Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
17
Neyðarkall frá Sarajevo
eftir Björn Bjarnason
í aðeins nokkurra klukkustunda
flugleið frá íslandi bíða milljónir
Evrópubúa örlaga sinna milli vonar
og ótta. Ástandinu í Sarajevo,
Ólympíuborginni í Bosníu-Herzeg-
óvínu, hefur verið lýst á þann veg,
að þar hafí verið komið á fót stærstu
og fjölmennustu útrýmingarbúðum í
mannkynssögunni. Allir íbúamir
300.000, mest konur, börn og gam-
almenni, hafi verið dæmdir til dauða,
enginn þeirra viti hins vegar ekki
hvenær eða hvemig dóminum verðf
fullnægt. Sumir kunni að falla fyrir
skoti úr byssu leyniskyttu. Hungur
eða vosbúð leiði aðra til dauða.
Fyrir fáeinum vikum kom sendi-
nefnd frá þingi Bosníu-Herzegóvínu
til fundar við fulltrúa á Evrópuráðs-
þinginu í Strassborg. Miro Lazovic,
þingforseti í Sarajevo, veitti sendi-
nefndinni forystu. Lengi hafði verið
reynt að koma á þessum fundi. Það
var ekki fyrr en Bandaríkjaher sendi
flugvél frá Frankfurt eftir bosnísku
þingmönnunum að þeir komust úr
landi. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
skrifstofu Evrópuráðsþingsins og
fögur fyrirheit fulltrúa evrópskra
foringja í friðargæsluliði Sameinuðu
þjóðanna í Júgóslavíu fyrrverandi,
reyndist Evrópuríkjunum ófært að
flytja þingmennina frá Sarajevo til
Strassborgar. Engin skýring fékkst
á þessu aðgerðarleysi evrópsku friða-
ræslusveitanna. Það er þó tákrænt
fyrir þann boðskap, sem bosnísku
þingmennimir höfðu að flytja, að
þeir væm í raun fangar í eigin landi
og biðu þess eins að deyja.
Slæm samviska
Bosnísku þingmennirnir sögðu, að
evrópskir ráðamenn vildu ekki gefa
þeim tækifæri til að láta í sér heyra
í Strassborg eða annars staðar.
Atburðirnir í Bosníu-Herzegóvínu
væru til marks um samviskuleysi
Evrópuþjóða. Hverjum í Evrópu
þætti eftirsóknarvert, að vakin væri
athygli á hinu evrópska misk-
unnarleysi, sem þremur milljónum
Bosníumanna hefði verið sýnt? Sumir
þingmannanna höfðu ekki komist frá
Sarajevo í þá 18-20 mánuði, sem þar
hefur rikt stríðsástand. Þeir báru
þess merki að hafa búið við þröngan
kost og mikið andlegt álag.
í máli sínu höfðuðu þingmennirnir
til samvisku okkar og báðu um hjálp.
Þeir höfðu frá litlu öðru að segja en
dauða og hörmungum. 250.000
árangur ætti að nást við samninga-
borðið. Landamærahelgi Bosníu-
Herzegóvínu væri hin sama og ann-
arra ríkja.
Evrópuþjóðirnar ættu að átta sig
á nauðsyn þess að setja „nýfasist-
unum“ skorður í Júgóslavíu fyrrver-
andi og brjóta þá á bak aftur þar,
því að annars væri hætta á því að
fasisminn færi aftur að breiðast út
um álfuna. Átökin hefðu leyst úr
læðingi óhugnanlega grimmd, þar
sem löglausir menn myrtu jafnt kon-
ur sem börn. Enginn væri óhultur
um líf sitt á götum Sarajevo og.leyni-
skytturnar virtust sumar hafa ein-
hverja sjúklega nautn af því að skjóta
fæturna undan bömum og gamal-
mennum!
„Átökin hefðu leyst úr
læðingi óhugnanlega
grimmd, þar sem lög-
lausir menn myrtu jafnt
konur sem börn. Eng-
inn væri óhultur um líf
sitt á götum Sarajevo
og leyniskytturnar virt-
ust sumar hafa ein-
hverja sjúklega nautn
af því að skjóta fæturna
undan börnum og gam-
almennum!“
Við þessar aðstæður skildi fólkið
ekki, hvers vegna Evrópuþjóðir gætu
deilt endalaust innbyrðis um úrræði
eða við Bandaríkjamenn. Hvers
vegna má ekki létta af okkur vopna-
sölubanni, svo að við getum að
minnsta kosti varið okkur sjálfir, ef
þið viljið ekki leggja okkur lið? Hvers
vegna má ekki beita flugvélum á
vegum NATO okkur til hjálpar? Þeg-
ar þær fljúga í lágflugi yfir Sarajevo
bregst ekki, að töluvert hlé verður á
stórskotaárásum á borgina.
Á vanda fólksins í Bosníu-Herz-
egóvínu er engin önnur lausn en
pólitísk, sögðu þingmennirnir frá
Sarajevo. Ef ekki verður gripið til
hennar, dregur að því að Bosnía-
Herzegóvína verði þurrkuð út af
landakortinu, en sagan mun geyma
nöfn hinna seku: Serbíu, Króatíu og
allra hinna sem þögðu.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Björn Bjarnason
manns hafa fallið í Bosníu-Herzegó-
vínu þar af 13.000 í Sarajevo. Hun-
grið sverfur að fólki, sem er háð
matargjöfum frá hjálparliði Samein-
uðu þjóðanna. Á einum mánuði fær
fjögurra manna fjölskylda tvö kíló
af hrísgijónum, tvö kíló af kartöflum,
einn lítra af matarolíu og eina og
hálfa dós af fiski eða kjöti. Þetta er
niðurlægjandi fyrir okkur, sögðu
þingmennirnir, en dugar kannski til
þess að við getum dregið fram lífið
og það tekst ekki að bijóta okkur á
bak aftur með þessum hætti.
