Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Árni V. Þórsson, yfirlæknir barnadeildar Landakotsspítala, um starfsemina BarnalækBÍngar eru erfítt og tímafrekt fag BÖRN hafa verið sjúklingar á Landakotsspítala frá stofnun hans árið 1902. Um margra ára skeið voru barnastofur á þrem- ur deildum spítalans en í lok árs 1960 var hafin starfsemi barna- deildar á þriðju hæð þar sem íbúðir systranna höfðu verið. Nýlega hefur verið opnuð göngudeild sykursjúkra barna við spítalann en síðasta áratug hafa því sem næst öll sykursjúk börn á Islandi fengið þjónustu frá barnadeild spítalans. Arni Þórsson, sem er sérfræðingur í hormóna- og efnaskiptasjúkdóm- um barna, er yfirlæknir deildarinnar og var hann fenginn til að segja frá starfseminni þar. „Barnalækningar og -hjúkrun eru erfið fög og að jafnaði tíma- frek. Stór hluti sjúklinganna er á þeim aldri að geta ekki tjáð sig með orðum. Börnin eru oft hrædd og vör um sig, þurfa tíma til að aðlaga sig og sú tækni sem þarf að nota við skoðun og rannsóknir er oft gjörólík því þegar um full- orðna er að ræða. Hjúkrun barna og umonnun á sjúkrahúsi er enn- fremur mjög ólík því sem gerist á fullorðinsdeildum. Börn þurfa meira eftirlit og stöðugri hjúkrun og umönnun en gengur og gerist með fullorðna sjúklinga og gjör- gæsla er algeng á barnadeildum." Mikil aðstoð við ófullnægjandi aðstæður „Á barnadeild Landakotsspítala er húsnæði og aðstaða fyrir for- eldra ekki miðuð við þessar þarfir og langt undir viðurkenndum stöðl- um í nágrannalöndunum. Sjálfsögð lágmarkskrafa hlýtur að vera að börn séu ekki lögð inn á sjúkrahús nema þar sé sómasamleg aðstaða og sérmenntað starfsfólk til staðar, s.s. barnalæknar, sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar, fóstrur og kennari. Þótt deildin sé lítil, með 26 rúm- um, er geysileg umsetning á henni. Á síðustu árum hafa innlagnir ver- ið rúmlega 1.500 árlega, þar af u.þ.b. 60% bráðainnlagnir, en deild- in sinnir einni af hverjum þremur bráðavöktum fyrir böm á móti hveijum tveimur á Landspítala," segir Árni. Nú starfa við deildina 4 barna- læknar og 3 aðstoðarlæknar. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru 16 og sjúkraliða 6. Við deildina vinna auk þess kennari, 2 fóstrur, 2 ritarar auk 5 annarra starfs- Göngudeild sykursjúkra barna Göngudeild sykursjúkra barna hefur nýlega verið opnuð við barna- deildina. Við hana starfa auk Árna sérþjálfaður hjúkrunarfræðingur í 50% starfi og næringarráðgjafi. Deildin hefur fengið húsnæðisað- stöðu sem nýtist til kennslu og við- tala við Qölskyldur sykursjúkra barna. „Mikil vinna liggur í umönnun og fræðslu sykursjúkra barna inni á barnadeildinni en þegar börnin útskrifast tekur við eftirlit og starf með foreldrum þeirra, kennurum og öðrum sem með börnin hafa að gera, t.d. starfsfólki heilsugæslu. Nýlegar rannsóknir hafa ótví- rætt sannað að því betur sem syk- ursjúkum tekst að halda blóðsykri nálægt eðlilegum mörkum, þeim mun minni hætta er á fylgikvillum eins og augn- og nýrnaskemmdum. Mikið er í húfi fyrir börn og ungl- inga með sykursýki að þau nái strax góðum tökum á stjórn sjúk- dómsins," segir Árni. Fyrir utan sykursjúk börn koma á göngudeildina börn, sem þurfa á annars konar sprautumeðferð að halda daglega, t.d. með vaxtar- hormóni. Þar eru geymd fræðslu- og rannsóknargögn og þar fer fram tölvuskráning allra nýrra sykur- sýkitilfella. Sykursýki með algengustu langvinnum sjúkdómum Af langvinnum sjúkdómum sem koma fyrir hjá börnum er insúlín- háð sykursýki með þeim algeng- ustu. Aðeins astmi og heilalömun eru algengari. Sykursýki hjá börn- um er í nær öllum tilvikum insúlín- háð. Insúlinháð sykursýki greinist á öllum aldri en nær hámarki á unglingsárum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en unnt er að halda honum niðri. Það krefst sprautu- meðferðar tvisvar til fjórum sinnum á dag, auk daglegra blóðsykurs- mælinga og aðgáts í mataræði. Landfræðileg dreifing sykursýki er mjög mismunandi í ýmsum lönd- um heims og nýgengi fer víða hratt vaxandi, einkum á Norðurlöndum og í mörgum Evrópulöndum. Með nýgengi er átt við hversu mörg ný sjúkdómstilfelli koma fram á ári Barnadeildin BÖRN á sjúkrahúsi þurfa ekki aðeins sjúkrarúm heldur einnig leikaðstöðu. Hér er Elísabet með ungum sjúklingum. miðað við 100.000 einstakiinga úr þeim aldurshópi sem miðað er við. Hinn mikli mismunur milli landa og jafnvel innan landa getur ekki skýrst af skyndilegri breytingu á erfðaþáttum. Sterkar líkur benda til að umhverfisþættir eigi stóran þátt í að hrinda sjúkdómnum af stað. Lægst nýgengi Norðurlanda á íslandi Á árinu 1991 birtust nýjar tölur frá mörgum þjóðlöndum sem sýna meðal annars að mjög víða er stöð- ug aukning á nýgengi