Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 25

Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 25 Steffen Heitmann hætt- ir við forsetaframboð € B€ L Bonn. Reuter. STEFFEN Heitraann, forsetaefni Kristilega demókrataflokks- ins, sagði í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta Þýskalands er Richard von Weizsacker lætur af emb- ætti á næsta ári. Helmut Kohl kanslari hafði barist hart fyrir tilnefningu Heitmanns, þrátt fyrir harða gagnrýni og er þetta töluvert pólitískt áfall fyrir hann. í yfirlýsingu sem hann gaf út sagði Heitmann að hann vildi taka það skýrt fram að hann drægi sig ekki til baka til að frambjóðandi úr vesturhluta Þýskalands gæti orð- ið forseti. Heitmann, sem gegnir embætti dómsmálaráðherra í Sax- landi í austurhluta landsins, hvatti til þess að menn úr öllum flokkum myndu nú fylkja sér um einn fram- bjóðanda, jafnaðarmanninn Richard Schröder. Schröder er prestur og var áber- andi í andófshreyfingunni gegn stjórn kommúnista í lok síðasta áratugar. Hann var forystumaður jafnaðarmanna á síðasta þingi Austur-Þýskalands árið 1990 en lét síðan af stjórnmálaafskiptum og kennir nú guðfræði við Humboldt- háskólann í Berlín. Hann hefur ít- rekað lýst því yfir að hann hafi ekki hug á forsetaembættinu. Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, hefur þegar lýst yfir stuðn- ingi við Johannes Rau, forsætisráð- herra Nordrhein-Westphalen. Steffen Heitmann var alveg óþekktur í Þýskalandi er Helmut Kohl lýsti því yfir fyrr á árinu að hann teldi rétt að næsti forseti kæmi úr austurhluta Þýskalands og að hann vildi Heitmann sem forsetaefni Kristilega demókrata- flokksins. Það val sætti strax mik- illi gagnrýni jafnt innan raða kristi- legra demókrata sem utan. Heit- mann þótti hafa einstrengningsleg- ar skoðanir og ekki vera líklegur til að sameina þjóðina. Það voru ekki síst skoðanir hans á innflytj- endum, málefnum kvenna og fortíð Þýskalands sem ollu miklum deil- um. Kohl hafði hins vegar tekist að knýja í gegn tilnefningu Heit- manns er hann ákvað að draga sig til baka. Síðast á miðvikudag varði hann Heitmann í umræðum á þing- inu. Eftir að Heitmann hafði gefið út yfirlýsingu sína í gær sagðist Kohl virða þessa ákvörðun þó að hann harmaði hana. Sagði hann hina persónulegu rógsherferð á hendur Heitmann vera öllum þeim til skammar, sem staðið hefðu að henni. „Það hvernig hann dregur sig í hlé sýnir greinilega fram á hversu brengluð mynd hefur verið dregin upp af Steffen Heitmann í fjölmiðlum." Þó að Heitmann hafi lagt til að Schröder yrði næsti forseti Þýska- lands telja margir fréttaskýrendur að líklegra sé að Kohl muni reyna að fá Roman Herzog, forseta stjórn- lagadómstólsins, til að bjóða sig fram. Herzog nýtur mikillar virð- ingar í landinu og er talið að um hann geti náðst breið samstaða. Vinnuvikan fjórir dagar hjá Volkswagen Efasemdir um samnmgana Hannover. Reuter. TEKIST hafa samningar milli Volkswagens, stærstu bílasmiðja í Evrópu, og verkalýðssambandsins IG Metalls um fjögurra daga vinnu- viku í verksmiðjunum í Þýskalandi. Jochen Schumm, aðalsamninga- maður Volkswagens, sagði, að samningurinn sparaði fyrirtækinu um 70 milljarða ísl. kr. á ári næstu tvö árin og lækkaði launakostn- að um nærri 20%. Jiirgen Peters, aðalsamningamaður IG Metalls, áætlaði, að launalækkun starfsmanna Volkswagens yrði eitthvað innan við 10%. Grunnlaun verkamanna lækka ekki, heldur ýmsar greiðslur aðrar, og þeir afsala sér 3,5% launahækk- un, sem taka átti gildi 1. þessa mánaðar. Þá var fyrirhugðri