Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 41

Morgunblaðið - 29.10.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 41 Pennavinir Bílastyrkur vinnukvenna Frá Einarí Kristinssyni: HUGSIÐ ykkur bara hvað þvotta- konur og þær sem eru í heimilis- hjálpinni og eru á sífeldum þönum fram og aftur um bæinn hafa miklu meiri þörf fyrir bílahlunnindi en bankastjórar sem hafa fastan vinnustað. Auk þess hafa þessi hlunnindi miklu meira gildi fyrir þær vegna þess að þetta jafngildir þreföldun launa (föst laun um 40 þús., en bílastyrkurinn metinn á um 80 þús.). Bankastjórinn hækkar hins vegar lítið í launum (fer úr 1.000 þús. í 1.080 þús.). Þetta er hreint smáræði, sem vart tekur að tala um. Svo er fleira, þvottakonan þarf að þekkja sundur óhreinindi og listaverk og heimilishjálpin þarf að þekkja sundur gamalmennið og heimilisköttinn. Því þarf að gera verulegar kröfur um andlegt at- gervi þegar valið er í þessi störf. Hvað bankastjórana varðar er þessu gerólíkt farið. Því minna vit, sem þeir hafa á fjármálum, þeim mun betri eru þeir. Þetta sannast best á því að sá sem lítið veit er líklegur til að lána í vonlaust fyrirtæki, sem fer á haus- inn og þá skapast útlánatap. Til að vega það upp er nauðsynlegt að auka vaxtamuninn og þá hagnast bankinn. Auk þess er líklegt að með hærri vöxtum rúlli fleiri og þá get- ur bankinn keypt eigur þeirra á góðum kjörum. Þannig sópar bank- inn til sín vöxtum og eignum. Þökk sé góðum bankastjóra. EINAR KRISTINSSON, Funafold 43, Reykjavík. Frá Ghana skrifar þrítug kona með áhuga á ferðalögum, tónlist, söng o.fl.: Anna King, P.O. Box 107, Elmina, Ghana. Bandarískur 72 ára gamall frí- merkjasafnari vill eignast islenska pennavini: Charles R. Newkirk, 7654 Ostrom Avenue, Van Nuys, CA 91406-2123, U.S.A. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á matargerð, tónlist, íþróttir og ferðalög: Ama Ahema, P. O. Box A-144, Adisadel P.O., Cape Coast, Ghana. VELYAKANDI HVER GREIÐIR AUGLÝSINGUNA? ER ÞAÐ rétt sem fram kemur í Tímanum í dag, miðvikudag, að Morgunblaðið greiði ekkert fyrir auglýsinguna á gamla Morgun- blaðshúsinu sem borgin er búin að kaupa. Ef þetta er ekki aug- lýsing hverjum ber þá að mála yfír stafína, er það Morgunblaðið eða sá sem kaupir húsið? Vigdis SPILLING í LISTASAFNI ÍSLANDS HINN almenni skattborgari hef- ur mikið hneykslast á listaverka- kaupum, sem safnráðsrtienn Listasafns Islands hafa lagt kaup á undanfarin ár. En vita allir að um árið, þegar safnráðsmenn tóku upp á því að kaupa „strau- borðið með fugladritinu, flöskun- um og óhreina tauinu“ á tæpar 700 þúsund, að þá var listamað- urinn sjálfur, Kristján Guð- mundsson, í safnráði. Og hefur hann því, ásamt Beru Norðdal og hinum safnráðsmönnunum, haft ákvarðanavaldið um kaupin. Unnur GÆLUDÝR Týndur köttur LITIL svört læða, ekki ársgöm- ul, hvarf frá Grænuhltð, fyrir tæpri viku. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 681596. KANNAST EINHVER VIÐ VÍSUNA? ÁG_ÆTI lesandi. Ég stunda nám í þjóðfræði við Háskóla íslands, og er m.a. að rannsaka sögu vísu einnar, sem ég lærði ungur. Ef þú kannast við hana og telur þig vita eitt- hvað um hana, þætti mér vænt um að þú skrifaðir mér, þar sem fram kæmi allt sem þú veist, eins og t.d. nafn höfundar (og helst eitthvað meir um hann), aðdragandi að gerð vísunnar, hvenær hún er samin, og hvernig hún er „rétt“. Ég lærði hana svona: Djöfull er hann drullugur. Duglega þarf að skafa’ ann. Ljótur bæði’ og lélegur, likur þeim sem gaf ann. Með fyrirfram þökk. Sigurður Ægisson, postboks 146, 8770 Træna, NORGE. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu fundust LESGLERAUGU í gylltri um- gjörð fundust við Langagerði sl. föstudag. Eigandi má hafa sam- band í síma 32953. Hlífðarsvunta af barnavagni DÖKKBLA hlífðarsvunta af barnavagni eða kerru fannst við Meistaravelli sl. helgi. Eigandi má hafa samband í síma 23211. Leikfangabíll tapaðist STÓR rauður leikfangabíll úr járni (kassabíll) með svörtu sæti, fótstiginn með keðju, hvarf frá Dalalandi í Fossvogi í sumar. Viti einhver hvað hefur orðið um bílinn er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 671981. FRÁ JEPPAVINI Vegna neikvæðra skrifa um jeppa. Krossbit urðu Jón og ég er jeppinn mætti andspyrnu. Þó alþýðan sé yndisleg hún ekkert veit um sandspymu. Baldur Hafstað, jeppavinur, Asvallagötu 24, Reykjavík. V I K I N G A ifltro Vinningstölur ,------------ miðvikudaginn:i 27. okt. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 6af6 0 36.980.000,- ETB 5 af 6 LŒ+bónus 1 397.758,- 3 5af6 8 39.065,- FB 4 af 6 248 2.004,- ra 3 af 6 f R+hónus 926 230,- Heildarupphaeð þessa viku 38.400.250,- á ísl.: 1.420.250,- UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- $8 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR EIKHUSKVOLDVERÐUR CHATEAUX. BORÐAPANTANIR1 SÍMA 25700 Gildir frá kl. 17.30 til 19.00 FORRETTIR: Sjávarréttarsúpa. Skeldýr á kartöfluköku með tómat-hvítlauk og ólífum. Reyksoðin lundabringa með linsubaunum og salati. i AÐALRÉTTIR: Grísalundir með koníaks-sveppasósu. Nautalundir Dijon. s - Pönnusteiktur skötuselur með humar og pasta. FORRETTUR AÐALRETTUR OG EFTIRRÉTTUR EFTIRRÉTTUR: Perur og döðlur með vanilluís. Kjúklingar á kostabobi Velkomin í kjúklingakrœsingamar okkar Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verb 1990 kr Athugið abeins 398 kr á mann Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 1290 kr. Pakki fyrir 1 2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 490 kr Sími 29117 Þú getur bæbi tekib matinn meb þér heim eba borbab hann á stabnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.