Morgunblaðið - 19.12.1993, Blaðsíða 20
)
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Bresta vonir manna þegar
dauðadæmdur hlær
og dásamar þá hamingju sem
hann á afgangs frá í gær?
Lífið reynist mörgum þykkur
múr.
Ég mjakast líka í gegnum hann
sem trúbadúr.
nnanum
eftir Svein Guðjónsson
Hördur Torfason er fluttur heiun eftir margra ára útlegó i Danmörku
Hér ræóir hann unn þversagnir lífsins i gleói og sorg
Hörður Torfason leikari, leik-
stjóri og trúbadúr syngur um ang-
urværð draumanna, hreinleika og
mátt ástarinnar og óumbeðna ná-
lægð dauðans á nýrri plötu sinni
Gull. Þetta eru ljóðsögur í tónlist
um lífið sjálft í gleði og sorg.
Hörður er nú fluttur heim, eftir
margra ára útlegð í Kaupmanna-
höfn. Hann er einn fárra íslend-
inga sem orðið hafa að flýja land
vegna fordóma, en það gerðist
eftir að hann lýsti því yfir í tíma-
ritsviðtali að hann væri hommi.
Slík hreinskilni kom mönnum í
opna skjöldu á þeim árum. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
„Fyrstu árin í Kaupmannahöfn
fóru í að tína saman sálarbrotin, því
ég var sundurtættur. Ofsóknirnar
voru svo hrikalegar," segir Hörður
þegar við rifjum upp flóttann til
Danmerkur. Eg var lengi að sleikja
sárin og ég var ein þijú, fjögur ár
að jafna mig á þessu."
Hörður kveðst þó aldrei hafa séð
eftir því að hafa gengið fram fyrir
skjöldu með svo afgerandi hætti þótt
þetta hafi vissulega verið erfitt: „Að
koma til dyranna eins og maður er
klæddur er hluti af því lífsmynstri
sem ég hef valið mér sem trúbadúr.
Að segja söguna eins og hún er og
draga ekkert undan. Ef ég hefði lát-
ið kyrrt liggja, fengið mér hvíta
skyrtu og bindi og horfíð inn í fjöld-
ann, þá hefði ég svikið sjálfan mig.
Auðvitað hafa þetta verið átök, sem
hafa kostað miklar fómir, en þær
hefðu orðið miklu meiri ella.
Ég er hluti af þjóð sem ég vil vel
og ég berst fyrir auknum skilningi
og umburðarlyndi manna á milli. Við
getum tekið sem dæmi umræðuna
um sjálfsvíg hér á landi. í henni
gleymast oft þau átök tilfínninganna
sem tengjast kynferðismálum. Ég er
viss um að í mörgum tilfellum sjálfs-
víga hjá ungum mönnum er það
vegna þess að þeir hafa uppgötvað
hjá sér kynhneigð sem ekki fellur
að forskriftinni og þeir rísa ekki
undir því. Skömmin er svo mikil. Og
þótt fordómamir séu kannski ekki
eins miklir og þeir voru þegar ég
flutti út, þá eru þeir enn of miklir.
Ég leit alltaf þannig á málin að það
væri ekkert að hjá mér. Það var
umhverfið sem var snarruglað með
sínum fordómum og ofsóknum. Mað-
ur velur ekki hvernig maður fæðist,
hvort maður fæðist karlmaður eða
kona, dökkhærður eða ljóshærður,
hommi eða hetró.“
Ég er ekki til sölu
Áður en Hörður flutti af landi
brott hafði hann sent frá sér tvær
plötur. Sú fyrri kom út skömmu eft-
ir að hann !auk leiklistamámi og
gengur venjulega undir nafninu
„bláa platan“. Hún hefur selst í
nokkrum þúsundum eintaka, enda
eru á henni lög sem nutu mikilla
vinsælda og heyrast stundum enn
og má þar nefna Ég leitaði biárra
blóma og Guðjón bak við tjöldin.
Platan þótti sérstök á þeim tíma og
sjálfur segir Hörður að það hafí lík-
lega verið vegna þess að hann vissi
ekki hvað hann var að gera. „Maður
var bara ungur og hress og glaður
með fullt af lögum í pokahominti og
svo valdi Svavar Gests bara úr þeim
á plötuna."
Hörður var með annan fótinn í
leiklist á þessum ámm og starfaði
meðal annars í Þjóðleikhúsinu og síð-
ar með íslenskum leikhópi í Dan-
mörku, „Androklesa-leikhópnum“.
Síðan gaf hann út plötuna Án þín
og fór því næst til Bandaríkjanna,
þar sem átti að gera hann að stjömu
eftir því sem sagan segir.
