Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
SÍF eykur umsv
ytra en sparar h
PlnirgmiriMalíili
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Raunsætt stöðumat
á Flateyri
Framhaldið þó enginn dans á
rósum segir Magnús Gunnars-
son fráfarandi forsljóri SÍF
„ÞÆR breytingar, sem gerðar hafa verið á rekstri félagsins, hafa
verið mjög erfiðar, þó að ekki hafi farið mikið fyrir þeim í almennri
umfjöllun. Við höfum auðvitað þurft að horfast í augu við mikinn
samdrátt í þorskafla. Um 85% af útfluttum saltfiskafurðum eru þorsk-
ur og því er bein tenging á milli samdráttar í þorskafla og samdráttar
i útflutningi á saltfiski. Við urðum að takast á við þennan vanda og
skera starfsemina verulega niður. Frá því í október í fyrra höfum við
til dæmis þurft að fækka starfsfólki um helming. Við höfum þurft
að taka á mjög mörgum kostnaðarliðum og ávinningurinn af því er,
sé miðað við rekstrarkostnað árið 1992 og rekstraráætlun á næsta
ári, sparnaður upp á um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Ef tekið
er inn í það lokun á kæligeymslu okkar og sá rekstur, sem henni
fylgdi, eru það 45 milljónir króna í viðbót. Þetta er því gífurlega
mikill samdráttur og um leið sparnaður í rekstri,“ segir Magnús
Gunnarsson, fráfarandi forsljóri SIF.
Sú ákvörðun forráðamanna
Hjálms hf. á Flateyri að
hætta fiskvinnslu og segja upp
öllu starfsfólki sínu, vegna mik-
ils taps fyrstu tíu mánuði árs-
ins, hefur að vonum vakið mikla
athygli. Fyrirtækið hefur um
langa tíð verið burðarás atvinnu-
lífs á Flateyri.
Einar Oddur Kristjánsson,
stjómarformaður Hjálms hf.,
segir í samtali við Morgunblaðið
á þriðjudag: „Núna getum við
staðið við allar okkar skuldbind-
ingar og svo verður tíminn að
leiða í ljós hvað okkar bíður.
Mönnum leyfíst ekki að tapa
nema sínu eigin fé.“
Fyrrgreind yfírlýsing Einars
Odds Kristjánssonar um að
mönnum leyfist ekki að tapa
nema eigin fé hefur vakið at-
hygli. Því miður er það fátítt
að stjómandi fyrirtækis í rekstr-
arerfíðleikum lýsi því yfir á
þennan hátt að ekki sé siðferði-
lega veijandi að reka fyrirtækið
áfram að óbreyttum aðstæðum.
Stór hluti þess uppsafnaða
vanda, sem við búum við í dag,
er einmitt til kominn vegna þess
að fyrirtæki hafa haldið áfram
starfsemi þótt löngu væri orðið
ljóst að rekstrargrundvöllur
þeirra væri ekki lengur fyrir
hendi og að þau væru að tapa
annarra fé.
Það liggur í augum uppi, að
þegar menn hætta að tapa sínu
eigin fé en halda áfram tap-
rekstri byrja þeir að tapa ann-
arra manna fé. Tugir milljarða
hafa farið í súginn á undanförn-
um áratugum vegna tapaðra
útlána í sjávarútvegi, fískeldi,
loðdýrarækt og ýmsum öðrum
rekstri. I flestum tilvikum hafa
ríkið, opinberir sjóðir og banka-
stofnanir orðið að axla byrðarn-
ar. Þeir sem greiða hins vegar
endanlega reikninginn eru al-
menningur og fyrirtæki í formi
hærri skatta og vaxta.
Oft er kvartað yfír skorti á
viðskiptasiðferði á Islandi. Það
hefur jafnvel gerst hvað eftir
annað að fyrirtæki sé keyrt í
þrot með tugmilljóna skuldir á
bakinu en hefji síðan rekstur á
nýjan leik skömmu síðar undir
nýju nafni en með sömu eigend-
ur.
