Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Tónlistarskólinn Tónleikar söngdeildar SÖNGDEILD Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika i Akur- eyrarkirkju í kvöld, föstudags- kvöldið 26. nóvember, kl. 20.30. Á tónleikunum verða eingöngu flutt verk frá barokktímanum, en með tilkomu sembals sem skólinn eignaðist síðastliðið vor opnuðust möguleikar á fjölbreyttari tónlistar- flutningi. Semballinn er nú í fyrsta sinn notaður í tónleikahaldi söng- deildar. Á tónleikunum í kvöld verða fleiri hljóðfæri til styrktar söngvurunum, strengir og blásturshljóðfæri, en hljóðfæraléikararnir eru úr röðum kennara. Flutt verða verk eftir Bach og Handel, m.a. hlutar úr Jólaóratóríunni og Messíasi. -.--------- Rússnesk myndí Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur- eyrar sýnir rússnesku kvikmynd- ina Urga í Borgarbíói kl. 17 á sunnudag. Myndin er með norsk- um texta. Myndin Qallar um Gombo og konu hans sem eru hirðingjar á steppum Mongólíu. Gombo lifir fá- brotnu lífi og hefur aldrei í stórborg komið, en líf hans tekur stakka- skiptum þegar fjarskyldur ættingi frá borginni kemur í heimsókn, veg- ur er lagður að heimkynnum hans og hann kynnist vörubílstjóra sem vinnur við vegalagninguna. Saman halda þeir til borgarinnar og verður ferðalag þeirra samfellt ævintýri. Nikita Mikalkoff, sem leikstýrir myndinni, er einn þekktasti leik- stjóri Rússa á Vesturlöndum. (Fréttatilkynning.) ----»-»■■■♦- I HEIÐAR Jónsson snyrtir verð- ur með konukvöld í Blómahúsinu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld- ið 26. nóvember. Einnig verður þar undirfatasýning frá Amaro. Annað kvöld verður Heiðar aftur á ferðinni í Blómahúsinu og þá með dagskrá sem hann nefnir hjónakvöld. Einnig verður tískusýn- ing á dömu- og herrafatnaði frá Amaro. (Fréttatílkynning.) Yerslunarmiðstöðin Krónan í miðbæ Akureyrar eins árs V erslunareigendur EIGENDUR verslana í Krón- unni í miðbæ Akureyrar fögn- uðu eins árs afmæli verslun- armiðstöðvarinnar í gær. Sex verslanir eru nú starfandi á fyrstu hæð miðstöðvarinnar og sú sjöunda verður opnuð innan tíðar auk þess sem versl- anir verða væntanlega opnað- ar á annarri hæð fyrir jól. Fæ ég líka? í TILEFNI eins árs afmælis Krónunnar var gestum boðið afmæliskaffi sem fjölmargir þáðu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjö verslanir á fyrstu hæð og fleiri bætast við fyrir jól KRÓNAN við Hafnarstræti 97 varð eins árs í gær og af því til- efni var mikið um dýrðir í verslunarmiðstöðinni og gestum boðið í afmæliskaffi. Byggingafélagið Lind, sem að framkvæmdum stóð, er fimm ára um þessar mundir, en ýmis verktakafyrirtæki og einstaklingar á Akureyri eru hluthafar í félaginu. Álls eru sex verslanir á fyrstu hæð og sú sjöunda verður opnuð innan tíðar, en búist er við að fljótlega verði einnig opnaðar verslanir á ann- arri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Húsið er alls sex hæðir. „Það er gott að vera í þessu húsi, ég er mjög ánægð með þessa aðstöðu og finn að fólk hefur gaman af því að koma hingað í verslunarmiðstöðina," sagði Steinunn Guðmundsdóttir sem rekið hefur verslunina Tískuversl- un Steinunnar í Krónunni frá því að verslunarmiðstöðin var opnuð fyrir einu ári. „Ég er bjartsýn á framtíðina hér og að mínu áliti hefur þessi bygging verið miðbæ- jarlífínu lyftistöng, maður verður var við að þegar hópar koma í bæinn til dæmis á fundi eða ráð- stefnur að fólk hefur hér viðkomu og líst vel á.“ Aðrar verslanir í Krónunni eru Kátir krakkar, Centro, Sápubúðin, Isabella og Alladín. Samningur við ríki og bæ Framkvæmdir við byggingu Krónunnar hófust sumarið 1989, en byijað var að byggja af krafti tveimur árum síðar. Annar áfangi byggingarinnar sem er lokafrá- gangur á annarri hæð er langt kominn og er vonast til að ein- hveijar verslanir þar verði opnað- ar fyrir jólin. Viðræður hafa stað- ið yfir í nokkum tíma við ríki og Akureyrarbæ um að aðgengi í Heilsugæslustöðina á Akureyri, sem er í næsta húsi, Amarohús- inu, verði um Krónuna og vonast er til að á næstu dögum verði gengið frá samningi þar um. Verður þá hafist handa um að fullgera