„Ég fór á vegum bandarísks um-
boðsmanns, sem heyrði mig spila í
Tívolí í Kaupmannahöfn. Þegar ég
kom vestur byijuðu þeir á að taka
klæðnaðinn og útlitið í gegn og það
átti að „hanna“ mig til samræmis
við amerískar kröfur um skemmti-
krafta. Ég átti að koma fram í leik-
húsi í Washington D.C., en þegar ég
fór að kynnast lífinu þama snerist
ég þversum. Yfirborðsmennskan fór
afskaplega í taugamar á mér. Það
átti sem sagt að sníða mig sam-
kvæmt forskriftinni, breyta hár-
greiðslunni, klæðaburðinum, tónlist-
inni og textunum. Mér fannst ég
vera orðinn einhvers konar gervikarl
og sagði þeim að ég vildi heldur vera
bóndi á Islandi. Þessi viðbrögð mín
lýsa kannski vel mínum karakter.
Ég er ekki til sölu. En það er þessi
sölumennska sem er svo einkennandi
fyrir skemmtiiðnaðinn. Margir ágæt-
ir skemmtikraftar og listamenn hafa
lent í því að selja sig í gegnum um-
boðsmenn, kannski af því þeir hafa
ekkert að segja. Og ég virði það sjón-
armið alveg. Það á bara ekki við
mig. Mér fínnst ég hafa það mikið
að segja. Hún brýst alltaf í gegn hjá
mér, þessi löngun eða þörf til að
segja sögur.“
Að segja sögur
Hörður heldur uppteknum hætti á
nýju plötunni. Hann er að segja sög-
ur. Að mati þess, sem þetta skrifar,
eru það athyglisverðar og góðar sög-
ur. Og Hörður lætur sér ekki nægja
að syngja ljóðin við eigin lög, heldur
kemur leikarinn einnig upp í honum
og skín víða í gegn. En er það ekki
einmitt hluti af tjáningarformi
trúbadúrsins?
„Allt er þetta hluti af tjáningar-
formi trúbadúrsins. Hann segir sögur
og reynir með þeim að hafa áhrif
útávið. Til dæmis reyni ég talsvert
að slá á fordóma fólks.
Tjáningarform trúbadúrsins er í
raun lítt útbreytt hér á íslandi þótt
ýmsir hafi gefíð sig út fyrir að vera
trúbadúrar. En flestir þeirra eru í
einhvers konar fylleríis-slögurum,
sem rista fremur grunnt. Ég hef hins
vegar algjörlega hafnað þessum fyl-
leríis-kúltúr og forðast að koma fram
þar sem fólk er að drekka. Þar er
fólk ekki að hlusta á það sem ég er
að gera og ég á því ekkert erindi á
slíkar samkomur.
Stundum er ég spurður, þar sem
ég kem fram, hvort ég geti ekki
haft aðeins meira „stöð“ í þessu. En
það er bara ekki minn stíll. Ég er
að gera allt aðra hluti og hef stund-
um líkt því við leikhús. Ég er í raun-
inni að setja upp litla leiksýningu í
hvetju lagi. Stundum nota ég tjöld
og stundum ekki. Trúbadúrformið
er því eins konar samhæfing á þess-
um listgreinum: ljóðlistinni, tónlist-
inni, leiklistinni og svo hinni gömlu
íslensku sagnahefð."
Maður má ekki bara hugsa um
sjálfan sig
Tvö ár eru nú liðin frá því Hörður
flutti heim til íslands og hann segist
fyrst núna vera að átta sig á því og
„fínna fyrir fjöllunum í sér“, eins og
hann orðar það. Hann gefur út hljóm-
plötur sínar sjálfur og kveðst hafa
lagt milljónir í það fyrirtæki og ekki
fengið allt það fé til baka. Hann
starfar jafnframt við leiklist og leik-
stýrir að meðaltali þremur verkum á
ári, aðallega hjá áhugaleikhúsum úti
á landi.
„Leikhús þarf ekki að vera betra
þótt það heiti stofnanaleikhús. Það
gefur mér mikið að kenna fólki,
áhugasömu fólki úr þorpinu, kaup-
túninu eða sveitinni, fyrir utan þau
forréttindi hversu stutt er út í náttúr-
una. Maður kynnist líka þjóðinni
sinni vel í slíku starfi. íslendingar
eru skemmtileg blanda ólíkra hópa
eftir því hvaðan þeir koma og við
hvaða aðstæður þeir hafa alist upp.
Bóndinn fyrir vestan þarf ekki endi-
lega að vera eins og bóndinn fyrir
austan og Héraðsbúinn hefur oft
gjörólík viðhorf til lífsins en Seyðfirð-
ingurinn."
- Hvað um viðhorf fólksins úti á
landi til leikhúsverka. Það er ekki
mikið fyrir þungar pælingar, hefur
maður heyrt?
„Nei, eðlilega ekki. Þetta fólk
vinnur mikið og þegar það fer í leik-
hús vill það lyfta sér upp, en ekki
leggjast í einhver grátverk eða heim-
spekilegar pælingar, sem jafnvel
höfundar verkanna hafa aldrei skilið.
