Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 50

Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Houston og Seattle enn án taps lyeikir aðfaranótt fimmtudags: Utáh — Houston.................93:95 ■Houston hefur byrjað tímabilið best allra liða og nú vann Houston 11. sigurinn í röð og hefur ekki tapað leik. Framlengingu þurfti í leiknum gegn Utah. Mario Elie gerði tvö stig úr vítum þegar tvær sekúnd- ur voru eftir af venjulegum leiktíma og tryggði framlengingu Houston. Vemon Maxwell tryggði siðan sigurinn með þriggja stiga körfu þegar rúmlega ein mínúta var til loka framlengingarinnar. Hakeem Olajuwon var stigahæstur að vanda með 29 stig, en John Stockton var stigahæstur í liði Utah með 24 stig. ■Houston er sjötta liðið í 48 ára sögu NBA-deildarinnar til að vinna ellefu leiki í __ röð og á liðið nú flóra leiki eftir í metið. Sácramento Kings - Seattle.....93:120 ■Seattle hefur byijað vel eins og Houston og unnið fyrstu níu leikina. Gary Payton gerði 23 stig, Ricky Pierce 21 og Nate McMillan 13 stig og tók auk þess 11 frá- köst. Mitch Richmond var stigahæstur í liði Kings með 24 stig. Þetta var fyrsta tap liðs- ins á heimavelli í vetur. Cleveland — Washington........113:107 ■Mark Price gerði 28 stig og Gerald Wilk- ins 16 fyrir Cleveland sem hafði yfir allan leikinn. Bullets, sem hafði unnið fjóra af siðustu fimm leikjum, komst næst því að jafna undir lokin. Detroit - Boston..............103:118 ■Boston hefur byijað mjög vel og var þetta áttundi sigur liðsins í 10 leikjum. Robert Parish gerði 20 stig fyrir Boston, en Olden Polynice var stighæstur heimamanna með 27 stig og tók 13 fráköst. ■Leikmenn Boston skoruðu úr 20 skotum í röð utan af velli, sem er NBA-met. Indiana — Philadelphia........97:108 ■Dan Barros gerði 22 stig og Tim Perry 20 fyrir Philadelphiu, sem var 14 stigum undir í fyrsta leikhluta en var sterkara á endasprettinum. Rik Smits gerði 25 fyrir Pacers og Reggie Milter 21. Miami — Golden State..........102:108 ■ Latrell Sprewell var hetja Golden State — gerði 7 af síðustu 11 stigum liðsins og var stigahæstur með 27 stig. Steve Smith náði persónulegu meti er hann gerði 32 stig fyrir Miami Heat. Charlotte — LA Lakers........141:124 ■Larry Johnson fór á kostum í liði Charl- otte og gerði 28 stig. Þetta var fjórði heima- sigurinn í röð og hefur unnið alla með meiri mun en 21 stigi. Lakers hefur hins vegar tapað fimm síðustu leikjum sínum. San Antonio — Chicago Bulls....109:84 ■ Dennis Rodman tók 21 frákast fyrir San Antonio og munar um minna: Willie Ander- son gerði 21 stig fyrir Spurs, sem hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum. Það gengur ekki eins vel hjá meisturunum eftir að Jordan hætti. Þeir hafa aðeins unnið fjóra leiki og tapað sjö! Minnesota — New Jersey........107:106 ■Chuck Person gerði sigurkörfu Minnesota með skoti utan af velli þegar 3 sekúndur voru eftir. New Jersey hafði yfir 100:106 þegar 2,20 mín. voru eftir, en náði ekki að skora eftir það. Derrick Coleman, sem var stigahæstur í iiði New Jersey með 36 stig og 15 fráköst, hitti ekki úr opnu færi þeg- ar 20 sekúndur voru eftir og Minnesota náði frákastinu og Person gerði