Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 41

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 41 Morgunblaðið/Silli. Frá bridsmótinu í Ljósvetningabúð. Efstu pörin spila saman. Talið frá vinstri: Þórólfur Jónasson, Magnús Andrésson, Magnús Magnús- son og Þóra Sigurmundsdóttir. Karpov „heiinsmeistari“ FIDE _________Brids_________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Tvímenningskeppni 18 pör. ÞórarinnÁmason - Bergur Þorvaldsson 153 Óli Valdimarsson - Stefán Halldórsson 141 Pálmi Vilhelmsson - Þórður Vigfússon 121 Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 119 Tvímenningskeppni 14 pör. Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 188 Ólöf Guðbrandsd. - Ásthildur Sigurgísladóttir 178 Garðar Jónsson - GísliGuðmundsson 178 Ingibjörg S. — Fróði Pálsson 171 Sparisjóðsmót S. Þingeyinga í Lj ós vetningabúð Húsavík. Hið árlega opna bridsmót Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fór fram að Ljós- vetningabúð síðastliðinn sunnudag og var þar spilað á 10 borðum. Keppend- ur voru víða og allt frá Vopnafírði til Akureyrar. Röð efstu para varð þessi: Þóra Sigurmundsdóttir - Magnús Andrésson, Húsavík. Magnús Magnússon, Akureyri - Þór- óflur Jónasson, Syðri-Leikskálaá. Anton Haraldsson - Pétur Guðjóns- son, Akureyri. Góð verðlaun, bikara og bækur veitti Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Mótstjóri var séra Magnús Gamalíel Gunnarsson, Hálsi. Evrópukeppni á Húsavík Bridsfélag Húsavíkur tók þátt í Evrópukeppni í tvímenningi í brids, sem haldin var föstudaginn 19. októ- ber og spilað var alls staðar á sama tíma. Á Húsavík urðu úrslit þessi. A/V: Tryggvi Bessason - Torfi Aðalsteinsson. N/S: Guðlaugur Bessason - Sveinn Aðalgeirsson. Alls var spilað á átta borðum. Fréttaritari. Bridsdeild Barðstr endingafélagsins Þegar lokið er 4 umferðum í Hrað- sveitakeppni deildarinnar er staða efstu sveita eftirfarandi. Sv. Óskars Karlssonar 2216 Sv. Þórarins Árnasonar 2194 Sv. Leifs Kr. Jóhannessonar 2132 Sv. Stefáns Ólafssonar 2073 Sv. Bjöms Árnasonar 2057 Sv. Lálandsgengisins 2047 Meðalskor í 4 umferðum er 2020 stig. Bestu skor í 4. umferð náðu eftirfar- andi: Sv. Óskars Karlssonar 634 Sv. Leifs Kr. Jóhannessonar 581 Sv. Kristins Óskarssonar 542 Meðalskor er 504. Skák Margeir Pétursson EFTIR einvígi sem stóð í skugga klofnings í FIDE og fjárhagserfiðleika Iauk einvígi þeirra Anatólís Karpovs og Jans Timmans fyrir nokkru með sigri þess fyrrnefnda 12’/2— 8'/2. Þeir háðu heimsmeistaraeinvígi sem varamenn þeirra Ka- sparovs og Shorts sem ekki vildu tefla undir merkjum FIDE. Karpov var síðan lýstur heimsmeistari af Alþjóðaskák- sambandinu og þar með endan- lega ljóst að Gary Kasparov hefur ekki lengur umboð þess til að kalla sig heimsmeistara. Þetta er í annað skiptið á ferlin- um sem FIDE lýsir Karpov heims- meistara án þess að hann sigri þann ríkjandi. Fyrra skiptið var árið 1975 er sambandið, undir þrýstingi frá Sovétmönnum, vildi ekki ganga að öllum kröfum Bobby Fischers og svipti hann titl- inum. Þrátt fyrir að oft hafi mikið gengið á í starfi FIDE var þetta ár örugglega það erfiðasta í sögu þess. Atvinnumannasamband Ka- sparovs og Shorts hefur nú hafið sína eigin heimsmeistarakeppni og fer stórt undanrásamót fram í lok desember í Groningen í Hollandi. Jóhann Hjartarson er einn fimmtíu skákmanna sem þegið hefur boð um þátttöku. Verðlaun eru helm- ingi hærri en í sambærilegu móti FIDE og búist við að flestallir sterkustu skákmenn heims verði meðal þátttakenda, að þeim Karpov og Timman undanskildum. Það dylst fæstum skákáhuga- mönnum að taflmennskan í Lond- on hjá þeim Kasparov og Short var öllu betri og skemmtilegri en hjá varamönnunum. Það þarf mikla formalista til