Þetta fólk kemur í leikhús til að hlæja
og það er mjög skiljanlegt. Það getur
auðvitað verið þreytandi fyrir okkur,
sem förum víða til að setja svona
stykki upp, að lenda oft á sama fars-
anum, en við verðum að hugsa um
fólkið sem við erum að vinna fyrir.
Maður má ekki alltaf bara hugsa um
sjálfan sig. Ég geri það sem trúbad-
úr, en ekki sem leikstjóri."
Sársaukinn kennir manni
„Sem trúbadúr get ég skrúfað frá
sálarkrananum. Á ferðum mínum um
landið heyri ég margar sögur og fólk
biður mig oft um að ræða við sig
um hin margvíslegustu málefni. Ég
kynnist því fólkinu í landinu vel á
þessum ferðum. Ég er ekki bara að
setja upp leikrit, heldur held ég líka
tónleika og þá tek ég oft fyrir ákveð-
in málefni. Ég hef tekið fyrir homma
og lesbíur, ég hef fjallað um for-
dóma, einhleypar mæður, alnæmi og
margvíslega málaflokka og þá fjalla
ég gjaman um þetta án þess að vera
að lesa yfir fólki heldur varpa frekar
fram spumingum. Og oft gerist það
eftir svona tónleika að mér er boðið
í hús til að ræða þessi mál nánar.
- Þú nefndir þarna alnæmi. Finnst
þér þú sjálfur lifa í skugga þessa
sjúkdóms þar sem þú telst vera í
svokölluðum áhættuhópi...?
„... sem er þvæla, því það em allir
í áhættuhópi. Það er einmitt þessi
blekking, að þetta sé bara homma-
sjúkdómur, sem er svo hættuleg.
Með því að einblína á einn hóp manna
er verið að firra stærsta hópinn
ábyrgð og þar með er verið að opna
allar rásir til smitunar. Með því að
telja sér trú um að aðeins hommar
og sprautusjúklingar séu í hættu er
í raun verið að grafa fjöldagröf alnæ-
missjúklinga.
Hommar hafa orðið fyrir miklum
ofsóknum vegna þessa sjúkdóms og
ég kem inn á það í einu ljóðinu á
plötunni, sem ber heitið Ulfur og
fjallar um mig sem einstakling í þess-
ari baráttu. Eg hef staðið yfír gröfum
margra vina minna á undanfömum
árum. Á slíkum stundum fer maður
að velta fyrir sér miskunnarleysi lífs-
ins og þá finnst mér ég stundum
breytast í einhvers konar villidýr.
Maður skynjar samt að lífið heldur
áfram og einhvern veginn verður
maður að komast af og ég hef aldr-
ei misst löngunina til lífsins. Ég
samdi þetta eftir að ég kom heim
einu sinni og sambýlismaður minn
hafði framið sjálfsmorð. Annað lag
á plötunni, Myrkrið, fjallar um
dauðastríð hans. Lífið er fullt af þver-
sögnum og miskunnarleysi. En sárs-
aukinn kennir manni, þroskar mann
og styrkir.“
- Undir niðri má skynja þennan
sársauka á plötunni þinni...!
„í uppgjöri við sjálfan sig er alltaf
sársauki. En það þýðir ekkert að
fylla sjálfan sig einhverri beiskju.
Aðalatripið er að vinna sig út úr
þessu. Ég fjalla líka um gleðina á
þessari plötu og húmorinn er aldrei
langt undan hjá mér eins og margir
textar mínir og flutningur ber með
sér.“
Við erum öll haldin fordómum
- Þú kemur líka inn á fordómana
á plötunni og í því sambandi dettur
mér í hug lagið Karl R. Emba, þar
sem rödd samviskunnar grípur af og
til fram í fyrir sögumanni og segir
honum að „gefa þeim blóm ...“.
„Við erum öll haldin einhveijum
fordómum, ég er uppfullur af þeim,
en málið er að láta þá ekki stjórna
sér. Inntakið í kristinni trú er að
fyrirgefa og þama er ég að höfða
til þess. Röddin sem grípur fram í
er rödd samviskunnar eða rödd guðs,
sem er það sama því guð býr innra
með okkur. Ég tek þarna fyrir mála-
flokka þar sem mönnum hættir mjög
til að láta stjómast af fordómum,
það er varðandi litarhátt fólks, kyn-
hneigð, kynferði og trúmál.
Ég valdi þann kost að fjalla um
þetta í gamansömum tón, sem er oft
vænlegur kostur til að fá fólk til að
hlusta. Og það er víðar í ljóðunum
á plötunni þar sem ég slæ á léttari
strengi. Þama eru til dæmis tvö
bamalög, en ég hef mikið unnið með
börnum sem leikstjóri og samið mörg
lög og texta fyrir börn. Annars vil
ég ekki vera að gefa einhveija for-
skrift að því hvernig fólk á að hlusta
á þessa plötu. Menn verða að upplifa
þá reynslu hver fyrir sig.“