Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 1

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 1
96 SIÐUR B/C 290. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR19. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Spá sigri sósíalista þrátt fyrir efiialiagslegt hrun Belgrad. Reuter. ÞINGKOSNINGAR eru í Serbíu í dag, sunnudag, og er almennt búist við, að Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, og Sósíalistaflokkur hans beri sigur úr býtum. Ástandið í landinu er skelfilegt, efnahagslífið að hryiya, verðbólgan 1,16% á klukkustund og komin langt fram úr því, sem gerðist í Þýskalandi eftir fyrra stríð. Sex megin- flokkar berjast um atkvæði sjö milljóna kjósenda en svo undarlegt sem það er, þá eru efnahagsmálin ekki efst á baugi í kosningunum, heldur draumurinn um Stór- Serbíu. Stendur baráttan milli flokkanna um það hver gangi lengst í þjóðernisof- stækinu. „Kjósendur eiga tveggja kosta völ og beggja heldur dapurlegra. Annars vegar eru það stríðsglæpamennirnir og hins vegar stjórnarandstöðuflokkar, sem bítast inn- byrðis,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki í Belgrad en til kosninganna var boðað þegar Róttæki flokkurinn, sem áður studdi Mi- losevic, hótaði að greiða atkvæði með van- trausti á hann og ríkisstjórnina. „Tákn stöðugleikans“ Búist er við, að ríkisstjórn Sósíaiista- flokksins og Milosevics haldi velli þrátt hörmungarástandið í landinu og sósíalistar njóta þess, að þjóðernisstefna þeirra, að all- ir Serbar, einnig þeir, sem búa í Bosníu og Króatíu, myndi eina Stór-Serbíu, er orðin að stefnu allra annarra flokka. Þá segja sósíalistar, að þeir séu tákn stöðugleikans andspænis algerri upplausn komist stjórnar- andstaðan til valda. Leiðtogi Róttæka flokksins er Vojislav Seselj og leiðtogi Serbneska einingarflokks- ins, sem styður Milosevic, er Zeljko Raznj- atovic Arkan en stríðsglæpadómstóll Sam- einuðu þjóðanna hefur ákært þá báða. Vuk Draskovic, sem var mikið í fréttum fyrir nokkru vegna harðræðis af hálfu stjóm- valda, er leiðtogi konungssinna og hann er nú enginn eftirbátur annarra í þjóðernisá- róðrinum. Neyðarástandslög Sósíalistar reka einnig þann áróður, að bíði þeir ósigur muni Milosevic neyðast til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna upplausnarinnar en vestrænir sendimenn segjast vissir um, að hann muni gera það hvort sem sósíalistar tapa eða vinna. „Hann á ekki annarra kosta völ. Efnahagslífíð er endanlega að hrynja,“ er haft eftir einum þeirra. Seðlaprentsmiðja ríkisins er eina fyr- irtækið í landinu, sem gengur fyrir fullum afköstum, en jafnvel 50 milljarða dínara seðlar verða verðlausir á fáum dögum. Eftir- laun svara nú til um 70 ísl. kr. á mánuði og jafnvel þeir, sem hafa vinnu, fá ekki miklu meira. Ýmsir fréttaskýrendur benda á, að sagan sýni, að ofurverðbólga eins og nú er í Serbíu hafí yfirleitt verið undanfari algers einræðis. Þjóðernishroki og stórveldisdraumar helsta kosningamálið í Serbíu Morgunblaðið/RAX BEÐIÐ EFTIR JÓLUNUM NATO-áhugi í Finnlandi Helsinki. Reuter. HEIKKI Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, segir, að Finnar hafi áhuga á að taka þátt í svokölluðu „friðarsam- starfi“ Atlantshafsbandalagsríkjanna, NATO. Þó yrði beðið með allar ákvarðanir þar til betur skýrðist í hveiju samstarfið yrði fólgið eða þar til eftir leiðtog-afund NATO-ríkjanna í næsta mánuði. Kom þetta fram hjá Haavisto á fundi með finnskum blaða- mönnum í Búdapest í Ungverjalandi á föstudag en þá lauk tveggja daga heimsókn hans til landsins. Sagði hann óhjákvæmilegt annað en Finnar, sem ættu nærri 1.300 km landamæri með Rússum, veltu þessu alvarlega fyrir sér en kanna yrði málið ofan í kjölinn áður en ákvörðun yrði tekin. Búist er við, að á fundi NATO-ríkj- anna í næsta mánuði verði ýmsum fyrrverandi aðildarríkjum Varsjár- bandalagsins boðið að taka þátt í „friðarsamstarfi" með NATO-ríkjun- um og öðrum ríkjum einnig, til dæm- is Finnlandi og Sviss. Svisslendingar hafa nú þegar þegið þetta boð og segja það ekki bijóta í bága við yfir- lýst hlutleysi landsins. Raunar líta NATO-ríkin á boðið sem fyrsta skref- ið að fullri aðild en stjórnvöld í Rúss- landi eru mjög andvíg útfærslu NATO í austur og telja hana ógnun við sig. Gengi þjóðernisöfgasinna í þingkosn- ingunum í Rússlandi um síðustu helgi hefur hins vegar skotið nágranna- þjóðum Rússa skelk í bringu og leggja þær nú æ meiri áherslu á að tengjast NATO. Vistvænar blei- ur á markaðinn Á NÆSTA ári munu koma á markað í Bretlandi bleiur, sem leysast upp á eðlilegan hátt í náttúrunni og valda engri mengun. Það verður því óhætt að sturta þeim niður um salernisskál- ina. Hér verður í raun um mikla bylt- ingu að ræða því að í Bretlandi eru notaðir þrír milljarðar bleia árlega og í Bandaríkjunum 18 milljarðar. Bleiunotkunin í þessum tveimur ríkj- um er því rúmlega helmingur heims- notkunarinnar, sem er áætluð 40 millj- arðar bleia. Talið er, að á sorphaugum víða á Vesturlöndum sé um 1% úr- gangsins bleiur. Bleiur, sem nú eru á markaði, eru aðallega úr tréni, sem brotnar niður og er því náttúruvænt, en öðru máli gegnir um plastfilmuna utan um trénið. Filman utan um nýju bleiuna er hins vegar úr fjölliðu, sem leysist upp án þess að valda neinni mengun. 10 imenna samkomulagið um hagsæld og velmegun Sktjrðhnífurinn snoiaður HEIMA UM JOLIN Erlendir stúdentar ó islandi segja frá /\ jólahaldi i heima- / (J landi sinu Málamiðlun menningarstrauna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.