sykursýki. Fyrst og fremst er hér um að ræða Norðurlöndin, og raunar flest önn- ur Evrópulönd, en einnig mörg Asíulönd en nýgengi í Japan t.d. er margfalt lægra en í Evrópulönd- um. ísland er með langlægst ný- gengi sykursýki allra Norðurlanda eða 9,4 miðað við um 21 í Dan- Morgunblaðið/Sverrir Göngudeild sykursjúkra ÞAU bera hitann og þungann af starfsemi göngudeildar sykur- sjúkra barna, Elísabet Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Árni V. Þórsson yfirlæknir. rætt og ritað um framtíð bama- lækninga á Islandi og örlög barna- deildar Landakotsspítala með breyttu hlutverki spítalans. Þeirri skoðun hefur m.a. verið lýst að tii að flýta fyrir uppbyggingu sérstaks barnaspítala sé vænlegast að flytja starfsemi barnadeildar Landakots- spítala inn á barnaspítala Hringsins á Landspítala. Á Landakoti eru menn þeirrar skoðunar að framtíð barnalækninga sé best borgið með flutningi barnadeildar spítalans á Borgarspítala. „Á Borgarspítala em lögð inn veik og stórslösuð börn á öllum aldri. Milli 18 og 20 þúsund börn fá þjónustu á hveiju ári á slysa- deild og háls-, nef- og eyrnadeild spítalans auk þess sem á spítalan- um eru gerðar heilaaðgerðir á börnum. Þar er enginn barnalækn- ir starfandi og engin aðstaða fyrir foreldra. Ámælisvert er ef úr þessu verður ekki bætt,“ segir Árni. mörku, 22 í Noregi, 27 í Svíþjóð og 36 í Finnlandi en það er það langhæsta sem þekkist í heiminum. í lok desember 1991 töldust vera 43 börn innan 15 ára með insúlín- háða sykursýki á íslandi. Styrkur til rannsókna Mismunur á nýgengi insúlín- háðrar sykursýki milli landa er óútskýrt fyrirbæri að mestu og þykir t.d. athyglisvert hversu miklu munar á Islandi og Noregi, þangað sem íslendingar eru flestir taldir geta rakið ættir sínar. Árni V. Þórsson hefur mikinn áhuga á að reyna að komast að því hvaða þættir geta útskýrt þetta og hefur nýlega fengið styrk til rannsóknar á því. Framtíð barnadeildarinnar Undanfarið hefur mikið verið „Margir óttast að flutningur barnadeildar Landakotsspítala á Borgarspítala muni koma í veg fyrir frekari þróun og hindra bygg- ingu barnaspítala. Eg tel þennan ótta ástæðulausan. Rétt er að hafa í huga að þótt tekin yrði ákvörðun um byggingu slíkrar stofnunar nú þegar, þá yrði hún vart starfhæf fyrr en að mörgum árum liðnum. í millitíðinni þarf að finna lausn þar sem gæði þjónustu og hagræð- ing verða látin sitja í fyrirrúmi. Mikiil fjöldi fagfólks sem hefur fjallað um málið er sammála um að flutningur barnadeildar Landa- kotsspítala á Borgarspítalann sé sú lausn sem tryggi þúsundum sjúkra og slasaðra barna góða þjón- ustu næstu árin,“ segir Árni. ■ DR. HALLDÓR Guðjónsson, dósent í tölvunarfræði heldur opin- beran fyrirlestur í Háskóla íslands laugardaginn 27. nóvember kl. 14. Fyrirlesturinn nefnir Halldór „í anda Hegels“ og fjallar einkum um þann vanda sem flest í því að lesa fyrirbærafræði Hegels. Halldór færir fyrir því rök að mönnum sé nauðsyn að losna við fordóma sína varðandi andann og díalektíkina og að þeir verði að sætta sig að ein- hveiju leyti við anda Hegels til að geta lesið hann, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlesturinn er skipu- lagður af Félagi áhugamanna um heimspeki og verður í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Að fyrirlestrinum loknum gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum. ■ LA UGARDA GSKAFFI Kvennalistans verður 27. nóvem- ber. Þar fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um gyðjuna og kven- öndina. Kaffíð hefst kl. 11 og er sem fyrr á Laugavegi 17. Allir velkomnir. mælishelgartilbeð 26.-28. nóvember Hamborgan, (ranskar og hófíur Ifler af Coca Cola kr. 199 Stélið, Tryggvagötu 14. Opið frá kl. 9.00-23.30 Ráðstefna um vísindi og fræði í aldarlok VÍSINDAFÉLAG íslands gengst laugardaginn 27. nóvember fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina: íslensk vísindi og fræði í aldarlok. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 75 ára afmælis félagsins sem stofn- að var 1. desember 1918. Hún fer fram í Odda, húsi Háskóla ís- lands, og hefst kl. 9. Á ráðstefnunni verða flutt sjö erindi: Sigurður Líndal; Lögfræði á íslandi, Guðmundur Eggertsson; Líffræði á íslandi, Vésteinn Ólason; Islensk fræði og alþjóðleg vísindi, Sigurður Steinþórsson; Heimsmynd jarðfræði í hundrað ár, Jakob Yngvason; Segulsvið á sautján þrepum, Sveinbjörn Rafnsson; Söguleg vísindi og arfleifð fortíðar og Gunnar Guðmundsson; Nokkrir þættir úr sögu læknisfræðinnar á Islandi frá aldamótum. í hléum kl. 12.20-14 og 15.20- 16.20 kynna nokkir félagar rann- sóknir sínar á veggspjöldum í and- dyri Odda. Ráðstefnan er öllum opin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.