Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 2

Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. ÐESEMBER 1993 EFNI Borgarsljóri vill frestun aðgerða Útsvarhækkar víðauml, ALÞINGI samþykkti í gær að útsvar sveitarfélaga yrði 8,4% að lág- marki á næsta ári og 9,2% að hámarki. Miðað við 1,5% tekjuskatts- lækkun á móti þýðir þetta að útsvar í sveitarfélögum sem ekki hafa lagt á 7,5% hámarksútsvar hækkar að raungildi. Útsvar í Reykjavík er nú 6,7% en hækkar a.m.k. í 8,4% eða um 1,7 prósentustig. „Af hálfu Reykjavíkurborgar höf- um við ítrekað það að við vildum hafa óbreytt ástand, 6,7% útsvar og bætur frá ríkissjóði vegna missis aðstöðugjalds, eins og verið hefur til bráðabirgða á þessu ári og að öllum þessum fyrirhuguðu aðgerðum nú yrði frestað,“ sagði Markús Öm Antonsson borgarstjóri um þessar hugmyndir. Hann telur svo um- fangsmiklar breytingar framundan varðandi skiptingu verka og tekna milli ríkis og sveitarfélaga að ákvörðun þessi sé ótímabær. Borgarstjóri sagði félagsmálaráð- herra og fleiri ráðherra hafa lagt áherslu á að óeðlilegt væri að mikill munur væri útsvarsálagningu sveit- arfélaganna. „Maður getur látið sér detta í hug að hér sé verið að koma í veg fyrir að bilið í útsvarsálagningu hjá sveitarfélögunum verði jafn breitt og það hefði hugsanlega orðið ef aðeins væri ákveðin hámarks- álagning," sagði Markús Örn. Ottast aukíð atvinnu- Helgi hylltur Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðs- dóttur. MIKILL fögnuður ríkti á frum- sýningu Konunglega danska ballettsins á Þyrnirós á föstu- dagskvöld. Milli 50 og 60 ís- lendingar voru á sýningunni og hylltu þeir og aðrir stjórn- andann, Helga Tómasson, sér- staklega í leikslok. Ballettinn Þymirós er eitt viða- mesta verkefni Konunglega danska ballettsins. Standa mörg hundmð manns að henni. Um- gjörð og búningar vom stórglæsi- leg. Margrét Danadrottning og Ingiríður drottningarmóðir vom meðal gesta. Uppselt var fyrir löngu. I hópi íslendinganna var Sigríður Ármann, fyrsti kennari Helga, og héldu íslendingamir Helga hóf í gærmorgun. Bíllíbúð Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ENGIN slys urðu á fólki þegar bifreiðin hafnaði á aðalinngangi verslunarinnar Vísis eftir árekstur við annan bíl. Ok inn í verslun BlðnduósL BIFREIÐ af gerðinni Ford Escort var ekið inn í verslunina Vísi í hádeginu sl. föstudag. Verslunarferð bifreiðarinnar var afleiðing árekstrar við Lada- bifreið sem ekið var af Þverbraut inn á Húnabraut. Engin slys urðu á fólki. Bifreiðin hafnaði á aðalinn- gangi verlunarinnar Vísis og var það lán í óláni að verslunin var lokuð í hádeginu og því enginn á ferli. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur umferð að öðm leyti gengið vel og lítið um óhöpp. Jón Sig. leysi eftir áramótin SAMDRÁTTUR í verslun og verklegum framkvæmdum leiðir til auk- ins atvinnuleysis eftir áramótin, ef svo fer sem horfír, að sögn for- svarsmanna Dagsbrúnar og VR. Formaður VR segir eins líklegt að samdráttur í verslunarstörfum sé varanlegur. Markús Örn Antonsson borgarstjóri telur að Reylgavíkurborg muni áfram leggja áherslu á atvinnuskapandi aðgerðir. Borgarstjóri bendir á að nú fari í hönd sá árstími þegar atvinnuleysi hefur jafnan mælst mest. „Ég geri ráð fyrir því að þegar kemur fram á næsta ár verði fjallað um hvemig borgaryfírvöld geti bmgðist við með sérstökum ráðstöfunum og aukaíjár- veitingum," sagði Markús. „Því mið- ur hefur þróun atvinnumála orðið verri hér en menn hugðu þegar ákvörðun var tekin um síðustu ára- mót að fella aðstöðugjald af fyrir- tækjum niður. Það var rökstutt með því að fyrirtækjum yrði með því tryggður bættur hagur og aðstaða til að efla atvinnuástandið almennt. Þessar tölur sýna að það hefur ekki gengið eftir." Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði verslunarmenn vera ugg- andi vegna vaxandi atvinnuleysis í stéttinni. „Ég hef áhyggjur af því sem gerist eftir áramótin, þá er ár- viss samdráttur í versluninni," sagði Magnús. Hann taldi ekki ólíklegt að verslunin væri að laga sig til fram- búðar að breyttu rekstrammhverfl og að samdráttur í mannafla gæti verið til frambúðar. Magnús segir að lengri opnunartími verslana, til dæmis á sunnudögum, hafi ekki kallað á fjölgun starfsfólks svo neinu nemi. Þess munu dæmi, að sögn Magnúsar, að fólk sem til dæmis vinnur við uppsetningu á vöm sé ráðið á verktakagmndvelli. „Því mið- ur hefur orðið vart við að þetta fólk sé hvergi skráð og réttindalaust ef eitthvað ber útaf,“ sagði Magnús. Óttast sjómannaverkfall Atvinnuástand hjá Dagsbrún versnar dag frá degi, að sögn Guð- mundar J. Guðmundssonar for- manns félagsins. Nú em skráðir á 5. hundrað atvinnulausra hjá félag- inu og em það fleiri en í fyrra. Búið er að segja upp tugum manna, sem 500 krökkum boðið á Aladdín-jólaball MIKILL fjöldi litaðra mynda barst til Morgunblaðsins í Aladdín-lita- Ieiknum sem var í blaðinu fyrir skömmu. Á næstu dögum eiga 500 krakkar von á að fá í pósti boðsmiða frá Sam-bíóunum á jólaball sem haldið verður á Hótel íslandi mánudaginn 27. desember. Hver miði gildir fyrir tvo. Á jólaballinu verða nöfn þriggja krakka dregin út og eftirfarandi verðlaun afhent: Sega-leikjatölva og Aladdín-tölvuleikur frá Tölvulandi, myndbandið með Fríðu og dýrinu og miðar fyrir alla fjölskylduna á Aladdín-myndina sem Sam-bíóin sýna um jólin. Á jólaballinu verður margt til skemmtunar, meðal annars leikin lög úr Aladdín-myndinni bæði á íslensku og ensku ásamt jólalögum og hægt verður að prófa nýja Aladd- ín-leikinn. Allir krakkar fá Aladdín- plakat og ís frá Emmess. Ekki má gleyma að jólasveinamir láta auðvit- að sjá sig á ballinu og boðið er upp á kaffí og kökur fyrir foreldrana. Morgunblaðið og Sam-bíóin þakka öllum þeim fjölmörgu krökk- um sem tóku þátt í litaleiknum og sendu inn vel litaðar myndir. eiga að hætta um áramót, einkum í byggingavinnu og hjá verktökum. Guðmundur óttast að eftir áramótin fari fyöldi atvinnulausra í Dagsbrún yfír 500. „Þeir sem björguðu ástandinu öðrum fremur í fyrra var Reykjavík- urborg og var frábærlega vel að verki staðið hjá þeim,“ sagði Guð- mundur. „Rússafiskur og viðhald rússnesku togaranna hafa bjargað miklu f haust.“ Hann telur gott veð- ur í október hafa bjargað útivinnu fram eftir hausti, síðan hafi syrt að. Guðmundur óttast afleiðingar langvinns sjómannaverkfalls, ef til þess kemur. „Ég sé ekki fyrir afleið- ingamar af því, heilu atvinnugrein- amar gætu hrunið." Guðmundur bindur vonir við að Aflvaki Reykjavíkur hf. efli atvinnu í borginni og reiknar hann með að Dagsbrún kaupi hlut í félaginu. „Það þarf fijórri hugmyndir um atvinnulíf í Reykjavík og sameiginlegt átak til fjármögnunar. Við munum beita okkur fyrir því að lífeyrissjóðir komi þar til og leggi fram fé. Þarna verða allir að beita sér, því eftir því sem atvinnuleysið grefur um sig verður erfíðara að uppræta það.