Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 32

Morgunblaðið - 26.11.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Áfengis vandamálin og* dagur fjölskyldunnar eftir Hjalta Krisijánsson Það er dagur fjölskyldunnar sem rekur mig í þessar skriftir. Það er ekki langt síðan ég var unglingur og innrætti umhverfið mér fijáls- lega afstöðu gagnvart áfengi, en ég verð að segja að því lengur sem ég starfa við heimilislækningar því mun íhaldssamari verð ég gagnvart áfengi. Ég hef því miður allt of mikið af afleiðingum áfengisneyslu að segja í mínu starfi. Ég ætla að reyna að fjalla meira um þá hlið sem ég verð var við. Í fyrsta lagi verður maður var við áfengisneyslu á vöktum en í Vestmannaeyjum skiptum við fjórir á milli okkar vöktum á kvöldin og um helgar. Það kemur fyrir að hringt er vegna sjúklinga sem drukkið hafa í lengri tíma og þurfa aðstoð við að koma sér út úr því. Það er þó algengara að við verðum varir við afleiðingar áfengisneyslu í formi slysa, þar er algengast að þurfa að sinna fólki sem slegið hefur verið af öivuðu fólki eða sjálft verið í slagsmálum ölvað. Það þarf vart að taka það fram að yfírleitt eru þeir sem slegnir eru ölvaðir líka. Það er misjafnt hvaða afleiðingar þetta hefur, gerandinn brotnar oft á handarbeini og þessi brot gróa oft illa. Þolandinn brotnar oft á nefi sem getur leitt til þess að gera þurfi aðgerð á nefínu. Hér er oft um mjög ungt folk að ræða, bæði gerendur og þolendur og því miður oft um sama fólkið að ræða, sér- staklega hvað varðar gerendur. Lífíð snýst þá meira og minna um að „detta í það“, helst tvö til þtjú kvöld í hverri viku og því miður er sá hópur mjög stór. Um aðrar afleiðingar þess má lesa í fjölmiðl- sokkabuxurhnésokkar v/Nesveg, Seltj KUNERT um eftir hveija helgi og því miður eru nauðganir oft með í spilinu, fórnarlambið er þá oft drukkið og gerar.dinn að sjálfsögðu líka. Ger- andinn er náttúrulega sá seki en ekki þolandinn, en skyldi það vera tilviljun að mörg af fómarlömbum nauðgana eru drukkin. Er það ekki sorglegt þegar sautján, átján, nítj- án eða tuttugu ára unglingur er ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórtán, fímmtán eða sextán ára unglingi? Aðrar afleiðingar eru að sjálfsögðu það siðleysi sem við- gengst í kynlífsmálum, t.d. hvað varðar framhjáhald en það væri fróðlegt að athuga hvað stór hluti framhjáhalds fer fram undir notkun áfengis. Annar handleggur á því er kynlíf unglinga, en það væri einnig fróðlegt athugunarefni hve stór hópur unglinga byijar sitt kyn- líf og jafnvel að iðka kynlíf iðulega undir áhrifum áfengis, þá á ég við um helgar þegar tjaldað er til einn- ar nætur. Hvað skyldi mikið af því viðgangast ef ekki væri um þessa áfengisneyslu að ræða? Alverst er kannski að fínna það sinnuleysi sem er í þjóðfélaginu um þessi mál, það er eins og að allir líti á það sem óhjákvæmiiega stað- reynd að þetta verði að vera svona. Það má segja að viss vakning hafí átt sér stað í framhaldi af þeim sögum sem berast af næturlífi Reykjavíkurborgar um helgar og er það auðvitað til' góðs. Ég tel þó að mestu vakninguna vanti enn en það myndi vera vakning innan fjöl- skyldunnar á því að taka á vanda- málinu fyrst heima fyrir. Það er orðin rík stofnanatilhneiging á ís- landi, einhveijar stofnanir og ein- hveijar stéttir eru að leysa öll vandamál en ábyrgð fjölskyldunnar virðist fara síminnkandi. Énn einn liður í því er auðvitað að hjónaskiln- uðum hefur fjölgað mjög mikið svo að fjölskyldan er orðin meira og minna klofín. Hvað skyldi áfengi spila mikla rullu í vaxandi tíðni hjónaskilnaða? Sem dæmi um hvað foreldrar gætu gert væri að vera betri fyrirmynd, sumir unglingar sjá foreldra sína drukkna, jafnvel dauðadrukkna um jafnvel hveija helgi og er þá skrýtið að þeir fái þá hugmynd að svona eigi þetta bara að vera. Mér skilst á sálfræð- ingum að eina félagslífið í sumum fjölskyldum nú til dags sé þegar unglingarnir og foreldramir hittist fullir eftir böll eða skemmtanir eða partí og segja „hæ, hvernig var“ Hjalti Kristjánsson „Það er undarlegt til þess að vita að fólk sé tilbúið að eyða frá tvö til tíu þúsund krónum jafnvel um hverja helgi í áfengi þegar það skrimtir á laununum, borgar háa húsaleigu og hefur alls konar skuldir á bakinu.