Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 HJATRU ÍSLENDINGA í DAGLEGA LÍFINU ÞRETTAM Flestir hafa heyrt að þeim sé fyrir bestu að sneiða hjá svörtum köttum, að það boðar sjö ára ógæfu að brjóta spegil og að talan þrettán er varasöm. Þetta flokkast undir það sem við vanalega köllum hjátrú. Bókin Sjö, níu, þrettán sem kemur út núna fyrir jól- in hjá Vöku-Helgafelli hefur að geyma fróðleik um íslenska hjátrú, dæmi eru tekin af hjátrú annarra þjóða og leitast við að setja efnið fram á sem aðgengileg- ^astan hátt til fróðleiks og skemmtunar. Símon Jón Jó- hannsson tók efnið saman. Hér birtast brot úr nokkrum köflum bókarinnar. BANKAÐ UNDIR BORÐ Ein útbreiddasta hjátrú sem þekk- ist meðal kristinna manna nú til dags er að banka undir borð eða snerta tré. Það er gert eftir að menn hafa sagt eitthvað sem flokka má undir hroka eða ofiátungshátt, eitt- hvað sem þykir ógætilega sagt eða ef menn fullyrða eitthvað sem brugð- ið getur til beggja vona. Þessu " bregða menn fyrir sig í daglegu lífi og um leið er höfð yfir hin dulmagn- aða talnaröð 7-9-13, nokkurs konar galdraþula, til enn frekari áherslu. Það er vel þekkt trúarhug- mynd að mönnum hefnist fyrir ef þeir storka forlögunum eða almætt- inu með einhveijum hætti, t.d. óvar- legu tali. Sú trú virðist einnig eiga sér djúpar rætur að hrósi menn sér af góðri heilsu eða góðu gengi yfir- leitt þá missi þeir velgengnina, ann- aðhvort af vöidum öfundsjúkra, illra afla eða þess guðs sem menn ættu fremur að þakka fyrir gott gengi. Hin kristna siðfræði gerir ráð fyrir að menn séu auðmjúkir og undir- gefnir skapara sínum og hvers kyns ' ofmetnaður sé af hinu illa. Þegar mönnum hefur orðið á að móðga máttarvöldin eða misbjóða þeim á einhvern hátt býr þjóðtrúin yfir ráð- um til að vinna á móti slæmum af- leiðingum misgjörðanna. Það eru sem sagt til leiðir til að sættast við almættið og milda reiði þess. Þá hjátrú að banka í tré og segja um leið 7 - 9 - 13 má rekja til þessara hugmynda. Þótt ætla megi að flestir íslend- ingar nú orðið hafí litla trú á því að banka undir borð eða snerta tré s—fx alls ekki óalgengt að fólk geri það og allnokkuð hefur borið á þess- ari hjátrú hér á landi í seinni tíð. Að öllum líkindum er þessi venja þó ung hérlendis og hefur orðið til fyr- ir erlend áhrif því ekki sér þess stað í íslenskum þjóðsagnasöfnum né öðrum heimildum að um gamla hjá- trú sé að ræða. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi siður vel þekktur. HVERS VEGNA SNERTIR FÓLK EÐA BANKAR í TRÉ? Skýringarnar á uppruna þessarar hjátrúar eru margar. Á fyrri hluta aldarinnar hélt danski náttúrufræð- ingurinn Paut Bergsoe því fram að siðurinn að banka undir borð ætti rætur að rekja til klausturreglna. Þegar einhver munkanna hafi gert sig sekan um að raupa við matar- borðið hafi príorinn bankað undir borðið til að halda aftur af honum, bent á krossinn í rósakransinum, bænabandinu sem munkarnir bera, og sagt: „Vertu lítillátur." Einnig hefur verið bent á önnur hugsanleg tengsl við kirkjuna og þá sérstaklega kross Krists. Trú á margvíslegum helgigripum hefur um langan aldur notið mikilla vinsælda, einkum í kaþólskum sið og sérstök helgi hefur hvílt yfír tréflísum sem menn trúa að komnar séu úr krossi Krists. Því er haldið fram að snerting við tré minni á krossinn og menn skynji það sem ígildi þess að snerta krossinn sjálfan. Með þessu móti séu menn að sýna kristilega auðmýkt á tákn- rænan hátt. Það stríðir gegn kristi- legum siðferðishugmyndum að sýna af sér stærilæti, allt er á valdi guðs og hann einn ræður gæfu og gengi. Slíka auðmýkt var einnig hægt að sýna með því að snerta ýmsa aðra kirkjugripi úr tré, s.s. kirkjudyr. SPEGLAR Það veldur sjö ára ógæfu að bfjóta spegil. Þessi hjátrú er kunn um nánast allan heim og rætur henn- ar ná langt aftur. Allt frá fyrstu tíð hefur maðurinn horft á spegilmynd sína í kyrrum vötnum og velt fyrir sér hvernig á henni standi. Fyrir nútímamanninn er endurkast ljóss- ins jafn sjálfsagt náttúrulögmál og að steinn falli til jarðar ef honum er sleppt úr hendi en þannig var það ekki á bernskudögum siðmenningar- innar. Það var eitthvað dularfullt við myndina í vatninu, ekki síst vegna þess að hún sneri öfugt, var spegil- mynd og talið er að það sé ein meg- inástæða þeirra hugmynda sem menn gerðu sér um spegilmyndina. Spegilmyndin var talin mynd sálar- innar. Hún gat ekki verið mynd lík- amans vegna þess að hún sneri ekki eins. Algengt var að menn teldu