Morgunblaðið - 19.12.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
SS-maður í
Bandaríkjunum
Vísað úr
landi vegna
stríðsglæpa
London. The Daily Telegraph.
ALEXANDER Schweidler, 72
ára gamall fyrrverandi SS-vörð-
ur í Mauthausen-fangabúðum
nasista, hefur verið sakaður um
morð á tveim sovéskum stríðs-
föngum 1942 og ætla bandarísk
yfirvöld að vísa honum úr landi.
Breska innanríkisráðuneytið
segir að ekki verði reynt að
hindra að Schweidler fái þar
landvist en hann er með breskt
ríkisfang.
Schweidler komst undan í stríðs-
lok og settist fyrst að í Bretlandi
en fluttist með eiginkonu sinni til
New York árið 1965. Hann býr nú
í Flórída. Schweidler er sagður hafa
skotið mennina tvo og undirritað
yfirlýsingu daginn eftir þar sem
hann gekkst við verkinu. Skjöl um
málið fundust í Austur-Evrópu eftir
hrun kommúnismans.
Bandarísk stjórnvöld segja að
Schweidler hafi ekki sagt sannleik-
ann um feril sinn við komuna til
Bandaríkjanna en í lögum þarlendra
segir að ekki skuli leyfa stríðs-
glæpamönnum landvist og skipti
engu hve langur tími sé liðinn frá
afbrotinu. Schweidler mun hafa
samþykkt að fara úr landi til að
komast hjá réttarhöldum þar sem
farið yrði í saumana á starfi hans
í fangabúðunum. Hann segist ekki
muna eftir að hafa drýgt áður-
nefnda glæpi.
plorgw-
í Kaupmannahöfn
FÆST
Í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
Nýjar vonir um raunhæfar samningaviðræður á Norður-írlandi
Margra alda saga undir-
okunar og trúardeilna
SAMEIGINLEG hvatning forsætisráðherra Bretlands og ír-
lands til IRA og annarra hryðjuverkasamtaka á Norður-írlandi
um að binda enda á vígaferlin hefur verið kölluð vatnaskil í
deilunum. Bretar segjast munu sætta sig við að landshlutinn
sameinist írska Iýðveldinu ef íbúamir og þá ekki síst mótmæ-
lendur, meirihluti Norður-íra, samþykki. Írski forsætisráðherr-
ann hét því á móti að fellt yrði á brott stjórnarskrárákvæði
um tilkall lýðveldisins til Norður-írlands ef deiluaðilar í hérað-
inu næðu saman. Þegar þetta er skrifað er enn óljóst hver
endanleg viðbrögð verða við yfirlýsingu leiðtoganna tveggja
og margt í henni er reyndar með loðnu orðalagi. Þótt fallist
verði á hugmyndir þeirra er margur þröskuldurinn eftir, t.d.
spyrja menn hvernig hægt verði að fullnægja kröfum IRA um
sakaruppgjöf til handa hryðjuverkamönnum. Langvinn átökin
á Norður-Irlandi, rótgróin tortryggni og hatur þar í landi eru
lítt skiljanleg nema hugað sé að aðdragandanum.
Blóðug’ur sunnudagur í Londonderry
SUNNUDAG einn árið 1972 skutu breskir hemenn í fáti á mótmæ-
lagöngu kaþólikka í Londonderry og féllu 13 manns, enn fleiri
særðust. Á myndinni sjást hermenn og óbreyttir borgarar stumra
yfir einu fórnarlambanna.
Konungsvaldið enska byijaði
að seilast til áhrifa á írlandi þeg-
ar á miðöldum en það var ekki
fyrr en á sextándu og sautjándu
öld að verulegur fjöldi Englend-
inga og Skota tók sér bólfestu í
landinu og hóf að undiroka inn-
fædda íra. Siðbreytingin í Eng-
landi á sextándu öld varð til þess
að enn dýpri gjá myndaðist því
að írar héldu fast við sinn ka-
þólska sið. Englendingar frömdu
ægileg grimmdarverk er þeir
bældu niður uppreisn á sautjándu
öld, er talið að þriðjungur íbúanna
hafi fallið. Fram á síðustu öld
voru það lög í öllu breska kon-
ungsríkinu að kaþólikkar mættu
ekki gegna þar opinberum emb-
ættum og var því írskur almenn-
ingur að mestu utan við lög og
rétt. Á þessum
tímum verða til
rótgrónir for-
dómar í Eng-
landi um íra,
heimsku þeirra
og skringileg-
heit, sem urðu ekki til að létta
írum róðurinn. Fjöldi íra fluttist
þó árlega búferlum til Englands
í leit að vinnu og hefur svo verið
fram á þennan dag.