Nú hefur vetur gengið í garð í
Sarajevo. Frostið getur farið niður í
20 gráður. íbúunum eru allar bjargir
bannaðar. Rafmagn og olía er fjar-
lægur munaður. Með öllu er óvíst
hvað margar bílalestir með matvæli
komast til borgarinnar eða annarra
hluta Bosníu-Herzegóvínu.
Pólitísk lausn
I sendinefndinni frá bosníska þing-
inu voru fulltrúar múslima, Serba
og Króata. Þeir sögu að þessir þrír
hópar gætu lifað saman í friði í
Sarajevo og annars staðar í Bosníu-
Herzegóvínu. Þeir sættu sig á hinn
bóginn ekki við að „ný-fasistarnir“
í Serbíu og Króatíu legðu undir sig
land sitt, aldrei myndu þeir fallast á
tillögur Owens lávarðar og Thorvalds
Stoltenbergs, sáttasemjara Samein-
uðu þjóðanna, um skiptingu Bosníu-
Herzegóvínu í þrennt. Það yrði að
skipta um sáttasemjara, ef einhver
SPARNAÐUR
FYRIR HUNDRUÐ ÞÚSUNDA
Einstaklingar og fyrirtæki hafa nú
einstakt tækifæri tii að gera góð kaup í
verslun Nýherja í Skaftahlíð 24.
fjölbreytt vöruúrval Nýherji hefur aö bjóöa og
hins vegar viðleitni fyrirtækisins til að bjóða
viðskiptavinum sínum vandaðar vörur á góðu
Laugardaginn 20. nóvember sl. birtust
verði. Þetta hefur tekist með hagkvæmum
Ráðstefna um ofbeldi
Tilboðstíðindi Nýherja hér á síðum magninnkaupum og samningum við birgja um
Morgunblaðsins. í Tilboðstíðindum er að finna sérstök kynningarverð.
FORELDRASAMTÖKIN, Heimdallur, F.U.S. og Æskulýðssamband
kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum boða til ráðstefnu um ofbeldi
i íslensku þjóðfélagi. Ráðstefnan verður haldin kl. 13.30 til 15.30 í
safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14 (Iðnóhúsinu, gengið inn
á horni Vonarstrætis og Lækjargötu) laugardaginn 27. nóvember.
A ráðstefnunni verður m.a. fjallað
um þá aukningu sem hefur orðið á
alvarlegum ofbeldisverkum að und-
anförnu og þá sérstaklega meðal
ungs fólks. Rætt verður um leiðir til
úrbóta og hlut einstakra hópa eða
stofnana í því skyni. Sérstaklega
verður rætt um ábyrgð og hlutverk
foreldra, lögreglu, borgaryfirvalda
og félagsmálastofnana. Þá verður
einnig greint frá umfangi og þróun
þeirra ofbeldisverka sem Slysadeild
Borgarspítalans í Reykjavík hefur
fengið til meðferðar á síðustu árum.
Þess má geta að í hléi verða höfð
til sýnis vopn sem Reykjavíkurlög-
reglan hefur gert upptæk að undan-
förnu.
Framsögumenn verða: Eiríkur
Ingólfsson, formaður Foreldrasam-
takanna, Gunnar Jóhann Birgisson,
héraðsdómslögmaður, Ómar Smári
Ármannsson, aðstoðaryfírlögreglu-
þjónn og yfirmaður forvarnardeild
lögreglunnar og Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir, formaður stjórnar Æsku-
lýðssambands kirkjunnar í Reykja-
víkurprófastsdæmum og formaður
Félags guðfræðinema í Háskóla ís-
lands. Á eftir framsöguerindum
verða pallborðsumræður og fyrir-
spurnir. í pallborðinu taka þátt auk
framsögumanna: Ólöf Helga Þór,
starfsmaður Rauðakrosshússins og
Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir og
forstöðumaður slysa- og bæklunar-
lækningadeildar Borgarspítalans.
Wicanders Kork^O'Plast
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝNISHORN OG BÆKLING.
JKork'O'Plast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum.
JKork-O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því..
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640
fjölmörg tilboö á vörum með miklum afslætti. Tilboðstíðindi eru fyrirliggjandi í verslun
Þessi tilboð sýna annars vegar hversu okkar í Skaftahlíð 24.
Auk þessara dæma sem eru tekin hér mó finna yfir sextíu önnur frábær tilboð í Tilboðstíðindum
Nýherja. Músamottur, disklingar, prentarar, tölvur, faxtæki og fleira og fleira.
Hvers vegna ekki að líta við í verslun Nýherja
og skoða hvað er í boði? Verslun okkar í
Skaftahlíð 24 verður opin alla laugardaga
fram að jólum frá kl. 10:00 - 16:00.
.IJfGsd mu«89{j iJisJcósJeunniv uio nsbnumc
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO
Alltaf skrefi ú undan