Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 12

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 HANGIKJÖT OG EKKERT ANNAÐ Mike Fitzgerald og fjölskylda hans halda nú jólin á íslandi og ræða um muninn á íslensku og bandarísku jólahaldi Fjölskyldan Kimberley, Sheila og Mike hlakka til að sjá flugeldasýninguna miklu um áramótin. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ÍSLENDINGAR sem fæddust á stríðsár- unum og áttu bandariskan föður hafa gjarnan leitað til Bandaríkjanna til að kynnast föðurlandi sínu, en Mike Fitzger- ald hefur vegna starfs síns fengið tæki- færi til að búa á íslandi um tíma og kynn- ast móðurlandi sínu. Mike er prestur, starfar á vegum alþjóðlega hvítasunnu- safnaðarins, og mun búa hér ásamt konu sinni og dóttur næstu þijú árin. Þau halda nú jól hér í annað sinn og spjalla um muninn á íslensku og bandarisku jóla- haldi. Faðir Mikes, Donald Fitzgerald, var her- maður á íslandi á stríðsárunum og þegar hann sneri heim aftur hafði hann með sér íslenska brúði, Guðnýju Davíðsdóttur. Þau settust að í Bandaríkjunum og þar fædd- ist Mike. Hann á tvo bræður og tvær systur og búa þau öll ytra nema elsti bróðirinn sem varð eftir hjá afa og ömmu á íslandi. Sjálfur var Mike hermaður í Víetnam á sínum tíma, en lærði til prests og hefur síð- an starfað fyrir hvitasunnusöfnuðinn. Kona hans, Sheila, hefur og kennt í sunnudaga- skólum safnaðarins. Þau hjónin eiga tvær dætur, Jenny, 22 ára, og Kimberley, 16 ára, og býr sú eldri í Bandaríkjunum. „Við erum trúboðar núna, erum „lánuð“ hingað til fjög- urra ára og þiggjum laun okkar frá kirkj- unni úti. Við verðum hér næstu þijú árin, en síðan vitum við ekki hvað tekur við,“ segir Mike. Jólagardínur • Mike kom fyrst í heimsókn til íslands 1960, þá 12 ára gamall, og var hér meira eða minna næstu fjögur árin á eftir. „Ég man vel eftir jólunum héma hjá afa og ömmu,“ segir hann. „Sérstaklega man ég eftir skónum sem settir voru út í glugga og öllum jólaljósunum úti. Hins vegar man ég ekki eftir jólatrénu, svo það hlýtur að hafa verið mjög lítið!“ Þau hjónin leigja nú hús í Reykjavík og þar hefur jólatréð, stórt og mikið, staðið fagurskreytt í stofunni frá byijun desember. „íslendingamir hafa verið að stríða okkur á trénu, þeim finnst það fyndið að við skul- um vera búin að skreyta það, en þetta er nú siður í Bandaríkjunum," segja þau. „Jóla- skreytingar eru líka meiri þar ytra, einkum útiskreytingar. Til dæmis em öll tré ljósum prýdd og margir með litla jötu í garðinum.“ Það sem Mike finnst einstakt við jólahald ættland síns eru jólasveinamir, hrekkjusvín- in, og svo þessi siður að setja skóinn út í glugga. Það sem Sheilu, konu hans, fínnst hvað merkilegast við jólahald íslendinga eru jóla- gardínurnar. „í byijun desember fór ég að sjá þær fyrir hveijum glugga og svo þessi skemmtilegu litlu ljós sem þið setjið í glugga- na. Það hef ég hvergi annars staðar séð. Fyrst hélt ég að íslendingar skreyttu ekkert hjá sér fyrr en á Þoriáksmessu, en nú veit ég að svo er ekki, það er bara jólatréð sem fær að bíða.