Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 Viðreisn - Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 1965 til 1970. I0SNUDUM ÚR HUGARFARI HAFTANNA hefði það verið með jafn gagngerum og skynsamlegum hætti og Viðreisn gerði svo þremur árum seinna. Þó hefðu spor verið stigin í rétta átt, þremur til fjórum árurn_jyrr, ef hugmyndin um Hræðslubandalagið hefði orðið að veruleika. Menn töldu þá og telja margir enn að Hræðslubandalagið hafi ver- ið mjög óheilbrigð og ódrengileg hugmynd. En það var hún að mínu viti alls ekki, miðað við þær aðstæð- ur sem þá ríktu. í kosningunum 1953 höfðu margir af foringjum Sjálfstæðisflokksins fundið það út að Sjálfstæðisflokkurinn hefði get- að unnið hreinan meirihluta, ef at- kvæði hefðu skipst svolítið öðruvísi. Þetta gerði okkur auðvitað logandi hrædda og var undirrótin að Hræðslubandalagshugmyndinni. Ástæða þess að Hræðslubandalagið tapaði var sú, að Hannibal brást á síðustu stundu. Gott að Hræðslubandalagið féll Það er mjög eindregin skoðun mín, að það hafi verið Finnbogi Rútur sem réði úrslitum í ákvörðun Hannibals í þeim efnum. Þetta segi ég alls ekki til þess að hallmæla Finnboga Rúti, sem var afar hæfur maður. En hann var maður sem sóttist eftir völdum og áhrifum, og lagðist þess vegna gegn Hræðslu- bandalaginu, því hann óttaðist það mjög, að hann yrði settur hjá garði, ef hugmyndin um það yrði að veru- leika, og einangraður með gömlu kommúnistunum, sem hann hafði afar litlar mætur á, enda var hann aldrei kommúnisti. Það er kannski rétt að bæta einu við, sem ég segi ekki í bókinni, um þetta tímabil. Ég held, svona eftir á skoðað, hafi það verið gott að við unnum ekki í kosningunum og hug- myndin um Hræðslubandalagið náði ekki fram að ganga , jafnvel þó að sigur okkar hefði þýtt einhverjar endurbætur í efnahagsmálum, því að þá hefði ekki orðið úr þeirri breytingu á kjördæmaskipuninni, sem varð 1959.“ - Þessi orð þín kalla fram næstu spurningu mína sem er þessi: Stangast sú skoðun þín á möguleik- um til framfaraspora í samvinnu við Framsókn ekki á við þá niður- stöðu sem þú einnig komast að á ofangreindum fundi, að breytt kjör- dæmaskipan hafi verið grundvöllur- inn að myndun Viðreisnar? Var ein- hvern tíma hægt að eygja mögu- leika á breyttri kjördæmaskipan í samvinnu við Framsókn? „Nei, það er engin þversögn í þessu. Það má ekki leggja of djúpan skilning í það sem ég sagði á fund- inum um að ef við hefðum unnið, þá hefðu þær endurbætur sem við hófum gagngerar í Viðreisn, byijað í dálitlum mæli þremur árum fyrr. En ástæðan fyrir því að ég segi núna að það hafi verið gott að Hræðslubandalagið vann ekki, eru þær sem ég nefndi hér áðan, um kjördæmaskipanina og höfuðnauð- syn þess að breyta henni. Auk þess hefði aldrei verið hægt að gera það sama á sviði efnahagsmála með Framsókn og reyndist mögulegt að gera með Sjálfstæðisflokknum." Þýðing kjördæmamálsins vanmetin - I bók þinni leggur þú mikla áherslu á þýðingu breyttrar kjör- dæmaskipunar 1959 og færir fyrir því rök að sú breyting hafi átt sér stað liðlega hálfri öld of seint. Hvað telur þú að gæti farið betur í kjör- dæmaskipan okkar í dag? „Ég held að þýðing kjördæma- málsins fyrir þá þróun sem orðið hefur á öldinni, hafi verið stórkost- lega vanmetin. Flokkaskipan okkar myndast aðallega á þriðja áratugn- um, en þá er hún byggð á hálfrar aldar gömlu kjördæmafyrirkomu- lagi, eða því sem tók gildi 1874. Hannes Hafstein, merkasti stjórn- málamaður síns tíma sá strax með Heimastjórn árið 1904 að kjördæma- skipanin var úrelt og ári seinna flutti hann frum- varp um breytta kjör- dæjnaskipan, en það varð því miður ekki að lög- um. Sú breyt- ing sem átti sér stað með samkomulag- inu 1959, er lygilega lík frumvarpi Hannesar Hafstein nokkur stór kjördæmi, með hlut- fallskosningu. Hefði breytingin átt sér stað rúmri hálfri öld áður, hefði þróun stjórnmála og stærð stjórn- málaflokka orðið með allt öðrum hætti. Alþýðuflokkurinn brást að mínu mati árið 1927, þegar hann gat tekið upp kjördæmamálið, en