Morgunblaðið - 19.12.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1993
Erlendir stúdentar á íslandi segja ffrá jólahaldi i heimalandi sinu
eftir Bergþór Bjamarsqn
„SINN ER siður í landi
hverju" er gamall og góður
íslenskur málsháttur og hann
á við um jólin eins og annað.
En hvernig skyldi þessum sið-
um vera háttað um jól í öðrum
Evrópulöndum, í Afríku eða
Suður-Ameríku? Á íslandi
eru erlendir stúdentar frá
nærri öllum heimshornum og
því hægt að forvitnast um
hvernig þeir halda jól í
heimalandi sínu.
Meira aó segja lögreglan
getur verió skemmtileg um
fólin
Victoria Cribb er frá Bretlandi
en hefur verið í námi á Islandi í
nokkur ár og í tvígang eytt jólun-
um á íslandi. „Jólin eru mikilvæg-
asta hátíðin í Bretlandi. Aður fyrr
lögðu Englendingar meiri áherslu
á hátíðahöldin sem tengjast jólun-
um, en Skotar lögðu aftur á móti
meiri áherslu á áramótin. Nú hefur
þetta breyst, Englendingar halda
nú áramótin hátíðlegri en áður og
Skotar leggja meiri áherslu en
áður á jólahátíðina. Jólaundirbún-
ingur á Englandi hefst í október!
Þá kemur jólaskraut í búðir sem
fólki finnst alveg óþolandi. Á að-
ventu er mjög vinsælt hjá bömum
að taka upp dagatal og margir eru
með aðventukrans. í Englandi eru
jólalög mjög vinsæl og dagana rétt
fyrir jól fara mörg böm og líka
fullorðnir og syngja fyrir utan hús
annarra. Það . er sérstaklega
skemmtilegt í sveitum og ég fór
einu sinni upp í sveit ásamt hópi
fólks. Það’var heil hljómsveit með
og við gengum frá húsi til húss
og sungum. Þá kemur heimilisfólk-
ið út með sherrý og „mincepies"
sem er sérstakur jólaréttur hjá
okkur, deig sem er fyllt með þurrk-
uðum ávöxtum. Þetta er mjög
skemmtilegt og í lokin er maður
orðinn létt kenndur. Rétt fyrir jól
er líka mikið sungið í kirkjum og
margir hlusta á jólasöngva frá
King’s College Chapel í Cambridge
í útvarpinu á jólunum."
Vió þurf um aó hafa
útkastara i Dómkirkjunni
Vicky segir 24. desember ekki
vera stórhátíð og þá sé unnið í
Bretlandi. Á aðfangadagskvöld
fara margir í miðnæturmessu í
Dómkirkjunni, fer gjarnan á pöbba
og síðan eftir það hengir fólk upp
jólasokkana sína sem jólasveinninn
fyllir af gjöfum. Það er mismun-
andi hvort gjafirnar eru opnaðar
strax þegar fólk vaknar eða um
hádegið. Einnig eru alltaf einhveij-
ar gjafir undir jólatrénu og svo er
hengdur upp mistilteinn sem er
vinsælt að kyssast undir. „Við
þurfum að hafa útkastara í Dóm-
kirkjunni því fulk fólkið vill líka
fara í kirkjuna. Ég hef oft lent í
því að þurfa að klofa yfir ælur við
Dómkirkjunna því það er svo
margt fullt fólk sem kemur í kirkju.
Á jóladag er stórveisla og borðaður
kalkúnn. Heima hjá okkur verðum
við 12 í ár og gamalli konu, sem
er ekki í ættinni, verður boðið því
það á ekki að láta fólk vera út
undan um jólin. Þá er mikið drukk-
ið, ólíkt því sem hér gerist. Ég
man að einu sinni að kom lögregl-
an meðan við vorum í kirkju því
að eldur hafði hreyft jólaskraut svo
að þjófavarnakerfið fór í gang.
„Lögregluþjónarnir voru beðnir
afsökunar og þeim boðið inn að fá
sér eitthvað að drekka sem lögregl-
an má auðvitað ekki þegar hún er
á vakt. En þeir svöruðu: „Nei, við
erum búnir að drekka svo mikið
kampavín niðri á stöð að við erum
orðnir fullir,“ og svo keyrðu þeir
af stað. Lögin eru stundum dálítið
sveigjanleg á jóladag og meira að
segja getur lögreglan verið
skemmtileg.“
Vió erum ekki eins miklir
púritanar
Jólamatur flestra er kalkúnn og
á eftir er borðaður jólabúðingur.
Búðingurinn er búinn til í október
og soðinn í marga klukkutíma, síð-
an er hellt yfir hann koníaki og
hann borinn fram logandi. „Eftir
þetta líður manni ótrúlega illa,“
segir Vicky. „Ef fólk borðar jóla-
matinn í hádeginu er svo borðuð
ensk jólakaka um „teleytið“.
Klukkan þijú safnast fjölskyldan
saman fyrir framan sjónvarpið og
hlustar á drottninguna eða hlustar
ekki því allir eru að ræða um hvaða
kjól hún hafi valið og hvað hann
sé hallærislegur. Það tilheyrir líka
að horfa á James Bond-mynd. Á
annan í jólum er borðaður afgang-
urinn af jólamatnum og þá eru oft
mörg jólapartí. Reyndar eru partí
alveg fram að áramótum og fólk
fer kannski tvo daga í vinnuna."