sigurkörf- una eins og áður er lýst. Mílwaukee — Atlanta.............85:89 ■Craig Ehilo var stigahæstur (21 stig) fyrir Atlanta Hawks, sem er í efsta sæti í miðriðli austurdeildar. Blue Edwards gerði 28 stig fyrir Bucks. Phoenix — Denver.............130:107 ■Charles Barkley gerði 21 stig og Dan Majerle 20 í frekar auðveldum sigri á heima- velli. Phoenix hefur unnið alla fimm heima- leikina á tímabilinu og var þetta sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Mahmo- ud Abdul-Rauf, sem hefur ávallt verið stiga- hæstur í liði Denver í vetur, náði aðeins að gera 11 stig gegn Barkley og félögum. Evrópukeppni meistaraliða Mechelen, Belgíu: Mechelen - Benetton (Ítalíu)...86:85 ■Stigahæstir í liði Mechelen: Bill Varner 27, Kurt Portmann 21, Dirk Snyders 15. Hjá Benetton var Riccardo Peptes með 17 stíg, Winston Garland 16, Pace Manneon 13 stig. Madrid, Spáni: Real Madrid - Olympiakos.......57:58 ■ Joe Arlauckus 12, Arvidas Sabonis 12, Antonio Martin 11, Jose Biriukov 10 voru stighæstir hjá Real Madrid, en Zarko Pasp- alj var með 25 stig fyrir gn'ska liðið Olymp- iakos. Ikvöld Sund Bikarkeppni 1. deildar SSl hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöid kl. 20. Keppninni verður framhaldið á morg- un og sunnudag. Sex lið keppa um bikarmeistaratitilinn. Þau eru; ÍA, SFS, SH, KR og Ægir sem er bæði með a- og b-lið. Handknattleikur Bikarkeppni karla: Strandgata: ÍH - KA........kl. 20 Húsavík: Völsungur- Selfoss ...kl. 20 Blak 1. deild kvenna: Digranes: HK-Sindri........kl. 20 BARDAGALIST Mismun- andi stíll eneittmót Þeir sem æfa bardagalist hér á landi ætla að halda sameigin- legt mót á laugardaginn. Þar mun í fyrsta sinn keppt í hnefaleika- hring, frá því hnefaleikar voru bannaðir árið 1956, og verður fróð- legt að sjá hvaða „stíll“ bardaga- og sjálfsvamaríþrótta er bestur. Mótið verður haldið að Ármúla 30 og hefst kl. 13. Mikill áhugi er á mótinu enda ekki á hverjum degi að menn í mismunandi íþróttagrein- um eigast við. Þarna verða judó- menn, karate-menn, menn sem æfa fujuka-do, kung-fu, kick-box og ninjutsu. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót er haldið hér á landi. SKIÐI KNATTSPYRNA Eriingur Krist- jánsson næsti þjáKari KA? Erlingur Kristjánsson hampar hér bikamum fyrir sigur KA í Meist- arakeppni KSÍ fyrir þremur árum. Erlingur Kristjánsson hefur verið í viðræðum við KA um að taka að sér þjálfun 2. deildarl- iðs félagsins næsta sumar sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Erlingur lék í mörg ár með KA og var m.a. í liðinu og fyrir- liði þess er það varð meistari árið 1989. Hann hefur ekki leikið knattspyrnu með félaginu undan- farin tvö ár en er hins vegar á fullu í handboltanum með 1. deild- arliði KA. Njáll Eiðsson, sem þjálfaði KA í fyrra, verður ekki áfram hjá félaginu. Þórarinn E. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi ekki tjá sig um þjálfaramálin í gær og sagði að þau myndu skýrast á allra næstu dögum. Erlingur sagði; „Ég vil ekkert segja um málið á þessu stigi.