Morgunblaðið - 26.11.1993, Síða 52
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVArloALIVIENNAR
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: IIAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 26. NOVEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Framlög vegna atvinnuleysis opinberra starfsmanna hafa meira en tvöfaldast
Atvinnuleysisbætur gætu
orðið þrír milljarðar í ár
Láglaunauppbót á bæturnar að upphæð 17-18 þúsund kr. greidd í desember
2 nikótín-
lyf saman
tvöfalda
árangur
ÞORSTEINN Blöndal yfirlæknir
á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að rúmlega helmingi betri árang-
ur næst með því að nota tvenns
konar nikótínlyf samtímis, þegar
hætt er að reykja.
237 íslendingar tóku þátt í sam-
anburðarrannsókn sem gerð var við
lungna- og berklavamardeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Annar helmingur fólksins fékk nik-
ótínplástur og nikótín-nefúða en
samanburðarhópurinn nikótínplást-
ur og lyfleysu-nefúða. Allir þátttak-
endur reyktu fyrir rannsóknina og
var fylgst með þeim í eitt ár. Að
þeim tima liðnum reyndust 28% í
fyrri hópnum ekkert hafa reykt, en
árangurinn í samanburðarhópnum,
þeim sem fékk lyfleysu, var 13%.
Miðað var við algert reykbindindi
allan tímann.
Sjá bls. Cl: „Meira en...“
Hversu margir standast
reykbindindi í eitt ár?
Þau sem notuðu
nikótín-plástur og
nikótín-nefúða
Þau sem notuðu
nikótín-plástur og
lyfleysu-nefúða
8 9 101112mán.
ATVINNULEYSISBÆTUR gætu alls numið hátt á þrjá millj-
arða króna á yfirstandandi ári. Upphæð bótanna er orðin
þriðjungi hærri en í fyrra þegar þær námu rúmum 1.800
milljónum og bæturnar eru þrefalt hærri en á árinu 1991
þegar atvinnuleysisbætur voru samtals 954 milljónir króna.
Spákaup-
mennska
með spari-
skírteini
SPÁKAUPMENNSKA á verð-
bréfamarkaði með spariskírteini
með innköllunarrétti í þessum
mánuði olli því að ríkið gaf yfir-
lýsingu á miðvikudag um hugsan-
lega innlausn skirteinanna.
Eftir vaxtalækkanimar um síð-
ustu mánaðamót sáu fjárfestar sér
leik á borði til að innleysa gengis-
hagnað. Jafnframt virðist orðrómur
um að fjármálaráðuneytið ætlaði að
nýta innköllunarréttinn hafa ýtt við
markaðnum. Fjárfestar hófu því
skömmu eftir síðustu mánaðamót
að selja spariskírteini í nokkrum
flokkum með innköllunarákvæðum
í gríð og erg á Verðbréfaþingi.
Sjá bls. 20: „Spákaupmennska
> knúði fram...“
Atvinnuleysi meðal opinberra
starfsmanna hefur aukist verulega
og hafa fjárveitingar vegna þess
meira en tvöfaldast í ár frá því í
fyrra, en atvinnuleysi meðal opin-
berra starfsmanna hefur verið
hverfandi á undanförnum árum.
Búið að greiða tvo milljarða
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði var búið að greiða rétt
rúmlega tvo milljarða króna í at-
vinnuleysisbætur fyrstu tíu mán-
uði ársins eða 2.070 milljónir
króna, en á sama tíma í fyrra var
upphæðin 1.461 milljón króna. Til
viðbótar höfðu verið greiddar um
95 milljónir króna vegna atvinnu-
leysis opinberra starfsmanna en
framlög til þess koma beint úr rík-
issjóði eða úr sjóðum viðkomandi
sveitarfélaga. Samsvarandi út-
gjöld fyrstu tíu mánuði síðasta árs
voru 43 milljónir. Í þessum tölum
hefur ekki verið tekið tillit til 500
milijóna króna fjárveitinga til sér-
stakra verkefna á vegum sveitar-
félaganna, en fólk á atvinnuleysis-
skrá var ráðið til þeirra starfa og
spöruðust atvinnuleysisbætur að
sama skapi. Reikna má með að
búið sé að veita yfir 300 milljónir
króna til slíkra verkefna það sem
af er þessu ári.
Á árinu 1992 fengu 625 ríkis-
starfsmenn og 255 starfsmenn
sveitarfélaga atvinnuleysisbætur
einhvern tímann ársins mismun-
andi lengi. 1. nóvember síðastlið-
inn höfðu 575 ríkisstarfsmenn
fengið bætur á árinu og í kringum
400 starfsmenn sveitarfélaga.
Margrét Tómasdóttir hjá Atvinnu-
leysistryggingasjóði segir að at-
vinnuleysi meðal opinberra starfs-
manna sé meira nú og hver ein-
stakur sé lengur á atvinnuleysis-
skrá en áður.
Láglaunauppbót í desember
Atvinnuleysi er hlutfallslega
meira í nóvember og desember en
flesta aðra mánuði ársins. Þannig
jókst heildarupphæð atvinnuleys-
isbóta um nær fjórðung í þessum
mánuðum í fyrra, auk þess sem
greidd er út sérstök láglaunaupp-
bót á atvinnuleysisbætur í desem-
ber til samræmis við það sem kveð-
ið er á um í kjarasamningum á
almennum vinnumarkaði. Lág-
launauppbótin kemur á laun undir
80 þúsund krónum. Þeir sem hafa
verið atvinnulausir i september,
október og nóvember og eiga full-
an bótarétt ættu að fá á bilinu
17-18 þúsund krónur í láglauna-
bætur í desember til viðbótar
venjulegum atvinnuleysisbótum.
IJósmynd/RUV - Sjónvarpið
Regnhlíf í ræðustól
VIÐ umræður um þingsályktunartillögu Guðmundar Hallvarðs-
sonar og fleiri um þjóðfána íslendinga á Alþingi í gær gerðist
það er frummælandi mælti fyrir frumvarpinu, að hann spennti
upp regnhlíf í ræðustól.
Samkvæmt núverandi fána-
lögum er bannað að nota fánann
sem einkenni fyrir íslenska vöru,
en því vilja flutningsmenn
breyta. Regnhlífin, sem Guð-
mundur Hallvarðsson spennti
upp, var gjöf Norðurlandaráðs
til þátttakenda á Norðurlanda-
ráðsþingi, prýdd fánum allra
þátttökuríkjanna. Slíkt er bannað
samkvæmt íslenzkum fánalögum
og vildi Guðmundur leggja
áherslu á fáranleika þess að
banna merkingar með fánanum.