Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1993
í heimsókn
FULLTRÚAR atvinnurekenda og launþega heimsækja Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Ahersla á íslensk innkaup
FULLTRÚAR ýmissa samtaka innan íslenska
byggingaiðnaðarins heimsóttu á föstudag Ríkis-
kaup og Innkaupastofnun ríkisins í tengslum við
átakið „Islenskt, já takk!“
Fulltrúarnir, sem komu bæði úr röðum launþega-
hreyfingarinnar og atvinnurekenda, afhentu Ásgeiri
Jóhannessyni, forstjóra Ríkiskaupa og Sigfúsi Jóns-
syni, forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg-
ar, upplýsingaefni átaksins með hvatningu um að
gefa íslenskri framleiðslu í byggingagreinum aukið
færi. í máli sínu lýstu þeir áhyggjum yfir því að
við opinber innkaup réði þjóðhagsleg hagkvæmni
oft ekki nógu miklu. Fulltrúamir stungu upp á auknu
samstarfi og samráði atvinnurekenda, launþega og
innkaupastofnana við stefnumörkun opinberra inn-
kaupa.
Nokkuð um að bækur
séu prentaðar erlendis
NOKKUÐ er um að íslenskar bækur séu prentaðar erlendis, að sögn
Þórarins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Félags islenska prentiðn-
aðarins (FIP). Á síðasta ári voru
19 löndum.
Að sögn Þórarins hefur nokkuð
af bókum, gefnum út á Islandi,
verið prentaðar erlendis mörg und-
anfarin ár. Sumar bækur, t.d.
margar myndasögubækur, verður
að prenta erlendis vegna ákvæða
um útgáfurétt en prentun á öðrum
er flutt til útlanda væntanlega
vegna þess að útgefendur telja sig
ná hagkvæmari samningum þar.
„Samkeppnin er alltaf að aukast
en spurning er um hvort gæðin séu
sambærileg. Þau eru stöðugt að
aukast hérlendis. Þótt einhveijar
bækur séu prentaðar erlendis þá
má ekki gleyma því að oftast nær
er stór hluti prentvinnslu þeirra
unninn hér heima, þ.e. setning og
filmutaka.“
Þórarinn sagði erfitt að fá upp-
lýsingar hjá bókaútgefendum um
bækur á íslensku fluttar inn frá
hversu mikið væri prentað erlendis
en samkvæmt verslunarskýrslum
fyrir síðasta ár voru íslenskar bæk-
ur fluttar inn frá 19 löndum. Þeirra
á meðal eru Hong Kong og Singap-
úr. Þau Evrópulönd sem mest er
flutt inn frá eru Bretland, Ítalía
og Sviss. Hann vildi þó einnig
minna á að eitthvað væri um að
hérlendar prentsmiðjur tækju að
sér prentun fyrir erlenda aðila.
íslensk bók meira en góð gjöf
Þórarinn sagði að skylt væri að
geta þess í bókum hvar þær væru
prentaðar en á því væri þó nokkur
misbrestur.
Félag íslenska prentiðnaðarins
hefur látið prenta veggspjöld og
hillumiða í tengslum við átakið ís-
lenskt, já takk til að hengja upp
og láta liggja frammi í bókabúðum.
Þar eru kaupendur minntir á að
bækur og blöð, framleidd á ís-
landi, skapi störf í landinu. Á hillu-
miðunum stendur: „íslensk bók er
meira en góð gjöf. “
Erfitt að fá upplýsingar
Þórarinn sagði að íslenskar
prentsmiðjur yrðu að beijast í sam-
keppni eins og aðrir. Sum verkefni
sem farið hefðu úr landi, hefðu
náðst hingað aftur og nefndi hann
sem dæmi að Bókatíðindi, sem
bókaútgefendur gefa árlega út fyr-
ir jólin, hefðu verið prentuð í Belg-
íu fyrir tveimur árum en hér heima
í fyrra og í ár. „Aðalvandamálið
hefur verið hversu erfitt er að fá
upplýsingar um það sem er að ger-
ast en maður verður að treysta því
að bókaútgefendur hafi viðskipta-
legar forsendur fyrir því sem þeir
eru að gera,“ sagði Þórarinn.
Opinn fundur um nýt-
ingii auðlinda sjávar
Fundur um sjávarútvegsmál
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Félagi frjáls-
lyndra jafnaðarmanna:
„Þriðjudagskvöldið 30. nóvem-
ber kl. 20.30 heldur Félag fijáls-
lyndra jafnaðarmanna opinn fund
um sjávarútvegsstefnuna á Korn-
hlöðuloftinu við Bankastræti.
