Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 51

Morgunblaðið - 26.11.1993, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 51 URSLIT Haukar - Tindastóll95:68 Iþróttahúsið Strandgötu, Islandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild, fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Gangur leiksins: 4:0, 4:4, 8:8, 17:11, 27:20, 27:27, 31:31, 33:33, 41:33, 43:36, 43:38, 52:40, 61:44, 66:52, 70:54, 83:54, 85:60, 85:64, 91:64, 95:68. Stig Hauka: John Rhodes 23, Jón Amar Ingvarsson 22, Pétur Ingvarsson 18, Jón Öm Guðmundsson 14, Tryggvi Jónsson 9, Guðmundur Bjömsson 3, Sigfús Gizurarson 2, Bragi Magnússon 2, Rúnar Guðjónsson 2. Stig Tindastóls: Róbert Bintic 21, Láms Pálsson 13, Ingvar Ormarsson 12, Ómar Sigmarsson 10, Stefán Hreinsson 5, Hinrik Gunnarsson 5, Baldur Einarsson 2. Áhorfendur: 270. Dómaran Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson, dæmdu vel. ÍA-ÍBK 63:84 íþróttahúsið Akranesi: Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:14, 16:22, 22:38, 31:45. 38:59, 42:66, 48:75, 53:80, 59:82, 63:84. Stig ÍA: Einar Einarsson 22, Eggert Garðp- arsson 13, Dagur Þórisson 13, ívar Ás- grímsson 6, Dwayne Price 3, Jón Þ. Þórðar- son 3, Haraldur Leifsson 2, Hörður Birgirs- son 1. Stig ÍBK: Sigurður Ingimundarson 18, Kristinn Friðriksson 15, Albert Óskarsson 12, Guðjón Skúlason 12, Johnatan Bow 11, Böðvar Kristjánsson 6, Jón Kr. Gíslason 5, Bryiyar Harðarson 3, Ólafur Gottskálks- son 2. Áhorfendur: 150. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al- bertsson, sem dæmdu illa. UMFS - Snæfell 83:72 Iþróttahúsið Borgamesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 25. nóvember 1993. Gangur leiksins:0:2, 6:13, 8:16, 18:20, 25:22, 37:30, 46:40, 52:46, 54:54, 56:64, 66:66, 73:68, 80:70, 83:72. Stig Skallagrims: Birgir Mikaelsson 21, Alexandre Ermolinskij 16, Sigurður Elvar Þórólfsson 14, Henning Henningsson 13, Ari Gunnarsson 7, Þórður Helgason 6, Gunnar Þorsteinsson 3, Bjarki Þorsteinsson 3, Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 20, Chip Entwistle 13, Kristinn Einarsson 10, Hreið- ar Hreiðarsson 8, Hjörleifur Sigurþórsson 4, Þorkell Þorkellsson 3, Atli Sigurþórsson 2. Dómarar: Kristján Möller og Héðinn Gunn- arsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum. Ahorfendur: 548 og héldu uppi rífandi stemmingu allan leikinn. Handknattleikur 2. DEILD KARLA: Ármann-HK....................19:23 Knattspyrna UEFA-keppnin Mechelen, Belgíu: Mechelen - Cagliari (ftal.)....1:3 Alex Czemiatynski (38.) — Gianfranco Matteoli (33.), Luis Oliviera (82.), Vitorio Pusceddu (87.). 7.000. BFámennur hópur áhorfenda, heimamenn, reyndu að komast inn á völlinn þegar ljóst var að þeirra lið myndi tapa. Lögreglumenn með hunda bmgðust skjótt við og náðu að koma áhorfendunum á sinn stað. EUROTIPS 111-X12-221-1X1X1 ■Þijár raðir (engin á íslandi) komu ffam með 14 rétta og fær hver röð 1.201.590 kr. KNATTSPYRNA íslandsmeistarar ÍA í UEFA-keppnina? Nýtillaga um lyrirkomulag á Evrópukeppni meistaraliða lögð fram á fundi hjá UEFA í næstu viku. 16 bestu liðin í Evrópu í meistaradeild. Tvö félög frá íslandi í UEFA-keppninni MIKLAR líkur eru á að breytingar verða gerðar á Evrópu- keppni meistaraliða á nœsta keppnistímabili, þannig að sext- án bestu félagslið Evrópu taki þátt í meistaradeild, þar sem liðinum verði skipt ífjóra fjögurra liða riðla. Tillaga þess efn- is verður tekin fyrir á fundi hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, í Genf, fimmtudaginn 2. desember. Ef tillagan verður samþykkt kemur það í hlut íslandsmeistara Akraness að leika f UEFA-keppninni næsta keppnistfmabil ásamt FH-ingum. Ellert B. Schram, einn af vara- formönnum UEFA, sem verð- ur á fundinum í Genf, sagði í við- tali við Morgunblaðið í gær að það hafi lengi verið