Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
-?----------------------------------------------------------------------------------------
að efna gefin loforð
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1993 Los Angetes Times Syndicate
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Eru íslenskir fjölmiðlar
á móti unglingum?
Frá Þórhalli Heimissyni:
Mikil umræða hefur verið í fjöl-
miðlum undanfarin misseri um ölv-
un, óspektir og margskonar nei-
kvæða hluti sem fylgja unglingum
í dag að sögn þeirra sem um fjalla.
Við höfum fengið að fylgjast með
óhæfuverkum og agaleysi þessa
„hræðilega" fyrirbrigðis sem er á
aldrinum 12-19 ára, bæði í blöðum,
útvarpi og sjónvarpi. Engin frétt af
óhæfuverkum unglinga er of lítif til
þess að rata inn í fréttatíma eða á
síður dagblaðanna.
En hvað gerist þegar unglingar
taka upp á þeim ósköpum að gera
jákvæða hluti? Já, það vill nefnilega
svo ótrúlega til, sama hvað fjöimiðl-
ar segja, að flestir unglingar eru að
fást við jákvæða hluti! Þeir eru eins
misjafnir og þeir eru margir, með
mismunandi áhugamál, hugsanir og
tilfinningar. En sjaldnast fær hin
jákvæða hlið „unglingsins" náð fyrir
augum fréttastjóra og ritstjóra fjöl-
miðlanna.
Mig langar til þess að nefna smá
dæmi. Laugardaginn 6. nóvember
héidu um 160 unglingar á vegum
æskulýðsstarfs kirkjunnar í Reykja-
víkurprófastsdæmum svokallaða
„haustsamveru“. Um eftirmiðdaginn
heimsóttu sumir þeirra sjúkrahús,
elliheimili og vistheimili út um bæ-
inn, ekki til að bijóta þar allt og
bramla, heldur til þess að skemmta
þeim sem þar dvelja, sýna hlýju og
vináttu í verki. Aðrir stóðu fyrir
opnu húsi í safnaðarheimili Laugar-
neskirkju og buðu börnum og full-
orðnum upp á kaffi, söng og fönd-
ur. Þema dagsins var „fjölskyldan".
Um kvöldið var síðan hveijum sem
vildi boðið til „smiðjumessu" í Nes-
kirkju, en það er messa sem ungling-
amir sjálfir „smíða“. Sama dag hitt-
ust um 150 norðlenskir unglingar,
frá æskulýðssambandi kirkjunnar
þar, á Akureyri, í sama tilgangi,
enda dagurinn samræmdur norðan
og sunnan heiða.
Alla vikuna á undan reyndi ég að
fá ijölmiðla til þess að segja frá
þessu til þess að benda á þetta já-
kvæða framtak unglinganna. Við-
brögðin voru vægast sagt furðuleg.
Rétt var getið um þetta með smáu
letri í sumum dagblaðanna. Á út-
varpsstöðvunum voru þeir geimverur
á heilanum og á sjónvarpsstöðvunum
var aðeins glott út í annað. En viti
menn. Föstudaginn 5. nóvember
glumdu frá fréttastofu ríkisútvarps-
ins frásögur af fréttum sem birst
höfðu í útlöndum og fjölluðu um ís-
lenska unglinga! Kl. 7.00, 7.30, 8.00,
8.30 og 9.00! En fréttirnar sem við
hlustendur fengum svo skilmerki-
lega að heyra fjölluðu auðvitað um'
Frá Guðmundi Jóhannssyni:
ÁÐUR hefur verið drepið á mismun
grunnlauna, en þar er ekki nema
hálfsögð saga þeirra kjara sem yfir-
stéttin hefur skammtað sér. Bílafríð-
indi er einn þátturinn og þó að seðla-
bankastjóri hafi orðið sérstakt tilefni
til umræðu nýverið, þá er hann því
miður ekkert einsdæmi með að fá
bíl á kostnað þjóðarinnar, nei, það
eru hundruð manna á vegum hins
opinbera sem eru undir þá sök seld-
ir. En hann er sennilega sá fyrsti
og eini sem afsalar sér slíkum mun-
aði, en það var vegna almenningsá-
litsins, sem fjölmiðlar komu á fram-
færi, en auðheyrt var af tilsvörum
bankastjórans að honum fannst ekk-
ert athugavert við þessi bílakaup og
kvaðst hann vonast til að fjölmiðlar
finndu sér verðugra verkefni til að
fjalla um í framtíðinni. Hví geta allir
þessir aðilar ekki keypt sína bíla og
ekið í vinnuna eins og flestir gera
sem eru á lægri launum? Komið hef-
ur verið upp gjaldskrá á ekinn km
sem er eðlilegt að þeir fari eftir sé
ekið í þágu ríkisins. Takið félags-
málaráðherra okkar ykkur til fyrir-
myndar. Þá er siðferðið ekki á háu
stigi þegar til ferðalaga1 kemur hjá
þessum stjórnsýslumönnum. Reglan
mun vera að allur ferðakostnaður er
greiddur samkvæmt reikningi + dag-
drykkjuskap íslenskra unglinga,
dópneyslu þeirra og bijálæði. Þá var
allt í einu nægur tími til að segja
frá. Sama frétt var ítrekuð í Morgun-
blaðinu daginn eftir. En ekki var
hægt að eyða einu orði í heimsóknir
300 unglinga til sjúkra og aldraðra.
Því leyfi ég mér að spyija, því ég
skil einfaldlega ekki þetta frétta-
mat. „Eru íslenskir fjölmiðlar á móti
unglingum"?
