Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1993 EFNI Lækkun VSK á mat skilar tekjuhærri fjölskyldum fleiri krónum en tekjulægri Beinar fjölskyldubætur betri tekjujöfnunarleið LÆKKUN virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% skilar tekju- hærri fjölskyldum meiru í krónum talið en þeim tekjulægri. Þessi lækkun er því ekki skilvirk leið til tekjujöfnunar, er auk þess kostnað- arsöm fyrir ríkissjóð, flókin í framkvæmd og opnar leið til skatt- svika. Beinar fjölskyldubætur, eða lækkun almenna virðisaukaskatt- þrepsins, eru betri aðferðir til tekjujöfnunar og einnig mun ódýrari fyrir rikissjóð. Þetta kemur fram í gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum og unnin voru í sljórnarráðinu i tengslum við kjara- samningana sl. og að nokkru leyti i tengslum við neyslukönnun Hagstofu Islands. Neyslukönnun Hagstofunnar var gerð árið 1990. Meðalútgjöld þeirra 790 fjölskyldna sem voru í úrtaki Hagstofunnar voru rúmar 2,7 millj- ónir á ári og í gögnunum er áætlað að með lækkun skatts á matvæli, önnur en niðurgreidd innlend grundvallarmatvæli, iækki mat- vælaútgjöld þessara fjölskyldna um 18 milljónir króna, eða að jafnaði um 22.800 krónur á fjölskyldu. Útreikningarnir sýna meðal ann- ars, að ef áðurnefndum 790 fjöl- skyldum er skipt í tekjuhópa skili lækkun virðisaukaskatts á matvæli sér betur í krónum talið til tekju- hárra ijölskyldna en tekjulágra. Fram kemur, að lækkun virðisauka- skatts, sem sé í eðli sínu niður- greiðsla sem fjármagna þarf með öðrum sköttum, hafi þau áhrif að því hærri upphæð komi í hlut hvers og eins þvi hærri tekjur sem hann hafi. Óverulegur munur í gögnunum er farið yfir áhrif þess að lækka almenna virðisauka- skátthlutfallið úr 24,5% í rúmlega Brekkukot Landakotsspítala Foreldrar vilja fá meiri upplýsingar FORELDRAR barna á leikskólanum Brekkukoti, sem er annar tveggja leikskóla Landakotsspítala, hafa sent framkvæmdasljórn spítalans bréf þar sem farið er fram á upplýsingar um fyrirkomulag á rekstri leik- skólans en húsnæðið hefur verið leigt áhugahópi um stofnun barnaheim- ilis frá og með 1. janúar nk. og ætlar sá hópur að reka listaleikskóla í húsnæðinu. Þeir foreldrar sem nú eiga börn í Brekkukoti hafa forgang um vistun barna sinna hjá nýju rekstraraðilun- um. Að sögn Jarþrúðar Þórhallsdótt- ur, varaformanns Foreldrafélags Brekkukots, hafa foreldrar ekki fengið nægar upplýsingar um hveijir verði starfsmenn ieikskólans og hvernig rekstri hans verði háttað til að geta tekið ákvörðun um hvort þeir vilji hafa böm sín áfram í Brekkukoti. „Við höfum skrifað rekstrarstjóra spítalans bréf og óskað eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaðan leik- skóla. Núna emm við að bíða eftir svari. Stjóm spítalans hefur ábyrgst framtíðarvistun fyrir börn okkar og niðurgreiðslu gjalda og er það í sam- ræmi við niðurstöðu heilbrigðisráð- herra í leikskóladeilunni. Það er því ljóst að framkvæmdastjórn spítalans ber ábyrgð á því að sá leikskóli sem hún velur hafi starfsleyfi. Þegar okkur var tilkynnt um leigu hússins var okkur sagt að við sætum við nákvæmlega sama borð og þeir foreldrar sem hafa böm sín á hinum leikskóla spítalans, Öldukoti." Óöryggi fyrir börnin „Við getum auðvitað ekki ákveðið hvort við setjum böm okkar á fyrir- hugaðan leikskóla án þess að vita íS Heimiiistæki HF.imjsuGftróitmtsiMs i H<i’ /& '■’>v jiiy /fíf . -ofi'TÍi'i*rrr ^ ÁTTA síðna auglýsingablað frá Heimilistækjum fylgir blaðinu í dag. meira um starfsemina og að tryggt sé að hann hafí starfsleyfi. Þetta er mikið óöryggi fyrir böm okkar og þau hafa rétt á því að fá svör við spumingum sínum um það hvar þau verði eftir áramótin en nú er aðeins rétt rúmur mánuðurtil stefnu," sagði Jarþrúður. Bjami Arthúrsson rekstarstjóri Landakotsspítala sagði spítalayfir- völd ekki hafa fengið umrætt bréf og gæti hann því ekki tjáð sig um málið. 