Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
27
ifin
eima
Noregi, falla úr 18% niður í 0. Fram-
leiðslumunstrið á næsta ári verður
ekki í eins föstum skorðum eins og
verið hefur undanfarin ár og afar
erfitt að segja til um hvernig þetta
muni ganga fyrir sig, bæði hjá okkur
og Norðmönnum.
Næsta sveiflan í sjófrystum
flökum og blokk
Við íslendingar þurfum að fylgjast
mjög vel með því, sem er að gerast
í heiminum í kringum okkur. Fyrir
um 4 árum varð mikil auking á fram-
boði á alaskaþorski. Hann streymdi
þá inn til Portúgals og reyndist okk-
ur mjög erfíður keppinautur. Það
gekk svo yfír á skömmum tíma vegna
ofveiði meðal annars. Þá kom rússa-
þorskurinn í staðinn og það er erfítt
að segja hve lengi hann skapar vanda
fyrir íslenzka saltfískframleiðendur.
Hann heldur þorskmarkaðnum að
vísu við, en verðsveiflurnar hafa ver-
ið miklar. Ég hef reyndar trú á því
að heildarframboð minnki með vax-
andi eftirliti með veiðum Rússanna.
Þeir eru sjálfír að auka þorskneyzlu
og virðast geta keypt meira af honum
sjálfir en áður. Þeir eru líka í auknum
mæli að breyta frj'stiskipum sínum,
famir að draga úr heilfrystingu og
fara meira yfír í blokk og flök. Mín
tilfínning er sú, að næsta sveiflan á
þessum markaði verði í sjófrystu
flökunum og blokkinni og hún er
reyndar þegar að byrja. Verð á þess-
um afurðum lækkar og þá er það
spurningin hvort og í hvaða fram-
haldsvinnslu þær fara.
Sjófrystu flökin í salt?
Við höfum ekki séð þessa þróun á
sama hátt í saltfískinum vegna þess
að það er ekki svo auðvelt að fram-
leiða sælkera-saltfísk úr öðru en
þorski. Reyndar höfum við stóraukið
söltun á ufsa en það er önnur afurð.
Stundum fínnst mönnum að það sé
tímasóun að velta þessum málum
fyrir sér. Við höfum samt reynt að
gera það, til dæmis í gegn um starf-
ið hjá SAS. Með því móti höfum við
fengið stórauknar upplýsingar um
það, sem er að gerast í veiðum og
vinnslu út um allan heim og það
skilar sér allt. Við höfum til dæmis
verið að reyna að beina fiskistraumn-
um, bæði frá Alaska og Rússlandi,
í gegn um vinnslu- og sölukerfí okk-
ar. Framan af vildu menn ekki salta
heilfrystan físk. Síðan fóru Portúgai-
ir að salta þennan físk og þörfín
skapaði þá markað fyrir þessa afurð.
Nú erum við komnir með tækni, sem
gerir okkur kleift að framleiða tiltölu-
lega góða vöru úr frystum fiski. Það
er því ekki lengur spuming um rússa-
físk, heldur líka hvenær og hvað
mikið við förum að taka af íslenzku
frystitogurunum og vinna. Lækki
verð á sjófrystum flökum á næstunni
hlýtur að vera mikil framtíð í því að
taka þessi flök og salta þau hér
heima. Með því verða frystitogararn-
ir í nokkmm mæli hráefnisöflun-
artæki fyrir vinnsluna í landi, til
dæmis söltun og ýmiss konar pökk-
un. Það er því að mörgu að huga á
þessum tímum örra breytinga í mark-
aðsmálum með sjávarafurðir," segir
Magnús.
Efnahagsreikningnr
SÍF er traustur
Hvernig lýstþér á framtíð SÍF sem
hlutafélags?
„Ég held að fram hafí farið mjög
nákvæm uppstokkun á fjármálum
SÍF, þegar því var breytt í hlutafé-
lag. Ég held að það sé að vissu leyti
til fyrirmyndar. Farið var vel ofan í
allar eignir fyrirtækisins og tryggt
að' raunvemleg eign væri til staðar.
