Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 13

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 13 Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur um nýbirt genakort Auðveldar fund erfðafræði- legra skýringa á sjúkdómum FRANSKIR vísindamenn hafa birt í tímaritinu Nature nær fullgert kort af genasamsetningu mannsins og segir Jórunn Eyfjörð erfða- fræðingur hjá Krabbameinsfélaginu að „kortlagningin muni leiða til þess að fljótlegra verði að staðselja og rannsaka gen“. Genakort- ið er safn kjarnsýrubúta sem samsvara ákveðnum svæðum á litning- unum og spannar u.þ.b. 90% Iitninga mannsins og segir Jórunn að það muni m.a. auðvelda rannsóknir á sjúkdómsvaldandi genum. Verið er að undirbúa uppsetningu tölvubúnaðar hérlendis svo hægt sé að nálgast kortið í gegnum tölvunet en ekki er vitað hvar hann verður eða hvenær hann kemst í gagnið. íslendingar hafa nú þegar, í samstarfi við hin Norðurlöndin, aðgang í gegnum mótald að alþjóð- legum gagnabanka sem veitir aðgang að þessum upplýsingum. Jórunn segir íslendinga hafa tek- ið þátt í alþjóðlegu verkefni um að kortleggja litningamengið, sem nefnist HUGO, (Human Genome Organization) og hafa starfsmenn frá Landspítalanum og Krabba- meinsfélaginu farið utan til að kynna sér notkun og uppsetningu gagnabanka, þar sem kortið verður að finna. Erfðafræðirannsóknir fara meðal annars þannig fram að erfðaefnið er einangrað úr frumum, t.d. í blóði eða húð. Það er klippt niður og bútar sem samsvara ákveðnum litn- ingshlutum skoðaðir. Nú er búið að stika litninga mannsins og búa til mjög gróft kort af um 90% gena- mengisins og segir Jórunn að þótt búið sé að fíngreina einstaka búta litninga geti aðrir í svo grófri kort- lagningu verið mjög svipaðir inn- byrðis, sem geri staðsetningu gena erfiðari. Hægt sé að skilgreina þau svæði nákvæmar með fíngreiningu en slíkt taki lengri tíma. „Kortið mun samt sem áður auðvelda stað- setningu gena og væntanlega flýta fyrir rannsóknum á arfgengum sjúkdómum,“ segir Jórunn. Hún segir einnig að þetta muni hafa áhrif á framþróun læknisfræði og hraða því að erfðafræðilegar skýr- ingar fínnist á fjölda sjúkdóma. Aukin þekking á erfðaefni manns- ins veki hins vegar upp ýmsar sið- fræðilegar spurningar, t.d. hve langt eigi að ganga í leit að upplýs- Jórunn Eyfjörð ingum og hvemig eigi að fara með nýja þekkingu. Jómnn Eyfjörð bendir loks á að alls ekki sé hægt að segja að tilvist kortsins komi í veg fyrir sjúkdóma enda sé stórt stökk milli erfðarannsókna og gena- lækninga. 50% gjald á erlendan bjór þrátt fyrir EES FORSTJÓRI Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Höskuldur Jóns- son, segir að verðlagning á erlendum bjór verði ekki færð til sam- ræmis við innlenda framleiðslu um áramótin því verðlagningarregl- ur frá fjármálaráðuneytinu geri ráð fyrir 50% álagningu á inn- kaupsverð á þessu ári. Snorri Olsen deildarstjóri segist ekki vita hvort verðlagningarreglurnar standist ákvæði EES og það komi ekki á daginn nema þær verði „klagaðar eða kærðar sérstaklega“. Höskuldur sagði í samtali við Morgunblaðið að „sérstakri álagn- ingu“ hafi verið komið á innkaups- verð á erlendum bjór árið 1989, til þriggja ára, innlendri fram- leiðslu til vemdar. Ætlunin hafí upphaflega verið að afnema álagn- inguna, sem var 72%, í þremur áföngum en samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir að svo verði ekki að fullu fyrr en 1996. „Að öðru leyti er verð bjórs byggt á sama reiknillk- ani og aðrir áfengir drykkir. Það er ekki mitt að dæma um hvort þetta samræmist EES-samningn- um, við hlítum reglum fjármála- ráðuneytisins," sagði Höskuldur Jónsson. Reynir á lögmæti ef kært verður Snorri Olsen, deildarstjóri tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, segir vörugjaldið hafa verið lækkað niður í 50% 1. desem- ber sl. 1. desember 1994 muni það lækka í 40%, í 25% ári síðar og loks verði það afnumið 1. desem- ber 1996. „Við höfum gefíð upp hvernig við hyggjumst afnema þetta og það hefur ekki verið kært eða klagað sérstaklega." Hann segist efast,um að afnámið hafi verið nákvæmlega útlistað í samn- ingaviðræðum um EES, hins vegar viti innlendir framleiðendur og iðn- aðarráðuneytið af þessu. Ekki reyni á lögmæti þessarar verðlagn- ingar nema af kæru verði. „Hingað til hafa menn talið að þeir gætu haft álagningu ÁTVR með þeim hætti sem þeir vildu svo framar- lega að tegundum væri ekki mis- munað. Verndarreglur fyrir inn- lendan bjór voru taldar nauðsyn- legar á sínum tíma, þegar þær verða afnumdar mun eitt yfír inn- lenda og erlenda framleiðslu ganga,“ sagði Snorri að lokum. Svarfir/brúnir 36-41 verð kr. 5.980 42-46 verð kr. 6.980 Svartir 36-41 verð aðeins kr. 5.980 a wísm Opib: Sunnud. 19. des. 13-18 Skóverslun Kópavogs Jólagjafir sem gleðja Náttfatnaður Glæsilegt úrval Gott verð Laugavegi 4 - Sími14473 Nýkomnir leður - hvíldarstólar Mikið úrval - Margir litir Teg. KIMA kr. 46.400 stgr. Teg. TILLY kr. 25.000 stgr. Teg. ARI kr. 15.900 stgr. Teg. GAS kr. 33.200 y/S4» □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 ULLARSKÓR Stærðir 21-35 Verð áður: 3,300 Verð nú: Stærðir 36-46 Verð áður: 4,200 Verð nú: 3,360 Stærðir 18-35 Verð áður: 2,800 Verð nú: 2,240 Mikið úrval af sterkum og fallegum ullar inniskóm með stömum sólum. Veitum 10% staðgreiðsluafslátt til jóla af öllum skóm í versluninni. Einning 5% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. Sendum í póstkröfu ^ |s| Búðin borgar SKÓVERSLUN Cfsli Fcrdiiuindssoii íií LÆKJARGÓTU 6A • SÍMI 1 47 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.