Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 19.12.1993, Síða 10
’ib MÖRGtíNBLAíílÐ SUNNUDAGUR ÍÖ.0^ 1993 EFTIR SJÖ ÁRA ÁTÖK LIGGUR GATT-SAMKOMULAG NÚ FYRIR Eftir Steingrím Sigurgeirsson í ÞVÍ samkomulagi, sem náðist í GATT-viðræðunum á miðviku- dag, felst stærsta fijálsræðisspor, sem tekið hefur verið í sögu heimsviðskipta. Með því taka hin 116 aðildarríki GATT upp stefnu fríverslunar óg hverfa að mestu leyti frá þeirri verndar- stefnu, sem einkennt hefur alþjóðaviðskipti frá því á fjórða áratugnum. Ákvæði GATT ná nú líka til mun fleiri þátta en nokkru sinni áður og eru til dæmis landbúnaðarmál og þjónusta í fyrsta skipti hluti af samkomulaginu. Er talið að með tilkomu samningsins muni heimsframleiðsla aukast um 200-300 milljarða dollara á ári eða sem samsvarar um einu prósenti af saman- lagðri þjóðarframleiðslu heimsins, frá og með árinu 2002. Um 90% af þessari upphæð má rekja til aukins fijálsræðis í landbún- aðarmálum. Þessar stjarnfræðilegu upphæðir eru ef eitthvað, að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Al- þjóðabankans, vanmetnar. Fyrsta GATT-samkomulag- ið, eða Almenna sam- komulagið um tolla og viðskipti, var undirritað af 23 þjóðum árið 1947 með það að markmiði að setja á laggirnar alþjóð- lega viðskiptastofnun til að efla fijáls viðskipti í heiminum. Um svipað leyti voru einnig aðrar efnahagslegar al- þjóðastofnanir settar á laggirnar (stundum kallaðar Bretton Woods- stofnanimar), nefnilega Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóða- bankinn, enda einkenndist and- rúmsloft eftirstríðsáranna af mikl- um vilja til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. Ekkert varð þó úr stofn- un hinnar alþjóðlegu viðskipta- stofnunar, sem samkvæmt Hav- ana-yfirlýsingunni svokölluðu frá 1948 átti að verða þriðja Bretton Woods-stofnunin, þar sem Banda- ríkjaþing lagðist gegn henni. Á næstu árum voru haldnar þrjár viðræðulotur um útvíkkun GÁTT- samkomulagsins (Anneey-, Tor- quay- og Genfarloturnar) en allt fram að hinni svokölluðu Dillon- lotu, á árunum 1960-1962, beindist athygli samningamanna einvörð- ungu að innflutningstollum á iðn- varningi. Árið 1964 hófst hin svokallaða Kennedy-lota, sem 64 ríki tóku þátt í. Þar var í fyrsta skipti rætt um hvernig koma mætti í veg fyrir undirboð. 102 ríki tóku svo þátt í Tókýó-Iotunni, á árunum 1973- 1979, en þá varð samkomulagið enn víðtækara. Erfiðasta samningalotan Aldrei hafði markið hins vegar verið sett eins hátt og þegar ráð- herrar rúmlega hundrað ríkja komu saman í borginni Punta del Este í Úrúgvæ í september árið 1986 enda hefur t.d. blaðið Financial Times kallað Úrúgvæ-lotuna „móð- ur allra viðskiptaviðræðna". Nú átti GATT einnig að ná til landbún- aðar, þjónustu á borð við bankavið- skipti og tryggingar, vefnaðarvöru, hugverka og ýmissa annarra þátta, sem enginn hafði áður þorað að reyna að ná alheimssamkomulagi um. Náðist þetta í gegn fyrir til- stilli Bandaríkjamanna (sem lögðu áherslu á þjónustu og hugverk) og þróunarríkja (sem lögðu áherslu á betri aðgang fyrir vefnaðar- og landbúnaðarvörur sínar). En vegna þess hve flóknar við- ræðurnar voru og hve mörg ríki tóku þátt í þeim reyndist ekki auð- sótt að ná samkomulagi. Það er fyrst nú, rúmlega sjö árum síðar, að samkomulagið liggur fyrir. Mest allan tímann var Arthur Dunkel framkvæmdastjóri GATT, en þegar kom að lokasprettinum var hann útkeyrður og lét af störfum. „Arth- ur kom 85% af samkoniulaginu í höfn. En þegar hann hafði skilað af sér lokadrögunum í desember 1991 var hann einfaldlega orðinn eldsneytislaus; hann gat ekki lokið við síðustu 15%,“ hefur Financial Times eftir sendiherra hjá GATT. Við starfí Dunkels tók írinn Peter Sutherland, sem talinn er hafa keyrt samkomulagið í gegn af mikl- um krafti og ekki hikað við að segja samningamönnum til syndanna gerðist þess þörf. „Ef við hefðum haft áhyggjur af því að stundum gæti hitnað í kolunum hefðum við aldrei skipað írskan „rugby“-leik- ara sem framkvæmdastjóra," sagði einn sendiherrann. Margir hafa spáð því að Úr- úgvæ-lotan verði síðasta stóra samningalotan innan GATT og að í framtíðinni verði meiri áhersla lögð á einfaldari viðræður um mjög afmörkuð svið. í apríl á næsta ári munu utanríkis- og viðskiptaráð- herrar þeirra 117 ríkja, sem aðild eiga að GATT, koma saman í borg- inni Marrakesh í Marokkó til að undirrita samkomulagið og ákveða hvort lagt verður út í nýja viðræðu- lotu. Þá eiga þjóðþing ríkjanna eftir að staðfesta samkomulagið þannig að það geti tekið