Varanlegur þjóðarauður og
traust lífskjör verða hins vegar
ekki byggð upp á slíkum for-
sendum. Ef við ætlum að stand-
ast samanburð við nágrannaríki
okkar hvað lífsgæði varðar í
framtíðinni verða islensk fyrir-
tæki að vera rekin á traustum
og heilbrigðum grunni. Menn
verða að temja sér annað við-
horf en viðgengist hefur. Það
er betra að draga saman seglin
í tæka tíð þegar á móti blæs,
og bíða þess að sóknarfæri gef-
ist á ný, líkt og stefnt virðist
vera að á Flateyri, en að bíða
þangað til allt það sem byggt
hefur verið upp og meira til er
uppurið.
Vissulega kostar það tíma-
bundnar fórnir og sársauka að
grípa til aðgerða af þessu tagi,
ekki síst í byggðarlagi sem
treystir nánast alfarið á eitt fyr-
irtæki. Ef ekkert hefði verið
gert, hefði hins vegar sú fóm,
sem orðið hefði að færa þegar
fram í sækti, reynst mun sárs-
aukafyllri. Því miður eru dæmin
um hið síðarnefnda allt of mörg
á síðustu árum. Vonandi verður
raunsætt stöðumat stjómar-
manna Hjálms á Flateyri öðmm
umhugsunarefni.
Það er hins vegar alvarlegt
umhugsunarefni, að flest sjávar-
útvegsfyrirtæki á Vestfjörðum
eiga við mikla erfíðleika að etja.
Lengi hafa verið vandamál í
útgerð og fiskvinnslu á Patreks-
fírði og Bíldudal. Rekstrarstað-
an er veik í Dýrafirði. Fullkomin
óvissa ríkir um framtíð þess
rekstrar, sem hafínn er á Bol-
ungarvík í kjölfar gjaldþrots fyr-
irtækja Einars Guðfinnssonar
hf. Raunar er mikil bjartsýni að
ætla, að sá rekstur geti gengið
til lengdar, svo að ekki sé meira
sagt. Fyrirtæki á Isafírði og í
Súðavík tóku við útgerð og físk-
vinnslu á Súgandafírði og er sá
rekstur vafalaust þungur. Til
eru fyrirtæki við Djúp, sem
standa mjög vel, en það hallar
undan fæti hjá öðmm.
Þessi vandamál eru komin á
það stig, að það er ástæða til
að spyrja hver framtíð byggðar
á Vestfjörðum er að óbreyttum
aðstæðum. Þetta er þeim mun
meira umhugsunarefni, þar sem
Vestfírðir hafa öldum saman
verið ein öflugasta verstöð á
íslandi. Það er alveg ljóst, að
sum fyrirtæki í sjávarútvegi
ganga vel, þrátt fyrir minnkandi
afla. Það er augljóst, að það em
stóm fyrirtækin, sem standa
upp úr. Það er íhugunarefni fyr-
ir Vestfirðinga, hvort nauðsyn-
legt kunni að vera að efna til
mun róttækari endurskipulagn-
ingar sjávarútvegs á Vestfjörð-
um en menn hafa hingað til
stefnt að. Reynslan af rekstri
Granda í Reykjavík, ÚA og
Samheija á Akureyri, Síldar-
vinnslunnar á Norðfírði, svo að
dæmi séu nefnd, getur hugsan-
lega vísað Vestfírðingum veg-
inn. Hitt er alveg ljóst, að ef
ekki verður meiri háttar upp-
stokkun í sjávarútvegi á Vest-
fjörðum heldur þessi atvinnu-
grein áfram að veikjast þar, eins
óskiljanlegt og það nú er í ljósi
nálægðar við fiskimiðin.
„Ég held að búið sé að fara eins
vel ofan í þessa stöðu eins og hægt
er. Við gerðum okkur einnig grein
fyrir því, að við yrðum að afla tekna,
sem dygðu fyrir þessum rekstri, sem
eftir stendur," segir Magnús. „Ljóst
var, að þótt sveiflur væru bæði upp
og niður og ýmist gengi vel eða illa
að selja, að við þurftum að fá tölu-
vert meiri fisk í gegn um sölukerfi
okkar en fáanlegur var hér heima,
til að halda þeirri stöðu, sem við
höfðum á markaðnum. Við fórum því
í stórauknum mæli að kaupa frystan
fisk fyrir verksmiðju okkar í Frakk-
landi til vinnslu þar. Það gerðum við
strax í vor og sumar, þegar verð var
lágt, en menn voru þá ekki tilbúnir
til þess hér. Við sáum þó fram á að
þessi vinnsla gengi vel og fluttum inn
400 tonn af heilfrystum þorski, sem
við dreifðum á ákveðin fyrirtæki sem
tilraun. Hugmyndin er svo að fara í
vinnslu á rússafiski í auknum mæli,
þegar framboð eykst og verð lækkar.
