Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
í leit að nýju jafnvægi
Sólrún Guðbjörnsdóttir: Þátttaka. 1993.
ÞATTTAKA
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í Gallerí einn einn við Skóla-
vörðustíginn stendur nú yfir
óvenjuleg sýning, sem ber yfir-
skriftina „Þátttaka“; heildin
byggir á einfaldri innsetningu,
sem hefur gjörbreytt ásýnd þessa
kunnuglegra rýmis, nokkrum al-
mennum tilvísunum um sköpun-
arferlið, og loks möguleika gests-
ins til að taka þátt í heildarverk-
inu með örlitlu, táknrænu fram-
lagi.
Það er listakonan Sólrún Guð-
björnsdótir, sem hefur skapað
þessa sýningu. Hún stundaði á
sínum tíma nám á listasviði Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti, og
hélt þaðan í Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands, en þar útskrif-
aðist hún úr höggmyndadeild
vorið 1992. Hún hefur áður sett
upp umhverfisverk og átti verk
á samsýningu, en þetta mun vera
fyrsta einkasýning hennar.
Umhverfisverk og innsetning-
ar hafa verið mikilvægur þáttur
myndlistaflórunnar á síðari hluta
aldarinnar. Listamenn fóru ýms-
ar leiðir til að ná markmiðum
sínum á þessu sviði. Þeir settu
verk sín upp á víðavangi, á óhefð-
bundnum stöðum eins og í verk-
smiðjum, verslunum, eða á göt-
um úti; í öðrum tilvikum breytttu
þeir sýningarhúsnæði gjörsam-
lega, klæddu það af eða afmörk-
uðu á annan þann hátt sem hent-
aði þeim markmiðum, sem þeir
höfðu sett sér. Líklega reið Jón
Gunnar Árnason á vaðið í þessum
málum hér á landi,þegar hann
klæddi SÚM-Gallerí að innan
með bylgjandi svörtu plasti fyrir
sýningu 1969, en síðan hafa
ýmsir listamenn skapað nýstár-
legt umhverfi fyrir verk sín hér.
Sólrún fetar því þekktar slóðir
í þessu verki sínu, en innsetning-
in er engu að síður afar vel
heppnuð, enda vel afmörkuð.
Veggir sýningarsalarins eru
þaktir mold, gluggar huldir og
loftið klætt dökkum dúk, þannig
að tilfinningin er líkt og að stíga
inn í helli eða moldarkofa frá
fyrri öldum. Helsti ljósgjafinn er
hraukur 'sem hefur verið hlaðinn
á gólfið úr vaxkubbum, sem
varpar daufri birtu um allt rým-
ið. Loks ber að nefna að á einum
vegg er sjónvarpsskjár, þar sem
nokkur almenn sannindi um lífið
og tilveruna birtast undir yfir-
skriftinni „Sköpun“, en þar er
lögð áhersla á hlutverk manns-
ins: „Við erum öll þátttakendur
í sköpunarverkinu, og á okkar
valdi hvernig tekst til.“
í sýningarskrá segir lista-
konan að þema verksins sé til-
vera mannsins í sköpunarverk-
inu, og efnin eru valin á mark-
vissan hátt: „Ég hef valið mold-
ina sérstaklega sem efni vegna
þess upplýsingastreymis sem frá
henni kemur. Vax hefur aftur á
móti viðkæmni lífsins í sér og
nýtur sín ekki nema ljósið fái að
umleika það.“ Flestir tengja
moldina við gróður jarðar, og
hringrás lífsins yfirleitt; gestum
er boðið að tak þátt í þeirri hring-
rás nieð því að taka mold úr fonti
og móta hana í höndum sér, og
leggja síðan inn í þá heild-
armynd, sem innsetningin er; sú
athöfn verður vegna aðstæðn-
anna eins konar ígildi vígslu lífs-
ins.
Þessi innsetning er vel til þess
fallin að minna fólk á tengsl jarð-
ar, sköpunar og listar, og sýna
þar með um leið .að það þarf
ekki háreistar kenningar og út-
listanir til að koma kjarna sam-
bands þeirra þátta til skiia. Þessi
einfaldleiki er ef til vill öðru frem-
ur styrkur þeirrar heildar, sem
innsetningin myndar. Sólrún hef-
ur hér hitt á viðkunnanlegan tón,
og ljóst að hér hefur birst lista-
kona sem gaman verður að fylgj-
ast með í fram’tíðinni.
Sýning Sólrúnar Guðbjörns-
dóttur í Gallerí einn einn við
Skólavörðustíg stendur til
fimmtudagsins 25. nóvember, og
ættu sem flestir að nota tækifær-
ið til að taka þátt í þessu ein-
falda en um leið margræða verki.