Efling sjávarútvegs alla þessa
öld breytti íslensku þjóðfélagi úr
einhæfu landbúnaðarskipulagi
fyrri tíma í nútímalegt samfélag
með einhveijum bestu lífskjörum
sem þekkjast.
Óheft sókn í fiskistofna og hvarf
útlendinga af miðunum tryggðu
yfirburðastöðu sjávarútvegs í at-
vinnulífinu og í útflutningstekjum.
Ofveiði
áL . á^J
Ágúst Brynjólfur
^ 9 i. '4- jjr T*
Gunnar Þröstur
Ofveiði, umdeilt stjórnkerfi og
ósætti meðal landsmanna um sjáv-
arútvegsmál hafa einkennt um-
ræðuna síðustu ár. Hvað er til
ráða og hvað gera aðrar þjóðir?
Er hægt að ná þjóðarsátt um sjáv-
arútvegsstefnuna?
Deilur eru m.a. innan allra
stjórnmálaflokka, milli þéttbýlis
og dreifbýlis, milli trillukarla og
togaraeigenda, milli frystitogara
og ísfiskskipa, milli Vestfirðinga
og Vestmanneyinga, milli sjávar-
útvegs og iðnaðar og milli Morg-
unblaðsritstjóra og talsmanna
sjávarútvegs.
Hafa útgerðarmenn fengið
ómæld verðmæti afhent til eignar
um aldur og æfi til eigin nota eða
hafa þeir afnotarétt af auðlindinni
með þeirri kvöð að skila sem mest-
um verðmætum og velmegun til
allra í þjóðfélaginu?
Allir hafa skoðun á stjórnkerfi
fiskveiða en vita allir um hvað
málið snýst?
Til að ræða þessi mál efnir Fé-
lag fijálslyndra jafnaðarmanna til
fundar um sjávarútvegsmál.
Frummælendur verða fjórir tals-
ins.
Fiskveiðistjórnun
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað-
ur utanríkisráðherra og annar for-
maður Tvíhöfðanefndar, fjallar um
fiskveiðistjórnun erlendis og gerir
grein fyrir tillögum nefndarinnar,
frumvörpum sjávarútvegsráðherra
og áhrifum nýs dóms Hæstaréttar
um skattalega
meðferð kvóta.
Össur
Skarphéðins-
son, umhverfis-
ráðherra, fjall-
ar um pólitíska
málamiðlun
fiskveiðistjórn-
unar, sérstöðu
trillukarla,
hlutdeild ann-
arra þjóðfélagsþegna í auðlindum
sjávar og hvort fijálst framsal
kvóta sé nauðsyn í kerfinu eða
kvótabrask.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri, fjallar um reynslu
af aflamarkaðskerfi í samanburði
við önnur stjórnkerfi, röksemdir
gegn veiðileyfagjaldi, nauðsynleg-
ar endurbætur á núverandi kerfi
og æskileg og óæskileg áþrif út-
lendinga í sjávarútvegi hérlendis.
Gunnar Svavarsson, iðnrekandi,
fjallar um áhrif fiskveiðistjórnunar
á starfsskilyrði iðnaðar, áhrif afla-
markskerfis á samþjöppun kvóta
á hendur fárra aðila, röksemdir
fyrir veiðileyfagjaldi og áhrif
kvótakerfis á byggðamál og mark-
aðsmál.
Fundurinn á að upplýsa, kynna
mismunandi rök og vera vettvang-
ur fyrir skoðanskipti. Fundarstjóri
verður Ágúst Einarsson, prófess-
or.
Allt áhugafólk um íslensk
stjórnmál er velkomið. Kaffigjald
er 500 krónur.“
Erlendir ferðamenn
18% aukn-
ing gjald-
eyristekna
GJALDEYRISTEKJUR af erlend-
um ferðamönnum fyrstu níu mán-
uði ársins hafa aukist um 18%
miðað við sama tímabil í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum Seðla-
banka íslands eru þær 11.943 millj-
ónir í ár en voru 10.123 milljónir
árið 1992. Fram kemur að meðal-
eyðsla hvers erlends ferðamanns
hafi aukist um rúmlega 6% á tíma-
bilinu.