“ Jóna veðurathugunarmaður á Hveravöllum Ætli við förum ekki 1 jólaköttíim ARLEGUR jólakostur var fluttur til veðurathugunarmanna á Hveravöllum í gær og sagði Jóna B. Jónsdóttir í samtali við Morg- unblaðið að þau Kristinn Gunnarsson hefðu verið orðin langeyg eftir ferskmetinu og jólakortunum. Á daginn kom hins vegar við nánari eftirgrennslan að þeim hafði láðst að hugsa fyrir jólafötum og tók Jóna þvi undir það að líklegast myndu þau lenda í jólakett- inum að þessu sinni. Það var Hafþór Ferdinandsson, öðru nafni Hveravallaskreppur, sem venju samkvæmt var milli- göngumaður um tilfærslu jóla- glaðningsins. Jóna sagði að hann flytti þeim jafnan ferskmeti á borð við ávexti og grænmeti og einnig væri gott að fá ijóma í jólabakst- urinn. Þau fengu líka jólatré og önd til þess að hafa í matinn á aðfangadagskvöld. Eitthvað fengu þau líka af pökkum og sagði Jóna að nú væri þeim ekkert að vanbún- aði. - Hvað með jólafötin? „Við ætluðum að vera í fötunum sem við vorum í í fyrra en fyrst þú nefnir það... ætli við fórum ekki bara í jólaköttinn," segir Jóna. „Þetta er stórmál, kannski við reddum nýjum sokkum eða einhveiju," segir hún. Dagurinn hefst á ýmsum morg- unverkum, einnig gá þau Kristinn til veðurs á þriggja tíma fresti, en Jóna sagði að þegar veðrið væri gott reyndu þau að vera úti við, til dæmis á gönguskíðum, hins vegar læsu þau þegar illa viðraði. Haustið og veturinn segir hún hafa verið óvenju mildan, varla hafí fallið snjókom. Um þessar mundir reyna þau að nota tímann fyrir jólaundirbúning sem gengur vel að sögn Jónu. „Við erum búin að vera að föndra og baka en það vantar bara snjóinn, annars kemst maður ekki í jólaskap." A ► 1-56 Almenna samkomu- lagið um hagsæld og velmegun ►Eftir sjö ára átök liggur Gatt- samkomulagið nú fyrir./lO Hangikjöt og ekkert annað ►Mike Fitzgerald ogfjölskylda hans halda nú jólin á íslandi og ræða muninn á íslensku og banda- rískujólahaldi./12 Skurðhnífurinn slíðr- aður ►Læknisaðgerðir verða smám saman nettari og hnitmiðaðri. Álag á sjúklinga minnkar og legudögum fækkar./18 Skrúfað f rá sálarkran- anum ►Hörður Torfason er nú fluttur heim eftir margra ára útlegð í Danmörku. Hér ræðir hann um þversagnir lífsins í gleði og sorg./20 Heimaumjólin ►Erlendir stúdentar á íslandi segja frá jólahaldi í heimalandi sínu./22 B ► 1-36 Málamiðlun menning- arstrauma ►Dr. Hjalti Hugason lýsirþróun jólanna til foma og nýjum hug- myndum um tildrög kristnitökunn- ar./l Samkvæmistískan ►Glæsilegar hárgreiðslur og fatn- aður einkennir jóla- og áramóta- tískuna./4 Þótti ónáttúra á kven- fólki að vera með hníf ►Hulda B. Kristjánsdóttir Víði- felli Þingeyjarsýslu talar um út- skurð, skáldkonu og fortíðina./8 Hvaða jaf nrétti er allt- af verið að tala um? ►Bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Susan Faludi hefur fengið konur til að endurmeta stöðu sína í jafnréttismálum með bókinni Bakslagi./lO Drottni til dýrðar ►Trúarleg tónlist sækir í sig veðr- ið./14 C BÍLAR ► 1-4 NýrVolvo ►Næsti nýi Volvo verður að öllum líkindum fjölskyldubffl af milli- stærð og framleiddur í samstarfi við japanska bílaframleiðandann Mitsubishi. Hann kemur á markað- inn 1995-1996, samkvæmt heim- ildum bílablaðs Berlingske Tid- ende./l Reynsluakstur ►Liðugur Trooper með díselvél ogþægindum./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 20b Erlent baksvið 14 Kvikmyndir 22b Kvikmyndahús 26 Fólk í fréttum 24b Leiðari 28 Myndasögur • 28b Helgispjall 28 Brids 28b Reykjavíkurbréf 28 Stjömuspá 28b Menning 31 Skák 28b Minningar 40 Bíó/dans 27b íþróttir 50 Bréf til blaðsins 32b Útvarp/sjðnvarp 52 Velvakandi 32b Mannlífsstr. 6b Samsafnið 34b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.