uppi hugmyndir um að gera breytingar á Evrópukeppni meistaraliða. „Auka áhugann fyrir keppninni og markaðssetja hana í sambandi við sjónvarp, en beinar sjónvarpsútsendingar gefa knatt- spymunni tekjur — bæði frá sjón- varpsstöðvum og af auglýsingum. Það hefur verið erfitt að stórauka áhugann á meðan miðlungslið hafa komist í átta liða úrslitin á sama tíma og félög eins og til dæmis Stuttgart, Barcelona og Manchest- er United hafa verið úr leik. Með því að efla meistaradeildina verður auðveldara að ná inn tekjum og þar með að tvöfalda tekjur sem öll félög sem taka þátt í Evrópukeppni fá fyrir þátttöku," sagði Ellert B. Schram, en þess má geta að undan- farin tvö ára hafa íslensk félagslið fengið hátt í fimm milljónir ísl. kr. fyrir þátttöku í Evrópukeppni. Ellert sagði að með breyttri landaskipan í Evrópu hafi knatt- spymuforustan staðið andspænis því að breyta þyrfti keppninni. „Það var orðið erfítt að skipuleggja meistarakeppnina — þjóðimar eru orðnar um fimmtíu sem senda lið í keppnina." Tillagan um nýja fyrirkomulagið er þannig, að UEFA velur sjö bestu liðin (eitt frá hverri þjóð) til að taka þátt í 16-liða úrslitakeppn- inni, en áttunda sætið væri Evrópu- meistaranna frá árinu áður. Síðan koma iið frá þeim þjóðum sem eru í áttunda til 24. sæti á listanum yfir bestan árangur í Evrópukeppn- inni sl. fimm ár, eða sextán félög, og keppa þau um sætin átta sem laus eru. Leikið yrði heima og heim- an með útsláttarfyrirkomulagi. Lið- unum sextán í meistarakeppninni verður síðan skipt í fjóra riðla og leikið yrði heima og heiman. Tvö efstu liðin úr riðlunum kæmust síð- an í 8-liða úrslit, en þá verður einn- ig leikið heima og heiman með út- sláttarfyrirkomulagi og einnig í undanúrslitunum. Úrslitaleikurinn yrði síðan með hefðbundnum hætti — einn leikur á hlutlausum velli. „Þetta nýja fyrirkomulag yrði óneitanlega spennandi. Bestu félög Evrópu eigast við í meistaradeild- inni,“ sagði Ellert, en hann sagði að þær þjóðir sem ættu meistaralið í 25. sæti og þar fyrir ofan á styrk- leikalistanum, myndu vera með lið sín í UEFA-keppninni. „ísland yrði þá með tvö lið í UEFA-keppninni. Möguleikamir á að leika gegn góð- um liðum yrðu áfram fyrir hendi og einnig möguleikamir á að kom- ast lengra í keppninni. Evrópu- keppni bikarhafa verður óbreytt," sagði Ellert B. Schram. Sigfús G. Guðmundsson Hlynur Stefánsson. Miklar líkur á að hann verði áfram hjá Örebro. KORFUKNATTLEIKUR Stórsigur Hauka Það er gott að komast á sigur- brautina aftur eftir tvo tapleiki í röð. Ég er ekki sáttur við frammi- Stöðuna í fyrri hálf- Stefán leik, en seinni hálf- Eiríksson leikurinn var fínn og skrifar lofar góðu um fram- haldið," sagði Jón Öm Guðmundsson fýrirliði Hauka, eftir 27 stiga sigur, 95:68, á Tinda- stóli í gærkvöldi. Leikurinn var rcyndar jafn í fyrri þálfleik. Ungu piltarnir í Tindastóli börðust vel í vöm og sókn. Staðan var jöfn þegar fáeinar mínútur voru til leikhlés en seigla Haukanna á loka- mínútum hálfleiksins skilaði þeim sjö stiga forskoti í leikhléi, 43:36. Haukamir hristu af sér slenið í síðari hálfleik og léku frábærlega á köflum. Þeir juku muninn jafnt og þétt og sigruðu eins og áður sagði með 27 stiga mun, 95:68. Jón Arnar Ingvarsson, sem gerði 22 stig, lék vel og hélt Haukunum á floti í fyrri hálfleik, gerði þá sautján stig. Bróðir hans Pétur tók við í þeim síðari og gerði þá fjórtán stig. Frændi þeirra Jón Öm Guðmundsson lék einnig mjög vel, og John Rhodes stóð fyrir sínu. Þess má geta að Páll Kolbeinsson lék ekki með Tindastóli vegna veik- inda. Ingvar Ormarsson, Ómar Sigm- arsson og Lárus Pálsson sýndu að þeir eru mjög svo efnilegir. Langþráður sigur Skallagríms Þetta var langþráður sigur í erfið- um leik,“ sagði Birgir Mikalsson þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir sigur á