Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 18

Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993 t" 4 Horfft á sjónvarpió ÞEGAR skurður er ekki lengur ristur á kvið sjúklings sést aðgerðarsvæðið ekki með berum augum. Læknar og aðstoðarfólk fylgjast því með á sjónvarpsskjá en myndavél er lætt inn um rör sem liggur i gegnum húð sjúklings. Filippseyskar töffra- lækningar? GALLBLAÐRA dreg- in út um lítið op á kvið sjúklings. Aður þýddi slík aðgerð 3-4 vikna veikindaforföll en nú getur sjúkling- ur verið kominn til vinnu eftir viku. eftir Pól Þórhallsson ÖR ÞRÓUN er nú í handlækningxim. Læknisaðgerðir verða sífellt nettari og hnitmiðaðri. Tækjakosturinn er allur annar. Skurðhnífurinn hefur í mörgum tilfellum verið slíðraður. í staðinn fyrir stóra opna skurði eru gerð lítil göt á húð sjúkl- ings. Rör«ru sett I gegnum götin og þannig fær læknirinn aðgang að hinu sjúka líffæri. Kvikmyndaauga er stungið í gegnum eitt opið og læknirinn sér til með því að horfa á sjón- varpsskjá. Leysigeislar og hljóðbylgjutæki hafa einnig opnað nýjar dyr. Breytingar af þessu tagi snerta velflestar sérgrein- ar lækninga. Ávinningurinn er mikill fyrir sjúklingana; sárs- aukaminni aðgerðir, styttri lega, minni veikindaforföll og smærri ör. Kom þetta fram í samtali við Jónas Magnússon, prófessor í skurðlækningum og yfirlækni á Landspítalanum. Hefðbundnum opnum skurðaðgerðum fylgir oft og tíðum mikið álag á sjúkling. Svæfíngar draga að vísu úr álaginu en fyrir um fimmtán árum komu hinar svokölluðu lokuðu aðgerðir til sögunn- ar. Læknar fóru þá að nota mun fíngerðari tól en áður og freistuðu þess að komast að viðkomandi líffæri án þess að þurfa að rista mikinn skurð á húð og vöðva. Skurðtólin eru þá leidd inn í líkamann í gegnum lítil op á húð. Ýmist er holstingur, nokkurs konar rör, rekinn í gegnum húð sjúklings eða þá að hin náttúrulegu op sjúklings eins og þvagrás, endaþarmur og munnur eru notuð sem „skráargat". Þróunin hefur verið mjög ör. Kvensjúkdómalæknar urðu hvað fyrstir til að nýta sér möguleika nýju tækninnar t.d. til að fjarlægja blöðrur í eggjastokk- um. Fyrsta botnlangaaðgerðin án skurðs á kvið sjúkl- ings var framkvæmd árið 1983. Fjórum árum síðar var fyrsta gallblaðran tekin án opinnar aðgerðar. Áhrifanna gætir í flestum sérgreinum Sem dæmi um þá byltingu sem ný tækni hefur í för með sér má nefna steinbrjót, tæki sem nýkomið er hingað til lands. Um er að ræða hljóðbylgjutæki sem getur splundrað t.d. nýrnasteinum. Fyrir vikið eru sjúklingar nánast ekkert skornir upp vegna nýmasteina lengur. Áður fyrr var um svo viðamikla skurðaðgerð að ræða að sjúklingur var sex vikur (þar af tíu daga á spítala) að jafna sig. Nú tekur þetta nokkrar mínútur. Ef steinn er niðri í þvagleið- ara er honum ýtt upp í nýrun og hann sprengdur þar. Augnlæknar nota leysigeisla mikið í starfí sínu. Með geislunum er hægt að festa niður sjónhimnur sem losna og gera við skemmdir í augnbotnum vegna Breytt sfúkrahús ÞRÓUNIN kallar á breyttar skurðstofur og breytt sjúkrahús, segir Jónas Magnússon yfirlæknir á Landspítalanum. Þar hefur ein legudeild verið lögð niður og henni breytt í skurðstofu. sykursýki. Nú er einnig hægt að skipta um auga- stein í manneskju og sjúklingurinn fer heim samdæg- urs. Ekki er hægt ennþá að komast inn í mannshöfuð- ið á þann netta máta sem lýst var að ofan. Þó er farið að meðhöndla æxli í höfði með geislum. Stóra breytingin í heila- og taugaskurðlækningum er sú að læknar eru famir að gera við bijósklos sem ýtir á taugar í hrygg með einungis 5 sm löngum skurði. Fólk sem lá áður lengi eftir slíka aðgerð fer nú heim daginn eftir. Röntgenlæknar gera aðgerðir sjálfír í sívaxandi mæli t.d. þegar um nýmaæxli er að ræða. Þá em hnitmiðaðri ■ Ávinningur sjúk- lings: Dregur úr sársauka, sjúkra- legan styttist og veikindaforiollin minnka slagæðar til nýrans stíflaðar áður en skorið er upp. Þeir geta líka komist hvert sem er með nálar til að taka sýni sem náðist kannski ekki áður nema í op- inni aðgerð. Bijóstholsskurðaðgerðir hafa einnig breyst. Þegar menn fengu loftbijóst var það meðhöndlað með þeim hætti að rör var sett inn í bijóstkassann og loft sogið út. Lungað átti að fylgja með og gróa fast. Stundum gerðist það ekki og lungað féll sífellt sam- an. Þá þurfti að gera opna aðgerð og jafnvel kom- ast með hönd á milli rifja. Reynslan var sú að sjúkl- ingar höfðu slæma verki á eftir. Núna er hægt að ná sama árangri með því að vinna í gegnum rör. Útvíkkun æða er mun einfaldari en áður. Slöngur eru nú þræddar inn í slagæðakerfið og til dæmis upp i kransæðar og þær víkkaðar út eftir þörfum. Þeir sem eru lengst komnir í kviðarholsaðgerðum segja að hægt sé að framkvæma allar aðgerðir lokað- ar á því sviði sem gerðar eru opnar nú í dag. Ekki er víst að það verði alltaf skynsamlegt en það verð- ur mögulegt. Allflestar aðgerðir við gallsjúkdómum eru nú lokaðar. Jónas Magnússon er þeirrar skoðun- ar að taka ætti alla botnlanga í lokaðri aðgerð. i b . i i » . I . tk I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.