Morgunblaðið - 28.11.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
31
Minning
Pétur Omar Þorsteins■
son ljósmyndari
Fæddur 22. júní 1936
Dáinn 20. nóvember 1993
Ég kveð elskulegan frænda með
fáum orðum, en því miður voru okk-
ar kynni of skammvinn, en við
kynntumst fyrst fyrir alvöru á
ákveðnum stað, þar sem frændi kom
eins og svífandi engill, eins og inn
á leiksvið í hvítum sloppi.
Eftir gömul og slitrótt kynni hófst
með okkur vinátta, sem aldrei brást.
Pétur var mjög frændrækinn og
ræddum við okkar uppruna og skyld-
leika mikið og var hann miklu fróð-
ari en ég um hann.
Pétur var sonur hjónanna Láru
Magneu Pálsdóttur og Þorsteins Sig-
urðssonar. Var Þorsteinn einn _af
frumkvöðlum húsgagnalistar á Is-
landi. Rak hann fyrirtæki sitt á
Grettisgötunni með mikilli reisn og
sóma og var umtalaður einhver
mesti og besti fagmaður í sinni grein
í þá daga. Pétur Þorsteinsson átti
því ekki langt að sækja listsköpun
sína. Hann var talinn einn af fremstu
ljósmyndurum landsins meðan hann
var og hét í því starfi.
Hann söðlaði um, varð viðskila
við konu sína og fór þær slóðir er
margir forfeður hans höfðu farið.
Hann hafði hug á öðru en ljósmynd-
un og tók sér fyrir hendur gull- og
silfursmíði sem afi okkar hafði
stundað með reisn.
Ekki tel ég að ég þurfi að rekja
ættir okkar saman, það mun von-
andi koma frá öðrum mér færari á
því sviði, en ég veit að ættir okkar
eru göfugar og góðar.
Frændi sæll, ég þakka þér alla
þína vináttu og trúnað og verði þér
vel tekið í faðm okkar ættingja, elsk-
huga og vina. Guð gefi þér og okkur
öllum frið. Ég bið_ að efnishyggja
yfirbugi mig ekki. Ég bið að ég geri
mér grein fyrir mikilvægi andlegra
verðmæta.
Ég votta ykkur, börnin góð, og
öðrum aðstandendum samúð mína.
Vertu sæll, frændi, við mætumst.
Jóhann (Nói).
Það var haust er við kynntumst,
fyrstu frostin voru komin,
stjörnumar tindmðu,
ég man það svo vel!
Ég var líka ástfangin.
Þú varst í heimsókn hjá Dóru
og komst til dyra þegar ég bankaði.
Þú kynntir þig: „Komdu sæl, ég heiti Pétur,
nei, sko, en fallegir fætur.“
Það hnussaði i mér.
Skyldi hann vera kvensamur?
Þá bættir þú við: „Ekki standa svona,
stattu heldur svona."
Það lyftist á mér brúnin,
mikið rétt, ég var ekki lengur hneyksluð.
Ég hugsaði: Mikið er þetta skynsamur maður.
Nokkru seinna, er við þekktumst betur,
spurðir þú: „Ertu alveg viss?“ Ég hváði.
,,Með hann Jón,“ sagðirðu.
Ég var alveg bit. Hvemig gat hann vitað
að ég var ekki alveg viss?
Seinna öðlaðist ég vissu.
En hver veit, kannski hefði það ekki orðið
nema vegna afskiptasemi Péturs.
Þú varst eldhugi, Pétur,
og við vomm ekki alltaf sammála,
en oft, já oft, þurfti ég að samsinna,
í huganum, því san þú sagðir.
Og viðurkenni núna, að það var rétt.
Ég hitti þig í draumaheimi mínum,
eftir að þú varst farinn.
Þú svafst eins og bam.
Ég gekk að rúminu þínu
og tók í höndina sem lá á sænginni.
Þú opnaðir augun, og þau sögðu:
„Vemm vinir.“
Mér fannst ég þurfa að bera þessa kveðju.
Kæra Dóra, við eram ung og sterk,
leyfðu okkur að vera vinir þínir
á erfiðum stundum.
Kær kveðja til bama og barnabama.
Ingibjörg, Jón Jóhann
og Magnús.
Margrét Kjartans
dóttir — Minning
Fædd 12. maí 1904
Dáin 8. nóvember 1993
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Svo hljóði sálmurinn sem amma
okkar Margrét Kjartansdóttir fór
með. áður en hún fór að sofa á
hveiju kvöldi í fjölda ára.
Andlát ömmu kom á óvart þrátt
fyrir háan aldur. Tveimur sólar-
hringum áður en hún lést spurði
hún um hvernig langömmubarninu
gengi í skólanum, hún fylgdist með
því sem að fjölskyldan hennar var
að gera allt til hins síðasta. Amma
var rúmlega 89 ára þegar hún dó
á Borgarspítalanum 8. nóvember sl.
Margrét Kjartansdóttir var fædd
12. maí 1904 í Reykjavík, á afmæl-
isdegi móður sinnar Þóru Björns-
dóttur, en faðir hennar var Kjartan
Runólfsson frá Naustakoti á Vatns-
leysuströnd. Amma var yngst
þriggja systkina, Arndís var elst
og samfeðra. Albróðir ömmu var
Siguijón. Bæði systkini ömmu lét-
ust fyrir nokkrum árum. Móðir
ömmu lést þegar hún var þriggja
ára og var ömmu þá komið í fóstur
til vandalausra í fæðingarsveit móð-
ur hennar á Kjalarnesi. Hún vildi
aldrei ræða um uppvaxtarár sín eða
æsku. Eflaust var fjölskyldan henni
svo hjartfólgin af þeim sökum síðar
á ævinni. Amma giftist aldrei en
eignaðist eina dóttur, móður okkar,
Ingibjörgu Dröfn Sigríksdóttur sem
gift Birni Leví Halldórssyni og eiga
þau fjögur börn.