að halda því fram að Karpov sé bestur skák- manna. Meira að segja Jan Tim- man hefur sagst hafa miklar efa- semdir um titil Karpovs og að Kasparov sé betri skákmaður. FIDE einvígið fór af stað með glæsibrag og fyrstu skákirnar voru líflegar og Timman sýndi mun meiri tilþrif en búist hafði verið við fyrirfram. En eftir 9. skákina varð Campomanes, forseti FIDE, að viðurkenna fyrir kepp- endum að hann hefði ekki gætt þess að afla nægra trygginga fyr- ir verðlaunasjóðnum. Þar með snerist einvígið upp í hálfgerðan skrípaleik. Að sögn Bandaríkja- mannsins Yassers Seirawans bað Campomanes Timman að hjálpa sér að finna aðila í Hollandi til að fjármagna einvígið að nýju. Að vonum lagðist þetta afar illa í Timman og næstu skák tapaði hann afar klaufalega. Þar með var forskot Karpovs orðið tveir vinn- ingar. Eftir tólf skákir þurfti að gera' þriggja vikna hlé á einvíginu áður en það var flutt til Jakarta í Indón- esíu. FIDE neyddist til að fjár- magna verðlaunin úr eigin sjóðum og að lokum urðu það u.þ.b. 40 milljónir króna sem komu í hlut keppenda, eða aðeins fjórðungur þess sem Kasparov og Short tefldu um. Taflmennska Timmans í Ja- karta var afar slök og Karpov vann alltof auðveldan sigur. Hann komst í 12—7, en þá náði Timman að minnka muninn um vinning áður en Karpov hélt jafntefli í 21. skákinni og tryggði sér sigurinn. 20. einvígisskákin: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Jan Timman Enski leikurinn 1. Rf3 - c5 2. c4 - Rc6 3. Rc3 - Rf6 4. d4 - cxd4 5. Rxd4 - e6 6. a3 — Rxd4 7. Dxd4 — b6 8. Bf4 - Bc5 9. Dd2 - 0-0 10. Hdl - Bb7 11. Bd6 - Bxd6 12^ Dxd6 - Hc8 13. e3 - He8 14. f3 - Hc6 15. Dd4 - Ba6 16. Re4? Karpov hefur reynt að einfalda taflið til jafnteflis og tryggja sigur í einvíginu en hér gengur viðleitni hans í þá átt alitof langt. 16. - Rxe4 17. Dxe4 - Dc7 18. Bd3 - g6 19. b3 19. - d5! 20. cxd5 - Bxd3 21. Dxd3 - exd5 22. Kf2 Svartur hefur náð geysilega sterku frumkvæði. 22. 0-0 — Hc3 23. Dxd5 — Hexe3 var einnig mjög slæmt. 22. - Hc3 23. Dxd5 - Hcxe3 24. Hd2 - De7 25. Kg3 - Hxb3! 26. a4 - Hb4 27. Hd4 - Hxd4 28. Dxd4 - Dg5+ 29. Kh3 - He2 30. Hgl - Dh5+ 31. Kg3 - Dg5+ 32. Kh3 - Hd2 33. Dc3 - Ila2 34. Dd4 - h6 35. Dc4 - Dh5+ 36. Kg3 - De5+ 37. Kh3 - Hd2 38. Dh4 - Df5+ 39. Kg3 - g5 40. Dxh6? - Df4+ og Karpov gafst upp, því eftir 41. Kh3 — g4+ tapar hann drottning- unni. Guðmundur Jóhann Einarsson - Minning Guðmundur Jóhann Einarsson varð bráðkvaddur 21. október síð- astliðinn. Hann var fæddur í Ási í Hegranesi 19. ágúst 1916, sonur hjónanna Einars Guðmundssonar, Olafssonar og Jóhönnu Einarsdótt- ur, og Valgerðar Jósafatsdóttur, Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafs- dóttur í Krossanesi. Guðmundur ólst upp í Ási, að tveim árum undanskildum er for- eldrar hans ásamt tveimur bræðrum hans, Guðjóni og Svavari, voru bú- sett í Syðri-Hofdölum. Þar varð hann fyrir því þunga áfalli að missa móður sína aðeins sex ára gamall. Aftur lá leið föður hans með synina þrjá að Ási. Árið 1924 hóf Einar búskap á hálfri jörðinni og hafði hann þá fengið Sigríði Jósafatsdóttur, sem var alsystir Valgerðar, sem ráðs- konu. Þau gengu í hjónaband 1925. Einar og Sigríður eignuðust sam- an þrjú böm, Valgarð sem varð bóndi í Ási, Jóhönnu sem giftist til Vopnafjarðar og Aðalgeir sem lést ellefu ára. Á uppvaxtarárum Guðmundar var ætíð mannmargt í Ási, þar var jafnan tví- og stundum þríbýli. Mundi, eins og hann var oftast kall- aður, mun snemma hafa lært að hjálpa til við sveitastörfin. Mun öll- um, bæði fyrr og síðar, hafa þótt gott að vinna með honum þvi að þar fór duglegur geðprýðismaður með glettni í viðmóti. Mundi vann á búi föður síns ásamt bræðrum sínum, en tók vinnu ef bauðst, svo sem vegavinnu vor og