Hörmungasaga á 19. öld
Fyrstu áratugi síðustu aldar
riðu mörg áföll yfir írsku þjóðina,
hungur og farsóttir. Kartöflur
voru uppistaðan í fæði alþýðufólks
en 1841 brást uppskeran og fjöldi
manna féll úr hungri. Irar voru
fjölmennir í röðum nýlendubú-
anna í Vesturheimi þegar á átj-
ándu öldinni en um miðja síðustu
öld hófust miklir þjóðflutningar
frá landinu til Bandaríkjanna. Um
sama leyti var byijað að viðra
hugmyndir um heimastjórn á ír-
landi en þingmenn íra sátu á
breska þinginu í London.
Það var þó ekki fyrr en 1886
að William Gladstone lagði fram
fyrsta lagafrumvarpið um heima-
stjóm handa írum, Home Rule.
Það olli geysilegum deilum í Eng-
landi og klofningi innan stjórn-
málaflokkanna en náði ekki fram
að ganga og sama gerðist 1893.
Þá voru íhaldsmenn við völd og
þeir voru andvígir öllum sjálfstæð-
ishugmyndum. írar eignuðust lit-
ríka leiðtoga í sjálfstæðisbarátt-
unni, þekktastur var Charles
Parnell, en voru þó oft sjálfum
sér sundurþykkir. Bandaríkja-
menn af írskum uppruna voru fjöl-
mennir og styrktu baráttuna með
fé. Ráku samtök þeirra látlausan
áróður gegn meintri kúgun bre-
skra stjórnvalda í gamla landinu.
Og þegar kom frá þessa öld var
ljóst að mótmælendur á írlandi,
sem bjuggu að mestu í sex af níu
sýslum héraðsins Ulster í norður-
hluta írlands, myndu ekki sætta
sig við að lúta yfirráðum kaþólska
meirihlutans.
Páskauppreisnin
Heimastjórnarlög voru loks
samþykkt 1914 en sama ár hófst
heimsstyijöldin fyrri og ákvað
þingið þá að fresta gildistöku lag-
anna þar til henni lyki. Á páskun-
um 1916 hófu um 2.000 manns
llla skipulagða uppreisn gegn
breskum yfírráðum og lýstu yfír
lýðveldisstofnun í Dublin en hún
var skjótt bæld niður; 14 leiðtogar
uppreisnarmanna voru teknir af
lífí. Páskauppreisnin hefur síðan
verið írskum þjóðemissinnum
endalaust yrkisefni í hetjusögur
og hefur eitrað samskipti þjóð-
anna.
Næstu árin háðu ýmsir hópar,
þ. á m. írskí lýðveldisherinn (IRA)
skæruhernað
gegn Bretum
sem gekk erfið-
lega að finna
lausn er allir
gætu unað við.
Loks var ákveð-
ið að skipta írlandi, árið 1921.
írska fríríkið svonefnda, fékk
sjálfsstjórn innan breska samveld-
isins á sama hátt og Kanada og
Ástralía. Það náði yfir meginhluta
eyjarinnar, var hlutlaust í heims-
styijöldinni síðari og varð sjálf-
stætt lýðveldi 1949.
Sex sýslur í Ulster, þar sem
mótmælendur voru í meirihluta,
heyrðu áfram undir Bretland en
með víðtæka sjálfsstjóm og eigið
þing. Mótmælendur réðu öllu sem
þeir vildu í krafti þess að kjörið
var til þings í einmenningskjör-
dæmum, þeir gátu neytt aflsmun-
ar. Þeir stjómuðu flestum fyrir-
tækjum, tekjumunur var mikill,
kaþólikkum í óhag. Mótmælend-
um var hyglað við embættaveit-
ingar, í skólum og í félagslegri
þjónustu.
Kaþólikkar svöruðu fyrst í stað
með því að hætta allri þátttöku í
stjómmálum héraðsins, margir
þeirra bjuggu í fátækrahverfum
borgarinnar og stöku sinnum kom
til óeirða. Þeir fluttust þó ekki í
neinum mæli suður til lýðveldis-
ins. Skipasmíðar og síðar flug-
vélasmíði í heimsstyijöldinni síð-
ari ollu efnahagsuppgangi í Belf-
ast og velferðarkerfíð breska eftir
stríð tryggði fólki ákveðin lág-
markslífskjör. Lýðveldið var á
hinn bóginn bláfátækt, atvinnu-
leysi landlægt og ungt fólk reyndi
yfirleitt að hafa sig á brott til
Bretlands eða Bandaríkjanna.