Fátt skipti ömmu meira máli en
fjölskyldan, dóttir hennar, tengda-
sonurinn og barnabörnin. Hún bjó
á heimili foreldra okkar systkin-
anna. Tók þátt í gleði og sorgum,
hafði gífurlegan áhuga á frammi-
stöðu okkar í skóla og síðar hvern-
ig okkur gekk í lífínu sjálfu. Það
var fastur liður eftir að hvert okkar
fékk einkunnir afhentar að vori að
setjast með ömmu okkar og fara
yfir frammistöðuna. Öll eigum við
minningar um stuðning hennar á
æsku- og unglingsárum okkar.
Kynslóðabil var einhvern veginn
aldrei til staðar milli okkar og
ömmu. Hún hvatti og var einnig
trúnaðarvinurinn sem alltaf var
hægt að halla sér að þegar á móti
blés. Afkomendurnir voru hennar
stolt og það var fátt sem skyggði
á það.
Þegar hún varð langamma varð
þriðja kynslóðin aðnjótandi þess
sem við hin höfðum notið af hennar
hálfu. Sem betur fer var sjónin
ekki farin að bregðast henni þegar
hennar fyrsta langömmubarn fædd-
ist og hún fylgdist af sama áhugan-
um með uppvexti nöfnu dóttur sinn-
ar og hún hafði gert varðandi okk-
ur barnabörnin.
Það hefur oft verið sagt að kyn-
slóðirnar læri hver af annarri. Við
nutum þess og munum alltaf njóta
þess sem við lærðum af ömmu okk-
ar. Hún dvaldist á heimili foreldra
okkar þar til hún var orðin áttræð,
en þá ákvað hún að fara á Hrafn-
istu í Reykjavík. Heilsan var farin
að bregðast henni og hún vildi ekki
verða neinum byrði eins og hún
sagði þegar hún tilkynnti fjölskyld-
unni að hún væri að fara á Hrafn-
istu. Henni varð ekki þokað með
þá ákvörðun og við urðum að sætta
okkur við hana.
Líkamleg heilsa varð henni erfið
síðustu árin en hún hélt áhuganum
fyrir sínum allt til hins síðasta.
Ókkar gæfa var að fá að eiga sam-
leið með henni svo lengi. Hún hefur
fengið frið og við sem eftir lifum
óskum henni blessunar með þökk
fyrir allt.
Barnabörnin,
Halldór, Margrét, Birna
og Helgi.
t
Útför sambýlismanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
PÉTURS ÓMARS ÞORSTEINSSONAR
Ijósmyndara,
ferfram frá Fríkirkjunni mánudaginn 29.
nóvember kl. 13.30.
Dóra Jónsdóttir,
Sigri'ður Pétursdóttir,
Berglind Rós Pétursdóttir, Eyjólfur Björgmundsson,
Margrét Lára Pétursdóttir, Ágúst Ómar Agústsson,
Þorsteinn Pétursson, Sveinfríður Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
Útför móður minnar og stjúpmóður okkar,
EMMU FINNBJARNARDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
verður gerð frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 29. nóvember kl.
13.30.
Sigríður Óskarsdóttir,
Sæmundur Óskarsson, Guðfinna Óskarsdóttir,
Magnús Óskarsson.
t
Minningarathöfn um,
EIRÍK STEFÁNSSON
kennara,
frá Skógum,
verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 30. nóvember
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Orgel§jóð Langholts-
kirkju.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. desember
kl. 13.30.
Þórný Þórarinsdóttir, Svava Fells,
Haraldur Hauksson, Sigrún Kristjánsdóttir,
Jóhann Svanur Hauksson, Guðrún Guðnadóttir,
Eirikur Hauksson, Helga Guðrún Steingri'msdóttir
Laufey Sigrún Hauksdóttir,
Haukur Hauksson, Lára Gísladóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS JÓNSSONAR
Hæðargarði 29,
áður Breiðagerði 23.
Sérstakar þakkir eru færðar Félagi járn-
iðnaðarmanna.
Unnur Benediktsdóttir,
Birgir Guðjónsson, Sigþrúður Guðmundsdóttir,
Sonja Guðjónsdóttir, Birgir Guðlaugsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
GUÐNÝJAR OTTESEN
ÓSKARSDÓTTUR,
Aflagranda 40,
Reykjavík.
Theodóra G. Gunnarsdóttir,
Óskar G.H. Gunnarsson,
Eyrún Gunnarsdóttir,
Gunnar H. Gunnarsson,
Þorsteinn Þ. Gunnarsson,
Hekla Gunnarsdóttir,
Einar Gunnarsson,
GunnarG. Smith,
og barnabörn.
Vilhjálmur B. Kristinsson,
Sigurður Kjartansson,
Þórunn Sigurðardóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sævar Magnússon,
Oddfri'ður Jóhannsdóttir,
Ingibjörg Jensdóttir
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengamóður, systur, ömmu og
langömmu,
SVÖVU SÖLVADÓTTUR
frá Bíldudal,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Ársæll Egilsson
Ingi Rafn Lúthersson,
Hulda B. Cushing,
Sólbjört Egilsdóttir,
Sölvi Egilsson,
Sveinbjörn Egilsson,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Sigurður Gíslason,
Guðrún Einarsdóttir,
Sigrún Anna Jónsdóttir,
Páll Sölvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs-
ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins I Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.