Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 6

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 Keðjubréfafaraldur hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur Lítil hagnaðarvon nema hjá fyrstu hlekkjunum PENINGAKEÐJUBREF þau sem kennd eru við Akureyri og hafa gengið kaupum og sölum undanfarið verða einungis þeim fyrstu í keðjunni til umtalsverðra hagsbóta, eftir því sem reiknað var út fyrir blaðið. Líklegt er talið að þeir sem nú eru að kaupa þessi keðjubré muni ekki hagnast í samræmi við það sem fyrirheit eru gefin um. í viðbót við Akureyrarbréfin gengur hér bréfakeðja sem upprunnin er í Þýskalandi og mun vera undir éftirliti þarlends fyrirtækis. Eitt bréf berst til Reykjavíkur í byijun Bréf keypt af „kynslóð“ nr. Fj. bréfa í gangi þegar keypt er Fj. bréfa í gangi þegar nafn kemst í 1. sæti Ejfildi einstakl. sem ná 1. sæti Samtals fj. seldra bréfa þegar „kynslóð“ fellur út í 2 2.048 1 2.048 2 4 4.096 3 6.144 3 8 8.192 7 14.336 4 16 16.384 17 30.720 5 32 32.768 31 63.488 6 64 65.536 63 129.024 7 128 131.072 127 260.096 8 256 262.144 255 522.240 9 512 524.288 511 1.046.528 10 1.024 1.048.576 1.023 2.095.104 Taflan sýnir hvernig bréfakeðja vindur upp á sig frá einu upphafs- bréfi. Ef keypt er bréf af 6. kynslóð þarf að selja yfir 260 þúsund bréf til að allir „fái sitt“. Sá sem þá kaupir bréf fær ávísun þegar 268 milþ'- ón bréf hafa selst til viðbótar, miðað við að engir hlekkir bresti. A'xureyrarkeðjan mun hafa bor- ist til höfuðborgarsvæðisins fyrir nokkrum dögum og er þannig uppbyggð að fólk kaupir keðjubréf með 10 nöfnum á 2500 krónur. Með bréfinu fylgir ávísun stíluð á efsta nafnið á nafnalistanum. Kaupandinn sendir ávísunina í pósti og útbýr tvö samhljóða bréf, nema efsta nafnið fellur út og kaupandinn setur sitt nafn neðst á listann. Þá skrifar hann tvær 1200 króna ávísanir og stílar þær á nafnið sem nú er efst á listanum. Handhafí bréfanna tveggja verður nú að fínna tvo kaupendur og selja nýja kynslóð bréfanna. Þannig næst upphafleg fjárfesting strax til baka. Keðjan gengur síð- an áfram lið fyrir lið, með hverri nýrri útgáfu færast nöfnin upp um eitt sæti og nýtt nafn bætist fyrir aftan.í bréfínu mun kaupand- anum gefínn ádráttur um að hann fái sendar 2048 ávísanir upp á 1200 krónur, eða alls 2.457.600 krónur, svo fremi keðjan slitni ekki. Við hvem nýjan hlekk í keðj- unni tvöfaldast bréfafyöldi hverrar „ættkvíslar" bréfa, það er keðju sem rakin er til eins upphafsbréfs. Hins vegar mun vera alengt að upphafsmenn keðjubréfa hleypi af stokkunum fleiri en einni „ætt- kvísl“ í upphafi, til að tryggja sem örasta útbreiðslu keðjunnar og hámarka ágóðann. Ef miðað er við að upphafsmenn setji eitt keðjubréf af stað er lík- legt að aðeins þeir sem kaupa bréf af fyrstu 7 til 8 kynslóðunum eiga sér hagnaðarvon að einhveiju marki og þeir síðustu í þeirri röð eigi tæpast von á að fá nema brot af því sem fyrirheitið er. Þeir sem aftar lenda sitja flestir uppi með bréfín og eru 2500 krónum fátæk- ari. Ör tímgun keðjubréfa Kunnugir ætla að peninga- bréfakeðja lengist