Snæfelli, 83:72. Snæfellingar byijuðu þennan leik mjög vel en liðsmenn Skallagríms voru seinir í gang og hittu mjög illa fram- an af. Bárður Eyþórsson var yfir- burðamaður í liði Snæfellinga og lék mjög vel í fyrri hálfleik. Um miðjan fyrri hálfleikinn small lið Skallagríms saman og náði yfirhöndinni og hélt forystunni út f leikhlé 46:40 Snæfellingar byijuðu af miklum Theodór Kr. Þóröarson. skrifar krafti eftir leikhlé og komust í 56:64 undir miðjan síðari hálfleikinn. Þá hófst mikið baráttu og spennutíma- bil, jafnt utan vallar sem innan. Henning Henningsson og Sigurður Elvar Þórólfsson rifu liðsmenn Skallagríms með sér með ótrúlegri baráttu. Snæfellingamir misstu móð- inn og sigur Skallagríms var ekki í hættu eftir það. Borgnesingamir léku síðustu fimm mín. á yfirvegaðan hátt. Auðvelt hjá Keflavík Örebro býður Hlyn nýjan samning Forráðamenn félagsins hafa rætt við Am- ór Guðjohnsen og boðið honum samning HLYNUR Stefánsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu frá Vestmannaeyjum, sem hefur leikið með sænska félaginu Örebro, verður líklega áfram hjá félaginu. Þá getur farið svo að Arnór Guðjohnsen gangi til liös við Örebro, en forráða- menn félagsins hafa rætt við Arnór og Hlyn í Reykjavík — síðast í gær. Eg hef fengið betra tilboð frá Örebro, en ég hafði — það er mjög freystandi og líkumar miklar að ég verði áfram hjá félaginu," sagði Hlynur, sem var kjörin leikmaður ársins hjá Örebro „Forráðamennimir voru með tilboð um eins árs samn- ing og einnig drög að tveggja ára samningi, en það gæti allt eins orð- ið ofan á að ég gerði tveggja ára samning. Ég mun fara til Svíþjóðar Sigfús G. Guömundsson skrifar frá Eyjum fyrir stuttu. í byijun janúar til að ræða nánar um samning. Ég mun hugsa minn gang fram að því,“ sagði Hlynur, eftir að hann kom frá Reykjavík í gærkvöldi. Hlynur sagði að Amór Guð- johnsen væri efstur á óskalistanum hjá Örebro — yfir nýja leikmenn fýrir næsta keppnistímabil. „Amór lék mjög vel með Hácken gegn okkur síðasta keppnistímabil og hrifust forráðamenn Örebro mjög af honum. Það kemur til með að hafa áhrif á mína afstöðu hvort að hann kemur eða ekki. Okkur hefur vantað sókndjarfann miðjumann eins og Amór. Það yrði gaman að leika með Arnóri, sem myndi styrkja Örebro mikið — og skipt máli fyrir félagið hvort það verði í toppbaráttu eða botnbaráttu. Eins og málin standa nú eru góðar líkur á að Amór komi til Örebro. Það eins sem kæmi í veg fyrir það væri að hann fengi tilboð frá einhverju stærri félaganna," sagði Hlynur. Islandsmeistara ekki i miklum Keflavíkur áttu erfiðleikum með áhugalausa Skagamenn — unnu ör- uggan sigur 63:84. Frá Heimamenn báru of Gunntaugi mikla virðingu fyrir Jónssyni meisturanum, sem áAkranesi komust fljótlega yfír 2:14 og þá forustu létu þeir ekki af hendi. Keflvíkingar, sem léku sterkan varnarleik í byijun, höfðu ekkert fyr- ir sigrinum. Þeir tefldu fram varalið- inu nær allan seinni hálfleikinn. Houllier hættir með Frakka Gerard Houllier, landsliðsþjálf- ari Frakka, sagði starfí sínu lausu í gær í kjölfar þess að franska liðið náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum. Houllier tók við þjálfarastarfínu af Michel Platini eftir Evrópukeppnina í júní á síð- asta ári. Uppsögn Houlliers kom aðeins tveimur dögum eftir að Grahám Taylor, landsliðsþjálfari Englands, sagði af sér. Frökkum nægði eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum á heimavelli í undankeppninni, gegn ísrael og Búlgaríu, til að komast í úrslitakeppnina. Þeir töpuðu fyr- ir ísrael 2:3 þrátt fyrir að hafa 2:1 yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir. I síðari leiknum gegn Búlgaríu komust Frakkar I 1:0 en Emil Kostadinov gerði tvö mörk fyrir Búlgara og það síðara á síðustu mínútu leiksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.