Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Þingmaður Alþýðubandalagsins um kvótamálin á Alþingi Líkti framsali á kvóta við skipulagða glæpastarfsemi „SKIPULÖGÐ glæpastarfsemi“ voru orðin sem Jóhann Ársælsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsnefnd Alþingis, viðhafði á Alþingi í gær um afleiðingar kvótaframsals. Hann hélt því fram að hæstaréttardómurinn í Hrannarmálinu þýddi að ákvæði laga um stjórn fiskveiða og þjóðareign á fiskistofnum væri markleysa. Ráðherramir Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvins- son mótmæltu þessum skilningi og sögðu að Hrannardómurinn fjall- aði um skattamál og hreyfði í engu við þjóðareign á fiskistofnum. Jóhann Ársælsson sagði við utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær að þungamiðjan í umræðunni um sjáv- arútvegsmálin væri eignarétturinn á fiskinum í sjónum. Afleiðingunum af óréttlátu og spilltu framsalskerfi væri helst hægt að líkja við skipu- lagða glæpastarfsemi. Frjálst framsal Jóhann sagði að hið svokallaða fijálsa framsal, sem opnaði mögu- leika á að kaupa og selja aðgang að auðlindinni, færði kvótaeigendum raunverulegt ígiidi eignarréttar á fiskinum í sjónum. Til að hindra þetta hefði nýtt ákvæði verið sett inn í lögin á sínum tíma um að fiskistofn- ar á ísiandsmiðum væru sameign íslensku þjóðarinnar og markmið iag- anna að stuðla að vendun og hag- kvæmri nýtingu þeirra, og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í iandinu. Jóhann sagði að þrátt fyrir að þessi fyrsta grein laganna væri alveg ljós hefði réttur kvótaeiganda til fijáls framsals verið óbreyttur. Hlyti það að leiða til þess að framangreint ákvæði yrði marklaust eða að fijálst framsal yrði lagt af með lögum. Atvinnuréttindi Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði að Hrannardómurinn fjallaði um skattamál og hreyfði hann í engu við þjóðareign á fiski- stofnum. Hann vitnaði til lögfræði- legrar greinargerðar Sigurðar Lín- dals prófessors og Tryggva Gunnars- sonar lögfræðings um úthlutun alfla- hlutdeilda; að ekki sé verið að mynda einstaklingsbundna stjómarskrár- varða eign á veiðiheimildum, en á hinn bóginn verið að afmarka og skilgreina nánar eignarréttindi í formi atvinnuréttinda og leggja jafn- framt grundvöll að slíkum réttindum um ókomna tíð. Þorsteinn sagði að á vorþinginu 1990 hefðu ýmsir viljað taka meiri tíma til að ræða um fiskveiðistjórn- unina. Alþýðubandalagsþingmenn hefðu hins vegar viljað hespa af af- greiðslu málsins. Þingmaðurinn tal- aði hins vegar eins og Alþýðubanda- lagið hafi hvergi nærri komið og segði jafnvel að lögin væru skipulögð glæpastarfsemi. Væri það einsdæmi að þingmaður lýsti því yfir að flokks- bræður hans væru ábyrgðarmenn fyrir skipulagðri giæpastarfsemi. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 26. NOVEMBER YFIRLIT: Yfir landinu austanverðu er skarpt lægðardrag, sem þokast austur.Um 800 km suðsuðaustur af Hvarfi er ört vaxandi 970 mb djúp lægð, sem hreyfist norður og síðar norðvestur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi eða roki á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiöum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmið- um, Norðausturmiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðausturdjúpi. SPÁ: Á morgun hvessir um land allt, fyrst suðvestaniands. Um miðjan daginn verða komin 9-10 vindstig með rigningu og einnig austanlands undir kvöld. Hiti yfirleitt á billnu 4-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Allhvöss eða hvöss sunnan og suðvestan átt á landinu. Slydduél á suður- vestur- og norðvestur- landi, en aðmestu úrkomulaust annars staðar. Hiti 0-2 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg suðaustanátt, gola eða kaldi og súldeða rigning sunnan- og austanlands, en þurrt að mestu norðan og vestanlands. Hiti 2-4 stig. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda ■<ö Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað * Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: oa 17.30 ígær> Greiðfært er um mestallt landið, en á vestan- og suðvestanverðu land- inu ertalsverð hálka á vegum, en á þvf svæði hefur snjóað dálítið og hefur færð þyngst á útvegum í Rangárvallasýslu af þeim sökum. Eins er hálka á heiðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Upplýsingar urri færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl vsður Akureyri 1 skýjeð Reykjavik________1 úrkomaígrennd Björgvin 4 skýjað Helsinki +3 kornsnjór Kaupmannahöfn 1 þokumóða Narssarssuaq +10 snjókoma +8 skýjað 0 snjókoma 0 snjók.