sig sjá inn í aðra veröld gegnum spegil- myndina, þá veröld sem að baki hinni sjáanlegu veröld býr. Þar eru heim- kynni dulinna vera og að horfa þang- að inn getur reynst mönnum hættu- legt. Fyrstu manngerðu speglarnir urðu til nokkur hundruð árum fyrir Krists burð. Egyptar og seinna Grikkir og Rómveijar bjuggu til spegla úr silfri og bronsi en gler- speglar voru ekki gerðir fyrr en á 13. öld. Feneyskir glergerðarmenn eiga heiðurinn af fyrstu glerspeglun- um. Vegna þeirra hugmynda sem uppi voru um að spegilmyndin væri mynd sálarinnar kemst það orð á að mikil ógæfa fylgi því að bijóta spegla. Þá eru menn í rauninni að skemma eða eyðileggja mynd sálarinnar og það skaðar hlutaðeigandi. Eins og við margs konar annarri ólukku geymir þjóðtrúin ráð til að bæta eða draga úr þeirri ógæfu sem vofir yfir. Það er talið ráðlegt að grafa spegilbrotin í jörðu eða fleygja þeim í á. HRÆÐSLAN VIÐ SPEGLA Margvísleg hjátrú er til um spegla önnur en sú að ólán fylgi því að bijóta þá. Það er til dæmis útbreidd hjátrú að börn megi ekki sjá spegil- mynd sína fyrsta árið. Þá eru þau ekki nógu sterkbyggð til að þola það að sjá sálina utan líkamans. I Þýska- landi er talið að sjái kornabarn speg- ilmynd sína geti það ekki aðeins haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu barnsins heldur einnig áhrif á persónuleika þess. Barnið getur farið að stama, átt erfítt með að læra að tala, það tekur ekki tennur eða hreinlega deyr ef það er svo ólánssamt að sjá sig í spegli. í Frakk- landi er sagt að börnin verði mál- laus, í Finnlandi eiga þau erfitt með tanntöku, í Rússlandi verða þau svefnlaus, i Bandaríkjunum verða þau áhyggjufull, í Japan munu þau eignast tvíbura þegar þau stækka o.s.frv. Sama grunnhugmynd er talin búa að baki þeirri venju að hylja spegla í herbergjum sjúkra. Varasamt getur verið fyrir sængurkonur að horfa í spegil, þær geta orðið rangeygðar eða rekist þar á djöfulinn sjálfan. Önnur hjátrú er að brúður megi ekki sjá sig í brúðarskartinu í spegli fyrr en rétt áður en athöfnin hefst, annars fari giftingin út um þúfur, e.t.v. vegna þess að syndsamlegt er að dást að sjálfum sér eða hrósa. Það fer illa fyrir þeim sem á ein- hvern hátt ofmetnast og þjóðsagna- söfn geyma margar sögur af mak- legum málagjöldum dramblátra. Þeir sem hafa ill augu mega ekki líta í spegil því þá missir skaðlegt augna- ráð þeirra mátt sinn. Þess vegna eru litlir speglar stundum notaðir sem verndargripir á þeim svæðum þar sem trú á illeygðum mönnum og dýrum er mikil, t.d. í Suður-Evrópu. Svo er auðvitað alkunna að vampýr- ur sjást ekki í speglum vegna þess að þær eru sálarlausar. „SPEGILL, SPEGILL HERM ÞU MÉR Menn hafa löngum staðið í þeirri trú að í gegnum spegla mætti sjá lengra og meira en venjuleg augu fá greint. Þjóðsögur herma að finna megi þjófa með þessum hætti og í íslenskri útilegumannasögu er speg- ill notaður til að sjá það sem fram fer í mannheimum. Þekktasta dæm- ið um töfraspegil er án efa spegillinn í ævintýrinu um Mjallhvíti sem vonda drottningin notaði til að stað- festa að hún væri fegurst allra. í þýðingu SPEGILHJÁTRÚ Það er gömul hjátrú hér á landi að ungbörn megi ekki sjá sig í spegli fyrr en gróin eru saman á þeim hausamótin því að annars ná þau ekki að gróa saman. Ekki má heldur gretta sig í spegil því þá afskræm- ast menn í andliti og ólánsvegur er að bera spegil yfir sofandi mann. Einna útbreiddust virðist þó vera sú hjátrú að á gamlárskvöldi megi sjá tilvonandi maka sinn í spegli. STIGAR Sú hjátrú að áhættusamt sé að ganga undir stiga þekkist víða og skýringarnar á tilurð hennar marg- víslegar. Menn geta átt það á hættu að mæta þar sjálfum djöflinum eða gifta sig ekki það árið en aðrir halda því fram að menn verði fyrir óhappi sama dag og þeir ganga undir stig- ann. Það er auðvitað frumskilyrði að stiginn sé reistur upp við eitthvað svo unnt sé að ganga undir hann. Lendi menn í þeirri aðstöðu að stigi sé reistur þvert á leið þeirra, t.d. á þröngri gangstétt við umferðargötu, og þeir komist ekki leiðar sinnar, getur verið úr vöndu að ráða. Þá má grípa til þeirra ráða sem milda eða koma í veg fyrir óhöpp. Það er t.d. hægt að krossa fingur um leið og gengið er undir stigann en sumir segja að þá verði menn að halda þeim í kross þangað til þeir mæta hundi (þrem, fjórum eða fimm hund- um) eða hesti (þrem, íjórum eða fimm hestum). Menn geta spýtt þrisvar milli trappna á stiganum eða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.