Bósasaga á frönsku
KOMIN ER ÚT í Frakklandi Bósasaga í franskri þýðingu dr. Jeans
Renauds við norrænu deildina í Háskólanum í Caen og með mynd-
skreytingu eftir Serge Mogere. Bósasaga og Herrauðs er íslensk
miðaldasaga, skrifuð um 1350. Vegur hennar er greinilega enn mik-
ill, því nú er verið að lesa söguna í framhaldi í Ríkisútvarpinu með
umræðum eftir hvern lestur. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sag-
an kemur út í franskri þýðingu og hafa verið prentuð 450 númeruð
eintök með erótískum teikningum, eins og segir á titilblaði. Bókakáp-
an er litprentuð. Útgefandi er Assor BD, Edition du Bec.
Bókmenntir
Skafti Þ. Halldórsson
Sigurður Pálsson: Ljóðlínudans.
Ljóð. Forlagið 1993.
Góður skáldskapur hrífur og
hann leitar á hugann aftur og aft-
ur. Það er langt síðan ég las fýrstu
ljóðabók Sigurðar Pálssonar og enn
sækja sum kvæðin í henni á mig.
Seinna gaf hann út fimm bækur
sem ekki ýttu á sama hátt við mér.
En í nýjustu bók hans, Ljóðlínu-
dansi, er margt sem hrífur.
Bókin skiptist í sjö kafla sem
ýmist eru samfelldir ljóðabálkar eða
stök ljóð og í einum kaflanum eru
ljóð í lausu máli.
Mikilvægustu einkenni Sigurðar
sem skálds er stöðug og markviss
glíma hans við orð og mál. Það er
samfella í verkum hans og í fljótu
bragði virðast þau um margt keim-
lík. Þó hafa þáu breyst, ekki síst
þroskað ljóðmálið sem ekki er hróp-
að en er stundum eins og hvísl úr
hljóðlátri undirmeðvitund og þegar
best lætur svo einfalt og tært að
það er hvetju barni skiljanlegt. En
þessi rödd túlkar ekki einungis innri
veröld heldur einnig viðleitni til að
raða sundraðri heimsmynd saman,
finna henni jafnvægi.
Það er alla jafnan nokkur leikur
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Steinar Sigurjónsson: Brotabrot.
Forlagið 1993.
Brotabrot er síðasta bókin sem
Steinari Sigurjónssyni entist aldur
til að ganga frá. Þetta er eins kon-
ar sýnisbók verka Steinars með
ýmsum helstu kostum hans, en líka
göllum þótt ekki séu þeir áber-
andi. Viðhorf til Steinars eru reynd-
ar þannig að annaðhvort meðtaka
menn hann eða ekki.
Steinar Siguijónsson var sagna-
skáld og prósaljóðaskáld, en orti
líka venjuleg ljóð, stundum með
góðum árangri. Það eru dæmi um
prósaljóðagerð Steinars í Brota-
brotum, en sagnaskáldið ræður
ferðinni.
í fyrstu sögunum eru það her-
námsárin og afleiðingar hersetu
sem Steinar kryfur. Samskipti her-
manna og íslenskra kvenna hafa
orðið fleiri höfundum efni í sögur.
Steinar verður ekki sakaður um
neinn tepruskap þegar hann lýsir
Sigurður Pálsson
í ijóðum Sigurðar, leikur að orðum
og orðasmíðar. En sá leikur er í
senn kátur og alvarlegur því að
skáldið hefur þann háttinn á að
raða heimsmynd sinni í kring um
samsett og margræð lykilorð sem
oft og tíðum tengjast eins og stef
myndbyggingu margra ljóðanna.
Heiti bókarinnar, Ljóðlínudans,
er slíkt orð. Það túlkar þá jafnvæg-
islist að ganga á línu lífsins í óviss-
um heimi. Dansinn er einngi hreyf-
ingin, sífelld leit heimsins að jafn-
vægi. Og ekki síst er dans ljóðlín-
hugrenningum og gerðum þess
fólks sem opinberast lesendum í
sögunum. Þær eru gjarnan sagðar
af dreng sem er áhorfandi og í
senn óframfærinn og ófríður, en
að bytja að uppgötva kynlífið.
Þessi drengur á heima í piássi
og þó hann sé kannski ekki ólíkur
hinum drengjunum er hann utan-
gátta engu að síður. Kannski er
hann upprennandi skáld?
í helgarlokin segir frá tveimur
timbruðum strákum sem drekka
kók og eru ekki glaðir og ekki fal-
legir. Þeir ætla ekki á ballið í Sam-
komuhúsinu, vita að það yrði til
lítils. Stelpurnar líta ekki við þeim.
Höfundurinn skilur þá eftir við
bollaleggingar um hvort fara eigi
á ballið eða ekki:
„Bráðum hljóta þeir að gánga
heim og fara upp í rúm og leggj-
ast fyrir og anda í myrkrinu og
finna ekki fyrir örmum neinnar
stelpu, og hugsa um kvort þeir séu
elskaðir. Ef til vill hugsa þeir að
lífið verði ekki alltaf svona.“
Ástarþrá og vonbrigði móta skrif
Steinars og ekki síst viðhorf hans
unnar tákn mannlegs hlýleika and-
spænis vélrænum heimi kaldrana-
legrar rökhyggju, heimi firringar
og tómleika; ljóðlínudaris manns-
andans yfir hyldýpi sögunnar:
Með list dansins gleymum við
„sundlandi skelfingunni
Með línudansinum ögrum við
ógnardjúpinu
Bók Sigurðar er mjög sterk sem
heild og fáir veikir blettir á henni.