haust. Auk þess fóru Mundi og Svavar saman nokkrar vertíðir til Vestmannaeyja. Mundi hafði gaman af skepnum. Þó hafði hann mest yndi af hrossum, átti góða hesta og átti með þeim margar unaðsstundir. Hinn 6. desember 1946 gekk Guðmundur í hjónaband með Guð- björgu Þórarinsdóttur, Siguijóns- sonar frá Bessastöðum og Hallfríðar Jónsdóttur frá Dæli, sem seinna var þekkt sem Halla á Spítalanum. Þau Mundi og Bubba bjuggu fyrstu árin í Ási. Mundi varð síðan bústjóri á Garði hjá Pétri Björnssyni kaupmanni á Siglufirði, er þá átti jörðina. Á þessum árum kenndi Mundi veilu í baki, taldi rétt að tak- ast ekki meira á við sveitastörfin og fluttust þau hjónin til Sauðár- króks. Vann hann þar alla almenna verkamannavinnu þar til útgerðin efldist. Réðst hann þá til starfa í frystihúsinu og vann við fiskvinnslu í mörg ár, en síðustu árin fyrir sjö- tugt vann hann hjá Loðskinni hf. Bubbu og Munda varð ekki barna auðið, en áður en þau tóku saman hafði Bubba eignast tvö börn, Hall- fríði og Björn Ragnarsbörn. Björn kom til þeirra sex ára gamall og ólst upp hjá þeim eftir það. Halifríð- ur var komin í fóstur að Hrafnsstöð- um í Kinn, Þingeyjarsýslu. Ólst hún þar upp og er nú búsett á Húsavík, gift Erni Jenssyni bifvélavirkja og eiga þau fimm börn sem eru: Al- bert, Kristján, Þóra, Einar og Guð- mundur. Björn er búsettur í Kefla- vík suður, sambýliskona hans er Ólöf Bjömsdóttir, áður hafði Björn eignast þijá syni, Runólf, Guðmund og-Þórhall. Með Munda og fjölskyldum stjúp- barnanna ríkti ástúð og hlýja og börn þeirra leit hann á sem eigin afabörn og þó ekki hvað síst nafn- ana á hverjum stað. Stuttu eftir að Mundi og Bubba fluttust í bæinn hafði Guðjón bróðir hans fest kaup á upphlaðinni hæð með steyptri plötu á Bárustíg 13. Byggði hann síðan rishæð ofaná sem þau Mundi og Bubba festu kaup á fokheldri. Innréttuðu síðan þeir bræður íbúð, sinn á hvorri hæðinni og hafa búið undir sama þaki um 30 ára skeið í sátt og sam- lyndi. Þegar Mundi og Bubba bjuggu í Ási fæddist bróðurdóttir hans, Sig- ríður. Tóku þau strax ástfóstri við þessa litlu frænku sem enst hefur síðan. Átti Siggajafnan athvarf hjá þeim er hún stundaði nám við gagn- fræðaskólann, einnig er hún fór fyrst út á vinnumarkaðinn, allt þar til hún stofnaði sitt eigið heimili með Magnúsi Rögnvaldssyni. Ekk- ert breyttist, vináttusambandið rofnaði ekki, mjög náið samband var ætíð milli þessara heimila, oft sem eitt væri. Börn þeirra Siggu og Magga, Ragnar, Inga Dóra og Þröstur, nutu einlægrar ástar þeirra Munda og Bubbu. Voru þeir frænd- ur, Ragnar og Mundi, mjög sam- rýndir, unnu saman að sínum hugð- armálum, sem voru hestar, fóðrun þeirra og brúkun. Er það sjálfsagt fátítt með svo mikinn aldursmun að þeim skyldi aldrei verða sundur- orða. Við sem þekktum Munda, lifðum og störfuðum með honum, kveðjum góðan dreng með þökk og virðingu. Far þú í friði. + Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, og langafi, GUÐMUNDUR STEINSSON, Vegamótum, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 26. nóvember, kl. 13.30. Sigríður Jónathansdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Rafn Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Dagný Thorarensen, Selma Thorarensen, Sigurður R. Jónsson, Rakel Sif Sigurðardóttir. í í t Innilegar þakkir til allra þeirra, sýndu okkur samúð og hlýhug við lát og útför föður okkar, ÓLAFS JOSÚA GUÐMUNDSSONAR frá Litla Laugardal, Tálknafirði. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA JÓNSSONAR, Faxaskjóli 12. I i j l Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Kristinn Bjarnason, Kristín Pálmadóttir, Bjarni G. Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Vinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.