gerði þess í stað þá örlagaríku skyssu, að veita flokksstjórn Fram- sóknarflokksins, undir raunveru- legri stjóm Jónasar Jónssonar, vald, sem Framsókn notaði svo í fjögur ár. Með tækni Jónasar tókst Fram- sókn að festa sig svo kirfilega í sessi, að frá 1927 til 1959 sat Fram- sókn samtals 25 ár í ríkisstjórn. Á þessari linnulitlu stjórnarsetu Framsóknar ber Alþýðuflokkurinn mikla ábyrgð. Það er hreint ekki svo lítil ábyrgð að axla, á sögulegan mælikvarða, þegar horft er til þess að Framsókn var bændaflokkur, dreifbýlisflokkur, haftaflokkur, harðsvíraður valdaflokkur og þröngsýnn stéttaflokkur. Ég tel vera orðið brýnt að breyta kjördæmaskipaninni enn frekar. Það er ekki nóg að láta flokkana hafa þingmannatölu í samræmi við kjörfylgi sitt, heldur verður að láta íbúa hvers kjördæmis hafa nokkurn veginn sama rétt, hvar sem þeir búa á landinu. Það er mín skoðun að slík breyting stuðli tvímælalaust að heilbrigðari og réttlátari þróun.“ Gagnrýni á Alþýðuflokk og Gylfa - Þú leggur í bók þinni mikla áherslu á ófarir Alþýðuflokksins í kosningunum 1971 og að annar jafnaðarmannaflokkur hafi komið til sögunnar. Þú segir beinlínis að Hannibal hafi með fijálslyndum og vinstri sinnum fellt Viðreisn. Er það ekki stað- reynd að Alþýðu- flokkurinn síð- ustu ár Viðreisn- ar, var kominn mjög neðarlega í fylgi, kannski af sömu ástæðum og þeim sem Jó- hanna Sigurðar- dóttir og Rann- veig Guðmunds- dóttir nefndu á flokksstjórnar- fundi, snemma í mánuðinum, svo sem embætti- sveitingar Al- þýðuflokksins, fríðindi, að nú ekki sé talað um bílafríðindi, sem einhvern veginn söfnuðust í umræð- unni öll saman í einum bíl, verð- andi, fyrrverandi jeppa þess banka- stjóra Seðlabankans, sem nú hefur verið ráðinn aðalbankastjóri NIB: Mikið var um embættisveitingar, á seinnihluta Viðreisnaráranna, þar sem kratar veittu sínum mönnum embætti. Slíkt verður meira áber- andi, þegar minni flokkar eiga í hlut, en stærri, ekki satt? Getur þú fallist á að þetta hafi verið hluti skýringarinnar? „Nei, alls ekki. Ég tel þetta vera alveg út í bláinn. Við unnum stóran kosningasigur árið 1967.“ - En það er samt sem áður mat margra manna, að mikið hafi fjarað undan Alþýðuflokknum á síðustu árum Viðreisnarinnar. Ég minnist frá þessum árum harðrar gagnrýni í dagblöðum, einkum Þjóðviljanum, á þig persónulega, þar sem því var iðulega haldið fram að þú eyddir meiri tíma í ferðlög til annarra landa, en hér heima fyrir. Skaðar slíkt ekki líka, ekki stærri stjórn- málaflokk og ertu í bók þinni ekki þar með að gera óþarflega mikið úr hlut Hannibals, en dreifa umræð- unni um siðferði Alþýðuflokksins á þessum árum á dreif? „Eflaust er það rétt, að það fór mjög að halla á okkur á milli 1967 og 71, en frumskýring þess er auð- vitað sú, að undirbúningur að stofn- un Samtaka frjálslyndra og vinstri sinna tók mikið fylgi frá okkur. Auk þess voru árin 1967 og 1968 mikil erfiðleikaár og atvinnuleysi og land- flótti bitnuðu miklu harðar á okkur í Alþýðuflokknum en Sjálfstæðis- flokknum. Því nú var það ekki bara Alþýðubandalagið sem hamaðist á okkur fyrir gengisfellingu, atvinnu- leysi og landflótta, heldur bættust Samtökin í kórinn. Að þessu leytinu tel ég að sú skoðun standist alveg, að það hafi verið farið að flæða verulega undan okkur, þegar til kosninganna 1971 kom. En það er örugglega misskilning- ur, að eitthvað svipað hafi gerst í garð okkar á þessum áram, og núna hefur dunið í eyrum alþýðuflokks- manna upp á síðkastið. Því fer fjarri að hægt sé að bera umræðuna þá og nú saman. Ég minnist þess ekki að mikið hafi verið fjallað um embættisveit- ingar Alþýðuflokksins eða þær ver- ið gagniýndar sérstaklega á þessum árum. Ég minnist þess að af öllum mínum embættaveitingum á þess- um árum, voru aðeins tvær verulega umdeildar. Önnur var sú þegar ég skipaði Steingrím Hermannsson, framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins, en ekki Magnús Magnús- son. Ástæða þessarar ákvörðunar minnar var einfaldlega sú að Stein- grímur var verkfræðingur