Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir
„Þú veist að ég elska þig, þú finnur að ég er þín,“ syngur Björk í eina laginu með
íslenskum texta á tónleikum hennar á skemmtistaðnum Avalon í Boston.
Meó
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
FYRIR stuttu lauk fyrstu sólóhljómleikaferð Bjark-
ar Guðmundsdóttur um Norður-Ameríku eftir að
hún gaf út sólóplötu sína, Debut, og fékk hún lof-
samlega dóma fyrir frammistöðu sína í New York,
en gagnrýnandi dagblaðs eins í Boston var ekki
jafn hrifinn. Sama dag og Björk spilaði í Boston
birtist við hana heilsíðuviðtal í dagblaðinu The
Boston Globe þar sem hún lagði áherslu á að Sykur-
molarnir væru ekki hættir, þeir væru bara í dvala.
AF HUÓMLEIKA-
FERÐALAGI
BJARKAR GUÐ-
MUNDSDÓTTUR UM
NORÐUR-AMERÍKU
Hvaða Sykurmolar? var það fyrsta sem
kom upp í hugann eftir tónleika Bjark-
ar á skemmtistaðnum Avalon í .Boston á
fimmtudag í síðustu viku. Björk lék. aðeins
lög af nýjustu plötu sinni, auk tveggja nýrra
laga sem ekki hafa verið gefín út og var
utan raddarinnar fátt í ryþmískri danstónlist-
inni sem minnti á gömlu hljómsveitina.
Björk vatt sér ásamt sex manna hljóm-
sveit sinni strax út í lagið Human Behaviour
af Debut og voru gestir þegar með á nótun-
um. Reyndar þurfti söngkonan að glíma við
hæsi og var í upphafí eins og röddin ætlaði
að bresta, en það lagaðist eftir fyrsta lagið
og náði rödd hennar brátt sínum yfitjarð-
nesku hæðum.
Oft og tíðum virtist sem áhorfendur væru
ekki alveg með á nótunum og virtust til
dæmis The Anchor Song og Like Someone
in Love, sem bæði eru sungin við undirleik
eins hljóðfæris, fara fyrir ofan garð og neð-
an. Öðru máli gegndi um lög á borð við
There’s More To Life Than This og Violently
Happy, sem kitluðu danstaugar viðstaddra.
Björk bauð í prufur þegar hún valdi hljóm-
sveitina og hefur tekist mjög vel upp. Aðeins
einn hljómsveitarfélaga lék með Björk á
Debut, slagverksleikarinn Talvin Singh, en
hinir virðast ekki eiga í neinum vandræðum
með tónlist hennar. Undirleikurinn var
hnökralaus og vart feilnótu að fínna. í hljóm-
sveitinni eru tveir hljómborðsleikarar, blás-
ari, sem fór á kostum, undrataktvís bassaleik-
ari og trommuleikari.
Björk skipuleggur einnig tónleikaferðina
og hljóta það að vera mikil viðbrigði frá því
að vera hluti af hljómsveit. „Það var einmitt
hugmyndin með þessu,“ sagði Björk í sam-
tali við blaðamann og kvaðst ánægð með
árangurinn.
Ongþveiti í New York
Björk sagði að viðtökur hefðu verið svipað-
ar í Boston og New York. í New York hefði
þó verið uppselt og myndast öngþveiti þegar
þúsund miðalausir aðdáendur neituðu að
hverfa af vettvangi.
Tónleikaferð Bjarkar hefur vakið nokkra
athygli og kom hún m.a. fram í spjallþætti,
sem sjónvarpað er frá New York. Þar söng
Björk Human Behaviour og spjallaði stjórn-
andi þáttarins, Conan O’Brien, stuttlega við
hana.
„Fyndið,“ var eina orðið, sem kom upp í
huga Bjarkar þegar hún var spurð um þátt-
inn og fannst henni líkast því að vera komin
í sófasettið hjá Hemma Gunn.
„Björk skiptir um bylgjulengd," sagði
gagnrýnandi The New York Times, Jon Pare-
les, í fyrirsögn eftir tónleika Bjarkar í Webst-
er Hall á Manhattan. Hann sagði að nýjar
umbúðir hefðu ekki gert úr henni hefðbundna
sönggyðju. „Enn er stokkið til og frá og far-
ið á ómstrítt svig í laglínum hennar,“ skrif-
aði gangnrýnandinn. |
Sagði hann að á stundum hefði hljómsveit-
in getað verið að leika undir hjá söngkonu
á borð við Sade, en söngur Bjarkar hefði |
„barist gegn seiðandi undirleiknum." Hann *
klykkti út: „Mitt í tónlist, sem var staðföst
og hefðbundin, reyndist Björk enn vera einn
af skemmtilegustu furðufuglum rokksins.“
Gagnrýnandi dagblaðsins The Boston Her-
ald var ekki jafn upprifinn eftir að Björk
hafði spilað hér í borg. „Innblæstri Bjarkar
ábótavant," skrifaði Sarah Rodman í fyrir-
sögn. Sagði hún að Björk og hljómsveit henn-
ar skorti síður en svo hæfileika og rödd „hinn-
ar smávöxnu sönggyðju hefði ótrúlega breidd
og djúpa túlkun.“
Sagði í gagnrýninni að Björk væri
skemmra á veg komin í lagasmíðunum en á
öðrum sviðum og þyrfti hún að bæta úr því.
í viðtali við Jim Sullivan á The Boston
Globe kvaðst Björk vera sýnu jarðbundnari
þegar hún væri ein á ferð, en með Sykurmol-
unum,
Sullivan þessi skrifaði fyrir fimm árum
gagnrýni um hljómleika Sykurmolanna, þar
sem hann sakaði þá um að líta á Bandaríkja-
menn sem gullkálf, sem hægt væri að blóð-
mjólka og draga sundur og saman í háði og
fyrirlitningu um leið.
Nú spyr hann um hroka Sykurmolanna á
sviði og Björk svarar því til að líf poppara
sé ekki jafn goðumlíkt og fólk haldi. „Þú
þarft að læra fleiri hegðunarferli en drottn-
ingin af Englandi, vera „uppreisnarlegur“ í
ákveðnum mæli án þess að það komi því
nokkuð við að vera uppreisnarmaður," sagði
hún og bætti því við að uppreisnargirni Syk-
urmolanna hefði af og til brotist fram í undar-
legri hegðun á sviði.
Björk hélt til Toronto í Kanada frá Boston
og þaðan til Chicago. Einnig lék hún í San
Francisco og Los Angeles, en lauk síðan tón-
leikaferð sinni til að fylgja Debut eftir í Evr-
ópu.