í Sandvík komið. Fullar sættir tókust um nauðsyn ámokstursvélar þegar Ketill var 74 ára. Þetta sumar hafi vélin bilað og biðum við yngri menn- irnir eftir varahlutum, en Ketill fór suður í Sandvík. Eftir góða stund kom hann til baka með bílinn fullan af sandi og sagði um leið og hann gekk inn: „Jói, ég held að ég sé að drepast." Við spruttum á fætur, en þá bætti Keddi við. „Ég gat ekki mokað á bílinn í einum rykk.“ Við Jóarnir og fjölskyldur okkar þökkum innilega fyrir ánægjustund- ir og ótal kaffiveitingar í eldhúsinu í Kalmanstungu. Jóhannes Oddsson, Jóhann Gunnarsson. j i ' Elskulegur afi minn, Ketill Ólafs- ' son, lést fyrsta vetrardag hinn 23. október 93 ára að aldri eftir stutta legu á Dvalarheimili aldraðra í Garði. Afi fæddist hinn 21. júlí árið 1900 á Kalmannstjörn í Hafnahreppi, næstyngstur sex systkina. Þau eru öll látin nema Eva sem er vistmaður á Reykjalundi í Mosfellssveit. Afi kvæntist ömmu, Elínu Guðmunds- dóttur frá Stóra Nýjabæ í Krísuvík, árið 1938. Þau bjuggu lengst af í Kalmanstungu í Höfnum. Afi stundaði hálfa ævina sjóinn þar sem hann var formaður á bátum og háseti á togurum bæði enskum og íslenskum. Þegar hann lét af sjó- sókn stundaði hann sandflutninga á { vörubílnum sínum. Hann átti nefni- lega greiðan aðgang að sandi sem þykir sérlega góður til húsbygginga { úr steinsteypú. Hann ók að sjálf- sögðu sínum bíl og mokaði sjáifur á með handskóflu. Ég fékk eem i strákpjakkur að aka með afa í ' sandinn og aðstoða hann. Hann átti gjarnan til rauðan opal sem hann laumaði að manni og stundum fékk maður maltsopa að launum. Þar sem hann ók sandi um öll Suðurnes gafst manni tækifæri að rúnta með afa um Njarðvík og Keflavík allt til Garðs og Sandgerðis. Einu sinni sem oftar man ég að afi stöðvaði vörubílinn fyrir utan stóra gjafavöruverslún í Keflavík og sagði: „Jæja, Keddi minn, viltu ekki koma inn og skoða?“ Ég var auðvit- að til og varð alveg hugfanginn af öllum þessu fínu hlutum í búðinni. Hann keypti sér marglit plastblóm og ég fékk að velja mér fallega styttu af laxi sem ég á enn. Þegar Ella amma dó í janúar 1969 flutti ég inn til afa og létti undir með honum heimilisstörfin. Hann eldaði en ég sá um að halda húsinu hreinu. Afi var góður kokkur og bjó til alveg sérdeilis góða kjötsúpu svo dæmi sé tekið. Hann hafði mikið yndi af tónlist, var trúaður og sótti kirkju þegar messað var. Hann hafði mikla söng- rödd, svo mikla að hann yfirgnæfði tíðum kórinn í kirkjunni svo undir tók. Sagan segir að honum hafi ver- ið boðið til söngnáms á Ítalíu af rík- um kaupmanni en afi afþakkaði. Þegar ég fermdist eignaðist ég í fyrsta skipti „grammófón" og meðal annars hljómplötu með Stefáni ís- landi óþerusöngvara. Afa þótti afar vænt um þessa plötu og bað mig gjarnan um að spila fyrir sig þegar hann fékk sér kaffipásu í sand- keyrslunni. Afi var heilsuhraustur og mikill náttúruunnandi. Ég fékk oft að ganga með honum á rekana sem kallað var. Þá ókum við á vörubílnum áleiðist til Kalmanstjarnar og geng- um síðan fjörurnar og hirtum belgi, netakúlur, rekaviðardrumba, kork- og piasthringi. Þessu ók hann heim og seldi síðan útgerðarmönnum. Hann var afar veðurglöggur og ég man að til öryggis spurði ég hann (eftir að hafa hlustað á veðurspá í útvarpi)' hveiju hann spáði. Hann gekk út á Kalmanstunguhólinn, bar hönd fyrir höfuð sér og romsaði upp úr sér spánni sem undantekingar- laust stóðst. Honum þótti vænt um melgresið, sem