23%. Er niðurstaðan sú, að við það muni meðalútgjöld fjölskyldna lækka að meðaltali um sama hlut- fall og við að lækka VSK á matvör- ur. Fram kemur í gögnunum, að sá munur sem mælist sé svo óveru- legur að það geti hvergi réttlætt það að taka upp tveggja þrepa kerfi og fórna þannig grundvallarkostum íslenska virðisaukaskattkerfisins. Loks eru reiknuð út áhrif þess að greiða öllum fjölskyldum jafnhá- ar bætur, eða 22.800 krónur, til dæmis með því að hækka persónu- afslátt eða barnabætur, í stað þess að breyta virðisaukaskattinum. Er útkoman sú, að þetta myndi skila fjölskyldum með undir 2 milljónum í árstekjur um 30% meira en lækk- un VSK á matvæli hjá þeim nem- ur. Hins vegar myndu Ijölskyldur með 3 milljóna króna árstekjur og meira fá að jafnaði 20% meira í sinn hlut með lækkun VSK á mat- væli. Fjölskyldubætur skilvirkastar Niðurstaðan er því sú, að beinar fjölskyldubætur sé skilvirkasta íeið- in til tekjujöfnunar auk þess sem hún sé einföldust og ódýrust fyrir ríkissjóð. Hún geti tryggt lágtekju- fjölskyldum, og sérstaklega lág- tekjufjölskyldum með börn, hærri bætur en þær fengju með lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Lækk- un almenna virðisaukaskattshlut- fallsins er talinn næstbesti kostur- inn. Tekjujöfnunaráhrifin séu svip- uð og af því að lækka eingöngu skatt af matvælum en kostnaður sé minni vegna minni skattsvika og lækkunin muni skila sér betur i verðlagi. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé tvímælalaust sísti kosturinn þar sem hún hafi minnst tekjujöfnunaráhrif, sé dýrust í framkvæmd, opni leið til skattsvika og skili sér væntanlega ekki að fullu í verðlaginu. 4 Mörgunblaðið/Þorkell Ríðandi knattborðsleikari OPNA Laxnessmótið í billjard hófst í Ingólfsbilljard í gærmorgun. Hesta- leigan í Laxnesi er styrktaraðili mótsins og af því tilefni kom einn þátttak- enda, Baltasar Kormákur, ríðandi til leiks með kjuðann á lofti. Á móti honum tóku Örn Ingólfsson eigandi billjardstofunnar og Þórarinn Jónas- son í Laxnesi. Erlendir aðilar óska eftir að kaupa íslenskar geitur ÓSK HEFUR borist frá Skot- iandi um kaup á geitum hér á landi og Norðmenn hafa einnig sýnt því áhuga að kaupa geitur héðan. Ekki eru nema liðlega 300 geitur til í landinu en þær voru 3.000 árið 1930. Það er Hilmar Sigurðsson bóndi á Langárfossi í Borgarfirði sem hinir erlendu aðilar hafa leitað til. Hann er með um 60 geitur ásamt öðrum búskap og hefur lagt mikla rækt við að kynbæta íslenska geitastofninn undanfar- in ár. Hilmar segir að þessi við- leitni hafi hins vegar mætt litlum skilningi hjá sljórnendum land- búnaðarmála. Hilmar sagðist hafa farið að safna saman geitum árið 1989 en um það leyti hefði íslenski geita- stofninn verið að deyja út. Um 1930 voru um 3.000 dýr í landinu, 1960 voru þær aðeins 100 en nú eru hérlendis rúmlega 300 geitur. Landinu er skipt upp í sauðfjár- veikivarnarhólf og er vandkvæðum bundið að fá leyfi til að flytja geit- urnar milli hólfa. Geitur höfðu æxlast innbyrðis á hveijum stað í langan tíma og var úrkynjun orðin