húsið með lyftu og teng- ingu yfir í Hafnarstæti 99. Sama lyktin og var í gömlu sápubúðinni Edda Vilhjálmsdóttir, sem á Sápubúðina, segir að samnefnd búð hafi verið rekin á Akureyri í byijun aldarinnar og þar var verslunarstjóri Lára Ólafsdóttir, sú sama og Þórbergur Þórðarson sendi bréf til. „Eldra fólk, sem kemur hingað, nefnir gjarnan að það sé sama lykt hér og var í gömlu sápubúðinni,“ segir Edda. Þó að nafn verslunarinnar sé kennt við sápur er vöruúrvalið víðtækara, þar má finna fjölbreytt úrval gjafavöru, góðgæti af marg- víslegu tagi, sultur, súkkulaði og sinnep svo eitthvað sé nefnt auk þess sem þar eru til sölu bresku vörurnar frá Crabtree & Evelyn. Edda flytur mikið af vörum beint inn, m.a. súkkuiaði í gjafapakkm ingum sem sérstaklega er ætlast til að hafa með kaffi. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar, það er gott að vera í þessu samfélagi hér og staðsetningin er líka afar heppileg," sagði Edda. MESSUR ■AKUREYRARPRESTA- KALL Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður í safnaðarheimilinu á morgun kl. 11. Kirkjubílarnir fara frá Minjasafnskirkju og Kaupangi kl. 10.40 og frá kirkjunni kl. 12. Guðsþjónusta verður 1. sunnudag í aðventu kl. 11. Félagar í kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Einnig syngur barnakór kirkjunnar undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Guðsþjónusta á hjúkrunardeild aldraðra, Seli, kl. 14. og á dvalar- heimilinu Hlíð kl. 16. Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Æsku- lýðsfélagið heldur fund í Kapellunni kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur verður í safnaðarheimilinu á mánu- dagskvöld kl. 20.30. ■GLERÁRKIRKJA Biblíulestur og bænastund kl. 13. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. á morgun. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 17.30 á sunnudag. ■KAÞÓLSKA KIRKJAN við Eyrarlandsveg 6. Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á sunnudag kl. 11. ■HJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 á morg- un. Sunnudagaskóli kl. 13.30, bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Flokksforinginn í Reykjavík, Sven Fosse, talar á samkomum dagsins. Hlutabréfasjóður Norðurlands 50 miiljóna kr. hlutafjárútboð i verði um 19% eða sem svarar til hlutabréfasjóða á verðbréfamark- 6,7% raunávöxtunar á ári, en Hluta- aði. Sjóðurinn á nú um 65 milljónir bréfasjóður Norðurlands skilaði á króna og eru hluthafar tæplega síðasta ári bestu raunávöxtun allra 500. Aukafjárveiting til Félagsmálastofnunar BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að veita þriggja milljóna króna aukafjár- veitingu til Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar vegna fjárhags- aðstoðar á þessu ári. FIMMTÍU milljóna króna hluta- fjárútboð Hlutabréfasjóðs Norð- urlands hófst í vikunni. Sölu- gengi bréfanna er í upphafi 1,19 en breytist á útboðstímanum sem er til 22. maí á næsta ári eftir markaðsverðmæti eigna félags- ins. Hlutabréfasjóður Norðurlands varð tveggja ára í þessum mánuði, en tilgangur með rekstri sjóðsins er að skapa farveg fyrir samvinnu lögaðila og einstaklinga um fjár- festingar í hlutabréfum og skulda- bréfum atvinnufyrirtækja. Fast- eignarstefna félagsins miðað ar því að 40 til 70% áf eignum þess sé að jafnaði bundið í hlutabréfum og 25-60% í skuldabréfum. Besta raunávöxtunin Þau tvö ár sem félagið hefur starfað hafa hlutabréf þess hækkað Á fundi félagsmálaráðs fyrir skömmu kom fram að áætluð upp- hæð til fjárhagsaðstoðar á þessu ári hafi verið rúmar 13 milljónir króna. Staðan var þannig 1. nóvember síð- astliðinn að þegar hafði verið búið að greiða tæpar 11,9 milljónir króna og á umræddum fundi sem haldinn var 10. nóvember kom fram að það sem af væri mánuðinum hafi verið veittar rúmlega 1,1 milljón króna í lán og styrki, þannig að fjárveiting ársins var uppurin. Félagsmálaráð óskaði eftir Jiví við bæjarráð að það veitti þriggja milljón króna aukafjárveitingu til fjárhags- aðstoðar fyrir mánuðina nóvember og desember og var það samþykkti í bæjarráði í liðinni viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.