hann nefndi „blöðku", og oft tíndum við hana í vendi og puntuðum heima fyrir. Þegar afa fór að förlast sjón (þ.e. hann fékk gláku sem blind- aði hann á öðru auganu) hætti hann að kevra bíl og settist í helgan stein. Hann var heimakær og þótti vænt um að fá heimsóknir. Kaffi, kringlur og jólaköku átti hann ævinlega til reiðu fyrir gesti sem bar að garði. Afi fór sem vistmaður á Dvalar- heimilið Garðvang í Garði sumarið 1985. Þar kunni hann vel við sig og naut góðrar umönnunar starfsfólks- ins. Eg vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Garðvangs alveg sérstak- lega fyrir velvild og hlýju í hans garð og okkar sem áttu hann að. Ketill G. Jósefsson. í dag er til moldar borinn að Kirkjuvogskirkju í Höfnum Ketill Ólafsson, föðurbróðir minn, frá Kal- manstjörn. Foreldrar hans voru þau Steinunn Oddsdóttir og Ólafur Ket- ilsson, útvegsbóndi frá Kotvogi í Höfnun. Ketill var næstyngstur sex svstkina og auk þess ólust þijú fóst- urbörn upp á heimili foreldra hans. Af systkinahópnum eru á lífi Eva, sem býr í hárri elli á Reykjalundi, og fóstursystkinin Haukur Bergsson í Reykjavík og Steinunn Óskarsdótt- ir Haight i Flórída. Ketill kvæntist Elínu Guðmunds- dóttur frá Stóra Nýjabæ í Krýsuvík, árið 1938 og bjuggu þau alla tíð í Höfnum fyrst á Kalmanstjörn og síðan í Kalmanstungu. Þau Elín og Ketill ólu upp tvö fósturbörn, systk- inin Lúllu Kristínu og Baldur, Nikul- ásbörn. í næsta húsi við Elínu og Ketil bjuggu þau Ásta og Vilhjálmur Magnússon og var alla tíð mikill vin- skapur á milli heimilanna. Elín dó árið 1968 og Baldur er látinn fyrir nokkrum árum. Eftir að Ketill missti konu sína og bjó einn í Kalmanstungu naut hann ástríkis og umhyggju fjöl- skyldu Lúllu og Jósefs, en þau voru honum afar náin, þar sem stutt var á milli heimilanna. Síðustu æviárin naut Ketill góðrar umönnunar á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði og eru starfsfólki þar færðar bestu þakkir fyrir alúð og kærleika sem það auðsýndi frænda mínum. Ketill bjó í Höfnum alla tíð, stund- aði fyrst búskap og útræði frá Kal- manstjörn en síðan byggðu þau Elín sér húsið Kalmanstungu í Höfnum. Seinni hluta ævi sinnar var Ketill vörubílstjóri og keyrði pússningar- sand víðsvegar um Suðurnesin. Ket- ill var stæltur vel og sterkur og mest alla tíð mokaði hann sandinum einn með skóflu. Það var alltaf gaman að koma á heimili þeirrar Elínar og Ketils í Höfnum. Elín var glaðvær og átti auðvelt með að létta lund samferða- fólksins. Ketill var alvarlegri í bragði, en barngóður og traustur. Það var gaman að fylgjast með hon- um fara út og gá til veðurs, með kaskeitið örlítið skakkt á höfðinu. Þá fannst mér hann frændi minn vera sannur Suðurnesjamaður. Þegar ég var krakki fannst mér oft leiðin löng suður í Hafnir, er ég var að hossast í bílnum með pabba, en honum fannst ómissandi annað en að fara sem oftast suður í Hafn- ir. Nú á fullorðinsárum finnst mér þessar ferðir hafa spunnið órofa þráð við sögu forfeðra minna á Suðurnesj- um. í fjölskylduveisium heima á Rey- kjalundi fannst mér Ketill frændi alltaf vera fínastur allra, er hann var kominn í dökku sparifötin. Það vakti og aðdáun mína er hann tók undir söng, því að hann var alla tíð góður söngmaður. Ketill átti langa tíð sæti í hrepps- nefnd Hafnahrepps. Hann var mikill kirkjunnar maður, þótti vænt um hana og vildi hag hennar sem best- an. Ketill var um áratuga skeið í sóknarnefnd