Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 47
- 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur Að gleypa loft Svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Þetta var hráslagaleg- ur vetrarmorgun. Héla á jörðu. Út um gluggann mátti sjá tvo skokkara hlaupa rösklega og gleypa „heilnæmt" sjávarloftið. Gott ef ekki mátti greina gufu úr vitum. Alltaf dáist maður að þessu duglega fólki sem drífur sig víllaust beint úr rúminu og út í hvaða veður sem er til að ’nlaupa 5 eða 10 kílómetra áður en farið er í vinnuna. Ekki laust við að gæti öfundar þar sem maður situr svefndrukkinn með kaffibollann við gluggann og opnar blaðið sitt. Þá kom áfallið. „Líkams- erfiði í kulda getur valdið astma,“ blasti við fimmdálka á forsíðunni. Enda ástæ- ða þeg- ar liugsað er til másandi astma- sjúklinga sem verða á vegi manns. Það er ekkert grín. En þama kom fram að sænskir læknar og vísindamenn hafa sýnt fram á að lík- amserfiði í kulda getur valdið astma hjá mönn- um tekið fram að þetta sé fólk sem ekki hefur fengið astma að erfðum. Þótt þessar óyggjandi rannsóknir Svíanna á um eru víst til hættuminni aðferð- ir. Þegar öllu er á botninn hvolft, er ekki í rauninni dálítið ógeðs- legt að eta á hveijum degi svo mikið að erfiða verður af sér ónýttan úrganginn eða sorpið - jafnvel með aðferðum sem geta orðið heilsuspillandi? Það er þetta með tískuna. Hún flæðir utan úr heimi hingað norðureftir. Hvað skal gera t.d. þegar pínupilsin birtast og skulu varla ná niður á mið læri? Þetta gerist með reglulegu millibili. í síðustu lotu kom í ljós í vísindalegri tölfræði, að miklu fleiri íslenskar stúlkur voru með blöðrubólgu en stúlkur í nágranna- löndum og var kennt um pínubuxum og pínupilsum í hráslag- anum hér um slóðir. Nú eru pínupilsin komin aftur, en nú leyfir tískan líka síðbuxur, sem flestar íslenskar konur virðast grípa til, a.m.k. kuldum. Pilsin upp og pilsin niður er raunar ekki nýtt. Káinn, sem uppi var 1860 til 1936, orti í uppgangi einnar stutt- pilsabylgj- unnar undir titlinum: „Stuttu pilsin. Fyrr og nú - Lærdómsrík lexía“: skíðamönnum séu nýjar, þá kem- ur í ljós að hér á landi kannast læknar við astma hjá keppn- isfólki. Jæja, það eru þá ekki bara sígaretturnar sem geta skað- að lungun. Raunar hefðum við átt að geta sagt okkur þetta sjálf. Þar hefði reynsluþekking kyn- slóðanna hér norður á landi ísa átt að vera aðvörun. Ósjaldan var sagt við mann sem krakka, þegar farið var út í kulda til að hlaupa upp Skólavörðuhæðina í skólann: Settu trefilinn fyrir vitin! En tískan er herra sem lætur hlýða sér. Skiptir þá engu hvort það er hér norður undir heim- skautsbaug eða í hlýrri veðráttu. Allt frá sjötta áratugnum hefur verið í tísku í veröldinni að vera tággrannur. Allt sem getur haft af manneskjunni holdin eða kom- ið í veg fyrir að ónýtt innbyrt fæða setjist utan á skrokkinn fylgir sem hliðartískugrein. Að vera í megrun er einfaldlega í. tísku. Því fylgir að allir eiga að fara út að hlaupa. Lungna- sérfræðingurinn Þorsteinn Blön- dal lætur hafa eftir sér að ofnæm- is- og astmasjúkdómar hafi aukist mjög um allan heim og kannski stafi það að einhveiju leyti af þeirri miklu aukningu á líkams- hreyfingu utanhúss og hvers kyns íþróttaiðkunum sem orðið hefur á sama tíma og talin hefur verið efla heilbrigði. Ja, það er margt að varast. Margt af því sem innleitt er hefur hliðarverkanir. Þá er dulítið slæmt að taka allt svona rosalega geyst eins og okkur er tamt. í ljósi þessara nýju staðfestu niður- stöðu rannsókna væri kannski skynsamlegra að auka ekki kalda- loftsflæðið ofan í lungun með erf- iði útivið og gleypa minna loft utandyra í íslenskri vetrarveðr- áttu. Vilji maður halda sér grönn- Þá klæddi lærin lín og löngu pilsin hrein, og ástaryndis ljós í augum meyjar skein. En allt er orðið breytt, og annað maður sér, því augun eru klædd og aftur lærin ber. Löngu er hætt að tengja stutt pils og siðsemi, enda spranga í þeim „siðsamar" pinsessur og sýna fallega leggi og læri við konunglegar athafnir án þess að nokkur depli auga - miklu fremur að augun verði hýr. Raunar hafði Káinn skoðun á pilsalengdinni svo sem fram kem- ur í annarri vísu hans undir því heiti: Kæru löndur! Hvað veit ég, karl um pilsin yðar; en mér flnnst lengdin mátuleg milli hnés og kviðar. Vel á minnst, ekki virðumst við okkur alltaf vel meðvitandi um kalda veðráttu okkar ísalands. í landi þar sem meðalhitastig er um frostmark er næstum eins og að setja til geymslu í ísskáp að þéttpakka sorpi í jörðu, ekki síst þegar góð einangrunarefni eins og pappír eru þar lögð með. Papp- írinn var raunar upphaflega talað um að greina frá til endurvinnslu. En kannski er þetta ekki svo vit- laust. Sorpið geymist þarna til seinni tíma, rotnar dræmt í kuld- anum. Ætli verði ekki til byrgðir þegar við verðum búin að læra og tilbúin í endurvinnsluna? Kannski þar verði komin ein auð- lindin sem við erum alltaf að leita að með bjartsýni gullgrafaranna úr Villta vestrinu. Jólahladbord frá 3. desember I fyrsta sinn íPerlunni gefstgestum kostur á að upplifa ósvikna hátíðarstemmningu í jólaskreyttum sal Perlunnar á 5. hoeð. Við byrjum á freyðivínsskál og njótum útsýnis til allra átta og síðan veitingar afjólahlaðborði okkar, sem angar afgómsœtum krásum, eftir það tekur við eftirréttahlaðborð sem „kontitorar" Perlunnar hafa lagað. Verð aðeins kr. 2.790,- Við bjóðum einnig upp á 3ja rétta málsverð ásamt fordrykk fyrir sama verð. Verið velkomin í jólahlaðborð Perlunnar TILBOÐSVERÐ KR 13.900, ár9 2y I wí. >1 I _____'c► CSÉSE^- DQUpHIN Dauphin TL 150 er sterkur og hellsuvœnn skrifborðsstóll með öllum nauðsynlegum stillibúnaði. Hjólin, mjúk eða hörð, renna léttilega en hemla þegar staðið er upp. Dauphin TL 150 er einnig fóanlegur með örmum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. TmTrr SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hallarmúla 2 W 81 35 09 og 81 32 11 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.