Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Akærðir fyrir umboðssvik og tilraun til fjársvika RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur kaupmanni fyrir umboðssvik og misnotkun skjals, öðrum manni fyrir hlut- deild í umboðssvikum hans og til- raun til fjársvika og hæstarétt- arlögmanni fyrir hlutdeild í brot- um beggja. Samkvæmt ákærunni hefur kaup- maðurinn greitt upp skuldabréf sem útgefið er af iðnfyrirtæki og síðan selt meðákærða það. Iðnfyrirtækið hafði heimilað kaupmanninum að nýta lánsrétt sinn hjá Verslunariána- sjóði í þeim tilgangi að ráðstafa ætti lánsfjárhæðinni til greiðslu skuldar hans við það. Er honum gefið að sök að misnota aðstöðu sína sem hand- hafí hins greidda skuldabréfs sjálfum sér til ávinnings og iðnfyrirtækinu til tjóns. Hann á að hafa selt og afsal- að skuldabréfinum, sem upphafiega var að fjárhæð 5 milljónir en rúrn- lega 11 milljönir við greiðslu, til meðákærða fyrir milligöngu hæsta- réttarlögmannsins fyrir 2 milljónir en jafnframt að hafa leyst fasteign sína úr veðböndum en hún hafði stað- ið sem veð fyrir skuldabréfinu. Manninum sem keypti skuldabréf- ið er gefið að sök að hafa með þess- um viðskiptum veitt liðsinni sitt til þess að valda iðnfyrirtækinu fjár- tjóni. Jafnframt að hann hafi gerst sekur um tilraun til fjársvika með því að krefja og síðan höfða dóms- mál á hendur fyrirtækinu til inn- heimtu rúmlega 11 milljóna, auk dráttarvaxta og kostnaðar, sem hann vissi eða hefði mátt vita að kaupmað- urinn ætti enga kröfu á. Hlutdeild hæstaréttarlögmanns Hæstaréttarlögmanninum er gefið að sök að hafa í opinberu sýslunar- starfí sínu haft milligöngu um þessi viðskipti, þrátt fyrir að hann þá vissi eða mætti vita, að kaupmaðurinn ætti ekki kröfu á hendur iðnfyrirtæk- inu á grundvelli skuldabréfsins. Einnig að hann hafí tekið að sér að reyna að innheimta hjá iðnfyrirtæk- inu á grundvelli skuldabréfsins rúm- ar 11 milljónir, auk dráttarvaxta og kostnaðar, (nú nær 20 milljónum) og að hafa fylgt þeirri innheimtu eftir með málshöfðun eftir að hafa fengið upplýsingar um að kaupmað- urinn en ekki iðnfyrirtækið væri sjálfur hinn raunverulegi skuldari frá upphafí, og þannig í Iögmannsstarfí sínu veitt meðákærðu, hvorum á sinn hátt, liðsinni sitt til að auðgast á kostnað iðnfyrirtækisins. ------» » ♦----- ■ SRI CHINMOY setrið heldur námskeið í yoga og hugleiðslu. A námskeiðinu verða kenndar margs- konar slökunar- og einbeitingaræf- ingar. Námskeiðið verður haldið í Sri Chinmoy setrinu, Hverfisgötu 76, það er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byrjar fyrsti hlutinn í kvöld, föstudag kl. 20. AF INNLENDUM VETTVANGI KRISTINN BRIEM Spákaupmennska knúði fram yfirlýsingu um innköllunarrétt Milljarða kaup Seðlabankans á spariskírteinum var undanfari yfirlýsing- ar Lánasýslu ríkisins um að innköllunarréttur yrði hugsanlega nýttur SVO virðist sem mikil spákaupmennska með spariskírteini með innköllunarrétti hafi valdið því að Lánasýsla rikisins sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag um hugsanlega innlausn skírtein- anna á næstu tveimur árum. Eftir vaxtalækkanirnar um síðustu mánaðamót sáu fjárfestar sér leik á borði til að innleysa gengis- hagnað. Jafnframt virðist orðrómur um að fjármálaráðuneytið ætlaði að nýta innköllunarréttinn hafi ýtt við markaðnum. Fjár- festar hófu því skömmu eftir síðustu mánaðamót að selja spari- skírteini í þessum flokkum í gríð og erg á Verðbréfaþingi. Keypti Seðlabankinn spariskirteini í síðustu viku fyrir rúman milljarð og hafði keypt töluvert fyrir þann tima. Vegna þessa þrýstings sendi