Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.11.1993, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 49 Heilsuhagfræði, endalok samkenndar I Frá Júlíusi Váldimarssyni: HINN 20. nóvember birtist í Morg- unblaðinu grein eftir Gunnar Má I Hauksson sem nefndist Heilsuhag- fræði. Inntak greinarinnar var að fólk þyrfti að fara að sætta sig við | það í eitt skipti fyrir öll að ekki vær hægt að veita nema hluta af fólki læknisþjónustu. Taldi hann það vera staðreynd að flokka þyrfti þá sem ættu að njóta lækninga, en það þyrfti að gera þetta á hagfræðilegan hátt. Vandann mesta kvað hann vera að koma fólki í skilning um þetta því að eins og segir orðrétt í greininni: „Einstaklingurinn metur sína eigin heilsu mjög hátt, þó að hún vegi e.t.v. ekki mikið á vogar- skálum heildarinnar." Það sækir að manni hálfgerður flökurleiki þegar maður les um svona viðhorf. Þama er samkenndin lögð fyrir róða og skortur á bróðurkærleik gefður að fræðigrein. Maður getur ímyndað sér hvatn- ingarorðin til fólksins í framtíðar- þjóðfélagi heilsuhagfræðinnar. Þú ) munt verða beðinn um það, ef röðin skyldi koma að þér að verða veikur og fá ekki læknisþjónustu, að þú ) sýnir því skilning og axlir þína byrði. Föðurleg umvöndur. mun fylgja á þann veg, að þótt þetta virðist stórt mál í þínum augum, þá sé þetta nú að meðaltali mjög lítið mál þegar mælt er á vogarskál heildarinnar. Talnalegum útskýringum mun sjálf- sagt einnig verða beitt til að sýna fram á að sá lífsstíll sem hentar nútíma þjóðfélagi leyfi ekki að veija nema takmörkuðum fjármunum í það að lækna fólk. Þessi nýju og kaldhæðnislegu við- horf eru mjög ólík þeim hugsjónum sem forfeður okkur börðust fyrir og fjölmargir upphafsmenn og baráttu- menn verkalýðsfélaga, stjórnmála- flokka og samtaka fólksins um heilsuvernd fyrir alla fyrr á öldinni, og ríktu þar til fyrir fáum árum. Ég spyr, til hvers ætlum við að hafa þjóðfélag og hagvöxt og hagsæld ef að við gerum ekki allt sem í okk- ar valdi stendur til þess að fram- kvæma svo sjálfsagðan hlut og að veita þeim aðhlynningu og lækningu sem þurfa þess með. Þetta þarf að setja í forgang jafnvel þótt við þurf- um að draga úr eyðslu okkar í aðra hluti. Ég hvet fólk til að vakna ræki- lega til umhugsunar um hvað er að gerast. Ég tel mig vera húmanista og vil vera það, vegna þess að húm- anistar eru ekki efnishyggjumenn sem búa til hagfræði til að réttlæta mannlegar hörmungar. Þeir sem gera slíkt eru ekki húmanistar, þeir eru eitthvað annað. JÚLÍUS VALDIMARSSON, Laugavegi 17, Reykjavík. Pennavinir Nítján ára finnsk stúlka vill skrif- ast á við 19-24 pilta eða stúlkur. Hefur áhuga á listum, dýrum, ferðalögum o.fl.: Meija Kivela, Opastinkuja 4 A 10, 45120 Kouvola, Finland. LEIÐRÉTTING Setning féll niður Í grein Árna M. Mathiesen, serr. birtist í blaðinu í gær, féll niðui hluti úr setningu og er hún birt héi rétt um leið og höfundur er beðinn velvirðingar. . „Umboðsmaður Alþingis hefur samkvæmt 11. grein laganna um umboðsmann Alþingis einnig það hlutverk að tilkynna Alþingi og við- eigandi stjómvaldi ef hann verður þess var að meinbugir séu á gild- andi lögum. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft þann hátt á að vísa slík-, um málum til umfjöllunar í allsher- jamefnd, en í skýrslu umboðsmanns fyrir 1992 er um sex slík mál að ræða.