Verulegt magn af
saltfiski keypt
Samhliða þessu höfum við keypt
verulegt magn af saltfiski víða að
úr heiminum, frá Kanada, Færeyjum,
Noregi og Danmörku og frosinn fisk
frá Alaska og Rússlandi, bæði Múr-
mansk og Kamtsjatka, og síðan erum
við að gera tilraun nú með innflutn-
ing á frystum fiski frá Suður-Kóreu.
Ef litið er á þessi umsvif verður niður-
staðan sú, að utan íslands höfum
við, SÍF og Nord Morue, dótturfyrir-
tæki okkar í Frakklandi, átt í við-
skiptum sem velta hátt á annan millj-
arð króna. Við höfum því haft inni
í sölukerfi okkar svipað magn og á
síðasta ári, þrátt fyrir samdráttinn
hérna heima. Það hefur hjálpað okk-
ur að auka tekjur umfram það, hefð-
um við aðeins unnið fiskinn, sem
fékkst hér heima. SÍF hefur verið
einn stærsti seljandi á saltfiski í
heimi. Það er mjög mikilvægt fyrir
íslenzka saltfiskframleiðendur, þeg-
ar litið er fram á veginn, að SIF
haldi þessari stöðu og geri það þá
með því að efla alþjóðleg sambönd
sín, annars hverfum við nánast út
af markaðnum eða töpum mikilli
hlutdeild vegna þess að við höfum
einfaldlega ekki nægan þorsk. Þetta
er hægt að gera á feman hátt. Það
er hægt að efla starfsemi fyrirtækis-
ins hér heima, sem er meginverkefn-
ið. Það líka hægt að hugsa sér að
SÍF auki enn frekar innflutning á
hráefni til vinnslu héma’ heima og
það hlýtur að vera næsta mál á dag-
skrá. Þá held ég að menn verði huga
að því hvað hægt sé að gera í sam-
starfi við aðra aðila sem framleiða
saltfísk, annaðhvort í framleiðslu eða
söiumálum. Við höfum fundið, að það
er stór hópur af mönnum, sem hefur
áhuga á því að vinna með okkur,
þó það séu ekki íslendingar. Loks
er hægt að auka alþjóðleg viðskipti
með fisk.
Tollarnir á söltuðum
flökum falla niður
Það er gífurlega margt, sem hefur
breytzt í rekstraramhverfi SÍF á
skömmum tíma. Sérleyfi SÍF til út-
flutnings er endanlega úr sögunni.
Það þýðir ekki aðeins aukna sam-
keppni hér heima, heldur líka aukna
samkeppni á mörkuðunum, því þar
hefur baráttan meðal annars staðið
milli SÍF og annarra íslenzkra útflytj-
enda. Kvótamir hafa minnkað, en
framboðið frá öðmm löndum, sér-
staklega Noregi og Rússlandi, hefur
stóraukizt og á sama tíma veikjast
gjaldmiðlar Suður-Evrópuríkja og
dollarinn styrkist. Þetta hefur allt
gerzt á þessu ári, en síðan þurfum
að huga að því, hvað fram undan er.