Þar fóra menn yfír fasteignir fyrir-
tækisins, sem eru stór hluti eigna
þess. Þar var ákveðið að færa eign-
irnar niður um 80 milljónir til þess
að gera ráð fyrir lægsta mögulega
verði, þyrfti að selja þær strax. Ég
held að efnahagsreikningur SÍF sé
mjög traustur og þegar hlutabréfin
verða gefín út verði raunveruleg eign
á bak við þau. Við mat á verðmæti
fyrirtækisins var ákveðið að taka
ekki inn í það viðskiptavild, öll vöru-
merki og fleira. Síðast en ekki sízt
er Nord Morae, fyrirtækið sem SÍF
keypti í Frakklandi, metið á kaup-
verði. Það var keypt árið 1990 í
smávægilegum hallarekstri með
veltu upp á um 1,3 milljarða miðað
við gengi í dag. Nú er Nord Morue
með yfir tvo milljarða í ársveltu og
verulegan hagnað. Eftir fyrstu 9
mánuðina var hagnaðurinn orðinn
50 milljónir og nú undir lok nóvem-
ber hefur komið í ljós að sá hagnað-
ur hefur heldur aukizt. Ég held að
staða fyrirtækisins sé fjárhagslega
sterk, þó að nóvember og desember
kunni að verða erfiðir vegna lítillar
framleiðslu. Það sem maður hefur
kannski óttazt er að einhveijum eig-
endum hlutabréfa kynni að liggja um
of á að selja þau og seldu þau þá
of ódýrt. Auðvitað verður hver og
einn að gera það upp við sig sjálfur,
en ég held að menn væru að skaða
sig miðað við stöðuna í dag seldu
þeir bréfín undir nafnvirði. Það væri
kannski hægt að telja þau meira
virði, en á móti þarf að gæta sann-
girni gagnvart íjárfestum og hér er
um nýtt hlutafélag að ræða. Á hinn
bóginn er SÍF að koma þarna inn á
markaðinn með 60 ára reynslu að
baki. Þetta eru elztu sölusamtökin
og hafa staðið af sér marga stor-
mana í gegn um tíðina og ég _er ekki
í nokkrum vafa um það að SÍF á að
hafa alla möguleika til að halda velli
og styrkja stöðu sína enn frekar í
framtíðinni."
Yfirtaka ósennileg
Er einhver hætta á því að einhveij-
ir aðrir en framleiðendur nái yfirtök-
um í SÍF fari mikið af bréfum maark-
að? _
„Ég tel það frekar ósennilegt. Mér
finnst ólíklegt að til séu aðilar í þjóð-
félaginu, sem séu tilbúnir til að kaupa
hlutafé fyrir 250 til 300 milljónir
króna til að tryggja sér meirihluta-
stöðu í fyrirtækinu. það væri hins
vegar áhugavert væru hér einhveijir
stórir aðilar, sem hefðu áhuga á því
að fjárfesta í SÍF. Áhyggjur af hugs-
anlegri yfírtöku held ég séu óþarfar.
Menn hafa haft af því áhyggjur að
næðu til dæmis lífeyrissjóðir eða aðil-
ar óskyldir sjávarútvegi yfírtökum í
sölusamtökum af þessu tagi, að þau
fjarlægðust uppruna sinn og fram-
leiðendur og myndu þess vegna ekki
gegna hlutverki sínu nógu vel. Þetta
gengur einfaldlega ekki þannig. Fyr-
irtæki, sem ætla sér að stunda út-
flutning á sjávarafurðum, verða að
vera með mjög náin tengsl við fram-
leiðendur. Framleiðendurnir era við-
skiptavinir þeirra og ætlaði sér ein-
hver að taka þau yfír yrði hann að
halda þessum tengslum, annars gæti
hann ekki rekið fyrirtækið með hagn-
aði og myndi þá tapa á ijárfesting-
unni. Hagur fjárfestanna byggist
ekki á því að slíta þessi tengsl heldur
viðhalda þeim, því þannig ávaxta
þeir fé sitt bezt. Á sama hátt er það
bezt fyrir framleiðendur að skipta
við sölufyrirtæki, sem eru það fjár-
hagslega sterk að þeir hafi tryggingu
fyrir því að fá ætíð hæsta verðið og
að þeir fái sína peninga með skilum.