“ Rangt ártal í leiðara Morgunblaðsins í gær sagði að Þjóðarflokkurinn hefði far- ið með völd í Suður-Afríku frá 1984. Hið rétta er auðvitað að flokkurinn hefur farið með stjóm landsins frá 1948. i ) I i i I $ VELVAKANDI ÞEKKIR EINHVER FÓLKIÐ? ÞEIR sem þekkja fólkið á mynd- unum em beðnir um að hafa samband við Henriettu Berndsen í Búðardal í síma 93-41162. VELJA FORRÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR ÍSLENSKT? MARGRÉT Aðalsteinsdóttir hringdi og vildi beina þeirri fyrir- spurn til þeirra forráðamanna þjóðarinnar sem em nú að aug- lýsa íslenskan vaming hvort þeir gangi sjálfir í íslenskum fötum. Hún sagðist ekki vita betur en forseti Islands væri með sér- stakan erlendan hönnuð til að hanna föt á sig. Væri ekki rétt að þeir gengju á undan með góðu fordæmi og styrktu sjálfir íslenskan fataiðn- að. „HAMBORGARA HRYGGUR?“ KONA hringdi til Velvakanda og segist hafa heyrt auglýst í nokkr- um fjölmiðlum „hamborgara- hryggi" til sölu. Henni leikur for- vitni á að vita úr hveiju þessir hamborgarahryggir séu. Em þeir úr hamborgurum eða er átt við hamborgarhryggi? ELDRIMAÐUR sem kom að vitja æskustöðva sinna í bakhúsi við Bragagötuna snemmsumars er vinsamlega beðinn að hafa samband aftur. TAPAÐ/FUNDIÐ Úr fannst STÁLKARLM ANN SÚR fannst við stöðumæli í Lækjargötunni á móts við íslandsbanka. Eigandi má hringja í síma 666246. Gull- og silfurnæla týndist GULL- og silfurnæla með perlu (lengd nælu u.þ.b. 3-4 cm) tapað- ist sl. Iaugardag. Líklegast er að það hafí verið í tjóðleikhúskjall- aranum, Café Romance eða ein- hvers staðar á leiðinni þar á milli. Nælan er eigandanum mjög kær og verða skilvísum fínnanda veitt góð fundarlaun. Jakki í misgripum GRÆNN vaxjakki var tekinn í misgripum úr fatahengi á Vina- balli í Árseli sl. föstudag. Sá sem er með jakkann er vinsamlega beðinn að hringja í síma 676891 eða 651013. Landsmót skáta í Kjarnaskógi TJALD, sem varð viðskila við eiganda sinn, er í vörslu BÍS í afgreiðslunni á 2. hæð í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Sími 23190. Silkislæða tapaðist AFLÖNG silkislæða, með appel- sínugulbrúnum- og gráleitum röndum tapaðist mánudaginn 22. nóvember (í hádeginu) frá Bankastræti að Gijótagötu (og til baka) og Austurstræti og Vallarstræti. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 625266. Týnt úr KVENÚR tapaðist sl. föstudag í Stakkahlíð eða Stigahlíð. Finnandi vinsamlega hringi í síma 39654. Dúkka i apóteki DÚKKA í bleiku burðarrúmi gleymdist í Apóteki Austurbæjar. Hafa má samband við apótekið í síma 621044. 1 Tannverndarráö ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum □ jóladagatöl L J án sælgætis Hjartans þakklceti fœri ég hreppsnefnd Gerða- hrepps, skólanefnd Gerðaskóla og samkennur- um, Garðbúum og öðrum, \inum og vanda- mönnum, sem heiðruðu mig ú 70 úra afmæli mínu 24. október sl. Halldóra Ingibjörnsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem minntust mín og glöddu í tilefni af 60 úra afmœli mínu 19. nóvember. Guð blessi ykkur. Halldór Þórðarson, Litla-Fljóti, Biskupstungum. Innilegar þakkir færum við ö/lum þeim, sem heiðruðu okkur ú gullbrúökaupsdaginn 19. nóvember sl. Sérstaklega þökkum við börnum okkar, tengda- börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum fyrir ógleymanlegan dag. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur öllum ú ókomnum drum. Kær kveðja. Inga S. Kristjánsdóttir, Guðmundur S. Sigurjónsson, Fagrabæ 1, Reykjavík. STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN Komnir aftur - pantanir óskast sóttar! ■ POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGRE1ÐSLUAFSLATTUR 1 Tðkum vlð notuðum skúm tll hanúa hágstöúúum Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgöiu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212, sími 689212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.