“ Annað sem þeim hjónum fínnst afar merkilegt em flugeldarnir á gamlárskvöld. „Við höfðum aldrei séð neitt annað eins,“ segir Mike. „Þetta minnti mig á stríðið í Víetnam. En þetta er afar spennandi, og á gamlárskvöld fáum við 33 bandarísk ung- menni í mat og það er óhætt að segja að við hlökkum til að sýna þeim þessa miklu flugeldasýningu. Áramótin em svipuð hjá okkur úti, nema hvað partýin. byija um tíu leytið, ná hápunkti um miðnætti og lognast síðan rólega útaf eftir þann tíma, en hér byijar ballið fyrst um miðnætti!" Englatré Æðið sem rennur á íslendinga í verslunum fyrir jólin kemur Mike og Sheilu ekkert á óvart. „Bandaríkjamenn em svipaðir að því leyti,“ segja þau. „Þar er ekki óalgengt að menn borgi jólin með kreditkortum og séu svo allt árið að borga reikninginn. Við höfum hins vegar reynt að eiga fyrir jólunum og gefa gjafir í samræmi við efnahag okkar.“ Mike segist hafa tekið eftir því að íslend- ingar kaupi gjaman eitthvað nýtt fyrir heimilið um jólin, húsgögn eða heimilisvélar eða ný teppi eða parket á gófin. „Við gerum ekki mikið af slíku í Bandaríkjunum, hins vegar kaupum við mikið fyrir börnin. Jólin eru hátið barnanna fyrst og fremst.“ Sheila segist ekki hafa orðið vör við mikla fátækt hér á landi. „I Bandaríkjunum er neyðin mikil, einkum fyrir jólin. Við verðum alls staðar vör við hana, en við fáum líka mörg tækifæri til að rétta hjálparhönd. I verslunarmiðstöðvum til dæmis eru alltaf svonefnd englatré. Á þessum tijám hanga miðar með upplýsingum um börn sem eru þurfandi. Þau eru ekki nafngreind en hvert þeirra á sitt númer. Á miðanum stendur ald- ur barnsins og kyn og hvaða fatastærðir það notar. Menn geta síðan tekið svona miða, farið í fataverslanir, keypt fatnað á bamið og skilað síðan fatapakkanum til fólksins sem sér um þessi tré. Það sér síðan um að koma gjöfunum til viðkomandi barns. Ég þekki ungt par sem vissi ekki hvað þau ættu að gefa hvort öðru í jólagjöf. Þau tóku svona miða, keyptu fatnað eins og þau væru að kaupa á eigið barn og skiluðum honum síðan alsæl. Það fylgir því mikil gleði að geta glatt aðra.“ Eiginmaðurinn tekur undir þetta: „Jólin eru tími gjafanna. Guð gaf okkur gjöf um jólin og við gefúm gjafir til baka.“ Munaður að borða heima Foreldrar Mikes eru bæði látin en móðir hans hafði sterkar taugar til gamla landsins því hún hvílir nú í íslenskri mold, að eigin ósk. Mike segist ætíð hafa þótt það gaman að vera íslendingur. „Það er gott að koma frá litlu landi og vera aðeins öðruvísi. íslend- ingar eru líka gott fólk, hlédrægir vinnu- þjarkar sem flíka ekki tilfínningum sínum. Síðast kom ég hingað 1984 og mér finnst breytingarnar á þessum tíu árum vera gífur- legar. Sérstaklega eru þessar nýju bygging- ar áberandi, Flugstöðin, Kringlan, Perlan og svo framvegis. Aðrar breytingar sé ég líka sem ég er nú ekki ýkja hrifinn af og það eru hin erlendu áhrif sem nú flæða yfir, eink- um frá sjónvarpsstöðvum. Margar myndir eru ekkert annað en kennsla í ofbeldi og nauðgunum og mér finnst að íslendingar ættu að stjórna því betur hveiju þeir hleypa inn í landið. Annars fínnst mér þeir búa mjög vel mið- að við aðrar þjóðir. Hins vegar get ég með engu móti skilið hvernig þeir fara yfirleitt að því að lifa. Þeir borga óendanlega skatta, tekjuskatt, eignaskatt, virðisaukaskatt, kaupið er ekkert sérlega hátt, en samt geta þeir leyft sér alla hluti.“ „Og eru alltaf á ferðalögum!" skýtur frúin inn í og hlær. Það sem þeim hjónum finnst hvað erfíð- ast að eiga við hér á landi er hátt verð á matvöru. „Við reynum að kaupa allt inn í stóru magni, sérstaklega kjöt,“ segir Sheila, „en annars höfum við alltaf borðað mikið pasta og höldum því áfram. En mér finnst nýtt lambakjöt afskaplega gott, svo ég tali nú ekki um hangikjötið ykkar.