stytt- ingu vinnuvikunnar úr 36 klukku- stundum í 35 frestað í eitt ár. Laun hækka hins vegar um 1% 1. janúar nk. og á sú hækkun að koma í stað þeirra hækkana, sem hugsanlega hefði samist um í kjarasamningum á næsta ári. Volkswagen hefur greitt starfsmönnum sínum 14 mánaða laun á ári en nú verður 14. mánuðurinn skertur. Misjafnar undirtektir Talsmenn Volkswagens og IG Metalls eru mjög ánægðir með samninginn en fyrirtækið hafði áð- ur lýst yfir, að án hans yrði starfs- mönnum í Þýskalandi fækkað um 30.000 en þeir eru alls 100.000. Viðbrögð stjórnmálamanna og hag- fræðinga við samningnum eru með ýmsu móti en sérfræðingar í bíla- iðnaðinum eru vantrúaðir. Oskar Lafontaine, varaformaður Jafnað- armannaflokksins, sagði, að samn- ir.gurinn ætti að vera fordæmi fyrir aðra en Rudolf Zwiener, hagfræð- ingur við DlW-rannsóknastofnun- ina, sagði, að yrði þetta fyrirkomu- lag algengt í Þýskalandi, gæti það liaft verulega erfiðleika í för með sér vegna lægri launa og minni kaupgetu. Þá segja sumir, að drag- ist efnahagssamdrátturinn í Þýska- landi fram á árið 1995 muni Volkswagen ekki geta staðið við samninginn og Norbert Walter, að- alhagfræðingur Deutsche Bank, sagði, að samningurinn væri fremur tilraun Volkswagens til að fela vandamálin í stað þess að horfast í augu við þau. Bandarískum stúlkubörnum víxlað vísvitandi Vill ekkert með kyn- foreldra sína hafa Sarasola. Reutor. LÖGFRÆÐINGUR Kimberley Mays, stúlkunnar sem var víxlað skömmu eftir fæðingu fyrir hjartveika stúlku, sagði á miðvikudag að upplýsingar þess efnis að starfsfólk sjúkrahússins sem hún fædd- ist í hefði vísvitandi víxlað stúlkubörnunum, breyttu í engu þeirri ákvörðun hennar að hafa engin samskipti við kynforeldra sína. Víxl- in uppgötvuðust fyrir fimm árum er hin stúlkan lést af völdum meðfædds hjartagalla. Kimberley Mays vann í sumar mál gegn kynforeldrum sínum, sem kröfðust þess að fá forræði yfir henni. Þvertók stúlkan fyrir það, svo og að þeir fengju umgengnis- rétt. Fær hún að alast upp hjá föð- ur sínum og mega kynforeldrar hennar ekki hitta hana. Það var sjúkraliði á sjúkrahúsinu sem stúlkurnar fæddust í sem upp- lýsti á dánarbeði sínu að þeim hefði verið víxlað vísvitandi. Viðtali við sjúkraliðann, sem er sextug, var sjónvarpað á CBS-sjónvarpsstöð- inni. Sagði hún greinilegt að annað barnið hefði verið hjartveikt, þar sem húð þess var bláleit. Hitt barn- ið (Kimberley Mays) hefði hins veg- ar verið fullkomlega heilbrigt. Sjúkraliðinn upplýsti ekki hver víxl- aði börnunum. Lögreglan í Hardee-sýslu býr sig nú undir rannsókn málsins og mögulega málsókn. BORGARKRINGLUNNI SÍMI677230 -1911- Kynnið ykkur gistitilboð í desember. V Sigtúni 38 - Allar upplýsingar i síma 689000 - Fax: 680675 Við tökum smá forskotájólin og borð að höfðingja sið. Að sjálfsögðu er allt það besta úr íslenska búrinu, til dæmis heitt og kalt hangikjöt, svið, sviðasulta, rófustappa, rauðkál og laufabrauð. Við lumum einnig á klassískum jólaréttum frá útlöndum og berum fram danska rifjasteik, sænska sfldarrétti, gljáð grísalæri, fylltan kalkún og margt fleira girnilegt góðgæti sem ómissandi er á höfðingja- borðum. Einnig jólaglögg að hætti hússins. Öll kvöld frá 26. nóvember I hádeginu frá fimmtudegi til sunnudags o g öll hádegi síðustu vikuna fyrir jól. Verð: 1.950.- í hádeginu og 2.400.- á kvöldin Salir fyrir 40 - 130 manna hópa m.a. Hóteigur a efstu hæð með útsýni yfír borgina. 1 ____________________________.....________________ BACKMAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.