“ um miðjar nætur. Kannski ýkt mynd, en við vitum öll að þetta er til og allt of algengt. Hver þekkir ekki líka heimilismyndina, þar sem litlu börnin sitja fyrir framan Stöð tvö eða nú á tíðum jafnvel RÚV á laugardags- og sunnudagsmorgn- um og horfa á bamatímann á með- an unglingar og fullorðið fólk heim- ilisins liggur uppi í rúmi, sofandi úr sér vímu næturinnar. Ýkt mynd? Því miður allt of algeng. Það em til fleiri hliðar á áfengis- vandanum. Ég starfa í félagsmála- hópi í tengslum við mitt starf og þar rekst maður á þá vanrækslu sem lítil börn á svona heimilum verða fyrir. Maður rekst að sjálf- sögðu líka á fjárhagserfíðleika sem geta fylgt mikilli áfengisneyslu. Það er undarlegt til þess að vita að fólk sé tilbúið að eyða frá tvö til tíu þúsund krónum jafnvel um íiuscpimA slœrígegn! Nýja saumavélin frá Husqvarna! Sœnsk hönnun - sœnsk gœði, nú á frábœru verði. Leitið nánari upplýsinga um nýju Smaragd saumavélina. Verið velkomin. VÖLUSTEINNhf Faxafen 14,Sími 679505 © Husqvarna hveija helgi í áfengi þegar það skrimtir á laununum, borgar háa húsaleigu og hefur alls konar skuldir á bakinu. Þó að miðað væri við eina flösku um hveija helgi væri um að ræða vel yfir hundrað þúsund krónur á ári. Það hlýtur að muna um minna. Hvað er til ráða? Hvað varðar heilbrigðisstéttir myndi ég vilja ítreka það sem ég hef sagt að ofan: Verið á varðbergi gagnvart áfengisvandanum, ef læknar em beðnir um svefnlyf hjá tiltölulega ungu fólki eða kvíða- stillandi lyf ættu þeir ávallt að hafa áfengi í huga. Mikil tengsl em þama á milli, skemmst er að minn- ast könnunar á diazepam-útskrift- um lækna, þar sem kemur í ljós að þær aukast þegar verð á áfengi hækkar. Hafíð einnig í huga fólkið með kvíða, magabólgur og síendur- teknar komur til læknis vegna óljósra vandamála eða „psycho- somatiskra sjúkdóma". Gleymið ekki heldur að þung- lyndi getur stafað af áfengisneyslu. Hafíð þetta einnig í huga ef fólk fær briskirtilsbólgu eða jafnvel til- komna eða áunna sykursýki. Hafíð þetta einnig í huga við offitu. Það verður að viðurkennast að það er mjög erfítt oft að ná til alkóhólista en það verður líka að hafa í huga að enn er borin virðing fyrir lækn- um og öðram heilbrigðisstéttum á íslandi þannig að það sem þær segja vegur kannski þyngra en það sem margir aðrir segja. Hafið einn- ig áfengi í huga þegar um félags- leg vandamál er að ræða eða sál- ræn. Til foreldra Reynið að vera gott fordæmi fyrir unglinginn. Unglinga nútím- ans vantar góðar fyrirmyndir, meira að segja í íþróttum sjáum við sigurvegara fagnað með kampavíni í fjölmiðlum og við vitum að áfengi spilar stóra rallu í íþrótta- hópum nútímans. Það er kannski erfitt fyrir unglinga að hafa góðar fyrirmyndir þegar þá fullorðnu virðast líka vanta góðar fyrirmynd- ir en það er annar handleggur. Munið að við foreldrarnir eigum meiri möguleika en nokkur annar á að vera góð fyrirmynd fyrir börn- in okkar. Loks vil ég benda foreldr- um unglinga á að það má reyna að vera félagi þeirra. Loks vil ég benda á þær foreldrahreyfíngar sem era að myndast á Norðurlönd- unum þar sem foreldrar þar fara ódrakknir niður í miðbæ og ræða við unglingana. Það hafa allir verið ánægðir með það, bæði foreldrar og unglingar. Unglingar nútímans hafa ekki allt of mörg tækifæri til að ræða við fullorðið fólk. Til