“ Ásta níunda í Geilo Kristinn Björnsson meiddur í baki ÁSTA S. Halldórsdóttir skíða- kona frá ísafirði hóf keppnis- tímabilið með því að taka þátt í tveimur mótum í Geilo í Nor- egi um síðustu helgi. Hún hafn- aði í 9. sæti í svigi og 19. sæti stórsvigi, en bæði mótin voru viðurkennd af Alþjóðaskíða- sambandinu (FIS) og gefa því alþjóðleg styrkstig. JW Asta níunda í svigi sem fram fór á sunnudaginn. Hún fékk sam- anlagðan tíma, 1.42,10 mínútur. Sig- urvegari var Titti Roding frá Svíþjóð á 1.38,63 mín., Marianne Kjörstad frá Noregi varð önnur á 1.38,66 mín. og Trude Gimle, Noregi, þriðja á 1.39,54 mín. Ásta fékk fyrir árang- ur sinn 38 alþjóðleg styrkstig. Hún keppti einnig í stórsvigi á sama stað á laugardag og hafnaði í 19. sæti, en missti þá annan skíðastafinn í síðari umferð. Ólafsfirðingurinn Kristinn Bjöms- son, sem hefur æft í Geilo, hefur átt við meiðsli að stríða í baki og ekki getað æft í 10 daga. Hann hefur verið hjá sjúkraþjálfara í nálastung- um og hnykkingum. Hann reiknar jafnvel með að geta byijað að æfa á fullu aftur um helgina. Arnór Gunnarsson frá ísafirði er einnig í Geilo við æfingar. Hann keppti í stórsvigi á laugardag og fékk fyrir árangur sinn 71 stig. Sigurgeir Svavarsson frá Ölafs- firði keppti í 16 km göngu með fijálsri aðferð í Geilo á sunnudaginn. Hann sagðist hafa verið 8% á eftir sigurvegaranum sem var Thomas Alsgaard frá Svíþjóð. Sigur Svíans kom á óvart því bæði Björn Dæhlie og Vegar Ulvang urðú að játa sig sigraða, en þeir höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Sigurgeir hefur verið í Óstersund í Svíþjóð og æft þar með Daníel Jakobssyni, en hefur nú flutt sig yfír til Ólafs Bjömssonar sem býr í Lillehammer. RALLI Reuter Kankkunen heimsmeistari FINNINN Juha Kankkunen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í rall- íakstri er hann vann konunglega breska rallíið í þriðja skipti á þriðjudag — vann það einnig 1987 og 1991. Kankkunen, sem ók Toyota Celica, kom í mark á þrettándu og síðustu ökuleiðinni í N-Englandi einni mín. og 44 sek. á undan Svíanum Kenneth Eriksson, sem ók Mitsubishi. Hér á myndinni er Kankkunen á fullri ferð við aðstæður sem hann þekkir vel til heima hjá sér. Hann fékk samanlagt 135 stig í heimsmeistarakeppninni, en síðan komu Frakkarnir Deleco- ur (112 stig) og Aurioi með 92 stig. LYFJAMAL Strauss eygir mögu- leika á uppreisn æru Hollensk rannsóknarstofa segir líkama hennarframleiða mikið testosterón við bjórdrykkju, eins og hún hélt fram ÞYSKA sundkonan Astrid Strauss á möguleika á að verða hreinsuð af áburði um lyfjamisnotkun í kjölfar rann- sóknar, sem leiddi í Ijós að líkami hennar framleiddi óvenjulega mikið magn af hormóninu testosterón eftir víndrykkju. Strauss hélt því fram, þegar hún féll á lyfja- prófi, að um væri að kenna mikilli bjórdrykkju og neitaði lyfjamisnotkun, en var dæmd í keppnisbann og missti m.a. af Olympíuleikunum í Barcel- ona ífyrra. Straúss mældist með meira magn af testosterón í mars 1992 en kanadíski hlauparinn Ben Johnson á Ólympíuleikunum í Seo- ul 1988 og var dæmd í 18 mánaða keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Hins vegar komst rannsóknar- stofa í Utrecht í Hollandi að fyrr- nefndri niðurstöðu eftir að viður- kenndar rannsóknarstofur af Al- þjóða ólympíunefndinni höfðu neitað að framkvæma könnunina