- Þeklq'ast þá ekki ijómatertu-
kaffiboð á jólunum?
„Nei það eru frekar kokkteilboð,
þið hafið lúterstrú en við erum
ekki eins miklir púrítanar í ensku
biskupakirkjunni."
Jólasveinninn býr auóvilaó
i Finnlandi
„Nánasta fjölskyldan hittist hjá
okkur um jólin,“ segir Camilla
Wide frá Finnlandi. Camilla ætlar
nú um jólin í fyrsta skipti að vera
Lögin eru
stundum
dálítió
sveigjanleg á
jóladag og
meira aó segja
getur lögreglan
verió
skemmtileg
Maóur skildi
aldrei áóur fyrr
af hverju pabbi
var ekki
heima þegar
jólasveinninn
kom
á íslandi en hún hefur tvisvar ver-
ið í Bandaríkjunum um jólin því
hún segist vilja slappa af og það
sé svo mikið að gera þegar hún
fer heim. „Yfirleitt eru það amman
og afínn, foreldrar, systkini og
kannski systkini foreldra manns
og börn þeirra sem eru saman við
upphaf jólanna. Síðustu árin hefur
það bara verið mín nánasta fjöl-
skyla og engir aðrir því að allir
hafa viljað vera út af fyrir sig.
Amma mín vill bara vera heima
hjá sér um jólin eins og hún var
alltaf áður en afi dó. Þangað til
ég var 12-13 ára voru hins vegar
stór fjölskylduboð, líklega meðan
börnin í fjölskyldunni voru lítil. Ef
maður á stóra fjölskyldu og vill
ná öllum saman þá hittist fólk 24.
desember. Á jóladag býður maður
kannski vinum sínum eða þeim sem
ekki var boðið þann 24.“
Setió aó beróum i þrjó tima
Camilla segir að í Finnlandi sé
mikil áhersla lögð á matinn .um
jólin og í raun sé samskonar matur
borðaður þrisvar sinnum hjá henn-
ar fjölskyldu en hann samanstend-
ur af mörgum réttum, ættuðum
frá Finnlandi og Svíþjóð. „24. des-
ember er unnið til hádegis og þá
er borðaður hrísgijónagrautur með
möndlu og sá sem fær möndluna
á að giftast. Eftir hádegi er farið
að búa til matinn og klukkan sex
les einhver úr bæjarstjórninni jóla-
friðinn við Ráðhúsið og þá á að
vera friður í landinu. Venjulega fer
fólk í kirkju klukkan fímm og eft-
ir það er farið heim og byijað að
borða og aðalmálið er að fá síld
og snafs sem er venjulega Kosken-
korva. Þá eru borðaðar kartöflur
og síld eða „lútfiskur" sem er lagð-
ur í lút og svo soðinn lengi. Yfir-
leitt er skinka í matinn en á síð-
ustu árum eru sumir farnir að
borða reyktan kalkún. Með skink-
unni eru borðaðir þrenns konar
heitir réttir, kartöflu-, rófu- og
gulrótaréttir sem eru bakaðir í
ofni. Einnig er bökuð lifrarkaka
sem í eru rúsínur. Amma býr allt-
af til rauðrófusalat með ijóma og
grænum baunum. Eftirrétturinn á
að vera sveskjusúpa en margir
hafa eitthvað annað. Svo er setið
í næstum þijá klukkutíma, borðað
og drukkið vín með. Eftir matinn
eru gjafimar opnaðar og bömun-
um finnst mjög erfitt að bíða eftir
því. Það þurfti líka alltaf að bíða
eftir að jólasveinninn kæmi áður
en hægt var að opna gjafirnar.
Maður skildi aldrei áður fyrr af
hveiju pabbi var ekki heima þegar
jólasveinninn kom. Jólasveinninn
gefur nokkrar gjafír, skilur svo
pokann eftir og fer. Hann er ekki
eins óg sá íslenski, heitir ,julgub-
ben“. Jólasveinninn er gamall mað-
ur með skegg og býr Lapplandi en
í þjóðtrúnni eru líka til ,jultomtar“
sem em álfar og eiga að hjálpa
jólasveininum."
Löngu fyrlr jól er farió aó
drekka jólaglögg
„13. desember er Lúsíuhátíð og
þá koma líka jólasveinar þannig
að jólin byija eiginlega þá. Jólin
em líka búin eftir þann 24. en jóla-
tréð er látið standa fram á þrett-
ándann þegar jólin em formlega
búin. Á jóladag förum við út að
skemmta okkur og þá eru
skemmtistaðir opnir. í Finnlandi
em áramótin frekar hátíðleg og
venjulega ekki farið á veitingastaði
heldur eru partí í heimahúsum. í
partíum er siður að bræða tin og
kasta í vatn og myndin sem við
það verður til á að spá um framtíð-
inni. Ef t.d. margar litlar kúlur
myndast merkir það peninga.
Löngu fyrir jól er farið að drekka
jólaglögg og hjá fyrirtækjum og
félögum er haldið „litla jólapartí“.
Foreldrar mínir bjóða í tveggja
tíma jólaglögg 23. desember og
allir vinir og vandamenn koma og
drekka glögg og borða piparkökur