Mörg ljóðanna hrifu mig, stundum
myndmálið, stundum ljóðræn hrynj-
andin og stundum orðsmíðin. Eins
og merkingarþrungið orðið sem
Sigurður laumar inn í lýsingu á
nóttinni „sem skríður/ Eins og kola-
reykur inn í höfuð fólksins/ Fullt
af húsbréfaklemrnum". En bestur
þótti mér síðasti bálkur bókarinnar,
Nýársljóð. Myndmálið í því er í
sjálfu sér ekki flóknara en svo að
áramót tengjast með tveim alm-
anökum, flugeldum og kampavíns-
töppum og sumt í kvæðinu kann
að minna á brechtíska lofgjörð um
efann. En í heild er bálkurinn sterk-
ur í tærleika sínum og fullur með
kraft og framtíðarsýn sem mér
finnst einhvem veginn vera þörf á
nú:
Dönsum meðan tvö almanök mætast
Því dansinn er hreyfing og sífelld leit
Að nýju jafnvægi
Meðan öllu er að ljúka
Meðan allt er að bytja
Steinar Sigurjónsson
til ástarinnar og kvenna sérstak-
lega.
Hryssingslegt mannlíf plássins
kemst vel til skila hjá Steinari í
Brotabrotum, enda hafa fáir höf-
undar lýst því betur. Allt er bara
allt er ein þessara sagna og þrátt
fyrir nöturleik og tilgangsleysi þess
heims sem þar er dreginn upp á
hann sér líka einhvetja fegurð.
Steinar er sér vitandi um þetta og
vill segja lesandanum það:
„Ef til vill er ekkert skrítið við
lífið þótt í sumum húsum sé hland-
lykt og mikið af flugum í fýlunni.
Ef til vill er græna vélin ekkert
skrítin þegar allt kemur til alls
heldur falleg eins og silki eða túngl.
Því meira að segja þorskar eru elsk-
aðir af öðrum þorskum og meira
að segja jötunuxar eru elskaðir!"
Siglingar, ferðalög, langdvalir
erlendis eru jafnan á dagskrá hjá
Steinari. Dæmi um þetta í Brota-
brotum er Blárinn þar sem dregin
er upp skemmtileg mynd frá írskri
krá. Samtöl Steinars eru oft ein-
kennileg og standa stundum eins
og ein sér í textanum, en þau eru
oftast eftirtektarverð. Hversdags-
legt talið Ieiðir í ljós það sem að
baki býr. Hið smálega er alls ekki
svo smátt.
Til jökla er örstutt prósaljóð og
verður ekki skýrt nema með upp-
runa skáldsins sjálfs í huga:
„Skáldskapur verður ekki nema til
jökla. Þar og aðeins þar getur hann
orðið.“ Lokin eru afar skáldleg og
fær lesanda til að harma að Stein-
ar skyldi ekki leggja enn meiri
rækt við prósaljóð: „Þarna kvílir
maður — fætur manns við brimi
sorfin Svörtuloft en höfuðið á Jökli
— og andar yftr Breiðafjörð.“
Myndin gerir Ijóðið annað og meira
en átthagaskáldskap.
Þýðandinn Dr. Jean Renau fylgir
frönsku útgáfunni úr hlaði með for-
mála. Hann er kennari við norrænu
deildina við háskólann í Caen. Dokt-
orsritgerð hans frá 1986 ijallaði um
skosku eyjarnar í norrænum bók-
menntum. Hann hefur sérhæft sig
í víkingatímanum og er höfundur
tveggja undirstöðuverka á frönsku
um þann tíma: Víkingarnir og
Normandí og Víkingarnir og Kelt-
ar. Hann hefur þýtt tvær íslend-
ingasögur á frönsku, Færeyjasögu
og Sögu Orkneyja. Serge Mogere
hefur hlotið viðurkenningar fyrir
myndasögur sínar og skreytingar,
nú 1993 silfurverðlaun í Academie
Internationale de Lutece, segir á
bókarkápu. Og ennfremur að stíll
hans sé auðþekktur, konurnar séu
hnellnar, fallegar og lostafullar.
Opna
Laxnesmótið
í snooker
27. og 28. nóvember kl. 10.00.
Þátttakendur: Öðlingar 35 ára og eldri.
Spilað er í riðlum. Stórglæsileg verðlaun:
Bikararog peningaverðlaun.
Mótsgjald er 1.500 kr.
70% af mótsgjaldi fer í verðlaun.
1. sæti 50% af vinningsupphæð.
2. sæti 25% af vinningsupphæð.
3. sæti 15% af vinningsupphæð.
Hæsta skor 10% af vinningsupphæð.
Hestaleigan Ingólfs
Laxnesi billiard
\____________________________________y
Er eitthvað
skrýtið við lífið?