stjórnmálamanna Þið skuluð ekki ímynda ykkur að tilkoma bjórsins hafí lagað ástandið, ég get vitnað þar í nýlega skýrslu frá Tómasi Helgasyni sem hefur rannsakaað áfengisneyslu á íslandi í mörg ár og birt mjög at- hyglisverða skýrslu um það. Hann bendir á í nýlegri skýrslu að bjórinn er í dag í raun og vera ekkert ann- að en viðbót við þær áfengisvenjur sem vora til staðar fyrir tilkomu bjórsins. í byijun dró úr notkun sterkra drykkja hjá unglingum en það virðist vera að sækja í sama farið og það var áður en bjórinn kom til og bjórinn eingöngu vera viðbót. Þið skulið ekki telja ykkur trú um að það dugi að hækka verð á áfengi endalaust, ég vitna aftur til ofannefndrar niðurstöðu. Ég legg það einfaldlega til að þið byij- ið á því að banna bjórinn aftur og vil benda ykkur á að ef áfengi væri að koma á markaðinn í dag væri litið á það sem eiturlyf. Hvað varðar allt tal um vínmenningu verð ég að segja að ég hef litla trú á öllu slíku tali samanber það sem ég hef skrifað um bjórinn hér að ofan. Til lögreglunnar Ég vildi einnig viija beina því til lögreglu og annarra aðila sem verða varir við áðumefndar afleið- ingar áfengisneyslu að huga að samstarfí sem gæti leitt til að ofan- nefnt fólk geti fengið áfengismeð- ferð áður en ástandið versnar meir. Ég legg til að þið takið hart á úti- vistartímum, ég fagna þeirri þróun sem átt hefur sér stað með það undanfarin tvö til þijú ár og tel að það muni skila árangri. Það væri þá alla vega auðveldara fyrir Bindindisdagur fjölskyldunnar eftirHönnu Kolbrúnu Jónsdóttur Til margra ára hefur sá siður tíðkast hér á landi að velja dag í vetrarskammdeginu sem fjölskyld- um þessa lands er bent á til íhugun- ar bindindis. Hann er 26. nóvember og við köllum hann bindindisdag flölskyldunnar. Raunar er það gott að hugsa til þess að geta verið alls- áður og skýrt hugsandi alla daga ársins. Það er þó gott að geta valið dag þar sem allir í fjölskyldunni era samstæðir í hugsun og umfjöllun á sama málefni. Þessi árstími hentar vel.skammdegisdrungi hvílir yfír mörgum og innivera fólks er meiri en ella. Þegar íhuga skal bindindismálin vakna spurningar af ýmsu tagi eins og afstaða til bindindismála. Borgar bindindi sig? Hvaða fyrirmynd vilj- um við vera bömum okkar og ann- arra og hvemig teljum við að okkur og ijölskyldunni líði best? Þeta eru spumingar sem vert er að hugleiða ekki bara einn dag á ári heldur alla daga ársins. Þetta hlýtur að vera kappsmál okkar sem eram foreldrar að sjá börn okkar og annarra verða dug- ikið og hugsandi fólk. Það er jú æskan sem á að erfa þetta iand. Við vitum það að áfengi sljóvgar hugsun mannsins. Þess vegna er ástæða til að ætla að dugur manns- ins sé meiri án þess. Það hefur þótt tilheyra sam- „Áfengisneysla leiðir alloft af sér neyslu sterkari o g alvarlegri vímuefna. Þegar neysla er orðin stjórnlaus dregur úr þreki manns- ins, námsgeta minnkar og oft gætir þunglyndis og leiða hjá viðkom- andi.“ kvæmis- og skemmtanalífinu að fá sér í glas. Það er ekki sama hvað er í glasinu. Það þarf ekki að vera vökvi sem sljóvgar dómgreind eða veldur vímu. Nú era til nógir drykkir góðir og girnilegir sem auk þess era óáfeng- ir og drekka má úr fallegum glös- um. Þeir era heilsusamlegri og veita mönnum ekki síður ánægju en áfengir drykkir. Tískudrykkja getur leitt af sér óhófsama drykkju hjá allt of mörgu góðu fólki. Menn ætla að hafa stjórn á drykkju sinni, þeir óska þess að geta verið hófdrykkjumenn. Svo einfalt er það ekki alltaf. Allt of stór hópur fólks missir stjóm á sinni drykkju, sumir mjög fljótt, aðrir á lengri tíma eða einhveijum árum. Sá sem aldrei drekkur úr fyrsta glasinu þarf ekki að óttast misnotk- un. Þess era dæmi að fólk lítur á áfengisnotkun sem menningu og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.