ÞÓRHALLUR HEIMISSON,
framkvæmdastjóri
Æskulýðssambands kirkjunnar.
peningar, sem ekki eru skornir við
nögl, og þeim er hægt að stinga í
rassvasann. Þetta er að sjálfsögðu
kaupauki, auk þess sem þetta eru
óeðlilegar greiðslur, þá býður þetta
heim hættunni; að ekki séu allar ferð-
ir knýjandi þörf fyrir þjóðina, það
er að segja að þessir dagpeningar
eru ferðahvetjandi. Til að bæta gráu
ofan á svart er mökum ferðalang-
anna heimilar fríar ferðir auk hálfrar
greiðslu dagpeninga, samkv. gjald-
skrá daggjaldanefndar. Auðvitað
mega þessir aðilar og makar þeirra
fara eins oft til útlanda sem þá lyst-
ir, en þeir verða bara að standa sjálf-
ir undir sínum ferðakostnaði svo
fremi þeir eru ekki í erindagjörðum
þjóðarinnar. Manni er spurn: Hver
stendur fyrir svona sukki og hver
er ábyrgur fyrir því? Ætla mætti að
reglur þessar, ef reglur mætti kalla,
væru af himnum komnar og mætti
ekki við þeim hrófla. Vonandi standa
þær ekki í Biblíunni eða Stjórnar-
skránni. Nei, þær munu vera af völd-
um nútímamanna með siðblindu. Því
nú ver og miður er stjórnsýslukerfið
helsjúkt af þessari spillingu, en nauð-
syn ber til að lækna hana.
GUÐMUNDUR JÓHANNSSON,
eftirlaunaþegi,
Þrastahólum 10,
Reykjavík.
Bílakaup
og önnur fríðindi
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji skrifar
Adögunum þurfti Víkveiji að
verða sér úti um blekhylki í
HP-prentara, sem hann á og notar
við tölvuna sína. Miðað við notkun
prentarans, þarf Víkveiji að jafnaði
að kaupa sér slíkt hylki á þriggja
mánaða fresti og hefur það kostað
rétt rúmlega 3.000 krónur um langan
tíma. Nú brá hins vegar svo við í
vikunni, er Víkveiji varð uppiskroppa
með blek, að hylkið hafði hækkað í
3.900 krónur, kostaði um 900 krón-
um meira en fyrir þremur mánuðum.
Víkveiji keypti umrætt hylki hjá
Örtölvutækni í Skeifunni. Hann vildi
fá skýringar á þessari gífurlegu
hækkun hylkisins, um 30%. Af-
greiðslutúlkan vísaði á karlmann í
verzluninni og bað hann um að svara
hinum óánægða viðskiptavini. Ekki
fannst Víkveija hann fá viðhlýtandi
svör. Afgreiðslumaðurínn taldi að
síðast þegar Víkveiji hafi keypt hylk-
ið hafí hann fengið það á einhveiju
tilboðsverði, en Víkveiji minnist þess
ekki, enda var þetta ekki fyrsta og
ekki annað hylkið sem hann keypti.
Þá sagði afgreiðslumaðurinn og að
verðið væri í samræmi við verðlista
Hewlett Packard og til þess að geta
gefið fyrirtækjum afslátt, sem
keyptu slík hylki í miklu magni, yrði
að verðleggja það með þessum hætti.
Ekki getur Víkveiji sagt að honum
hafí fundizt þessar skýringar viðun-
andi. Gengisþróun gefur ekki og
heldur tilefni til slíkrar hækkunar
og hart er að kyngja ef litlu kúnnarn-
ir, einstaklingarnir úti í bæ, sem
nota slíka prentara, þurfa að kosta
afslátt til stórfyrirtækja með þessum
hætti, en svör afgreiðslumannsins
gáfu svo sannarlega til kynna, að
það væri raunin. Þegar Víkveiji yfir-
gaf verzlunina og lýsti vanþóknun
sinni á verðinu með þeim orðum að
hann gæti ekki sætt sig við að greiða
fyrir afslátt stórfyrirtækja, var svar-
ið eitthvað á þá leið að sú væri og
ekki ætlun verzlunarinnar. En er það
ekki einmitt raunin?
xxx
Og þar sem farið er að ræða um
verðlagningu, má geta þess,
að félagi Víkveija lenti í því um dag-
inn, að gangtruflanir urðu skyndi-
lega í nýlegum Volvo, sem hann á.
Félaginn fór til gamla bifvélavirkj-
ans, sem jafnan hefur gert við bíla
hans og þegar hann hafði litið á bil-
unina, kom í ljós að færa þurfti bíl-
inn til umboðsins til viðgerðar og
stillingar. Kom í ljós að skipta þurfti
um þrýstijafnara í eldsneytisinns-
gjöfinni og ógerlegt reyndist að stilla
bílinn, nema hafa við höndina tölvu,
sem aðeins umboðsverkstæðið átti,
að mati gamla bifvélavirkjans.
Allt var þetta nú gott og blessað,
ef reikningurinn hefði verið skapleg-
ur, en það var hann ekki. Það sem
tók gamla bifvélavirkjann örskot-
stund að finna út að skipta þyrfti
um þrýstijafnara var síðan lagfært
hjá umboðinu og á reikningnum stóð
„Vinna við: bilanaleit, þrýstijafnari
órýtur, fenginn að láni úr bíl Brim-
borgar“. Fyrir þetta varð að greiða
fjórar klukkustundir og kostar hver
klukkustund 2.560 krónur eða sam-
tals 10.240 krónur. Þetta fannst fé-
laga Víkveija æði dýr leit, en vera
má að það hafi og tekið einhvern
tíma að skipta um þrýstijafnarann.
En ijórar klukkustundir, eru heldur
langur tími í bilanaleit.