mikil. Morgunblaðið/Kristinn íslensk geit ÍSLENSKI geitastofninn þykir eftirsóknarverður vegna ullar- þelsins og mjólkurinnar. Úrkynjun Hilmar sagðist fljótlega hafa náð að safna saman 16 geitum en úr- kynjun var orðin mikil í þeim stofni. Með hjálp Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis á Keldum og Ólafs Dýrmundssonar hjá Búnaðarsam- bandinu í Reykjavík fékk hann leyfi til að flytja til sín 11 geitur úr Dala-hólfínu og segist hafa náð góðum árangri með því að blanda þessum tveimur stofnum saman. Hilmar sagði að þó þyrfti að ná mun meiri árangri og helst að vera leyfilegt að flytja sæði á milli eins og í sauðfjárrækt. Hann sagði að taka þyrfti þessi mál föstum tökum því mörg einkenni íslensku geitar- innar væru að deyja út. T.d. væru mörg litaafbrigði útdauð og aðeins nokkur dýr eftir af kollótta stofnin- um. Geitfjárræktarfélagið Haustið 1991 stofnuðu 30 ein- staklingar víðs vegar af landinu Geitfjárræktarfélag íslands og er markmið þess að forða íslenska geitastofninum frá útrýmingu svo og að nytja hann. Sagði Hilmar að félagið hefði sótt um aðild að Stéttarsambandi bænda en því ver- ið hafnað. Hilmar sagði að erlendir aðilar hefðu sýnt því mikínn áhuga' að flytja út íslenskar geitur. Væri ís- lenski stofninn talinn bera af hvað varðaði ullarþelið og mjólkina. Svo gæti farið að eftir nokkur ár yrði eins komið fyrir íslensku geitinni og ísienska hundinum, sem nú væri til betur ræktaður í Danmörku en á íslandi. Uppstokkun í lyfjamái- um ►Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa afgreitt nýtt frumvarp til lyfjalaga./10 Losnuðum úr hugar- fari haftanna ► Gylfí Þ. Gíslason, ráðherra menntamála og viðskipta öll við- reisnarárin, ræðir við Morgunblað- ið um þessa frægu stjórn og tilurð hennar í tilefni af útkomu bókar hans um Viðreisnina. /14 B ► 1-28 Sparsemin íblóðinu ►Það sem íslendingar kalla spar- semi og nýtni er lífstíll Þjóðverja sem nú eru meðal ríkustu þjóða heims. Kristín Maija Baldursdótt- ir, höfundur Buddupistla sunnu- dagsbláðsins, hélt til fyrirheitna landsins til að rannsaka hvernig dæmigerð þýsk fjölskylda hagar lífi sínu. /1 Faðir aldanna ►Valdimar Jóhannson í Iðunni segir frá bókaútgáfu sinni, blaða- mannsferli og stjórnmálaafskipt- um. /6 Þorði að taka ákvarð- anir ►Gunnar Friðriksson í Vélasöl- unni hefur áttræður skilað drjúgu dagsstarfi, flutt inn yfír 16 skip og löngum verið í fararbroddi í slysavamamálum. /10 Kokkur á Queen Elisa- beth II. ►Helga B. Finnsdóttir var valin úr 20 þúsund umsækjendum til að elda ofan í áhöfn og farþega fræg- asta skemmtiferðaskips heims./ 14 C BILAR ► 1-4 f tL\H.X\'lt\Sth\t2'tnSÓriVM . M.| "O Biuitrn ■t:u,nv}Hx gfu.OGMvsa.xK i/aatmasosak I KUAl w*. V.Xf.Wlt \!> tlHXMOÍKV jgii- «• Bresk-japanskur bíla- iðnaður í blóma ►Meðan nýskráningum bíla fækk- ar í Evrópu fjölgar þeim í Bret- landi og er það einkum þakkað japönskum bílaverksmiðjum í land- inu sem eru að hluta til í eigu Breta sjálfra. /1 Reynsluakstur ►Mondeo langbakur fyrir lang- ferðir. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 16b Leiðari 24 Fólk í fróttum 18b Helgispjall 24 Myndasögur 20b Reykjavíkurbréf 24 Brids . •20b Menning 26 Stjömuspá 20b Minningar 30 Skák 20b Iþróttir 42 Bíó/dans 21b Útvarp/sjónvarp 44 Bréftil blaðsins 24b Gárur 47 Velvakandi 24b Mannlífsstr. 8b Samsafnið 26b Kvikmyndir 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BÁK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.