Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 23

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 23 Sölulisti vikuna 15.-21. növember Islenskt, já takk! Kristján Jóhannsson er sterkur í öðru sæti, en salan líklega meiri. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Todmobile fer beint í þriðja sætið. á loks er kominn jólasvipur á íslenska popplistann - topp XX. Nú er helsta plötuvertíð íslenskrar tónlistar og íslenskar plötur raða sér inn á toppinn. Þannig er meirihluti á topp tíu íslenskar plötur, Bubbi situr sem fastast í efsta sæti, Kristján Jó- hannsson kemur beint inn í ann- að sætið, Todmobile í það þriðja, KK Band í fjórða sæti úr átjánda, Stefán Hilmarsson í sjötta sætið, Nýdönsk, sem kom sterk inn á lista í síðustu viku, sígur niðurá- við, og íslensku strákarnir í The Boys eru á leið út af listanum. íslenskir flytjendur eru því í góð- um meirihluta og verða sjálfsagt fleiri þegar á líður, því enn eiga eftir að skila sér inn á lista plötur með til að mynda Jet Black Joe, Siggu Beinteins, Rabba og Geir- mundi og safnplöturnar Kærleik- ur, Ýkt stöff og Heyrðu 2, sem verða að teljast líklegar til góðrar sölu, sérstaklega Jet Black Joe, en einnig gæti Páll Óskar Hjálm- týsson átt eftir að gera skurk og Bubbleflies stígur rólega upp á við, fer nú úr fimmtán í þrettán, en Fagra veröld, plata með lög- um við Ijóð Tómasar Guðmunds- sonar, birtist i 20. sæti. Annars er plötusala treg, jólavertíðin varla farin af stað, og ekki nærri Stefán Hilmarsson fer í sjötta sæti með sína fyrstu sólóskífu. því eins mikið líf í markaðnum og síðar. á eftir að verða, að minnsta kosti ekki sé litið til söl- unnar. Plata Kristjáns Jóhannssonar, Af lífi og sál, kemur sterk inn á lista, eins og áður segir, en ekki nógu sterk samt til að velta úr sessi Bubba Morthens. Kristján selst þó víðar en í plötubúðum, því honum er dreift í bókaversl- anir líka, en sú sala skilar sér ekki á íslenska popplistanum - topp XX, því hann byggist á sölu í plötuverslunum eingöngu. Todmobile kemur líka sterk inn á lista í fyrstu söluviku, en plöt- unnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í kjölfar vel heppnaðrar tónleikaferðar sveitarinnar um landið síðustu vikur. KK Band, sem fór í átjánda sæti í síðustu viku, náði ekki nema eins dags sölu fyrir þann lista, en er nú í fjórða sæti og erfitt að spá hvort hún fari hærra í bili, enda sterkar plötur fyrir ofan. Transdansinn, sem skaust óvænt í annað sæti, verður að víkja fyrir þungaviktinni, en Stef- án Hilmarsson bregður sér hæg- lega í sjötta sætið með sína fyrstu sólóskifu, sem hann gefur sjálfur út, og verður að teljast gott. Hunang Nýdanskra sígur niðurávið, eftir kúfinn í síðustu viku sem kom sveitinni í sjötta sætið, en ekki er ástæða til að ætla að skífan eigi eftir að hrynja niður listann, því hljómsveitin er með kynningarátak í gangi, með- al annars vegna væntanlegra útgáfutónleika. The Boys síga svo niðurávið og stefna út af list- anum með hægð. íslenski popplistinn er unninn af Gallup fvrir Morgunblaðið, Sjónvarpio, Rós 2 og samband hljómpíötuframlei&enda. Islenski popplistinn — TOPP XX — er ó dagskró Sjónvarpsins á föstudögum og á dagskrá Rásar 2 á laugardögum. Glæsilegir skíðasamfestingar á börn og unglinga á frábæru verði 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig afpóstkröfum greiddum innan 7 daga. Stærðir: 90-110 kr. 3.900 120-140 kr. 4.900 150-180 kr. 6.900 3 litir mmuTiuFmm QLÆSIBÆ • SÍMI812922 Tónleikasal FIH Rauðagerði 27 föstudaginn 26. nóvember kl. 21:00 Slgurðttr Flosason Það er skemmst frá því að segja að Gengið á lagið er metnaðar- fyllsta og markvissasta jazzútgáfa hérlendis nokkru sinni. Guðjón Guðmundsson, Mbl. 20.10.1993. Þeir eru eflaust margir sem vildu eiga jafn hnökralausa fyrstu sólóplötu, með svona líka fínum hljóðfæraleik og lagasmiðum. Ingvi Þór Kormáksson, D.V. 15. 10. 1993 *o 3 05 co Dreifing JAPISS Brautarholti 2 • Sfmi 62 52 00 C/5 03 >-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.