Forsenda fyrir vexti og viðgangi fyr-
irtækis af þessu tagi er góð sam-
skipti við framleiðendur, hveijir sem
eigendur fyrirtækisins eru.
Auka þarf samstarfið
á erlendum vettvangi
Sölufyrirtækin þurfa líka að vera
það stór og sterk að þau geti veitt
þá þjónustu og öryggi sem framleið-
endur þurfa og fylgt eftir þeirri sölu-
stefnu sem mörkuð er hveiju sinni.
Það hefur verið rætt um það í gegn
um tíðina, að menn ættu að efla
samstarf þessara stóra sölusamtaka
vegna þess að kaupendur era alltaf
að stækka. Það er ekki nauðsynlegt
að sameina þau, en ég tel að þau
ættu að efla samstarf sitt á erlendum
vettvangi. Þannig eru til dæmis Söl-
umiðstöðin, íslenzkar sjávarafurðir
og Síldarútvegsnefnd í samstarfí í
Rússlandi og ég sé fyrir mér að slíkt
samstarf gæti þróazt á fleiri mörkuð-
um. Ég held líka að það sé skynsam-
legt hjá þessum fyrirtækjum að auka
við fyrirtækjaeign sína erlendis. Með
því að kaupa fyrirtæki, sem era inni
á mörkuðunum, eiga vöramerki og
dreifíleiðir og era í sambandi við .,
veitingahús og stórmarkaði, getum
við styrkt stöðu okkar veralega.
Sveiflurnar upp og niður í sjávarút-
vegi era viðráðanlegri því nær neyt-
andanum sem maður er. Þeim mun
nær sem við eram markaðnum á
hvetjum tíma, þeim mun meira verð-
ur eftir heima af verðmæti vörann-
ar. Hér heima höfum við átt í erfíð-
leikum, en fyrirtækin erlendis eru
að ná sér á strik vegna þess að þau
taka þátt í alþjóðlegri verzlun með
físk og eru nær neytandanum. Við
þurfum að ráða eins mikið yfír öllum
þáttum frá veiðum til markaðar og
unnt er.“
Hollt að skipta um forystu
Er engin aftirsjá að þessu starfí?
„Nú era um 8 ár síðan ég hóf störf
hjá SÍF, en ég hef alltaf haft þá
skoðun að enginn maður eigi að vera
í svona starfi of lengi, fastur í einu
fyrirtæki. Ég held að bæði manninum
og fyrirtækinu hollt að skipt sé um
forystu. Þetta hefur verið mikil bar-
átta, sérstaklega frá því síðasta haust
er ég kom hér inn á ný eftir að hafa
verið í fríi vegna starfa fyrir Sam-
starfsnefnd atvinnurekenda í sjávar-
útvegi. Þetta ár og síðastliðið haust
hefur verið feikilega erfitt. Ég fer
ekki í neinar grafgötur með það að
baráttan heldur áfram. Þó grunnur
hafí verið lagður að því að auðvelda
mönnum sóknina verður þetta síður
en svo einhver dans á rósum í fram-
tíðinni. Vegna samdráttarins hér
heima verður það fjögurra til fímm
ára barátta að efla þetta alþjóðlega
starf, sem þegar er komið vel á veg,
og þá vinnu, sem menn hafa verið
að undirbúa á þessu ári. Ég verð að
viðurkenna það, að fjögur til fímm á
í viðbót á þessu sviði myndi ég tæp-
ast geta hugsað mér. Þess vegna
fannst mér það eðlilegt að með breyt-
ingunni í hlutafélag og nýrri stjóm
yrði ráðinn nýr framkvæmdastjóri.