Seðlabankinn bréf til fjármálaráðuneytisins um síðustu helgi þar sem farið var fram á að ráðuneytið tæki af öll tvímæli um innköllunarrétt bréfanna. Á þessu máli er síðan önnur hlið því ríkið gæti sparað sér allt að 500-600 milljónir á ári í vaxta- greiðslur með því að innleysa flokkana. Spurningin er hins vegar sú hvort markaðsaðstæður leyfi þessar innlausnir. Fjármálaráðuneytið ákvað að setja inn í spariskírteini ákvæði um innköllunarrétt á árunum 1984-1987 en á þeim tíma var ís- lenskt efnahagslíf að renna inn í hávaxtaskeið. Innköllunarréttur á skuldabréfum er algengur erlendis og fleiri aðilar en ríkissjóður hafa gefíð út bréf með slíkum ákvæðum hér á landi. Þannig hafa bæði Fisk- veiðasjóður og Lýsing hf. gefíð út bréf með innköllunarrétti á þessu ári. Sömuleiðis hefur ríkissjóður gefíð út skuldabréf með innköllun- arrétti erlendis og hefur nýtt sér þann möguleika að greiða upp lán fyrr en á lokagjalddaga. Ákvæðin um innköllunarrétt umræddra spariskírteina hafa lengi valdið töluverðum heilabrot- um á verðbréfamarkaði bæði hjá verðbréfamiðlurum og upplýstum fjárfestum. Hefur athyglin sér- staklega beinst að stærsta flokkn- um, 861/A6, en hann er með fyrsta innlausnardag 10. janúar 1992. Þessi flokkur ber mjög háa vexti eða 9% og er nú að markaðsverð- mæti um 8,8 milljarðar. Fram á mitt sumar 1989 miðaðist verð skírteinanna við þennan fyrsta mögulega innlausnardag. Á þeim tíma hófst ákveðin spákaup- mennska með skírteinin á verð- bréfamarkaði þar sem augljóst var að ef ríkissjóður myndi ekki inn- leysa þau fyrsta innlausnardag fengju eigendur þeirra góðan gengishagnað. Jókst eftirspurn eftir slíkum spariskírteinum til muna. Seðlabankinn brá þá á það ráð að breyta viðmiðun um inn- lausnardag við verðlagningu skír- teinanna og miða við árið 1994. Viðmiðuninni var síðan enn breytt þegar kom að fyrsta innlausnar- degi árið 1992 og hann færður fram til ársins 2000. Spákaupmennska kringum nýlegar vaxtalækkanir Þegar vextir tóku á lækka á markaðnum í síðasta mánuði áður en hin eiginlega umtalsverða vaxtalækkun varð skapaðist enn nokkur spákaupmennska í kring- um þessa flokka. Fjárfestar sáu sér leik á borði og hófu að kaupa skírteini til eins langs tíma og mögulegt var enda skilar vaxta- lækkun meiri gengishagnaði eftir því sem skuldabréf eru til lengri tínia. Urðu mikil viðskipti með spariskírteini í 86/1A6 o.fl flokk- um spariskírteina á þessum tíma og seldi Seðlabankinn mikið af skírteinum. Eftir að vextir höfðu lækkað umtalsvert um mánaðamótin snér- ist dæmið við. Hafði t.d. myndast 25% yfírgengi á 86/lA6-flokknum og skapaði það óhjákvæmilega freistingar á markaðnum að inn- leysa gengishagnaðinn strax. Fjár- festar hófu að selja spariskírteini á ný og hefur Seðlabankinn þurft að kaupa skírteini fyrir 2,6 millj- arða í mánuðinum en þar af nema kaup á skírteinum í flokknum 86/1A6 1,7 milljörðum. Raunar mun þetta hafa gengið svo langt að verðbréfafyrirtæki höfðu mark- visst samband við lífeyrissjóði til að leita að spariskírteinum í þess- um flokkum. Fyrir langtímafjár- festa þótti það blasa við að skyn- samlegast væri að selja þessi skír- teini með 5,25% ávöxtunarkröfu og innleysa gengishagnaðinn en veija andvirðinu til kaupa á hús- bréfum með 5,6% ávöxtun. Jafn- framt gátu fjárfestar losað sig undan áhættunni vegna ákvæð- anna um innlausnarrétt. „Straumurinn var stöðugt að þyngjast" Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, benti á að þeir flokkar spariskírteina sem væru með ákvæðum um innköllunarrétt bæru mjög háa vexti miðað við það sem tíðkaðist í dag eða allt að 