ás.klst. 6 skýjað Nuúk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Barcelona Berlfn Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 17 léttskýjað 2 þokaumóða 14 rigningogsúkt +2 þokumóða 3 alskýjað 8 þokumóða 1 mistur 3 rígning +2 þokumóða 9 rigning á s. klst. 11 heiðskírt 3 þokumóða 10 iéttskýjað 16 léttskýjað 15 rigning +13 léttskýjað +1 alskýjað 20 súld 6 þokumóða 17 hálfskýjað 14 skýjað +1 þokumóða 9 alskýjað +11 8kýjaö r r r f DAG kl. 12.00 Heimild: Veðursfofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær) Morgunblaðið/PPJ Boeing 737-200 TÍU ára gömul Boeing 737-200 leiguflugvél á vegum flugfélagsins Atlanta hf. kom til landsins í gærmorgun. Arngrímur Jóhannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að flugvélin taki við hlutverki tuttugu ára gamallar Boeing-vélar á vegum fyrirtækisins í vöruflutn- ingum fyrir þýska flugfélagið Lufthansa. Hann sagði að starfsmenn Flugleiða myndu skoða vélina og undir leiðsögn þeirra yrði henni breytt í fragtvél. Henni yrði síðan flogið til Kölnar eftir um 10 daga. Önnur flugvél á vegum Atlanta verður skoðuð hér á landi um miðj- an desember. Umræður standa nú yfir um möguleika á því að Flug- leiðir taki að sér fleiri viðhaldsverkefni fyrir Atlanta. Hundur skotinn á Blönduósi Hæstiréttur fell-J ir niður refsingu HÆSTIRÉTTUR hefur fellt niður refsingu fjáreiganda á Blöndu- i ósi sem dæmdur var í héraðsdómi í sekt fyrir að skjóta hund sem var að atast í fé hans. Jafnframt hefur Hæstiréttur vísað frá héraðsdómi skaðabótakröfu eiganda hundsins þar sem krafan var ekki talin nægilega reifuð. Hundur hljóp frá eiganda sínum sem hafði stutta viðdvöl á Blöndu- ósi vorið 1992. Fór hann að atast lambfé á nærliggjandi túni og skaut fjáreigandinn hann með hagla- byssu. Var hann ákærður fyrir drápið og dæmdur til sektar í hér- aðsdómi og gert að greiða eiganda hundsins skaðabætur. Ákærði áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist sýknu og ákæruvaldið krafðist sakfellingar samkvæmt ákæru í áfrýjun sinni. í dómi Hæstaréttar er fallist á það með héraðsdómara að ákærði hafi ekki nýtt öll tiltæk úrræði til þess að stugga hundinum í burtu og veija þannig fé sitt áður en hann greip til þess örþrifaráðs að skjóta hann með haglabyssu sinni. Þá sé ekki fulljóst að fé ákærða hafi í raun verið hætta búin af hundinum. Fallist er á það með héraðsdómara að ákærði hafi brotið gegn 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga og ákvæðum laga um dýravernd. Einnig að hann hafi ekki haft leyfi til byssunnar og hleypt af skotum á almannafæri og þannig brotið gegn ákvæðum laga um skotvopn. Illa gætt Hæstiréttur telur að við mat á refsinámi verknaðar ákærða beri að hafa hliðsjón af því að hundsins hafi verið illa gætt og hann hlaupið laus á almannafæri á Blönduósi þar sem lausagagna hunda er bönnuð. Þá hafi hér verið um að ræða veiði- hund og megi ætla að ótti fjáreig- andans um að hann kynni að verða fénu skaðlegur hafi ekki verið alveg ástæðulaus. Megi ætla að fljótræði hans að skjóta hundinn hafi af þessu stafað. Hæstiréttur ákvað að fella niður refsingu ákærða. Hins vegar var ákvæði héraðsdóms um upptöku óskráðrar haglabyssu hans stað- fest. Skaðabótakrafa eiganda hundsins var ekki talin nægilega reifuð til þess að dómur yrði á hana lagður og því bæri að vísa henni frá héraðsdómi. Loks var ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað stað- fest og ákærða gert að greiða áfrýj- unarkostnað og málsvarnarlaun. KK-bandið ekki selt til Skífunnar og Spors KK-BANDIÐ hefur ákveðið að selja ekki lengur geislaplötur sínar og tónbönd til Skífunnar hf. og Spors hf. vegna þess við- móts sem fyrirtækin hafa sýnt þeim og öðrum óháðum útgefend- um og listamönnum. Pétur Gíslason framkvæmda- stjóri Beinnar leiðar, útgáfu- og rekstrarfyrirtækis KK-bandsins, segir að plötur og tónbönd KK- bandsins séu ekki höfð uppivið með öðrum plötum í verslunum Skífunn- ar og Spors. „Okkur þykir leitt að þurfa að fara þessa leið en eftir að hafa farið í verslanirnar undanfarna daga og allstaðar fundið þær undir borði og eftir að hafa talað við starfsfólkið sem sagði að þetta væri skipun að ofan þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði hann. „Við viljum ekki hafa plötuna okkar eins og klámspólu undir borði.“ Sagði hann að í raun fengju nán- ast allar óháðu útagáfurnar sem Japis sæi um dreifingu á sömu meðferð hjá Skífunni og Spori. „Þetta er ekki aðgerð frá Japis heldur frá okkur,“ sagði Pétur. „Við viljum ekki láta fara svona með okkur. Ef þeir hefðu viljað leysa þetta friðsamlega á einhvern hátt þá hefur það staðið þeim til boða lengi. Við viljum ekki standa í neinu stríði." Ekki náðist í Jón Ólafsson for- stjóra Skífunnar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.