um þijá hlekki á dag fyrstu dagana, síðan dregur ört úr vaxtarhraðanum eftir því sem bréfafjöldinn margfaldast og kaupendum fækkar að sama skapi. Ef kaupandi losnar ekki fljótlega við sín bréf er næsta víst að hans leggur lognist fljótlega útaf. Sá sem kaupir bréf af 1. kyn- slóð kemst sjálfur í 1. sæti þegar búið er að selja 2048 bréf og á því nokkuð góða möguleika að fá alla fjárhæðina sem lofað er. Þeg- ar kemur að því að keypt eru bréf af 6. kynslóð eru bréf af sömu kynslóð í gangi á 64 stöðum í einu, en haft skal í huga að leggimir tímgast mishratt. Þegar nafn þess, sem kaupir 6. kynslóðar bréf, kemur loks í 1. sæti verða bréfín orðin 65.536, ef dreifíngin gengur jafn vel hjá öllum og þá ættu þegar að hafa selst 129.024 bréf. Til að allir þessir kaupendur losni við sín bréf verða þeir að selja 131.072 bréf til viðbótar, eða alls 260.096 keðjubréf. í ljósi mannfjölda á ís- landi má áætla að þá fari verulega að þrengjast um kaupendur. Leiðrétting við leiðara í forystugrein Morgunblaðsins í gær var birtur texti þingsályktun- artillögu sem Alþingi samþykkti vegna ákvörðunar breskra stjóm- valda um THORP-endurvinnslu- stöðina. í ljós hefur komið að sá texti sem birtist í forystugreininni er ekki réttur. Ályktun Alþingis fer hér á eftir. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum: Alþingi ályktar að mótmæla harð- lega ákvörðun breskra stjómvalda 15. desember 1993 að veita THORP- endurvinnslustöðinni fyrir geislavirk- an kjamorkuúrgang starfsleyfi og ganga þannig gegn samþykki aðild- arrílqa Parísarsamningsins um varn- ir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um sem gerð var í Berlín í júní 1993. Alþingi væntir þess að ríkisstjórn- in grípi til skjótra viðbragða í tilefni þessarar ákvörðunar sem ógnar lífs- hagsmunum íslensku þjóðarinnar vegna áhrifa á lífríki hafsins og nýt- ingu auðlinda þess. ♦ ♦ ♦---- Annasamt hjá lögreglu í Reykjavík YFIR hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var ekki margt fólk í miðbænum en margir erfiðir viðureignar. 26 voru sektaðir fyrir umferðarlagabrot, einn ökumaður var tekin ölvaður á 111 km hraða á Gullinbrú. Nokkuð var um innbrot í bifreiðar og skemmdarverk. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. segir skaðabótalög tilkomin fyrir þrýsting frá tryggingafélögum Lækkun bóta á að tryggja afkomu tryggingafélaga SKAÐABÓTALÖG þau sem gildi tóku í sumar gerðu það fyrir mikinn hagsmunaþrýsting frá vátryggingafélögunum og fékk þingnefnd sem fjallaði um reglurnar rangar upplýsingar um sam- anburð bótafjárhæða. Með þeim hefur bótaréttur tjónþola skerst verulega, segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. Jón segir að með nýlögfestri skipan fái tjónþolar aðeins tvo þriðju hluta af fjártjóni sínu bætt og verði að bera þriðjung þess sjálfir, og miði hann við þá útreikninga á fjárhagslegu tjóni sem hafi tiðk- ast um langt árabil. „Þetta má líta á sem lögboðið framlag þeirra til að tryggja fjárhagslega afkomu vátryggingafélaganna," segir Jón. Hann segir að þegar málsmeðferð laganna sé skoðuð frá