“ „í Bandaríkjunum unnura við mikið og borðuðum því næstum alltaf á veitingastöð- um. Það var munaður að borða heima hjá sér. Hér er það munaður að borða úti því það er svo dýrt,“ segir Mike. Hvað ætlar fjölskyldan að borða hér um jólin og hvernig verður jólahaldið hjá þeim? „Jólahaldið hjá okkur verður eins og það hefur verið síðustu 25 árin,“ segir Mike. „í Bandaríkjunum byijar jólahátíðin ekki á slaginu klukkan sex eins og hér, en við vor- um með reykt svínairiöt á aðfangadagskvöld og fullorðna fólkið opnaði gjafírnar þá um kvöldið. Börnin opna yfirleitt gjafírnar á jóla- dagsmorgni og kíkja þá í jólasokkinn sinn í leiðinni. Nú verða smábreytingar að því leyti að við förum í kirkju klukkan sex og borðum síðan hangikjöt á eftir að sjálfsögðu.“ Dóttirin Kimberley fítjar upp á nefið þeg- ar hún heyrir þessa hangikjötstilkynningu, en foreldrarnir gefa sig ekki: „Það verður hangikjöt og ekkert annað.“ Jólin verða sumsé íslensk, en sakna þau einskis frá Ameríkunni? „Dóttur okkar,“ segja þau bæði og söknuðurinn leynir sér ekki. „Hún býr núna í húsinu okkar í Virginíu, er gift og á von á sínu fyrsta barni núna í maí. Það barn varð nú reyndar til hérna á íslandi þegar þau hjónin voru í heimsókn í sumar, svo það má með gleði segja að það sé „made in Ice- land“. Hátt boðið í Fljótaá LAXVEIÐIN í Fljótaá í Fljótum var nýverið boðin út og reynd- ist fjölskylda Trausta Sveinssonar á Bjarnagili eiga hæsta til- boðið af átta sem í ána bárust. Að sögn Gunnars Steingríms- sonar í Stórholti, formanns Veiðifélags Fljótaár, hefur verið ákveðið að ganga til viðræðna við Trausta á grundvelli boðs- ins sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna. Sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í vikunni, að samningaviðræður myndu vart hefjast fyrr en eftir áramótin úr því sem komið væri. Þá kæmi í ljós hvort samið yrði. Stangaveiðifélag Siglu- fjarðar, sem var meðal fjölmargra sem buðu í ána, hefur ver- ið með ána á leigu um árabil. en Flekkan lækkar Veitt er á þijár laxastangir í Fljótaá auk tveggja silungastanga sem stundum reka í lax. Síðustu tíu árin hefur meðalveiðin verið um 170 laxar og síðustu 3-4 árin hefur veiðin verið vel yfir því meðallagi. í sumar sem leið veiddust þar 203 laxar. Meðalvigt á laxi í ánni er með þeirri mestu sem finnst hér á landi, var í sumar milli 8 og 9 pund og hefur stundum verið 10 til 11 pund. Laxamenn hrepptu ána Þá var nýlega gengið frá útleigu á Flekkudalsá á Fellsströnd og var það veiðiklúbbur að nafni Laxmenn sem hreppti ána, en eins og í Fljót- unum, urðu margir til að senda inn tilboð. Tilboð Laxmanna var upp á 2,5 milljónir og sagði einn tals- manna klúbbsins í samtali við Morgunblaðið að lækkun á verði veiðileyfa yrði veruleg. 358 laxar veiddust á þijár dagsstangir í Flekkudalsá á síðasta sumri. Stangaveiðifélög Akraness og Reykjavíkur hafa leigt ána sameig- inlega síðustu sumur. Þá var Svartá endurleigð veiði- félaginu Tinnu fyrir nokkru. Ekki liggur leiguupphæðin á lausu, en samkvæmt verðskrá sem send hefur verið út eru nokkrar hækkanir á ferðinni, allt að 30 prósent á ein- stökum dögum. Svartá hefur verið gjöful tvö síðustu sumur, síðasta sumar veiddust þar 494 laxar á þijár stangir, en veiði hefst þar ekki fyrr en undir lok júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.