Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Dómur í máli morðingja James Bulgers hefur eftirmál mnan Bretlands sem utan Deilur rísa um áhrif of- beldismynda London. Reuter. Daily Telegraph. DÓMARINN sem í fyrradag dæmdi tvo 11 ára drengi í ótíma- bundna gæslu og síðar fangavist fyrir mannrán og morð á Jam- es Bulger, tveggja ára barni í Liverpool í febrúar sl., sagði að ef til vill hefði hugmyndin að verknaðinum fæðst við gláp á ofbeldisfullar kvikmyndir. Ummælin hafa vakið harðar deilur og háværar kröfur um hömlur á „vídeó-viðbjóði“ voru settar fram í gær. Drengimir verða hafðir í refsivist þar til yfirvöld tejja að þeir séu ekki lengur hættulegir umhverfi sínu. Föður- bróðir og alnafni James Bulgers sagði í samtali við breska sjón- varpið BBC að séð yrði til þess að drengirnir fengju „makleg málagjöld“ ef þeim yrði nokkurn tímann sleppt úr fangelsi. XT • Keuter Hnuggm FORELDRAR James Bulger ganga frá dómhúsinu í Preston í fylgd öryggisvarðar sem heldur utan um Denise Bulger. Brady- lögin öðl- ast gildi BRADY-lögin sem ætlað er að draga úr skammbyssueign voru endanlega samþykkt á Banda- ríkjaþingi á miðvikudag og Bill Clinton forseti hét því að undir- rita lögin á þeirri mínútu sem þau bærust til Hvíta hússins til staðfestingar. Samkvæmt lög- unum verður fyrst hægt að kaupa byssu fimm dögum eftir að falast er eftir kaupunum. Með því er ætlunin að ráðrúm gefist til að kanna feril viðkom- andi og stöðva kaupin ef ástæða þykir. ANC sigur- stranglegt AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC), flokkur Nelsons Mandela, fer með sigur af hólmi í fyrirhug- uðum þingkosningum í Suður- Afríku 27. apríl og gæti fengið næstum tvo þriðju atkvæða, samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum. Fylgi flokksins er 55-64% samkvæmt þremur könnunum, en Þjóðarflokks F.W. de Klerks forseta 18-25%. Myrtu Kúbveijar Kennedy KÚBVERSKA leyniþjónustan getur sýnt fram á og sannað að tveir kúbverskir leiguliðar myrtu John F. Kennedy Banda- ríkjaforseta samkvæmt heim- ildaþáttum sem Kúbusjónvarp- ið hóf sýningar á í fyrrakvöld. Tatjana Ník- olaevalátin RÚSSNESKI píanóleikarinn Tatjana Níkolaeva lést á sjúkrahúsi í San Francisco sl. mánudag á 70. aldursári af völdum heilablæðingar. Varað við ofbeldi BANDARÍSK sendiráð í ríkjum Asíu hvöttu bandaríska þegna að vera á varðbergi vegna hugsanlegra hefndarverka múslima í framhaldi af fundi Bills Clintons forseta með rit- höfundinum Salman Rushdie. Burgesslát- inn í London EINN fremsti rithöfundur Bretlands, Anthony Burgess, er látinn í London af völdum krabbameins en hann var 76 ára. Eftir hann liggja meira en 50 skáldverk og aðeins 17 ára gamall skrifaði hann sinfóníu. Tilræði í Egyptalandi ÖFGASAMTÖK múslima reyndu að bana Atef Sedki for- sætisráðherra Egyptalands í gær með sjálfsmorðsárás á bílalest skammt frá heimili hans. Hermt var að ráðherrann hefði ekki sakað en nokkrir særðust. Tilraunir með lík í bílum ÞRÍR bandarískir háskólar nota enn lík við bílslysarannsóknir og hafa gert í rúma hálfa öld. Kostnaðinn borga bandaríska ríkið og bílaframleiðendumir Ford og General Motors. Chrysler-verksmiðrjumar kost- uðu tilraunir af þessu tagi til ársins 1979 er því var hætt af fjárhagsástæðum. Atriði í kvikmyndinni „Child’s Play 3“ þykja minna óþyrmilega á síðustu stundimar í lífi Bulgers. Komið hefur í ljós að faðir annars piltanna fékk þá mynd á myndbandaleigu en hann heldur því fram að sonurinn hafí ekki séð myndina. Sky-sjónvarps- stöðin hafði ráðgert að sýna myndina en ákvað í gær að taka hana af dag- skránni. Michael Morland dómari sagði er hann kvað upp úrskurð sinn og velti því fyrir sér hvað leitt hefði drengina til verknaðarins: „Það er ekki í mín- um verkahring að dæma um uppeldi þeirra en að mér læðist sá grunur að þeim hafí verið leyft að horfa á ofbeidisfull myndbönd og það sé hluti skýringarinnar." Barnasálfræðingurinn Jean Free- man var ósammála dómaranum og sagði að ofbeldi hefði ekki orðið til með myndböndunum. Albert Kirby, sem stjómaði rannsókninni á morði Bulgers, dró einnig úr áhrifum kvik- myndanna og sagði að ekkert hefði komið fram við rannsóknina sem benti til að eitthvað sérstakt hefði haft sérstök áhrif á piltana í lífi þeirra. David Maclean, ráðuneytisstjóri í breska innanríkisráðuneytinu, sagði að afstaða dómarans yrði vandlega vegin og metin en vísaði einnig til afstöðu Kirbys. „Það er erfitt að sjá Kostíkov gat þess þó ekki til hvaða aðgerða hann teldi rétt að grípa til né heldur hvaða stjómmálamenn hann ætti við. Almennt er þó talið að hann hafí verið að vísa til fram- bjóðenda kommúnista og þjóðemis- sinna sem gagnrýnt hafa aðgerðir Jeltsíns gegn uppreisnarmönnum í Hvíta húsinu í byijun október. Einn þeirra, þjóðemissinninn Alexander Nevzorov, sagði í þætti í Pétursborgarsjónvarpinu á miðviku- dag að Jeltsín væri fjöldamorðingi og að mörg hundruð manna hefðu fallið þar.n 4. október. Opinberlega hefur því verið haldið fram að tala fallinna sé 143. Fleiri frambjóðend- ur, jafnvel frambjóðendur miðflokks- ins Borgarasambandsins, hafa haft uppi svipaðar ásakanir í sjónvarpi. Gennadí Sjúganov, leiðtogi komm- únista, sagði í gær að hann teldi litl- ar líkur á að flokkur sinn myndi vinna hvemig lögin verða hert. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur bókstafur laganna ekki úrslitaþýðingu þegar sjónvarps- eða myndbandagláp innan veggja heimilisins er að ræða. Þar veltur allt á foreldrunum," sagði hann. Þingmenn sem lengi hafa barist fyrir því að kvikmyndaofbeldi verði upprætt hentu ummæli dómarans á lofti. Þeir halda því fram að ofbeld- iskvikmyndir og ofsafullir mynd- bandaleikir eigi stóran þátt í mikilli fjölgun ofbeldisglæpa í Bretlandi. „Ofbeldismenning hefur í vaxandi mæli sótt inn á margt breskt heimil- ið með hjálp sjónvarps, myndbanda og tölvunnar," sagði David Alton, þingmaður Fijálslynda demókrata- flokksins, í yfírlýsingu þar sem hann lagði til að opinber rannsókn yrði gerð á áhrifum ofbeldismynda. Fleiri þingmenn tóku undir kröfur Altons, sem sagði mikilvægt að þjóðin rýndi í eigið sálartetur og spyrði sig hvern- ig glæpur af þessu tagi gæti átt sér stað og hvað orsakaði hann. Kirby var ósammála Alton og sagði foreldrana bera ábyrgð á því hvað bömin sæju í sjónvarpi, mynd- bandstækjum eða tölvuleikjum. Bresk lög banna bömum undir 18 ára aldri að horfa á myndir sem í em kynlífs- eða ofbeldisatriði eða senur sem óæskilegt þykir að böm meirihluta þingsæta í kosningunum. Almennt taldi hann þó horfur flokks- ins vera