gildi í janúar eða júlí árið 1995. Hver græðir - hver tapar og hvers vegna? Sumir hafa haldið því fram að það séu fyrst og fremst iðnríkin sem hagnist á GATT. Breska hjálp- arstofnunin Christian Aid lýsti því þannig yfír í síðustu viku að þróun- arríkin myndu tapa verulega á sam- komulaginu, ekki síst fátækustu Afríkuríkin. Þau hafa mörg hver tvíhliða samninga við ýmis Evrópu- ríki um hagstæðari markaðsað- gang en önnur ríki og fellur sú mismunun niður við gildistöku GATT-samkomulagsins. Hefur Christian Aid bent á að samkvæmt útreikningum OECD muni sam- komulagið kosta Afríkuríkin um 2,6 milljarða dollara fram til ársins 2002 og að sama skapi munu Indó- nesíubúar tapa 1,9 milljörðum. Á móti mun til dæmis Evrópubanda- lagið hagnast um allt að 80 millj- arða dollara á ári frá og með 2002. Næstmest munu Kínveijar hagnast á samkomulaginu. Margt ber hins vegar að hafa í huga þegar svona tölur eru skoðað- ar. í viðræðum á borð við GATT er það kallað að „gefa eftir" þegar ríki auðveldar markaðsaðgang á einhveiju sviði. Samningamenn reyna því að „gefa sem minnst eft- Frakkar hrósa sigri LIKLEGA hefur engín ein þjóð komist jafn nálægt því að koma í veg fyrir að GATT- samkomulag yrði að veru- leika og Frakkar. Vegna ósveigjanlegrar afstöðu þeirra í landbúnaðarmálum náðist ekki samkomuiag fyr- ir árslok 1990, ekki í desem- ber 1991 og ekki heldur fyr- ir árslok 1992, líkt og stefnt var að á sínum tíma. rátt fyrir að Evrópubanda- lagið og ríkisstjóm Bandaríkjanna næðu samkomulagi haustið 1992 um málamiðlun í landbúnaðarmálum (hið sk. Blair House-samkomulag) voru Frakkar ekki ánægðir. Franskir bændur risu upp til mótmæla og stjórn sósíalista, sem þá var við völd, lét undan og krafðist þess að EB hafnaði samkomu- Iaginu. Hótuðu Frakkar að beita neitunarvaldi í ráðherraráðinu ella. Að loknum þingkosningum í vor tók hins vegar við ríkisstjóm hægrimanna undir forsæti Edouards Balladurs. í upphafí virtist stjórnin ætla að fylgja svipaðri stefnu og fyrri stjóm og óttuðust margir að nú væri endanlega öll von úti um GATT. Balladur þykir hins vegar hafa sýnt eindæma stjóm- kænsku í málinu. Frakkar héldu kröfum sínum til streitu og á síðustu stundu settu þeir einnig málefni franska kvikmyndaiðn- aðarins á oddinn. Þegar upp er staðið standa þeir sem sigurveg- arar. Balladur hefur styrkt stöðu sína verulega í frönskum stjóm- málum. Em nú taldar miklar lík- ur á að Balladur verði frambjóð- andi hægrimanna í næstu for- setakosningum, en hingað til hefur verið gengið út frá því að það yrði Jacques Chirac. ir“ en fá sem bestan markaðsað- gang fyrir eigin vörur hjá öðrum ríkjum. Það er síðan ágætt dæmi um kaldhæðni örlaganna að eftir því sem samningamönnunum tekst betur upp (það er gefa minna eft- ir) þeim mun minna hagnast við- komandi ríki á útkomunni. Ástæð- an fyrir því að Evrópuríkin og ríki Asíu „hagnast" mest á samkomu- laginu er fyrst og fremst sú að þau hafa neyðst til að „gefa eftir" í landbúnaðarmálum! Nýjar víddir og hindranir Mikið hefur verið spáð í hvað muni eiginlega gerast eftir að GATT-samkomulagið tekur gildi. OECD hefur reynt að áætla hag- vaxtaráhrif aukinnar fríverslunar, líkt og fyrr var minnst á, en einnig hafa ýmsir aðrir aðilar reynt að átta sig á hvað komi til með að breytast. Á vegum skrifstofu Royal Dutch/Shell Group-olíufyrirtækis- ins í London hefur að undanförnu starfað hópur sérfræðinga við að setja saman skýrslu sem ber heitið „New Frontiers and Barricades" (Nýjar víddir og hindranir). Hinar nýju víddir hafa í för með sér gífurlegan hagvöxt og aukna velmegun. Sá heimur sem lýst er í hindrunum er hins vegar mun drungalegri, heimur þar sem „allt er undirorpið reglum og kvótum," segir Loedwijk van Wachem, stjórnarformaður Royal Dutch Pet- roleum við Wall Street Joumal. Hinar nýju víddir verða samt eng- inn dans á rósum fyrir stórfyrir- tæki á borð við Shell að mati sér- fræðinganna. Alþjóðleg samkeppni og samtvinnun mun aukast til muna og þá mega þeir óhagkvæmu missa sín. GATT mun knýja stór- fyrirtæki til að endurskipuleggja rekstur sinn og það er alls ekki víst að þau fyrirtæki sem nú eru stærst muni standa sig best. Til dæmis hafa Kína og Tævan ekki enn fengið aðild að GATT vegna pólitískra deilna þeirra. Það mun þó líklega breytast nú og er þá talið að fyrirtæki frá þessum ríkj- um, sem undanfarið hafa vaxið ört vegna uppsveiflunnar í suðaustur- hluta Asíu, muni veita vestrænum fyrirtækjum harða samkeppni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.