af ótta við að niðurstöðurnar ýttu undir lyfjamisnotkun. Strauss, sem er 24 ára, hætti við að höfða mál á hendur Álþjóða sundsambandinu, FINA, vegna bannsins. Hún hætti keppni í júní s.l. eftir að hafa ekki náð lágmark- inu í 800 m skriðsundi, greininni sem hún sigraði í á HM 1986, fyrir Evrópumeistaramótið. Hún sagðist ekki ætla að taka málið upp, en vildi að beðist yrði afsök- unar á mistökunum. „Ég sagði ekki ósatt og það skiptir miklu máli fyrir þá sem ég umgengst, foreldra mína, vini og íþróttafélag- ið. Ég vil hætta í landsliðinu með reisn. Þeir gætu haldið mér veislu og jafnvel gefið mér blóm.“ Tveir þýskir sundmenn bíða rannsóknar á B-sýnum eftir að rannsókn á A-sýnum fyrr í vik- unni leiddi lyfjamisnotkun í ljós. Sylvia Gerasch og Ralf Beckmann, sem unnu til gullverðlauna á EM í styttri vegalengdum, sem fór fram í Englandi fyrir skömmu, mældust með ólöglegt magn af koffíni. Garasch sagðist ekki hafa neytt ólöglegra lyfja en verið á meðulum vegna kvefs. Smollich viðurkenndi mikla kaffidrykkju og neyslu aspiríns, sem er ekki á bannlista. Ralf Beckmann, lands- liðsþjálfari, sagði að niðurstöðurn- ar kölluðu á spurningar um hvort ekki væri hægt að treysta lyfja- prófum og niðurstöðurnar frá Utrecht ýttu undir grun hans. í framhaldi af þeim sagði Beck- mann að hver sem niðurstaðan úr B-sýni Smollichs yrði, yrði óskað eftir sams konar prófi og Astrid Strauss gekk undir til að sjá hvort framleiðsla hormóna eins og test- osteróns ætti sér stað í líkamanum við ákveðnar aðstæður án vitundar viðkomandi íþróttamanns. Manfred Donike, helst sérfræð- ingur Þjóðveija varðandi lyfjamis- notkun, dró niðurstöður rannsókn- arstofunnar í Utrecht í efa. Stofan hefði misst viðurkenningu IOC vegna misræmis rannsókna í tengslum við mál þýsku hlaupa- drottningarinnar Katrínar Krabbe „og enginn af þeim 80.000 íþrótta- mönnum, sem voru teknir í lyfja- próf á síðasta ári, lét sig dreyma um að nefna vínneyslu í því sam- bandi.“ HANDBOLTI Dómarar fá verkefni Tvenn íslensk dómarapör hafa verið sett á leiki í Evrópu- keppni kvenna í handknattleik. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson munu dæma leik Gjer- pen frá Noregi og Funfhaus frá Austurríki í Evrópukeppni meist- araliða og verður leikið 30. janúar. Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson fara til Danmerkur og dæma leik Viborg og Lokomo- tiva Zagreb frá Króatíu og er sá leikur 23. janúar. Þá fer Gunnar K. Gunnarsson sem eftirlitsmaður til Spánar á leik Barcelona og Pfandi Winterthur frá Sviss í Evr- ópukeppni bikarmeistara karla. Leikurinn verður 19. janúar. FRJALSIÞROTTIR Þekktir þjálfar- ar til landsins Breski frjálsíþróttaþjálfarinn Mike Holmes, sem þjálfar m.a. há- stökkvarann Steve Smith, bronshafa frá heimsmeistarakeppninni í Stuttg- art í ágúst sem leið, og landi hans Trevor Llewellyn, sérfræðingur á sviði hreyfifræði, verða leiðbeinendur á þjálfaranámskeiði, sem fræðslu- nefnd FRÍ gengst fyrir að Laugar- vatni um helgina. Sérstaklega verður fjallað um há- stökk og tugþraut á námskeiðinu og er það opið þjálfurum, leiðbeinendum og áhugamönnum um fijálsíþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.