að mennt, en Magnús kjarnorkufræð- ingur. Hin var sú þegar ég skipaði Odd Siguijónsson skólastjóra í Kópavogi, en ekki Kára Arnórsson, sem varð að stórmáli í langan tíma, auðvitað vegna þess að Alþýðu- bandalagið hafði meirihluta í Kópa- vogi og mælti með Kára. Helgi El- íasson fræðslustjóri mælti hins veg- ar með Oddi Siguijónssyni. Tíðar utanferðir Það er rétt hjá þér að ég var gagnrýndur harðlega fyrir tíðar utanfarir, en ég tel af og frá að slík gagnrýni hafi haft áhrif í þá veru að við töpuðum fylgi. Þessi gagnrýni var afar ómálefnaleg og óréttmæt, því tíðar utanferðir mínar áttu sér eðlilegar skýringar: Sem menntamálaráðherra hafði ég handritamálið á minni könnu, sem kostaði náttúrulega óskaplega mikla vinnu; sem viðskiptaráðherra hafði ég OECD; sömuleiðis aðalut- anríkismál heils áratugar, sem voru samningarnir um EFTA, og vegna þeirra var ég náttúrlega mjög mikið á ferðinni á árunum 1960 til 70; auk þess hafði ég með samskipti Islands og Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins að gera á þessum árum. Það voru því mínir málaflokkar, sem ákvörðuðu hversu mikið ég þurfti að ferðast og árásir Framsóknar og Alþýðubandalags á mig, vegna þessa voru í hæsta máta ósanngjarnar. Ég held að það hafi aðeins gerst þrisvar sinnum á 32ja ára þingmannsferli mínum, að ég hafi verið það lengi erlendis, að til þess hafi þurft að koma að vara- maður minn var kallaður inn á þing. Ég er þess fullviss að það voru fyrst og fremst Samtök fijálslyndra og vinstri manna sem felldu okkur í kosningunum 1971, undir forystu verkalýðsleiðtogans Hannibals Valdimarssonar, en ég vil líka benda á að þau lifðu bara í sjö ár, og 1978 vann Alþýðuflokkurinn sinn mesta kosningasigur í sögunni." - Því hefur verið haldið fram, að 1969 til 70 hafi Bjarni Benedikts- son, verið kominn vel á veg með undirbúning að myndun nýrrar Við- reisnarstjórnar, með þátttöku ákveðinna Alþýðubandalagsmanna, eins og Björns Jónssonar, Eðvarðs Sigurðssonar, jafnvel Lúðvíks Jós- epssonar, færu stjórnarflokkarnir illa út úr kosningunum 1971. Hvað veit Gylfi Þ. Gíslason um slíkar þreifingar? „Við Bjarni höfðum talað sér- staklega um það fyrir kosningarnar 1967, að við vildum tvímælalaust halda stjómarsamstarfínu áfram, ef við fengjum tilskilið fylgi, en það gæti verið rétt að stokka upp innan ríkisstjórnarinnar. Við ræddum okkar á milli um að sjálfstæðismenn fengju frá okkur menntamála- og sjávarútvegsráðuneytið og við fengjum fjármála- og iðnaðarráðu- neytið í staðinn. Við prófuðum þetta báðir, hvor í sínum flokki, en hug- myndirnar fengu ekki stuðning, hvorki hjá þeim né okkur. Bjarni var orðinn sannfærður um að stefn- an í landbúnaðarmálum væri röng, en Ingólfur Jónsson réði einfaldlega meiru í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins að þessu leyti, og því fékk Bjarni ekki stuðning við breytta stefnu, og það sama átti við mig í þingflokki Alþýðuflokksins, sér- staklega að því er varðaði afstöðu verkalýðsfulltrúanna í þingflokkn- um. Óábyrg forysta verkalýðshreyfingarinnar Þegar við Bjarni áttum í þessum samtölum, og einnig á árunum eftir 1967, þá sagði Bjarni iðulega eitt- hvað í þessa veru: „Það er varla hægt að stjórna þessu landi, án verkalýðsleiðtoganna." Okkar meg- invandi öll Viðreisnarárin var sá, hversu verkalýðshreyfingin var undir óábyrgri forystu, þar sem ávallt voru náin tengsl á milli hreyf- ingarinnar og stjórnmálaflokka, fyrst við Sósíalistaflokkinn, síðar Álþýðubandalagið og enn síðar Samtök _ fijálslyndra og vinstri manna. í raun og veru var verka- lýðshreyfingunni stjórnað úr þing- inu á þessum árum. Þetta var ástæða þess að Bjarni ræddi það oft, hvort ekki væri ástæða til þess að leita eftir sam- starfi og samráði við þá verkalýðs- leiðtoga, sem á annað borð væru samstarfshæfir. Hann hafði kynnst Birni Jónssyni og Hannibal, og mat Framsókn bændaflokkur, dreifbýlisflokkur haftaflokkur, harósvíradur valdaflokkur og þröngsýnn stéttoflokkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.