ágætar hvað varðaði kosn- ingar í neðri deild þingsins. Samhliða þingkosningunum verð- ur einnig kosið um hvort samþykkja beri nýja stjómarskrá fyrir landið. Sergei Shakrai, aðstoðarforsætisráð- herra og forystumaður Samstöðu- flokksins, sem er miðflokkur, sagðist í gær óttast að hætta væri á borgara- styrjöld í Rússlandi ef kjósendur höfnuðu tillögu Jeltsíns að nýrri stjómarskrá. „Ef stjómarskráin verður ekki samþykkt er veruleg hætta á að Rússland leysist upp og að borgarastyijöld bijótist út,“ sagði Shakrai á blaðamannafundi. Ef stjómarskráin yrði felld væri gamla Sovétstjómarskráin enn í gildi, sem þýddi í raun að kosningamar væru ógildar. Jevgení Prímakov, yfírmaður ut- sjái, en á heimilunum er forræðið í höndum foreldranna. Nýleg rann- sókn leiddi í ljós að 20% foreldra leyfa bömum að horfa á bannmyndir og er þá ekki tekið tillit til þess að ógjörningur er fyrir fjölda foreldra að hefta sjónvarpsnotkun barna vegna fjölgunar tækja á hveiju heim- ili. _ Ágreiningur reis á meginlandi Evrópu um dóminn yfír Thompson og Venables. Cornelis de Groot, dóm- ari við rétt sem fjallar um mál ungra afbrotamanna, gagnrýndi málsmeð- ferðina og sagði dóminn „með öllu ómannúðlegan." Hann gagnrýndi að venjuleg réttarhöld skyldu fara fram yfír drengjunum. „Böm sem drepa önnur böm leika ekki eðlilegt hlut- anríkisleyniþjónustu Rússlands, sagði í gær að ef Atlantshafsbanda- lagið myndi reyna að veita ríkjum í austurhluta Evrópu aðild myndu verk í samfélaginu og nær alltaf má rekja það til uppeldis þeirra. Þeim er engin nærgætni eða alúð sýnd og þau hafa enga ábyrgðartilfinningu. Það verður að kenna þeim hana með enduruppfræðslu," sagði de Groot. í Frakklandi fjallaði Le Figaro, sem þykir íhaldssamt í skoðunum, um málið og tók viðtal við bamageð- læknirinn Gilbert Vila sem sagði um drengina tvo: „Það var ekki hjá því komist að dæma þá. Þeir em sekir um morð sem framið var af mikilli villimennsku. Setja varð fordæmi og í þessu tilviki gildir aldur einu. Drengimir era ábyrgir fyrir gjörð sinni og gerðu sér fyllilega grein fyrir hvað þeir höfðust að,“ sagði Vila. Rússar grípa til aðgerða. Hann gaf einnig í skyn að slíkar tilraunir gætu orðið til að efla áhrif harðlínumanna í Rússlandi. Óeirðir á Gslzsl ÍSRAELSKIR hermenn særðu að minnsta kosti 20 Palestínumenn skotsárum þegar til óeirða kom á Gazasvæðinu í gær. Efndu Palestínu- mennimir til mótmæla vegna dauða Imads Akels, yfirmanns vopnaðra sveita Hamas-hreyfingarinnar, en hann féll fyrir ísraelskum hermönn- um á miðvikudag. Talsmaður Rússlandsforseta segir fjölmiðlafrelsi misnotað Vill þagga niður í frambjóð- endum vegna árása á Jeltsín Moskvu. Reuter. VJATSJESLAV Kostíkov, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlands- forseta, sagðist í gær telja æskilegt að þagga niður í sumum frambjóðendum, fyrir þingkosningarnar sem fram eiga að fara 12. desember. Sakaði hann ónefnda frambjóðendur um að hafa misnotað þann rétt sinn, að fá að koma fram í sjón- varpi til að reyna að afla sér fylgis, til að ráðast á forsetann og ríkisstjórn hans. Hvatti hann kjörnefnd, fjölmiðla og dóm- stól, sem hefur eftirlit með fjölmiðlafrelsi I kosningabarátt- unni, til að gera eitthvað í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.