9%. Sá flokkur væri reyndar lang- stærstur eða 8,8 milljarðar á upp- reiknuðu verðgildi. „Það virðist hafa farið af stað orðrómur um að fjármálaráðherra myndi inn- leysa þessa flokka sem gerði það að verkum að sumir eigendur bréf- anna hófu að losa sig við þau eins hratt og þeir gátu. Seðlabankinn hefur verið mjög virkur á þessum markaði m.a. til að stuðla að því að vaxtalækkunin haldist og hefur því keypt þau spariskírteini sem boðin hafa verið til sölu á Verð- bréfaþingi. Þetta hefur orðið til þess að við höfum keypt mjög mikið af þessum flokkum á síðustu vikum. Vegna þess að straumurinn var stöðugt að þyngjast og orðróm- urinn að vaxa þá vildum við vekja athygli fjármálaráðherra á þessu og gerðum það um síðustu helgi. Bentum við á að það yrði að taka af skarið á annan hvorn veginn um þetta. Það yrði að gefa út yfir- lýsingu um að stefnt væri að því að innleysa þessa flokka eða að þeir yrðu ekki innleystir. Við skilj- um mætavel aðstöðu fjármálaráð- herra um að hann treysti sér ekki til gefa út yfirlýsingu um að hann ætli að greiða allt að 9% vexti fram til ársins 2000 meðan hann getur fengið 5% vexti. Ég held að okkar mat hafi verið rétt að um væri að ræða spákaupmennsku en ekki að vaxtahækkun væri í aðsigi því við- skiptin með þessa flokka og önnur spariskírteini hafa færst í eðlilegt horf. Þessi spákaupmennska hefði getað haft þau áhrif að hækka vaxtastigið," sagði Birgir. Hann sagði að Seðlabankinn hefði keypt spariskírteini fyrir rúman milljarð dagana 16-24. nóv- ember en fyrir þann tíma hefði einnig verið keypt töluvert af skír- teinum í þessum áhættuflokkum. Eftir tilkynningu Lánasýslunnar á miðvikudag um að stefnt sé að því að segja upp þessum flokkum á skipulegan hátt á næstu tveimur árum breytti Seðlabankinn viðmið- un sinni um innlausnartíma. Miðar bankinn að þessu sinni við mitt ár 1995 í stað ársins 2000 sem hafði þau áhrif að verð bréfanna lækkaði um allt að 15%. Verði skírteinunum sagt upp er því ljóst að bankinn situr uppi með töluvert tap vegna kaupanna að undan- förnu. Hann á rúma tvo milljarða af 86/lA6-flokknum. Ríkið þarf að keppa við erlenda fjármálamarkaði Á næstu tveimur árum eru á lokagjalddaga 12-13 milljarðar í spariskírteinum. Þeir flokkar sem ráðgert er að segja upp á þessum tíma til viðbótar eru að fjárhæð 17 milljarðar eða djúgur hluti af þeim 60 milljörðum sem eru úti- standandi f spariskírteinum. Þann- ig gætu heildarinnlausnir spari- skírteina numið 30 milljörðum á tveimur árum. Sú spurning vaknar hvort markaðurinn þoli þessar gríðarlegu innlausnir. í þessu sambandi þarf að hafa í huga að ótakmarkaðar heimildir til fjárfestinga í erlendum verð- bréfum verða veittar um næstu áramót. Fjárfestar hljóta að leita eftir hagkvæmustu ávöxtun hveiju sinni auk þess sem þeir hafa til- hneigingu til að leita á vit nýrra ævintýra t.d. erlendis. Verðbréfa- fyrirtækin hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í að afla sambanda á erlendum fjármálamörkuðum und- anfarin ár og láta ekkert tækifæri ónotað til að upplýsa stofnanafjár- festa eins og t.d. lífeyrissjóði um þá möguleika ,sem þar eru í boði. Ríkið mun því standa frammi fyrir aukinni samkeppni frá erlendum fjármálamörkuðum á næstu árum. Hin hliðin á málinu er síðan mikill vaxtakostnaður ríkisins. Fjármálaráðherra hlýtur á hveijum tíma að nýta alla möguleika til að fá sem hagkvæmust vaxtakjör fyr- ir ríkissjóð. Menningarsjóður veitir samtals 13,3 milljónir í styrki vegna útgáfu bóka 31 bókmenntaverk fær styrk Fyrsta úthlutun úr Menningarsjóði hefur farið fram. Auglýst var eftir umsóknum og bárust