Sé aðeins horft á saltfiskheiminn er
gífurlega mikið að gerast. Á næsta
ári tekur EES-samkomulagið vænt-
anlega gildi og þá falla niður allir
tollar á saltfiski nema þurrkuðum
fiski. Byltingin er sú að tollar á sölt-
uðum flökum falla úr 20% niður í
ekkert. Það getur haft töluverð áhrif
á framleiðslumynstrið hér heima. Nú
fer að skila sér sú þolinmæði og þær
fómir, sem menn hafa fært á síðustu
árum, eða frá árinu 1987. Menn yf-
irgáfu flakamarkaðinn aldrei algjör-
lega né heldur þá markaði, sem ekki
gátu borgað hæsta verðið. Við ákváð-
um að viðhalda þessum mörkuðum,
þó það væri erfítt, sérstaklega eftir
að utanríkisráðherra leyfði fleirum
að flytja saltfisk út en SÍF. Við urð-
um að selja flök til Ítalíu, Frakklands
og Spánar og seldum þá gjarnan á
meðalverði til að mismuna ekki fram-
leiðendum eftir því á hvaða markaði
þeir settu fiskinn. Það þýddi þá að
meðalverðið hjá okkur var lægra en
menn gátu fengið með því að selja
bara á þá markaði, sem borguðu
hæsta verðið. Nú er þetta allt saman
breytt, þannig að hver framleiðandi
fær greitt það verð, sem fæst fyrir
fiskinn á hveijum markaði fyrir sig.
Með þessum fórnum hefur okkur tek-
izt að halda í markaðinn á Ítalíu, til
dæmis, sem verður væntanlega mjög
sterkur, þegar tollurinn er fallinn
niður. Þar getum við gengið að kaup-
endum okkar og unnið markaðinn
upp í samstarfí við þá mun hraðar
en annars væri mögulegt. Því er lík-
legt að söltunin færist meira yfir í
flök eftir áramótin á kostnað flatn-
ingar.
Breytingar hjá Norðmönnum
Menn mega svo ekki gleyma því
að við gildistöku EES-samkomulags-
ins verða miklar breytingar hjá Norð-
mönnum. Þeir hafa búið við tollfrelsi
á saltfiski en tolla á freðfiski. Því
verður það hagkvæmara fyrir þá að
frysta fískinn eftir gildistökuna. Þá
mun það hafa áhrif á heildarframboð
af fiski á næsta ári, að tollamir á
ferskum flökum, bæði frá íslandi og
Skömmtun
eða verðlagning
eftir Erlend Magnússon
Morgunblaðið greinir frá því þriðju-
daginn 26. október að sjávarútvegs-
ráðherra hafí í umræðum um sjávarút-
vegsstefnu á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins spurt hvort leggja eigi skatt
á skort? Það er eins og ráðherrann
viti ekki að allar auðlindir jarðarinnar
eru takmarkaðar — aðeins misjafnlega
mikið — og að verð þeirra ræðst af
framboði og eftirspum. Það er því
heimsins eðiilegasti hlutur að greiða
fyrir skort (að því mun koma að greiða
verður eigendum fossanna fyrir orku
þeirra).
Gull væri lítils virði ef framboð
þess væri nær ótakmarkað. Svo væri
einnig um jarðolíu. En framboð gulls
og framboð jarðolíu er takmarkað.
Það er meðal annars þess vegna sem
olíufélögin greiða breska og norska
ríkinu fyrir námuréttinn til að vinna
olíu í Norðursjó.
Takmörkuðum auðlindum verður
aðeins skipt milli manna með tvenns
konar hætti: með skömmtun (sov-
éska aðferðin) eða verðlagningu
(markaðsaðferðin). Skömmtun getur
farið fram á margan hátt. Menn
geta fengið skammtinn sinn vegna
fjölskyldutengsla, búsetu, flokks-
tengsla, eða með því að vera fremst-
ir í röðinni, svo dæmi séu nefnd. En
það er sama hvemig skammtað er,
skömmtunin leiðir til forréttinda og
er því ætið óréttlát og þjóðhagslega
óhagkvæm.
Fiskistofnamir í efnahagslögsögu
íslands eru takmörkuð auðlind og því
verður að takmarka heildarveiðar —
um það er ekki deilt. Auðlindin er
eign íslensku þjóðarinnar — sumir
viðurkenna það að vísu aðeins í orði.
Réttlátasta leiðin til þess að skipta
afnotum af eigninni er að þeir sem
njóta greiði fyrir afnotin. Slíkt er
ekki aðeins réttlætismál, heldur besta
aðferðin til þess að útgerð færist úr
höndum ónytjunga til hinna dugmeiri
í hópi útgerðarmanna. Þannig verður
afraksturinn mestur og bestur fyrir
alla þjóðina.
Höfundur stai-far við alþjóðleg
bankamál í London.