Mótmælendur misnotuðu að-
stöðu sína að vísu herfilega en
bentu á að írland, sem gerði til-
kall til héraðsins, væri ekki aðeins
kaþólskt heldur eitthvert alræmd-
asta virki afturhalds og trúarlegr-
ar þröngsýni í Evrópu. Kirkjan
hefur ávallt verið þar mjög valda-
mikil og félagsleg löggjöf hefur
dregið dám af þeim áhrifum,
meðal annars varðandi getnaðar-
varnir og fóstureyðingar.
Vopnuð átök hefjast
Upp úr 1960 fóm mannrétt-
indahópar að láta til sín taka og
fóm þá gjarnan í smiðju til rétt-
indasamtaka blökkumanna í
Bandaríkjunum. Farnar voru
kröfugöngur í Belfast og Derry,
hin unga Bernadette Devlin varð
átrúnaðargoð og heimsfræg. Frí-
kirkjuklerkurinn Ian Paisley fór
hamförum gegn kaþólikkum og
hvatti sína menn til að beijast
með öllum ráðum gegn veldi páf-
ans í Róm. Klofningshópur í IRA
nefndi sig Provisionals og er
stjórnmálaarmur hópsins Sinn
Fein. Hópurin.n, oftast er hann
einfaldlega kallaður IRA, hóf
skæruliðabaráttu gegn mótmæ-
lendum og breskum stjórnvöldum.
Mótmælendur svömðu með því
að stofna vopnaðar sjálfboðaliða-
sveitir. í byijun áttunda áratugar-
ins sendi breska stjómin her til
héraðsins til að halda uppi lögum
og reglu, 1972 leysti hún upp
þingið og síðan hefur svæðinu
verið stjórnað frá London. Kaþó-
likkar fögnuðu í fyrstu hernum,
væntu þess að friður kæmist á
en IRA og annar kaþólskur
hryðjuverkahópur, fjóðfrelsisher
íra (INLA), vora ekki í sáttahug-
leiðingum. Morð og sprengjutil-
ræði urðu nær daglegt brauð.
Kaþólsku hóparnir voru mun at-
kvæðameiri en mótmælendurnir í
hryðjuverkum.
Kaþólskir íbúar N-írlands fóm
márgir að líta á breska herliðið
sem tákn um aldagamla kúgun
Breta, gagnkvæmt hatur magn-
aðist en ávallt voru til hugrakkir
einstaklingar sem reyndu að miðla
málum. Nær 500 manns féllu
1972, flestir óbreyttir borgarar,
síðar var sendiherra Breta í Du-
blin myrtur og 1979 létu Mount-
batten lávarður, tveir unglingar
og 19 breskir hermenn lífíð í til-
ræðum. Alls hafa átökin kostað
rúmlega 3.000 manns lífið frá
1968.
Lögreglulið N-írlands, þar sem
mótmælendur ráða ferðinni, hefur
ásamt breska herliðinu verið sak-
að um að bijóta mannréttindi á
kaþólikkum og í nokkmm tilvik-
um var saklaust fólk í fangelsi
ámm saman í Bretlandi. IRA
færði út kvíamar, hóf aðgerðir í
Bretlandi sjálfu, samvinnu við er-
lenda hermdarverkamenn og rík-
isstjórn Líbýu, einnig munu sam-
tökin hafa fengið vopn beint frá
kommúnistaríkjunum. 1984 kom
IRA fyrir sprengju á hóteli í Brig-
hton þar sem Ihaldsmenn héldu
flokksþing, fjórir menn létust og
nokkrir slösuðust en Margaret
Thatcher forsætisráðherra slapp
ósködduð.
Heldur dró þó úr hryðjuverkun-
um á níunda áratugnum og 1985
gerðu bresk og írsk stjórnvöld
samning um að tekið yrði upp
reglubundið samráð ríkjanna í von
um að takast mætti að binda enda
á blóðsúthellingarnar. írskum
stjórnvöldum reyndist þó erfítt að
uppfylla kröfur Breta sem m.a.
vildu fá íra til að framselja um-
svifalaust IRA-menn er leituðu
skjóls í lýðveldinu. Undanfarna
mánuði hafa bresk stjórnvöld átt
viðræður með leynd við fulltrúa
ÍRA og vitað er að sumir leiðtoga
samtakanna vilja stöðva átökin. Á
næstunni mun koma í ljós hvort
væntingamar um tímamót rætast.
BAKSVID
eftir Kristján Jónsson