sjóðnum samtals 105 umsóknir. Stjórn Menn- ingarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 31 styrk samtals að upphæð kr. 13.350.000 til eftirtaliima verkefna: Helgi Haraldsson fékk 2.000.000 kr. tii útgáfu Rússnesk-íslenskrar orðabókar. Bókaútgáfan Iðunn fékk 1.000.000 kr. til útgáfu Íslensk-ítal- skrar orðabókar. Kvenréttindafélag íslands fékk 1.000.000 kr. til úgáfu Veraldar sem ég vil, Sögu Kvenrétt- indafélags íslands 1907-1992. Þjóð- minjasafn íslands og Þjóðsaga hf. fngu 1.000.000 kr. til útgáfu ís- lenskrar þjóðmenningar, 7. bindi. Almenna bókafélagið fékk 500.000 kr. til útgáfu Úr forðabúri forsetans — úrvali úr ritgerðum Jóns Sigurðs- sonar.-Blaðamannafélág Islands fékk 500.000 kr. til útgáfu Sögu fjölmiðl- unar á íslandi. Leikfélag Reykjavíkur fékk 500.000 kr. til útgáfu 100 ára afmælisrits Leikfélags Reykjavíkur. Mál og menning fékk 500.000 kr. til útgáfu íslenskrar orðtengslabókar eftir Jón Hilmar Jónsson. Matthías Bjamason fékk 500.000 kr. til út- gáfu á bókinni ísland fijálst og full- valda ríki. Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan fékk 500.000 kr. til útgáfu 100 ára afmælisrits Öldunnar. Vaka-Helgafell hf. fékk 500.000 kr. til útgáfu Íslandsísa eft- ir Ara Trausta Guðmundsson. Öra og Örlygur, bókaklúbbur hf. fékk 500.000 kr. til útgáfu Stóru alfræði- orðabókarinnar fyrir börn og ungl- inga. Örn og Örlygur, bókaklúbbur hf. fékk 500.000 kr. til útgáfu Ís- lenskra orðatiltækja eftir Jón G. Frið- jónsson. Mál og menning fékk 350.000 kr. til útgáfu íslenskrar bókmenntasöga II. Bolli Gústavsson fékk 300.000 kr. til útgáfu Ljóð- mæia Björns Halldórssonar. Orm- stunga hf. fékk 300.000 kr. til út- gáfu Landfræðisögu íslands eftir Þorvald Thoroddsen, endurútgáfa. Vaka-Helgafell hf. fékk 300.000 til útgáfu Islandssögu A-Ö eftir Einar Laxness. Vaka-Helgafell hf. fékk 300.000 til útgáfu Lífsmynda forseta — æviferils Jóns Sigurðssonar. Val- borg Sigurðardóttir fékk 300.000 til útgáfu Söga Fósturskóla íslands. Almenna bókafélagið fékk 250.000 til útgáfu íslenskra tilvitnana. Bók- menntafræðistofnun Háskóla íslands fékk 250.000 kr. til útgáfu Túlkunar Heiðarvígasögu eftir Bjama Guðna- son. Mál og menning fékk 250.000 kr. til útgáfu Sögu daganna eftir Árna Bjömsson. Ættfræðifélagið fékk 250.000 kr. til útgáfu Manntals 1910. Bókmenntafélagið Hring- skuggar fékk 200.000 kr. til útgáfu bókarinnar Um Jónas eftir Matthías Johannessen. Gylfi Gröndal fékk kr. 200.000 til útgáfu Ævisögu Sveins Björnsson. Raunvísindastofnun Há- skólans fékk 150.000 kr. til útgáfu Minningarrits um Leif Ásgeii-sson. Almenna bókafélagið fékk 100.000 kr. til útgáfu Ritsafns Sigurðar Nor- dals — 3. hluta. Bandalag íslenskra skáta fékk 100.000 kr. til útgáfu Skátahandbókarinnar. Hið íslenska þjóðvinafélag fékk 100.000 kr. til útgáfu Andvara 1993. Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands fékk 100.000 kr. til útgáfu Lýð- menntunar, hugleiðinga og tillagna eftir Guðmund Finnbogason, endur- útgáfa. Landssamband Gídeonfélaga á Islandi fékk 50.000 kr. til kaupa á Nýja testamenti og Davíðssálmum og Biblíum. Með samþykkt laganna um nýjan Menningarsjóð féllu úr gildi lög um menningarsjóð og menntamálaráð. f fréttatilkynningu sjóðsins segir að „hlutverk Menningarsjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem verða mega til eflingar íslenskri menningu." Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhannesdóttir sagnfræðingur formaður, Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri og Hlín Danielsdóttir fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.