Ég tel mig skila hérna nokkuð góðu
búi og ég neita því ekki að mér er
nokkur eftirsjá að hverfa héðan. Þó
oft hafí verið stormasamt um mann
og ekki alltaf allir ánægðir með
gjörðir mínar hef ég eignast um allt
land feikilega marga og góða og
trausta vini og ég hef haft af því
mikla ánægju að vinna fyrir íslenzka
saltfiskframleiðendur. Auk þess hef
ég starfað með mörgu góðu fólki
innan fyrirtækisins, sem ég kveð með
nokkrum trega. Við erum reyndar
ekki að skilja alfarið, enda vonast
ég til að halda áfram að vera í tengsl-
um við íslenzkan sjávarútveg, þó ég
hverfi af þessum vettvangi. Það er
ekki ákveðið hvað við tekur hjá mér,
en ég býst ekki við því að sitja lengi
auðum höndum. Ég er ekki að fara
úr þessu starfí til að fara í annað.
Þetta er bara sjálfstæð ákvörðun svo
verður framhaldið að ráðast,“ segir
Magnús Gunnarsson. HG.
í
A
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Islendinga til Háskóla Islands
Flestir landsmenn eru já-
kvæðir í garð háskólans
MIKILL meirihluti þjóðarinnar hefur jákvætt viðhorf til Há-
skóla íslands, samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem
Félagsvlsindastofnun háskólans hefur gert.
í könnuninni voru tæp 31% þeirra
sem svöruðu mjög jákvæðir gagn-
vart Háskóla íslands og tæp 46%
voru jákvæðir gagnvart skólanum.
Um 20% voru hlutlaus en um 3%
vora frekar eða mjög neikvæðir.
Fram kom munur á svörum fólks
eftir menntun, starfsstétt og stjórn-
málaskoðunum. Fólk með háskóla-
próf var líklegra en aðrir mennta-
hópar til að vera mjög jákvætt, en
svarendur sem lokið höfðu verklegu
framhaldsnámi voru síður jákvæðir.
Þá voru stuðningsmenn Kvenna-
lista hlutfallslega oftar jákvæðir en
stuðningsmenn annarra flokka en
stuðningsmenn Framsóknarflokks
heldur neikvæðari gagnvart háskól-
anum en aðrir.
Gegnir hlutverki sínu
í könnuninni var einnig spurt
hvernig fólk teldi háskólann gegna
hlutverki sínu og töldu tæp 43%
að háskólinn gegndi hlutverki sínu
vel, tæp 33% töldu hann gegna hlut-
verki sínu sæmilega en um 2,9%
töldu hann gegna hlutverki sínu illa.
Eru þetta svipaðar niðurstöður og
komu fram þegar sömu spurningar
var spurt í könnun árið 1989.
Loks var spurt hvort viðhorf fólks
hefði breyst til háskólans á undan-
förnum mánuðum og bar mikill
meirihluti, eða um 81%, óbreytt
viðhorf til skólans. Yngsti aldurs-
hópurinn var jákvæðari gagnvart
skólanum en áður en viðhorfsbreyt-
ing fólks á aldrinum 60-75 ára var
oftar neikvæð.
Könnunin var gerð dagana 6.-10.
nóvember og var úrtakið 1.500
manns á aldrinum 18-75 ára á öllu
landinu. Alls fengust svör frá 1.090
þeirra sem komu í úrtakið.
Hver er afstaða þín gagnvart Háskólanum?
Mjög jákvæður Frekar jákvæður Hlutlaus Neikvæður
Háskólamenn jákvæðastir
FOLK með háskólamenntun er jákvæðast í garð Háskóla íslands, sam-
kvæmt niðurstöðum Félagsvísindastofnunar.