Kirkjuvogskirkju og söng í kirkjukórnum. Löngu eftir að Ketill frændi var hættur að stunda vörubílaaksturinn tók hann á móti pöntunum um sand fyrir bræður mína, þá Jóhannes og Ketil, og var þannig með af lífi og sál þar til hann fluttist að Garðvangi. Við systkinin frá Reykjalunði þökkum fyrir ljúfar endurminningar um góðan frænda úr Höfnunum og fjölskyldu Lúllu og Jósefs sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ólafur Hergill Oddsson. Látinn er í hárri elli Ketill Ólafs- son frá Kalmanstjörn í Höfnum, fyrrum útvegsbóndi. Hann var sonur Ólafs Ketilssonar, hreppstjóra og útvegsbónda í Hafnarhreppi og Steinunnar Oddsdóttur, en hún var dóttir séra Odds V. Gíslasonar frá Kirkjuvogi í Höfnum. Kona Ketils var Elín Guðmundsdóttir frá Stóra Nýjabæ í Krísuvík. Þau tóku í fóstur tvö börn, Baldur, sem lést um aldur fram, og Lúllu Kristínu Nikulásdótt- ur, en hún er gift Jósep Borgarssyni og eiga þau fjögur böm. Ketill átti tvo bræður, sem báðir . eru látnir, Sigurð Ólafsson kaup- mann í Reykjavík og Odd Ólafsson berklayfirlækni í Reykjalundi, er síð- ar varð alþingismaður. Eva systir Ketils er nú 94 ára og vel ern þrátt fyrir háan aldur. Hún dvelur nú á Reykjalundi, þeirri stofnun sem bróðir hennar átti svo stóran þátt í að byggja upp. Á yngri ámm stundaði Ketill sjó- mennsku af miklum dugnaði og harðfylgi, en síðar vann hann við akstur vörubíla meðan heilsan leyfði. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist Ketill á elliheimilinu að Garðvangi í Garði í góðu yfirlæti. Ég kveð föðurbróður minn með virðingu og sárum söknuði. Vilhjálmur K. Sigurðsson. t Elskulegur maðurinn minn og bróðir okkar, HELGIÁSTRÁÐUR HELGASON, er látinn. Bálför hefur farið fram. Ann Helgason og systur hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON, Austurbrún 2, andaðist á heimili sínu 25. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. nóvem- ber kl. 13.30. Sólveig Steingrímsdóttir, Birgir Jensson, Svava Asdfs Steingrímsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson, Guðrún Steingrímsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Alda Steingrímsdóttir, Oddur Eiríksson, Kolbrún Lind Steingrímsdóttir, Jóhannes Eirtksson, Rósa Steingrímsdóttir, Guðmundur Jósefsson, Gunnar Benediktsson og barnabörn. t Innileg þökk til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Neðstaleiti 2. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HELGADÓTTURUSTRUP. Camilla Pétursdóttir, Ásgrímur St. Björnsson, Þorbjörg Ásgrímsdöttir, Helgi Gunnarsson, Agnar G.L. Asgrimsson, Edda Guðbjörnsdóttir, Ásgrímur L. Ásgrímsson, Sigurveig Hjaltested og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, MAGNÚSAR JÓHANNS ÞÓRÐARSONAR úrsmiðs frá ísafirði. María Jóhannsdóttir, Helga Magnúsdóttir Lund, Tor Helge Lund, Kristín Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson og barnabörn. t Hjartans þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, stuðning og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega sonar, bróður og mágs, ÞÓRS SÆVARSSONAR garðyrkjufræðings, Heiðmörk, Biskupstungum. Karitas Óskarsdóttir, Sævar Magnússon, Ómar Sævarsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Jóna Dísa Sævarsdóttir, Hörður Gunnarsson, Reynir Sævarsson. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 12.00-16.00 vegna jarðarfarar JENS ÞORVALDSSONAR. íspan hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.