upphafi komi í Ijós margskonar hagsmunatengsl er virðist öll miða að sömu útkomu, sem sé núverandi lagasetning. „Á árinu 1991 stóð svo á að sögn vátryggingafélaga að bfla- tryggingar voru reknar með mikl- um halla,“ segir Jón Steinar. „Þá var í gildi sk. þjóðarsátt og því ekki talið unnt að hækka iðgjöldin. Félögin höfðu þá samráð sín á milli um viðbrögð við þessu og var meðal annars stofnuð nefnd þar sem hvert félag átti einn fulltrúa. Voru í henni forstjórar stærstu fé- laganna, þ.e. VÍS og Sjóvá- Almennra trygginga hf., en frá hinum félögunum komu lögfræði- menntaðir yfirmenn sem störfuðu að þessum málum innan þeirra. Meðal þeirra var bróðir dómsmála- ráðherra. Þessi nefnd setti haustið 1991 sk. verklagsreglur trygginga- félaganna, sem tóku gildi 1. nóvem- ber sama ár. Samkvæmt þeim skyldi í minni líkamstjónsmálum aðeins bjóða tjónþolum um það bil 25-35% af þeim bótum sem tíðkast höfðu. Þetta skapaði eins konar stríðsástand í þessum málaflokki. Deiiumar snerust í raun og veru um örorkumat sem félögin töldu hafa verið of há. í framhaldi af því losuðu stærstu tryggingafélög- in, VÍS og Sjóva-Almennar, sig við trúnaðarlækna sína sem um langt árabil höfðu gert örorkumat, bæði fyrir félögin og lögmenn tjónþola. Fundu félögin nýja lækna sem þau töldu hafa „fersk“ sjónarmið á þessu sviði og gerðu þá að trúnað- arlæknum sínum.“ Skaðabætur lækkaðar „Afkoma vátryggingafélaganna batnaði til muna, enda voru þessi mál ekki gerð upp nema við þá tjón- þola sem vildu una verklagsreglun- um. Önnur fóru fyrir dómstóla, og við Héraðsdóm Reykjavíkur munu vera rekin að minr.sta kosti um 200 mál vegna þessa ágreinings," segir Jón Steinar. „Jafnframt þessu ósk- uðu vátryggingafélögin eftir við dómsmálaráðherra að sett yrðu skaðabótalög, þar sem meðal ann- ars yrði að fínna reglur um skaða- bætur fyrir líkamstjón. Hann tók erindinu vel og fól prófessor Arnljóti Björnssyni að semja slíkt frumvarp. Amljótur hefur um margra ára skeið gegnt föstu aukastarfi fyrir íslenska end- urtryggingu sem annast endur- tryggingu fyrir flest íslensku vá- tryggingafélögin. Valinn var sá kostur að leita fyrirmynda til danskra skaðabótalaga. f því fólst ótvírætt veruleg lækkun skaða- bótafjárhæða. Astæða þess að Danir hafa í gildi reglur sem mæla fyrir um mun minna en fullar bæt- ur fyrir fjártjón, er að líkindum sú að almannatryggingakerfíð þar veitir mönnum miklu betri bótarétt en á íslandi. Aðstoðarmaður pró- fessors Arnljóts við frumvarpsgerð- ina var forstjóri íslenskrar endur- tryggingar. Mætti hann með Am- ljóti á fundi sem haldnir vom til að kynna efni frumvarpsins.“ Við meðferð málsins á Alþingi vorið 1993 kom fram ábending frá Lögmannafélagi íslands um að reikniregla frumvarpsins um fjár- hæð bóta fyrir líkamstjón, leiddi að líkindum til of lágra bóta miðað við það meginmarkmið skaðabóta- réttarins og yfirlýst markmið frum- varpsins, að bæta mönnum fjártjón að fullu. Var því beint til allsheijar- nefndar að Iáta reikna út dæmi til athugunar á þessu. „Formaður alls- heijamefndar Alþingis er Sólveig Pétursdóttir, en