Morgunblaðið - 28.11.1993, Side 42

Morgunblaðið - 28.11.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 AFREKSFOLK KORFUKNATTLEIKUR Kínverskar stúlkur skara framúr í hverri íþróttagreininni á fætur annarri Fyrstvarþað sund, síðan hlaup og nú eru það lyftingar KÍNVERSKAR íþróttakonur hafa verið mjög áberandi á al- þjóðlegum mótum síðustu misserin. Fyrst var það sundið á Óiympíuleikunum í Barcelona, síðan sýndu þær hvers þær eru megnugar á hlaupabrautinni á heimsmeistaramótinu í Stuttgart og þær svo til einokuðu fyrstu sætin á heims- meistaramótinu í lyftingum sem lauk í Ástralíu fyrir skömmu. K kínverska unglingsstúlkan Sun Caiyan svitnaði varla þegar hún tryggði Kínveijum þriðju gull- verðlaunin á heimsmeistaramótinu í lyftingum fyrir viku. Yfirburðir hennar voru miklir og hun lyfti 15 kílóum meira en næsta stúlka. Þjálfari hennar, Wen Xhixi, segir frammistöðu kínversku stúlkn- anna eðlilega og uppskriftin að velgengninni sé í raun sáraeinföld. „Caiyan borðar ginseng og það hjálpar henni mikið. Hún verður sterk af því og hún þreytist aldr- ei,“ segir hann og bætir því við að reyndar borði stúlkumar einnig mikið af hefðbundinni blöndu af kínversku náttúrulækningafæði. Ólögleg lyfjanotkun? Árangur kínversku stúlknanna í lyftingum hefur enn og aftur komið af stað umræðu um hvort þær hljóti ekki að taka einhver ólögleg lyf. Slík umræða fór einn- ig í gang eftir árangurinn á Olympíuleikunum og eftir HM -í Stuttgart. Wen þjálfari segir af og frá að kínverskir íþróttamenn noti ólögleg lyf. „Ég skil ekki þess- ar vangaveltur. Almenningsálitið í Kína er á móti slíku og íþrótta- menn láta sig ekki dreyma um að reyna slíkt," segir Wen. Fyrrum heimsmeistari í lyfting- um kvenna, Maria Christoforidou, sem nú er 29 ára gömul, varð að láta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni. „Ég held að það sé ekki hægt að lyfta þeim þyngdum sem kínversku stúlkumar eru að lyfta nema með hjálp ólöglegra lyfla," sagði Cristoforidou. Kínversku konurnar unnu 19 af 27 guilverðlaunum sem í boði voru á HM í Melbourne. Margir vilja meina að þær hefðu átt að vinna þau öll, en meiðsli hafí kom- ið í veg fyrir það. Þær hafa unnið samtals 156 gullverðlaun af 171 mögulegu í síðustu sjö lyftinga- mótum. Yfárburðir Yfírburðir Kínveija þykja með ólíkindum og sem dæmi um það lyfti heimsmeistarinn í yfírþunga- vigt Li Yajuan 27,5 kg meira en sú sem næst henni kom. Li, sem er 23 ára, sagði að hún hefði get- að lyft meiru, en fékk verk í maga. „Ég borðaði núðlur rétt fyrir keppni og það varð til þess að ég fann til í maganum og það háði mér,“ sagði Li eftir fjórða heims- meistaratitil sinn í röð. Hún setti sjö heimsmet í þessum nýja flokki og lyfti mest; 105 kg í snörun, 155 í jafnhöttun eða samanlagt 260 kg. Ii, sem létti sig um 5 kg mánuðinn fyrir keppnina, var 125,07 kg á mótinu og var þó ekki þyngst í flokknum því Carla Garret frá Bandaríkjunum, sem varð önnur, vóg 126,5 kg. Sú sterkasta LI Yajuan frá Kína varð heimsmeistari kvenna í yfírþungavigt í fjórða sinn í röð á HM í Melboume. Hún er 22 ára og vegur 125 kílógrömm. „Magic" Johnson segirfrá sjálfum Eawin neftir áttatíu og eir BÓK um bandaríska körfuknattleikskappann Earvin „Magic" Johnson, Ævi mín, er nýlega komin út í þýðingu Hersteins Páls- sonar og Páls Hersteinssonar. „Magic" segir þarfrá uppvexti sínum í Lancing í Michigan, háskólaárunum og glæsilegum ferli i NBA-deildinni. í kaflanum Nýliði, þar sem John- son segir frá fyrsta ári sínu með Los Angeles Lakers, segir m.a.: „Við hófum leiktímabilið gegn Clip- pers í San Diego. Ég hélt vitanlega uppteknum hætti með því að gera vitleysu í fysta leik með hveiju nýju liði. I þetta sinn tók ég sjálfum mér þó fram því að mér tókst að gera mig að fífli áður en leikurinn hófst. Sem efnilegum nýliða