Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D 272. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Færeyska landsþingið óskar rannsóknar á málefnum tveggja banka Á að varpa ljósi á svika- myllu við skipasmíðar Kaupinannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, frcttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA landsþingið hefur farið fram á það við Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra Dana að hann láti fara fram rannsókn á málefnum Færeyjabanka og Sjó- vinnubankans i Færeyjum. Rannsóknin á að ná aftur að upphafi fyrri áratugs. Mark- miðið er að komast til botns í lánum til skipasmíða og hvort fé liafi verið svikið út úr landstjórninni með vitund bankanna. Grunur leikur á að útgerðarmenn, eigend- ur skipasmíðastöðva og lögfræðingar, sem sáu um skipasölur, hafi haft fé út úr land- stjórninni með því að gefa rangar upplýs- ingar um eigið framlag til skipasmíða. Land- stjórnin veitti fyrirgreiðslu fyrir níutíu pró- sentum af smíðaverði skipa gegn því að út- gerðin legði fram tíu prósent. Ef verðið, sem upp var gefið, vár of hátt hefur landstjórnin lagt meira til en réttmætt var og danskir fjármögnunarsjóðir, sem lögðu til fram- kvæmdafé, hafa þá einnig verið ginntir á þennan hátt. Eitt slíkt mál er nú á leið fyr- ir dómstóla, en álitið er að það sé aðeins eitt af mörgum, því giskað er á að um átta- tíu prósent af öllum skipasmíðum Færeyinga á síðasta áratug hafi verið fjármögnuð með þessum hætti. Ætla má að erfitt hafi verið að koma þessum tilfæringum í kring nema að bank- arnir hafi verið með í spilinu og því fer land- stjórnin nú fram á rannsókn á rekstri bank- anna tveggja, Færeyjabanka og Sjóvinnu- bankans, í því skyni að varpa ljósi á málið. Aðferðin virðist hafa verið sú að útgerðirnar og aðrir, sem áttu hagsmuna að gæta, hafi lagt til fé í hlutafélög, sem síðan lögðu pen- ingana inn í bankana. Þetta fé var lagt fram sem framkvæmdafé, en um leið og vilyrði hafði fengist frá landstjórninni voru pening- arnir teknir út aftur, þar sem þeir voru i raun ekki ætlaðir til skipasmíðanna. Þetta auðsótta ijárfestingarfé leiddi til þess að mun fleiri skip voru smíðuð en nauð- syn bar til og var því ein aðal ástæðan fyr- ir offjárfestingum í fiskiflota Færeyinga á síðasta áratug. Um leið var sóknin of rnikil, svo segja má að þetta sé ein veigamesta ástæðan fyrir þeim erfiðleikum, sem Færey- ingar eiga við að glíma um þessar mundir. Morgunblaðið/Árni Sæberg / BOTNI HVALFJARÐAR m* Náttúran upp- götvaði hjólið ÝMSAR aðferðir sem maðurinn notar til að koma sér úr stað voru þekktar í náttúrunni. Plöntur og dýr gátu hafið sig til flugs, renniflogið, fært sig úr stað í vatni, svifið í nokkurs konar fall- hlíf, knúið sig áfram með þrýstikrafti þar sem sömu lögmál gilda og um þotu- hreyfil (s.s. kolkrabbi). Þurfti maðurinn því aðeins að notfæra sér tækni sem þegar hafði verið fundin upp. Til þess hefur uppgötvun hjólsins verið talin til merkustu uppfinninga mannsins en nýjar rannsóknir benda til þess að þar hafi náttúran einnig verið á undan manninum. Komið hefur í ljós að lítið krabbadýr, sjóbeiða, sem likist rækju og rekur á land á Kyrrahafsströnd Panama, hniprar sig saman í nokkurs konar hjól og steypir sér síðan í koll- hnís aftur á bak, allt að 40 í einu, til að hreyfa sig úr stað. Vilja fallafrá til- kalli til N-írlands MEIRIHLUTI íra er því fylgjandi að stjórnarskrá írska Iýðveldisins verði breytt þann veg að fellt verði út ákvæði þar sem Irar gera tilkall til Norður- Irlands. Kemur það fram í skoðana- könnun sem Irish Times birti í gær. Samkvæmt henni styðja 51% breyting- ar á stjórnarskránni, 28% voru því and- víg og 21% tóku ekki afstöðu. Einungis er hægt að breyta stjórnarskránni að undangengnu þjóðaratkvæði. Hefur til- kall íra til Norður-írlands flækt til- raunir til þess að binda enda á rúmlega tveggja áratuga átök þar í landi milli kaþólikka, sem vilja sameiningu við írland og mótmælenda, sem vilja áfram vera hluti af konungdæminu en þeir eru tveir þriðju hlutar íbúa. John Major og Albert Reynolds, forsætisráðherrar Bretlands og Irlands, settu nýlega auk- inn kraft í tilraunir til að stöðva blóð- baðið í Norður-írlandi. Nýr mótor vekur mikla athygli TILRAUNIR með nýjan og byltingar- kenndan mótor í Ástralíu gefa góðar vonir, en hann er 40% léttari, 60% minni, 20% ódýrari og 35% sparneytn- ari en venjulegar vélar. Tvö sprengi- rúm eru í hveijum strokki, fyrir ofan bulluna og neðan, og stuðlar tölvustýrð beinspýting fínúða bensínblöndu að skilvirkari bruna. Stefnir allt í að afl- vél þessarar tegundar knýi bandarískar og japanskar bifreiðir, mótorhjól og báta árið 1995. UPPSTOKKUN ILYFJAMALUM , LOSNUÐUM URHUGARFARI HAFTA Dr. Gylfi Þ. Gísla- son fyrrverandi menntamálaráð- herra í viðtali SKIPT UMLÁS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.