eiginmaður hennar situr í stjórn Sjóvá-Almennra, og leitaði nefndin til prófessors Am- ljóts eftir svömm við athugasemd- um Lögmannafélagsins," segir Jón Steinar. „Hann lét nefndinni í té dæmi sem vom beinlínis röng í vemlegum atriðum, fmmvarpinu í hag. Sýndu þau öll ranglega hærri bætur samkvæmt fmmvarpinu heldur en í gildandi rétti miðað við jafnhátt örorkustig. Á þessum tíma beindu vátryggingafélögin miklum þrýstingi á alþingismenn um að fá málið afgreitt og dómsmálaráð- herra þrýsti líka á um afgreiðslu þess.“ . Athugasemdir lögmanna Lögin vom afgreidd 19. maí 1993 og tóku gildi 1. júlí 1993. í byijun júlí skipaði dómsmálaráð- herra í svonefnda örorkunefnd samkvæmt 10. grein laganna; það er þriggja manna nefnd sem ákveð- ur miskastig og örorkustig tjónþola og hefur þannig úrslitavald um fyárhæð skaðabóta til tjónþolanna. „I nefndina skipaði ráðherra m.a. lækna sem vátryggingfélögin höfðu gert að trúnaðarlæknum sín- um við aðstæðumar sem ég minnt- ist á fyrr,“ segir Jón Steinar. Með bréfí til dómsmálaráðherra í ágúst síðastliðnum gerðu fimm starfandi lögmenn, þar á meðal Jón Steinar, athugasemdir um reikni- reglur laganna og dæmi prófessors Amljóts og skipan trúnaðarlækna vátryggingafélaganna í örorku- nefndina. Lögmennimir gerðu meðal annars. athugasemdir við hagsmunatengsl prófessorsins við vátryggingafélögin. „Ráðherrann. brást þannig við erindinu að hann lýsti það ósæmilegt og kvaðst ekk- ert myndi sinna því,“ segir Jón Steinar. „Hann hafði áður óskað eftir því við læknana að þeir hættu trúnaðarstörfum sínum fyrir vá- tryggingafélögin. Með því taldi hann þá orðna hlutlausa til setu í nefndinni." Lögmennirnir báru hæfi þeirra til setu í nefndinni und- ir umboðsmann Alþingis, og er málið nú í meðferð hjá honum. Lögmennimir fimm snem sér síðan til allsheijarnefndar Alþingis vegna fyrmefndra reiknireglna. Með er- indinu sendu þeir útreikninga. „Þeir sýndu að samkvæmt lögunum eiga tjónþolar aðeins að fá um tvo þriðju hluta af fjártjóni sínu bætt,“ segir Jón Steinar. „Fulltrúar lög- mannanna mættu á fund allsheijar- nefndar í byijun nóvember. Á fund- inum fór formaður nefndarinnar ekkert dult með andúð sína á erind- inu. Við brottför af fundinum mættu þeir í dyrunum prófessor Arnljóti ásamt aðstoðarmanni dómsmálaráðherra sem höfðu verið boðaðir í kjölfarið. Þegar grennsl- ast var fyrir um það hjá formanni nefndarinnar eftir fundinn hver framvinda málsins yrði, svaraði hann því til að málinu hefði verið frestað ótiltekið. Prófessornum hafði verið falið að svara einhveij- um spumingum frá nefndinni en hann hefði mikið að gera og gæti því ekki svarað strax.“ Jón Steinar kveðst í dag ekki sjá aðrar leiðir til að hnekkja gildis- töku skaðabótalaganna en með beinni lagabreytingu, og fyrst þá sé von til að bótaréttur tjónþola verði færður til eðlilegs horfs að nýju. „Núverandi ástand er með öllu óviðunandi," segir Jón Steinar, „og opinber umræða virðist eina leiðin til að færa mönnum skilning á efnisatriðum þessa vandmeðf- ama málaflokks."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.