veittist mér sú sæmd að fara á undan Lakers út á völlinn vegna upphitunar fyrir leikinn. Ég átti að taka boltann, reka hann að körfunni og troða honum í til að gera fyrstu körfu á nýju Ieiktímabili. Það var ekki erfítt en ég var samt óstyrkur. Á það var að líta að þetta var fyrsti leikurinn minn á atvinnuferli. Síðasti opinberi leikurinn sem ég hafði tekið þátt í hafði verið um vorið gegn Indiana State. Það voru aðeins sjö mánuðir síðan en samt var þetta eins og það hefði verið á annarri öld. Þegar tími , var til þess kominn að Lakers færu út á gólfiið tók ég boltann, rak hann að körfunni og — bang! — datt kyl- liflatur á andlitið. Ég hafði misst fótanna vegna upphitunarbuxn- anna. Mér lá svo mikið á að ég hafði ekki hirt um að binda þær almennilega. Þær runnu nógu langt niður til þess að skella mér flötum á gólfíð. Félögum mínum fannst þetta óskaplega fyndið og sama máli gegndi um áhorfendur. Þegar ég stóð á fætur gerði ég mitt besta til þess að reyna að brosa. Það er af því að CBS hafði valið þennan leik til að hefja vikulegar landssend- ingar sínar. Hlutirnir gátu aðeins gengið bet- ur eftir þetta. Eða það hélt ég að minnsta kosti. En ég lék svo illa í fyrsta fjórðungi leiksins að Jack McKinney þjálfari kallaði mig út eftir um það bil níu mínútur. Hann sendi mig aftur inn síðar og í það skipti stóð ég mig og var enn á gólfínu á lokamínútum leiks þar sem mjög mjótt var á mununum. Þegar átta sekúndur voru eftir og Lakers einu stigi undir bað McKinney um leikhlé til að undirbúa lokaskot okkar. Það var aðeins einn leikur hugsanlegur eins og á stóð og allir í húsinu vissu nákvæmlega hvað það var: Senda boltann til þess stóra og láta hann skjóta. Og það gerðum við. Þegar Kareem [Abdul Jabbar] greip boltann á vítalínunni sendi hann langan, glæstan og háan bolta sem tryggði sigurinn þegar bjallan suðaði. Þar sem hann var að hlaupa út af vellinum var ég svo æstur að ég stökk í fangið á honum og faðmaði hann. En þegar ég leit í andlitið á honum var það ljóst að hann var Earvin „Magic“ Johnson með son sinn Earvin Johnson III. Eiginkona „Magics", Cookie, gekk með bamið er það uppgötvaðist að körfuknattleiksmaðurinn var með eyðniveiruna. Á myndinni til hægri er „Magic“ í búningi Los Angel- es Lakers á hátindi ferils síns, eins og margir muna hann. ekki eins hrifínn og ég. Hann virtist segja: Hvað er um að vera? Það er starf mitt að senda slík skot. Þegar við komum í búningsher- bergið sagði hann: „Stilltu þig, Ear- vin — við eigum eftir áttatíu og einn leik.“ En ég ætlaði ekki að breyta leikstíl mínum. Ég hafði alltaf leikið af ástríðu og félagar mínir hlytu að venjast því um síðir.“ Larry Bird Johnson ræðir um marga sam- ferðamenn sína í bókinni. Einn þeirra er Larry Bird, sem kom inn í NBA-deildina á sama tíma og Johnson og lék með Boston Celtics. í kaflanum um hann segir: „Á því tímabili sem ég keppti í NBA hef ég leikið gegn hundruðum, kannske þúsundum körfuboltamanna. Marg- ir voru góðir. Nokkrir voru mjög góðir. Örfáir áttu ef til vill skilið að vera kallaðir stórkostlegir. En enginn var stórkostlegri en Larry Bird.“ Síðar segir: „Einu sinni var ég ófær um að leika vegna meiðsla þegar Celtics komu til að keppa í Forum. Áður en leikurinn hófst gekk Larry yfír að bekknum til þess að heilsa upp á mig. „Magic, leikur þú ekki? Þá ætla ég að setja upp sýn- ingu fyrir þig. Eg vil að þú slakir bara á og njótir sýningar Larrys Birds.“ Larry átti frábæran leik þennan dag, skoraði 36 stig, tók 20 fráköst og sendi 15 stoðsendingar. í hvert skipti sem hann skoraði leit hann til mín og brosti. Ég hristi bara höfuðið. Þetta var sérkennileg til- fínning: Það var verið að bursta lið- ið mitt og þessi náungi var að gera það mér til heiðurs!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.