í frétt frá Ferðamálaráði segir að
raunaukning í erlendum gjaldeyri að
teknu tilliti til gengisbreytinga sé
9,8%. Fram kemur að erlendum
ferðamönnum á tímabilinu hafi á
milli ára fjölgað um 7% og að tekju-
aukning í gjaldeyri af hveijum erlend-
um ferðamanni sé 3%.
Þá segir að veruleg breyting sé á
samsetningu tekna þar sem eyðsla
ferðamannanna hér á landi sé mun
meiri en tekjur af fargjöldum. Eyðsla
[ landi hefur aukist um 22,5% í ís-
lenskum krónum talið fyrstu níu
mánuði ársins miðað við sama tíma
í fyrra.
Getur verið refsivert að hjálpa
ekki náunga sem er í neyð
Getur verið refsivert að aðhafast ekkert
SAMKVÆMT íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum
að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum og einnig
að veita aðstoð þar sem umferðarslys hefur orðið, hvort sem
viðkomandi á hlut að máli eða ekki. Sá sem lætur farast
fyrir að hjálpa náunga í nauðum geti hann gert það án þess
að stofna sjálfum sér eða öðrum í hættu, getur þurft að
sæta allt að tveggja ára fangelsi. Að sögn Ómars Smára
Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þekkja lögreglu-
menn dæmi þess að fólki í neyð sé ekki komið til hjálpar þó
að þau séu ekki ýkja mörg. Mun auðveldara sé að finna
dæmi um að fólk komi ókunnugum til aðstoðar og hætti jafn-
vel við það eigin lífi. Nýlegt dæmi er af manninum sem reyndi
að hjálpa stúlkunni sem ráðist var á í miðbæ Reykjavíkur í
byijun október með hörmulegum afleiðingum.
Ómar Smári sagðist þekkja
dæmi þess að fólk horfði á og
hefðist ekkert að þegar menn
væru í stympingum þar sem lík-
legt væri að meiðingar hlytust
af. Þá sagði hann að sum sjúk-
dómseinkenni líktust ölvunarein-
kennum og hinn almenni borgari
ætti erfítt með að greina á milli
þeirra. Ómar Smári kannaðist
við nýlegt dæmi um konu sem
var stödd á Laugaveginum og
þurfti vegna veikinda að leggjast
fyrir. Vegfarendur héldu að kon-
an væri ölvuð og hún beið nokk-
urn tíma áður en henni var kom-
ið til hjálpar. Loks nefndi Ómar
Smári nýlegt dæmi af konu sem
hafði nærri misst bíl sinn út af
veginum á Hellisheiði. Konan
reyndi að vekja athygli þeirra
sem framhjá óku en ijöldi öku-
manna virti hana ekki viðlits og
hún beið í langan tíma áður en
nokkur kom henni til aðstoðar.
Samskiptaleysi leiðir
til afskiptaleysis
Aðspurður um hvort það sem
börnum er innrætt til að minnka
hættuna á að þau verði fyrir
kynferðislegri misnotkun ókunn-
ugra gæti ekki leitt til þess að
börnin temdu sér ákveðið viðhorf
gagnvart náunganum á fullorð-
insaldri, sérfí kæmi t.d. fram í
því að skipta sér ekki af og
blanda sér ekki í mál, sagðist
Ómar Smári ekki telja svo vera.
„Börn hafa það innbyggt í sér
að hjálpa öðrum börnum ef þau
þurfa aðstoð og fullorðnir virðast
hafa hæfileika til að greina á
milli hvort hættulegt sé eða
nauðsynlegt að aðstoða mann-
eskju í nauð. Það eru aftur aðrir
þættir í samfélaginu sem geta
leitt til afskiptaleysis gagnvart
öðrum og það eru t.d. hin minnk-
andi tengsl og minni samskipti
milli fólks, jafnvel innan fjöl-
skyldna. Við þekkjum dæmi um
að gamalt fólk sem býr eitt finn-
ist látið í híbýlum sínum án þess
að hafi verið vitjað um það í ein-
hvern tíma.“
Stórborgareinkenna ekki
farið að gæta enn
„Þess mikla afskiptaleysis
fjöldans sem áberandi er í mörg-
um erlendum stórborgum er ekki
farið að gæta hér að marki, sem
betur fer, en við vitum aldrei
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Vonandi verður viðhorf Islend-
inga aldrei það að horfa framhjá
einhveijum sem þarf á aðstoð
að halda,“ sagði Ömar Smári.